Tíminn - 25.01.1991, Síða 2

Tíminn - 25.01.1991, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 25. janúar 1991 Hillir undir flutninga S.S. austur á Hvolsvöll, sem hefur makaskigti á eignum við ríkið: SAMNINGSDRÓGIN UGGJA Á BORÐINU Nú Iiggja á borðinu samningsdrög milli Sláturfélags Suðurlands annars vegar og ríkisins hins vegar um makaskipti á húsi Sláturfé- lagsins í Laugamesi í Reykjavík og á 10 til 12 húseignum á Reykja- víkursvæðinu. Þetta er gert af háifu ríkisins til að auðvelda S.S. að flytja starfsemi sína austur á Hvolsvöll, en hugmyndir þar um hafa veríð í bígerð síðustu misseri. Mörður Árnason, upplýsingafull- trúi fjármálaráðuneytisins, sagði í samtali við Tímann, að samnings- drögin væru þau að S.S. léti Laugar- neshúsið eftir og fengi í staðinn 10 til 12 seljanlegri húseignir, sem rík- ið hefði eignast af ýmsum ástæðum. Hann vildi ekki nefna hverjar allar þessar húseignir væru, en sagði að þetta væri meðal annars hús við Súðavog þar sem áður var starfsemi rækjuvinnslunnar Ingimundar, sem fluttist norður á Siglufjörð, hús við Fannbrekku í Kópavogi, sem Hag- virki átti, og loks hús við Sigtún í Reykjavík, þar sem Listdansskólinn er nú til húsa. Auk þess væru nokkr- ar íbúðir inni í þessu. Mörður vildi ekki gefa upp hvert söluverð Laug- arneshússins væri, en sagði að auk húseignanna 12 myndi einnig koma milligjöf af hálfu ríkisins. Mörður vildi ekki svara því hvort hann teldi að húsin, sem ætlunin er að láta S.S. í té, væru beinlínis auð- seljanleg. „En ég tel hins vegar að seljanleiki þessara eigna sé meiri en hússins í Laugarnesi, því það geta ekki nema örfáir aðilar keypt." Steinþór Skúlason, forstjóri S.S., sagði að hlutirnir væru komnir vel áleiðis, en meira væri varla hægt að segja. Hann sagði að enn væri verið að stefna á að hægt væri að flytja starfsemina austur í vor. Tíminn færi þó að verða knappur, því að í lok apríl rynni út leigusamningur Reykjavíkurborgar og S.S. á húsi fé- lagsins við Skúlagötu, en borgin keypti húsið árið 1988. Nokkur ungmenni úr Rangárvalla- sýslu hafa undirritað námssamn- inga við S.S. í kjötiðn að undan- förnu, en félagið hefur sóst eftir fólki að austan til starfa. Fólki sem væri tilbúið til að setjast að tíma- bundið í Reykjavík, en flytjast síðan með starfseminni austur. Steinþór Skúlason sagði að því miður hefðu fáir tekið þessu boði, en hann von- aðist til að fleiri myndu ráða sig til starfa núna þegar hlutirnir væru farnir að skýrast. -sbs. Ingi Björn Albertsson spurði forsætisráðherra um dagpeninga ráðherra: Albert og Matthías hækkuðu dagpeninga Ingi Bjöm Albertsson alþingismað- ur spurði forsætisráðherra að því á Alþingi hvort fyrirhugað væri að gera breytingar á greiðslu dagpen- inga sem ráðherrar fá greidda vegna ferðalaga. Forsætisráðherra sagði siíka breytingu fyrirhugaða, en upplýsti jafnframt að á síðustu ár- um hefðu tveir fyrrverandi fjár- málaráðherra gert breytingar á dag- peningakerfinu í þá átt að hækka greiðslumar og láta fleiri njóta þeirra. Ráðherramir em Matthías Á. Mathiesen og Albert Cuðmunds- son, en Albert er faðir Inga Bjöms. í upphafi áttunda áratugarins voru dagpeningar ákveðnir þannig að hótelkostnaður var greiddur og full- ir dagpeningar. Um mitt ár 1975 lagði Matthías Á. Mathiesen, þáver- andi fjármálaráðherra, fram breyt- ingatillögu í ríkisstjórn um að greitt yrði 20% álag á venjulega dagpen- inga til ráðherra. Skömmu síðar gerði Matthías