Tíminn - 25.01.1991, Qupperneq 7
Föstudagur 25. janúar 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Daníel Ágústínusson:
Frjálshyggja eða
ekki frjálshyggja?
Fyrirspurn til þingflokks Framsóknarflokksins
Haustið 1988 gafst ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar upp við lítinn
orðstír. Allur atvinnurekstur var að þrotum kominn, alveg sér-
staklega útflutningsframleiðslan. Bullandi verðbólga var í land-
inu og hinn ógnvekjandi Qármagnskostnaður spennti heigreipar
sínar um gjörvallt þjóðfélagið og gaf hvergi grið. Fjármálastjóm-
in var í hinu mesta ófremdarástandi og hafði ekki náð sér eftir
fjármálastjóm Sjálfstæðisflokksins árín 1983-87, sem var áreið-
anlega sú lélegasta á þessari öld, ef frá eru tekin árín 1922-23, en
fjármálaráðherrar beggja þessara tímabila eiga það sameiginlegt
að vera reknir úr embætti fyrir persónuleg afglöp.
Viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins
1988 var svo alvarlegur fyrir þjóð-
ina — atvinnulíf hennar og fjár-
málastjórn — að lengi ætti að vera
til viðvörunar. Það er illa á málum
haldið hjá hinum flokkunum, ef
þetta verður ekki gert lýðum ljóst í
næstu kosningum.
Ástæðan var:
Fijálshyggjan
Eftir að stjórnin var sprungin
haustið 1988 var Steingrímur Her-
mannsson spurður hver ástæðan
hefði verið. Svarið var einfalt:
Frjálshyggjan og aftur frjálshyggj-
an. Markaðslögmál frjálshyggj-
unnar og ómannúðlegt áhrifavald
fjármagnsins yfír atvinnulífinu,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði
tekið upp í ríkum mæli. Undir
þetta tóku ýmsir aðrir þingmenn
Framsóknarflokksins. Man ég sér-
staklega eftir leiðara í Þjóðólfi á
Selfossi sem Jón Helgason alþing-
ismaður skrifaði nokkru síðar.
Hann endurtók þar allt sem Stein-
grímur sagði, bætti ýmsu við, og
sagði allri frjálshyggju stríð á
hendur.
Dæmigert frjáls-
hyggjumál
Baráttan á Alþingi sl. ár um
rekstrargrundvöll Sementsverk-
smiðju ríkisins er dæmigert fyrir
frjálshyggjuna. Það er barátta um
það hvort vel rekið ríkisfyrirtæki -
- bæði tæknilega og fjárhagslega
— eigi að verða leiksoppur pen-
ingavaldsins í landinu með öllum
þeim hörmulegu afleiðingum sem
því geta verið samfara. Alveg sér-
staklega fyrir atvinnulífið á Akra-
nesi, en verksmiðjan hefur verið
einn af traustustu hornsteinum
þess í 33 ár.
Það var Sverrir Hermannsson
sem leiddi asnann í herbúðirnar
haustið 1984. Þá flutti hann frum-
varp um að breyta Sementsverk-
smiðju ríkisins í hlutafélag. Skyldu
20% hlutabréfanna seld strax.
Sverrir lagði mikla áherslu á sam-
þykkt frumvarpsins, enda taldi
hann sig á þeim árum mesta frjáls-
hyggjupostula íhaldsins og að sitt
ráðuneyti á þeim árum hefði náð
mestum árangri í sölu ríkisfyrir-
tækja. Frumvarpið var hins vegar
fellt í efri deild vorið 1985. Brást
hann ókvæða við og sýndi þá bæði
hroka og dónaskap, sem gekk út
yfir látna heiðursmenn.
Allir þingmenn Vesturlands í efri
deild snerust gegn frumvarpinu,
þar á meðal Valdimar Indriðason
sem sýndi þá víðsýni að taka hags-
muni kjördæmisins fram yfir
stuðning við trúarskoðanir flokks-
bróður síns. Davíð Aðalsteinsson
og Skúli Alexandersson voru báðir
f iðnaðarnefnd efri deildar og unnu
mikið og gott starf með ítarlegu
nefndaráliti gegn frumvarpinu
ásamt Karli Steinari Guðnasyni.
Eiður Guðnason barðist einnig
dyggilega gegn frumvarpinu. Öll-
um þessum mönnum var ljóst að
fyrir frumvarpinu voru alls engin
rök. Það var borið fram af hinni
svonefndu nýfrjálshyggju Sjálf-
stæðisflokksins og afleiðingarnar
gátu orðið hinar verstu fyrir fram-
tíðarrekstur verksmiðjunnar. Eng-
inn hafði mælt með samþykkt
frumvarps af þeim sem leitað var
til en nokkrir gegn því.
