Tíminn - 25.01.1991, Side 10

Tíminn - 25.01.1991, Side 10
10 Tíminn Föstudagur 25. janúar 1991 MINNING Torfhildur Þorsteinsdóttir Lokið er langri ævigöngu ömmu á Blönduósi. Torfhildur Þorsteinsdóttir fæddist á Mánaskál í Laxárdal 13. júlí árið 1897. Að kvöldi þriðja dags janú- armánaðar kvaddi hún þennan heim, sátt við guð og menn. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Frímann Pétursson og Anna Jóhannsdóttir. Frá Mánaskál fluttu þau að Refsstöðum í Laxárdal, þá að Austurhlíð í Blöndudal og síðast stunduðu þau búskap að Eiríksstöð- um í Svartárdal. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Elst systranna var Svava, þá Jóhanna og Torfhildur var þeirra yngsL Torfhildur giftist Sigurgeiri Bjömssyni bónda frá Orrastöðum hvar þau bjuggu uns Sigurgeir féll frá vegna veikinda árið 1936. Þau eignuð- ust fjóra syni: Þorbjöm f. 1917, Þor- móð f. 1919, Þorgeir f. 1928 og Þor- stein f. 1934. Nokkrum árum eftir frá- fall Sigurgeirs giftist Torfhildur Jónasi Vermundssyni veghefilsstjóra, en hann lést árið 1979. Einn son eignuð- ust þau, Sigurgeir Þór f. 1941. Lengst af bjuggu þau á Blönduósi í húsi því sem Pálmalundur nefnist. Jónas, eða „Nóni platafi" eins og við bamabömin kölluðum hann gjaman, var okkur mjög kær. Og ekki var hann síður kær fóstursonum sínum, enda reyndist hann þeim sem besti faðir. Þegar amma á Blönduósi er horfin leitar hugurinn ósjálfrátt til samveru- stunda okkar sem voru margar og góðar. Sú var tíðin að í Pálmalundi var rekinn búskapur, að vísu fremur smár í sniðum. Fyrir okkur krakkana var það svo ævintýralegt að komast í hey- skapinn á sumrin. Hvort heldur við rifjuðum úti á túni eða sveittumst við að troða heyinu inn í hlöðuna. Fjósið var sambyggt hlöðunni framanverðri. í þá dagana voru kýmar tvær, Grána gamla og Rauðka. Sú síðamefrída gat verið nokkuð mislynd og átti það til að hlaupa á eftir okkur krökkunum okk- ur til mikillar skelfingar. Þá voru góð ráð dýr, enda lærðist okkur brátt að klifra yfir girðingar og hlið með leift- urhraða. Þegar þær stöllur vom komnar hvor á sinn bás létti okkur krökkunum. Amma settist á mjalta- kollinn sinn og brátt tók mjólkin að Blönduósi boga úr spenunum. Við fylgdumst með því hvemig mjólkurfroðan reis hærra og hærra í hvítemaleruðu jám- fötunni. Inn af fjósinu var afgirt stía hvar hænumar gögguðu værðarlega og urpu sínum eggjum. Að loknum mjöltum fengu kýmar klapp eða þétta stroku og nokkur hlýleg orð að skiln- aði. Það var svo auðvelt að ímynda sér að kýmar skildu hvert orð sem amma talaði til þeirra, svo náið var samband ömmu og dýranna. Gegnum tíðina átti amma nokkra hunda og ketti og duldist engum hve gagnkvæm og djúpstæð sú vinátta var — enda var söknuðurinn mikill þegar dýrin féllu frá. Einnig bar amma mikla umhyggju fyrir gróðri jarðar. Bæði á Orrastöðum og í Pálmalundi lagði hún metnað sinn og mikla vinnu í að koma upp lit- ríkum garði blómjurta og trjáa. I þess- um sælureit nutum við krakfcimir okkar á sólríkum dögum. Ýmsa furð- aði hvað gróðurinn dafnaði í öllu vind- gnauðinu fyrir opnum Húnaflóa og enn meiri furðu sætti hvem fítons- kraft amma hafði til að bylta moldinni og bera á, slá gras og hirða heyið þá komin á tíræðisaldur. Húsverkunum skilaði hún með sér- legum sóma fram undir síðasta dag og skömmu fyrir hátíðimar stóð hún að vanda í miklum kökubakstri, þá 93 ára. Auk þess tókst henni að koma frá sér jólagjöfunum til bama, bama- bama og bamabamabama sem eru samtals eitthvað á fimmta tuginn. Að þessu sinni komst amma að vísu ekki yfir að prjóna vettlinga í alla pakkana. Alla tíð var mikill gestagangur í Pálmalundi og skyldi engan undra, því móttökumar voru einatt höfðinglegar. Þegar við fundum að því að viðbúnað- ur í mat og drykk væri alltof mikill, svaraði amma því gjaman til að svona skyldi það vera meðan hún væri uppi- standandi. Sé það satt að hús hafi