ríkisstjórninni grein fyrir annarri breytingu á dagpen- ingakerfinu. Þar var ákveðið að greiða ráðuneytisstjórum 2/3 hluta dagpeninga auk hótelkostnaðar. Albert Guömundsson fjármálaráð- herra gerði síðan breytingu á kerf- inu árið 1984, án þess að leggja mál- ið fyrir ríkisstjórnina. Albert ákvað að aðstoðarmenn ráðherra skyldu fá greidda dagpeninga, líkt og ráðu- neytisstjórar. Albert gerði aftur breytingu á kerfmu nokkru síðar, án þess að tilkynna ríkisstjórninni um hana. Þar var ákveðið að ráðuneytis- stjórar og aðstoðarmenn ráðherra skyldu fá greidda fulla dagpeninga, en ekki 2/3 eins og verið hafði. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var komið á var ákveðið að greiddir skyldu fullir skattar af dagpening- um, líkt og um venjulegar tekjur væri að ræða. Þetta þýðir að dagpen- ingar lækka til ráðherra og annarra sem þeirra njóta. Forsetar Alþingis fá sömu dagpen- inga og ráðherrar, þ.e. greiddan hót- elkostnað, dagpeninga og 20% álag á þá. Alþingismenn fá sömuleiðis greidda dagpeninga og hótelkostn- að. Starfsmenn Alþingis njóta einn- ig sömu kjara þegar þeir eru á ferða- lagi erlendis vegna starfa sinna. Bankarnir eru með sérstaka ferða- kostnaðarnefnd og starfsmenn bankanna njóta svipaðra kjara á ferðalögum og ríkisstarfsmenn. Seðlabankastjórar njóta þó sérkjara. Þeir fá allan hótelkostnað greiddan og dagpeninga samkvæmt ákvörðun bankans, en aðrir bankastjórar ríkis- bankanna fá sömu kjör og ráðherrar, forseti Hæstaréttar og forsetar Al- þingis. Steingrímur Hermannsson sagðist telja nauðsynlegt að skoða dagpen- ingakerfíð í heild. Með vissum rök- um mætti segja að kerfið sé ferða- hvetjandi. Hann sagðist sjálfur ekki sækjast eftir að fara allar þær ferðir, sem hann þyrfti að fara vegna emb- ættis síns. Hann sagðist frekar vilja vera heima, en dvelja á hótelum og ferðast í flugvélum fram á nætur. Hann sagði aðalatriði í þessu máli vera að það ætti að greiða allan kostnað við ferðalög. Hann sagðist jafnframt vera þeirrar skoðunar að greiða ætti dagpeninga og að þeir ættu að vera rúmir, en ekki óhófleg- ir. Ingi Björn þakkaði Steingrími fyrir svarið, en sagði að óþarfi hefði verið að rekja sögu dagpeningakerfisins, vegna þess að um það hefði ekki ver- ið beðið í fyrirspurninni. Hann sagðist hlynntur því að ráðherrar njóti góðra kjara á ferðalögum er- lendis. Þeir eigi að búa á góðum hót- elum og ferðast á fyrsta farrými. Hann gagnrýndi hins vegar dagpen- ingakerfið og kallaði það ferðahvetj- andi og sagði rétt að leggja það nið- ur. -EÓ Byggingamenn stofna gæðaráð - Ingvar Guðmundsson: MARKMIÐ OKKAR BETRI BYGGINGAR Nýlega var, að forgöngu Meistara- og verktakasambands iðnaðar- manna, stofnað Gæðaráð bygg- ingaiðnaöarins. Tilgangur þess er, að sögn Ingvars Cuðmundssonar formanns Meistara- og verktaka- sambandsins, sá, „að spoma gegn göllum í byggingum, sem væru áhyggjuefni. Því vildu bygginga- menn sjálfir gera eitthvað við.