Afturgöngur
Þjóðsögurnar hafa lengi verið
gildur þáttur í bókmenntum ís-
lendinga. Sögurnar um afturgöng-
ur og drauga hafa lifað með kyn-
slóðunum, án þess þó að tengjast
lífsbaráttu þeirra og daglegum
störfum. Með aukinni menntun og
tæknivæðingu hafa afturgöngurn-
ar fjarlægst fólkið og eru nánast
ekki lengur til nema í gömlum
sögnum. Heldur þóttu þær hvim-
leiðar og því verri sem þær komu
oftar. Það hefur því farið fé betra.
Ein er sú afturganga á Alþingi sem
þar hefur riðið húsum undanfarin
ár. Það er frumvarp Sverris Her-
mannssonar sem fellt var vorið
1985. Það hefur nú verið flutt þar í
fimmta sinn.
Eftir að Friðrik Sophusson varð
iðnaðarráðherra 1987 lét hann
semja nýtt frumvarp um S.R. Efni
þess var í grundvallaratriðum hið
sama og hjá Sverri, nema í staðinn
fyrir sölu á verksmiðjunni strax að
hluta, skyldi henni breytt í hlutafé-
lag og hlutabréfin síðan seld í
áföngum. Steingrímur Hermanns-
son neitaði frumvarpi þessu í ríkis-
stjórninni snemma árs 1988, enda
sagði hann á kjördæmisþingi
framsóknarmanna í Ólafsvík 14.
nóv. 1987 „að komið væri nóg af
frjálshyggjunni. Sementsverk-
Sementsverksmiðjan á Akra-
nesi.
smiðjan væri gott og vel rekið fyr-
irtæki sem best væri komið í eigu
ríkisins." Sama kjördæmisþing
gerði mjög ákveðna samþykkt
gegn sölu á S.R. og stendur sú
samþykkt enn.
Eftir stjórnarskiptin haustið 1988
flutti Friðrik frumvarpið sitt, sem
fékk engar undirtektir. Hann flutti
það aftur 1989. Og enn fór á sömu
leið. Svo gerist það furðulega fyrir-
bæri fyrrihluta árs 1990 að Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra tekur
frumvarpið — svo til alveg óbreytt
— og flytur það á Alþingi, en það
dagar uppi. Fyrir síðustu jól flutti
hann það öðru sinni. Þar með rak
draugur þessi upp kollinn á Al-
þingi í fimmta sinn.
•n ÍSAL
json iðnaðarráðhorra
3 Biarnn P. Magnus-
ðing og varaborgar-
jórn íslenzka álfelap-
lr um stjóm i felagmu
12. júní.
ðherra skipar tv0 m^n
tjórn ISAL Bairinf"*
íkisstjórnar ísiands g
Hrafnkell Ásgeirsson
lögmaður situr > stjorn
ia en hann var skipaður
Kjami frumvarps
ætíð hinn sami
Kjarni allra frumvarpanna er
hinn sami og hjá Sverri Her-
mannssyni 1984: að koma S.R. úr
eigu ríkisins í hendur peninga-
valdsins. Allar breytingar frá upp-
haflega frumvarpinu eru ýmist um
atriði sem þegar hafa verið tekin
upp í verskmiðjunni eða skipta
litlu máli fyrir rekstur hennar.
Haldi einhver því fram að hér sé
um öðruvísi mál að ræða en það
sem fellt var 1985 er það helber
blekking. Eðli og tilgangur frum-
varpanna er nákvæmlega hinn
sami. Jón Sigurðsson sannar þetta
best sjálfur með grein í Mbl. 10.
apríl 1990. Þar gerir hann því
skóna að breyta öllum ríkisfyrir-
tækjum í hlutafélög. Næsta stig sé
að selja hlutabréfin smátt og
smátt, þar til ríkið hafi að fullu los-
að sig við þau. Allt samkvæmt lög-
máli frjálshyggjunnar. í blekking-
arskyni við þá sem eru vantrúaðir
á breytinguna er tekið fram að rík-
ið skuli eiga öll hlutabréfin í upp-
hafi. Þeir vita sem er að það er auð-
velt mál að fá samþykki Alþingis
fyrir sölunni síðar. Er það látið
heita fjáröflun fyrir ríkissjóð svo
skattar verði lægri. Ákaflega vin-
sæl slagorð. Hlutabréf í S.R. hefðu
runnið út núna fyrir áramótin
hefðu þau verið komin á markað-
inn og fjáraflamennirnir í leiðinni
fengið verulega lækkun á tekju-
skattinum. Það er fyrir öllu séð.