sál þá á það við um Pálmalund. Gamalt forskalað timburhús, kjallari, hæð og ris, þar sem marraði í hverri fjöl, einkum þó í eldhúsinu. Alltaf var dvölin jafrí nota- leg, hlýir straumar fylgdu manni um allt húsið. Þá þótti okkur krökkunum aldeilis spennandi að læðast um kjall- arann, um herbergi, hol og ganga, einskonar ævintýraheimur með fjölda leyndarmála. Þau amma og Jónas höfðu mikla un- un af ferðalögum, enda bar hvíti Rúss- inn þau víða um land. Sérstaklega minnisstæðar urðu ferðimar með stórfjölskyldunni, hvort það var þegar við böðuðum okkur í sjónum við Snæ- fellsnes eða þegar við ókum villugjam- ar slóðir og óbrúaðar ár öræfanna. Þá urðu ferðir þeirra Jónasar ófáar fram á Auðkúluheiði, einkum hin síðari árin. Jónas smíðaði lítið veiðihús, innrétt- aði það snyrtilega og flutti fram að Galtarbóli. Þar var legið við dögum og vikum saman á sumrin og stunduð sil- ungsveiði í neL Þar kom að silungur- inn hvarf rétt eins og sfldin og veiði- skapnum lauk. Þá var Nónakot, en svo nefndum við bústaðinn, flutt í gróand- ann við Svínavatn í Iandi Orrastaða. Óli í Forsæludal var góðvinur ömmu og Jónasar. Sem svo margir aðrir gerði hann sér ófáar ferðimar í Nónakot og þeim hughrifum sem hann varð fyrir lýsti hann í Ijóðinu „Við Nónakot". Ljómi er yfír landi, logn í hlíðum grænum. Einhver hljóðlát hlýja hamlar óttublænum. Hlæja mér í huga horfnar œskurósir. Sindra á Svínavatni sólskinsblettirljósir. Gekk ég bakkann gróna. Gréri í hverju spori gras sem hló mér heima, hlítt á hverju vori. Enn vargott að eiga — önn þótt klukkum hringi— óm frá æskudögum, ilm frágrænu lyngi. Þegar við leggjum leið okkar norður á Blönduós á sumri komanda verður sjálfsagt allt óbreytt við fyrstu sýn. Svalur gusturinn af opnum flóanum mun leika um vanga senvfyrr og Blanda gamla, eins og amma nefndi hana gjaman, mun renna til sjávar eins og hún hefrír gert frá örófi alda. En vissulega stendur eftir stórt skarð, því amma á Blönduósi er dáin. Það verður engin amma sem bíður okkar brosandi við eldhúsgluggann, það verður engin umhyggjusöm amma sem fæðir okkur og klæðir og engin amma sem með hlýhug kveður okkur er við höldum á brauL En þrátt fyrir söknuðinn er ég glaður innst inni, því ég vil trúa því að nú sé amma komin á braut eilífðarinnar, frjáls á meðal þeirra fjölmörgu ástvina sem hún lifði og þráði að fa að hitta á ný. Ekki alls fyrir löngu orti amma eitt lít- ið Ijóð um hugrenningar sínar: Ef ég bráðum burtu fer bíðið þið kannski efiir mér. Þar sem veiði vötnin blá vildi ég hvíla ykkur hjá. Fyrir mér varð amma aldrei gömul. Að vísu var líkaminn orðinn lúinn af nær aldarlöngu striti en hugurinn var ætíð ungur og ferskur. Hún fylgdist vel með samtíma viðburðum og virtist fæst vera henni óviðkomandi, hvort sem um var að ræða olíukreppu, vanda atvinnulífsins eða húsnæðis- áhyggjur unga fólksins. Og ósköp sem ömmu þótti aumt þegar íslendingar töpuðu fyrir Svíunum í handboltan- um. Að lokum vil ég þakka ömmu fyrir ánægjulegar samverustundir allt frá bemsku minni og ég gleðst yfir því að hafa verið þess aðnjótandi að fá að kynnast þessari heilsteyptu konu. Margan lærdóm getum við sem eftir lifrím dregið af lífshlaupi ömmu á Blönduósi sem lifði og kvaddi þessa jarðvist með stakri reisn. Sigurgeir Þorbjömsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavik 25.-31. janúar er I Borgar Apótekl og Reykjavíkur Apótekl. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá Id. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aö morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um laeknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar I slma18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Sím- svari 681041. Hafnarfjöröur. Hafnarfjaröar apótek og Noröur- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akuneyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum timum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavikun Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almennafri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannacyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- iö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavik, Scltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdanstöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Sdtjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugand. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiönir, sfmaráöleggingar og timapantarv ir I slma 21230. Borgarsprtalinn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu emgefnar I simsvara 18888. Ónæmisaögeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Hellsuvemdarstöö Reykjavikur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiöistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garöabæn Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slml 656066. Læknavakt er i slma 51100. Hafnarfjötðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I sál- fræöilegum efnum. Simi 687075. Frjálshygga eða ekki frjálshyggja Framhaid af bls. 7 að framkvæma þetta nú þegar? Hvað munar hann um að verksmiðjan verði lögð niður að einhverju eða öllu leyti, ef frjálshyggjunni er gefinn laus taumur? Þingkjörin stjóm er ábyrgust Samkvæmt lögum S.R. eru stjómar- menn kjömir af Alþingi til 4 ára. Þetta hefur tvímælalaust gefist vel. Það skapar festu í stjóm verksmiðjunnar að ekki sé skipt um stjómarmenn ár- lega og sömu menn geti unnið saman, a.m.k. eitt kjörtímabil. Allir helstu flokkar þingsins hafa átt þar fulltrúa og getað fylgst með rekstrinum og hver með öðrum. Þeir hafa ekki haft þar persónulegra hagsmuna að gæta á sama hátt og eigendur hlutafélaga. Hagkvæmur rekstur verksmiðjunnar, fjárhagslegt sjálfstæði og vönduð framleiðsla í þágu allrar þjóðarinnar er markmið stjómarinnar. Þetta eru allt önnur sjónarmið en þeirra sem fyrst og seinast einblína á arð sér til handa af framlögðu hlutafé. Með frumvarpi iðnaðarráðherra, sem hér er gert að umtalsefni, er honum gefið sjálfdæmi um skipun allrar stjómarinnar til eins árs í senn á með- an verksmiðjan er ekki seld. Eftir það dregur úr áhrifum hans er fjármagns- eigendur taka við. Iðnaðarráðherra gæti því strax eftir samþykkt frum- varpsins — ef að lögum yrði — skipað fimm krata í stjóm verksmiðjunnar eða einhverja nyLsama sakleysingja sem gæfrí honum loforð um að óska strax eftir sölu á hlutabréfrím verk- s smiðjunnar skv. fyrri yfirlýsingum hans. Þá gæti darraðardansinn hafist sem þjóðin hefur horft á allt sl. ár á Stöð 2, eignarfélagi Verslunarbankans og víðar. Hvað ætlar þingflokkur framsóknarmanna að gera? Ég tel mig hafa leitt augljós rök fyrir því að umrætt frumvarp iðnaðarráð- herra er hreinræktað frjálshyggjumál, sem engin frambærileg rök finnast fyrir. Það skapar jafnframt mikla óvissu í atvinnumálum bæjarins, þeg- ar síst skyldi. Svo ekki sé nú talað um þjóðarhag. Því er spurt: Hvað ætla þingmenn Framsóknarflokksins að gera? Margir þeirra hafa í 2 ár endur- tekið slagorð sín gegn frjálshyggjunni, ekki síst formaður flokksins. Kjör- dæmisþing framsóknarmanna á Vest- urlandi hefrír borið fram mótmæli. Framsóknarmenn á Akranesi hafa nokkrum sinnum rætt málið í félagi sínu og jafnan verið afgerandi meiri- hluti gegn því. Samþykki þingmenn flokksins nú grundvöll að yfirtöku fjármagnseig- enda á verksmiðjunni verður annar málflutningur þeirra í næstu kosning- um ekki álitinn trúverðugur. Kjósend- ur flokksins munu t.d. spyrja fram- bjóðendur sína hvort slagorðin gegn EB séu ekki marklaust fleipur á sama hátt og andstaðan við frjálshyggjuna. Sá flokkur, sem tekur upp slagorð sem falla í góðan jarðveg hjá kjósendum, verður að standa við þau. Að öðrum kosti er hann dæmdur til að bíða skip- brot. Framkoma flokksins í máli