“ Að sögn Invars eiga aðild að gæða- ráðinu allir þeir aðilar, sem ein- hverra hagsmuna hafa að gæta í byggingariðnaði, allt frá hönnuð- um til þeirra sem reka síðasta nagl- ann. Þá eiga hlut að máli ýmsir aðr- ir aðilar, s.s. Neytendasamtökin. „Meginverkefni Gæðaráðsins á næstunni verður að skilgreina gæði í hverri einustu grein og hverju at- riði byggingamála og koma á gæða- kerfum, sem við sníðum væntan- lega að einhverju leyti eftir dönsk- um fyrirmyndum," sagði Ingvar. „Gæðaráð mun stuðla að því að samskipti byggingaaðila, t.d. hönn- uða og þeirra sem vinna verkin og framleiða efnin, verða mun liprari en þau hafa verið áður. Það fer ekki hjá því að með miklum byggingar- hraða, sem við höfum tileinkað okkur með bættri tækni, eiga sér stað mistök, ekki síður en í mörg- um öðrum greinum. Markmið með þessari gæðastjórnun er að koma í veg fyrir þau. Þannig verður vinnan markvissari og betri,“ sagði Ingvar. —sbs. Fæðingarhríð- ir Pressunnar Útgáfa Pressunnar dróst í gær- fram í síðustu vlku, að á fimmtu- morgun; blaðiö, sem kemur dögum koml Alþýðublaðið ekki venjulega út snemma morguns, út, en Pressan þess í stað. í síð- kom ekki út fyrr en um hádegi. ustu viku var hins vegar byijað á Að sögn Kristjáns Þorvaldsson- að gefa út bæði blöðin á fimmtu- ar, annars ritstjóra Pressunnar, dögum og þar sem þau eru bæði voru hér ákveðnir bytjunarörð- prentuð hjá sama aðíla, voru ugleikar á ferðinni. BÍað hf„ sem ákveðnar fæðingarhríöir hvemig gefur út Alþýðublaðið og Press- standa ætti að því að prenta þessa una, hefur haft þann hátt á, alit viðbóL -sbs. Nordjobb 1991 tekiö til starfa Nordjobb 1991 hefur hafið störf. Nordjobb er miðlun sumaratvinnu milli Norðurianda fyrir fólk á aldr- inum 18-26 ára og eru störfín, sem boðið er upp á, í löndunum ölluin og norrænum sjálfstjómarsvæð- um. Einnig sér Nordjobb um að út- vega húsnæði og bjóða upp á tóm- stundastarf. í fréttatilkynningu frá Nordjobb segir að störfin, sem boðið er upp á, séu margvísleg. Þau séu á sviði iðn- aðar, þjónustu, landbúnaðar, versl- unar o.fl. og bæði miðuð við faglært og ófaglært fólk. Launakjör eru þau sömu og goldin eru fyrir viðkom- andi störf í því landi sem starfaö er í og skattar eru greiddir skv. sérstök- um samningum við skattayfirvöld í hverju landi. Starfstíminn getur verið allt frá 4 vikum upp í 3 mánuði á tímabilinu 15. maí til 15. septem- ber. Það eru norrænu félögin á Norður- löndum sem sjá um Nordjobb hvert í sínu landi, með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni. Á fslandi sér Norræna félagið um Nordjobb, en í því felst að félagið veitir allar upplýs- ingar, tekur við umsóknum frá ís- lenskum umsækjendum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnumiðl- un, útvegun húsnæðis og tóm- stundadagskrá fyrir norræn ung- menni sem koma til íslands. Reiknað er með að um 100 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb 1991 og að álíka fjöldi íslenskra ungmenna fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nordjobb. í tilkynningunni segir ennfremur að það sé von Nor- ræna félagsins að atvinnurekendur taki vel í að ráða ungmenni í sumar- vinnu. —khg. Póstur og sími: Afnotagjöld greidd með greiðslukortum Póstur og sími og Kreditkort hf. hafa gert með sér samning um sjálfvirkar skuldfærslur sím- gjalda á greiðslukort. í fréttatilkynningu frá Pósti og síma segir að þessi samningur sé einn liður í umfangsmiklum breytingum á innheimtukerfi Pósts og síma, sem miði að því að auka þjónustu við símnotendur. Samningurinn tekur til allra af- notagjalda, s.s. reglubundinna af- notagjalda, umframskrefa, skráðra símtala eða símskeyta. Hins vegar verður ekki unnt að greiða ýmsa aukareikninga með þessum hætti. Fyrst um sinn verður þessi þjónusta einvörð- ungu fyrir einstaklinga, en stefnt er að því að fyrirtæki og stofnanir geti einnig nýtt sér þessa mögu- leika er fram líða stundir. —khg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.