Friðrik Sophusson gaf nákvæm-
lega sömu yfirlýsingu í Mbl. 22.
des. 1987 um söíu hlutabréfa í rík-
isfyrirtækjum og Jón Sigurðsson í
fyrra.
Það er stefna Jóns Sigurðssonar
að gera S.R. að fyrstu fórninni á
altari frjálshyggjunnar. Síðar ráð-
gerir hann að Landsbankinn og
Búnaðarbankinn komi. Þá Lands-
virkjun, Ríkisútvarpið, ÁTVR
o.s.frv. Það er skipulega að verki
gengið. Peningamennirnir horfa á
fyrirætlanir þessar með eftirvænt-
ingu, en hvað segir vesalings þjóð-
in sem dæmd er til að greiða þeim
arðinn?
Hnefahögg í andlit
atvinnulífsins
Ég tel að frumvarp þetta sé hnefa-
högg í andlit atvinnulífsins á Akra-
nesi sem búið hefur við nokkurn
vanda að undanförnu. Verksmiðj-
an hefur frá fyrstu tíð verið eitt af
traustustu atvinnufyrirtækjum í
bænum. Hún hefur verið einn
besti viðskiptaaðilinn við ýmsar
stofnanir bæjarins, eins og rafveit-
una, hafnarsjóð og vatnsveituna.
S.R. er rekin með hagsmuni al-
þjóðar að markmiði. Framleiðslan
vönduð, verðlagið undir innflutn-
ingsverði, sama verð um land allt
og innlent efni notað til hins ýtr-
asta. Sl. 10 ár hafa verið gerðar
stórfelldar endurbætur á verk-
smiðjunni og aukin sjálfvirkni tek-
in upp. Atvinnuöryggi starfs-
manna er eins og best getur orðið
og aðbúnaður allur hefur tekið
miklum stakkaskiptum.
Verksmiðjan hefur ekki verið fjár-
hagslegt vandamál fyrir ríkið, eins
og best sést á því að á 33 árum hef-
ur ríkið aðeins lagt henni til 122
þúsund en á sama tíma hefur hún
skapað ríkinu eign sem nemur um
1000 milljónum og skuldir ekki
umtalsverðar.
Hagsmunir peninga-
valdsins
Verði S.R. gerð að hlutafélagi taka
sjónarmið fjármagnseigenda við.
Þau eru allt önnur en lýst er hér að
framan. Þá er spurningin: Hvernig
er hægt að græða sem mest á
hlutabréfunum? Gera þau eftir-
sóknarverð á verðbréfamörkuðun-
um? Þá gæti reksturinn á stuttum
tíma tekið þá stefnu sem enginn
óskar eftir. Umtalsvert hlutfall af
tekjum verksmiðjunnar gengi til
greiðslu á arði til hluthafa. Það
fæst með því að hækka verð á se-
menti eða Iækka annan fram-
leiðslukostnað. Líklegasta leiðin er
sú að hætta framleiðslu á gjalli og
flytja það inn. Fyrir fáum árum
fékkst gjall erlendis fyrir 60% af
framleiðslukostnaðinum hér.
Margir iðnrekendur hafa farið
þessa leið. Hætt framleiðslunni að
einhverju eða öllu leyti og hafið
innflutning sem gefur meiri hagn-
að. Vaxandi atvinnuleysi skiptir þá
engu máli. Næsta stigið gæti verið
að flytja verksmiðjuna á höfuð-
borgarsvæðið (Ártúnshöfðann),
þegar hlutverk hennar yrði eink-
um að mala erlent gjall og dreifa
sementinu — lausu eða pökkuðu.
Með því er hægt að losna við flutn-
ingskostnaðinn til Reykjavíkur,
gera dreifinguna ódýrari og gróð-
ann meiri. Allt samkvæmt lögmáli
frjálshyggjunnar sem hvorki varð-
ar um byggðarsjónarmið né þjóð-
arhag.
Hafa ekki frjálshyggjustrákar
íhaldsins í Reykjavík verið af og til
að gera sér það til dundurs — eins
og þeir segja sjálfir — að reikna
það út að íslendingar geti grætt 15
milljarða árlega á því að leggja nið-
ur landbúnaðinn? Hefur ekki
Sjónvarpið gleypt þetta og birt á
skjánum um leið? Hefur ekki iðn-
aðarráðherra sýnt fulla viðleitni til
Framhald á bls. 10