þessu í fyrra gefur tilefríi til þess að nú sé spurt í fullri alvöru. Hver er byggðastefna flokksins? Ný atvinnutækifæri úti á landsbyggð- inni eru stærsta byggðamálið. Sú var tíðin að Framsóknarflokkurinn tók á þeim málum af djörfríng. Bygging S.R. á Akranesi er dæmi um það og jafrí- framt dæmi um gildi slíkra fyrirtækja fyrir landsbyggðina. Þótt þingmenn Framsóknariflokksins hafi nú fallist á þá ákvörðun iðnaðarráðherra að Iauma væntanlegu álveri á Keilisnes og gera það að skotpalli fyrir hann í næstu kosningum er varla nauðsyn- legt að þeir aðstoði ráðherra í leiðinni við skemmdarverk á S.R. sem svo vel hefur dugað landsbyggðinni í 33 ár. Ég vil ekki trúa að það sé byggðastefna flokksins. Að kyssa á vöndinn Samkv. margnefrídu frumvarpi um S.R. á iðnaðarráðherra að skipa alla stjómina fyrst um sinn. Þar hafa þing- menn Framsóknarflokksins fengið nokkra reynslu af Jóni Sigurðssyni. í fyrrasumar átti hann að skipa mann í stjóm ísals í stað Þorsteins Ölafssonar viðskiptafræðings sem starfar erlendis um sinn. En samkvæmt samningi við ríkið skipar iðnaðarráðherra 2 menn af 9 í stjóm ísals. Fyrir var í stjóminni Hrafnkell Ásgeirsson, formaður hafn- amefrídar Hafríarfjaröar. AJkunnur krati. Það hefur lengst af verið reglan að iðnaðarráðherra hefur skipað menn þessa frá tveimur flokkum. Eigin flokki og öðmm í stjómarsamstarfinu á hverjum tíma. Albert tók sér að vísu bessaleyfi 1986 og felldi Þorstein úr stjóminni og skipaði í staðinn annan framsóknarmenn sem var félagi í Val, en þar hafði Þorsteinn aldrei stigið fæti sínum inn fyrir dyr. Af þessu varð mikill hávaði í þingliði flokksins og heimtuðu sumir stjómarslit. Að liðn- um tveimur ámm var Valsmanninum kippt út úr stjóm ísals og Þorsteinn skipaður á ný að kröfrí flokksins. Nú bregður hins vegar svo við þegar iðn- aðarráðherra skiptar Bjama Magnús- son, fyrrverandi borgarfulltrúa krat- anna, í júní sl. í stað Þorsteins og til viðbótar öðmm krata, að það heyrist hvorki hósti né stuna frá þingliði flokksins frekar en hann hefði dregið sig út úr pólitík. Ráðherra ætlast hins vegar til þess nú að flokkurinn bæti um betur, kyssi á vöndinn og feli sér alræðisvald í skipun stjómar S.R. Og þótt Jón Sigurðsson verði kannski ekki lengi iðnaðarráðherra getur ann- ar komið og fetað í fótspor hans. Ég bendi á hve hættulegt það er að vald þetta sé tekið af Alþingi og falið mi- svitmm ráðhermm. Hvað gera þingmenn Vesturlands? Vorið 1985 snemst allir þingmenn Vesturlands gegn frumvarpinu. Þeir vom sannfærðir um að þar væri um veigamikla hagsmuni kjördæmisins að ræða, sem þeim bæri skylda til að standa vörð um. Síðan hefur hvort tveggja gerst: Hagur verksmiðjunnar hefrír batnað stórlega og umfangs- miklar endurbætur á henni gerðar svo staða hennar nú er mjög sterk. Hins vegar hefrír atvinnulífið á Akranesi komist í hættulega stöðu síðustu árin sem víða annars staðar. Það er því lág- markskrafa til þingmanna Vesturlands að ekkert það verði gert á Alþingi sem setji rekstur S.R. út í óvissuna og þannig aukið á þann vanda sem nú er við að glíma í atvinnulífi bæjarins. Landspitallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 tll kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Sænguriwennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Helmsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Allavirkakl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspitalinn i Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - KJeppsspitali: Alla dagakl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspftali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamamos: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. HafnarQörður Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, sími 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið sími 3333.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.