Tíminn - 25.01.1991, Síða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
NISSAINI
Réttur bíll á
réttum stað
Ingvar
Helgason hf.
Sævartiöfða 2
Sfmi 91-674000
9
I íniinn
FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1991
Emanuelis Zingeris, formaður utanríkismálanefndar þjóðþings Litháen:
ISLENDINGAR SKILJA
SJALFSTÆDISBARATTUNA
Emanuefis Zingeris, formaður utanríkismálanefndar þjóðþings
Litháen, hefur dvalið hér á landi undanfama tvo daga í boði Al-
þingis. „Ég er mjög ánægður með þessa heimsókn. Hér er ég í
fyrsta skipti meðal manna sem skilja hvað það er að vera lítil þjóð
í sjálfstæðisbaráttu," sagði Zingeris á blaðamannafundi sem
haldinn var í gær í tilefni heimsóknar hans.
Emanuelis Zingeris hefur átt við-
ræður við forseta Alþingis, utanrík-
ismálanefnd Alþingis, forsætis- og
utanríkisráðherra, formann Sjálf-
stæðisflokksins og fleiri á meðan á
dvöl hans hefur staðið.
íslenskir viðmælendur hans hafa
allir fordæmt aðgerðir sovésks her-
liðs í Eystrasaltsríkjunum og ítrek-
að stuðning íslenskra stjómvalda
og Alþingis við sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna. Meginósk
stjómvalda í Litháen við íslendinga
er að sem fyrst verði tekin upp
formleg stjómmála- samskipti milíi
þjóðanna og að málstaður þeirra
verði studdur á alþjóðavettvangi svo
sem kostur er. Guðrún Helgadóttir,
forseti Alþingis, upplýsti á fundin-
um að þrír fúlltrúar frá ríkisstjóm
íslands muni sækja Eystrasaltsríkin
heim og halda héðan n.k. fimmtu-
dag og dvelja í tvo til þrjá daga. Hún
sagði að hér væri ekki um fastafúll-
trúa að ræða, en gerði ráð fyrir
gagnkvæmum heimsóknum milli
landanna í framtíðinni.
Zingeris sagði á fundinum í gær að
hann hefði verið í símasambandi
við Litháen í gær og hafi honum þá
verið tjáð að enn em ungir menn að
hverfa, en sovéskir herinn eltir þá
uppi til að taka í sína þjónustu.
Hann ítrekaði það að sovéski herinn
væri algerlega óviðkomandi Lithá-
en. Hann sagði einnig að ekkert af
upphaflegu starfsliði sjónvarps- og
útvarpsstöðva í Litháen væm nú við
störf og ráðamenn í Moskvu hefðu
sent þangað starfsfólk hliðhollt sér,
til að annast fréttaflutning. Jafn-
framt sagði Zingeris að Sévardn-
adze hafi ekki verið leyft að koma
fram í sjónvarpi og útvarpi undan-
farið og að blöðum sem styðja lýð-
ræði hafi verið lokað.
Zingeris Iíkti ástandinu við Persa-
flóa við ástandið í Eystrasaltsríkjun-
um og sagði það augljóst að andlýð-
ræðisöfl í Sovétríkjunum væm að
notfæra sér ástandið við Persaflóa
sem hlíf við það sem þau em að gera
í Eystrasaltsríkjunum. Hann sagði
einnig að það, sem væri á ferðinni í
Eystrasaltsríkjunum nú, væri ein-
ungis byrjunin á atburðum sem em
og eiga eftir að eiga sér stað í Sovét-
ríkjunum.
Zingeris hefur heimsótt 10 lönd til
að fá þau til að styðja sjálfstæðisbar-
áttu Litháen, en sagði að hérlendis
hefði hann í fyrsta sinn ekki þurft að
réttlæta eða útskýra baráttu þeirra
fyrir sjálfstæði. Zingeris lýsti yfir
ánægju sinni með viðbrögð ís-
lensku ríkisstjómarinnar og Al-
þingis við málstað Litháen og vænt-
ir áframhaldandi stuðnings íslend-
inga. „Við munum ekki vera þving-
aðir til að vera á hnjánum framar,“
sagði Zingeris. —GEO
Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis, Emanuelis Zingeris formaður utanríkismálanefndar þjóð-
þings Lithaugalands og Jóhann Einvarðsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Tfmamynd: Pjetur
DAG, föstudag, 25. janúar, er bóndadagur og samfara því gengur þorrínn í garð, samkvæmt gömlu ís-
lensku tímatali. Á bóndadegi þykir það góður og gegn siður að konur þjóni köríum sínum og dekrí við þá, en
þeir eiga síðan að gjalda í sömu mynt á konudeginum sem er 24. febrúar. Þann dag byrjar góan. Þeir Ragn-
ar Stefánsson og Guðmundur Guðmundsson, matreiðslumenn í Höfðakaffi, voru í óðaönn að finna til þorra-
matinn þegar Ijósmyndara Tímans bar að garði í gær. Og í trogum lágu hrútspungar, sviðasulta, lundabagg-
ar, svið, hangikjöt, harðfiskur og margt fleira. Þá verður í Krínglunni sérstök þorrakynning sem stendur til 2.
febrúar. Á meðan á kynningunni stendur verða í göngugötum Krínglunnar sýningarskápar með munum til
matargeröar Og tóvinnu. -Sbs. Tímamynd: Ami Bjama
EIN SONGVA-
KEPPNIN ENN
Það verða margir landskunnir
söngvarar sem þenja raddböndin á
sjónvarpsskjám landsmanna þrjú
næstu laugardagskvöld, en undan-
keppni söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva hefst einmitt annað
kvöld, einu sinni, einu sinni enn.
Meðal þeirra eru söngvaramir Stefán
Hilmarsson, Eyjólfur Krístjánsson,
Jóhanna Linnct, Rut Reginalds, Sig-
rún Eva Ármannsdóttir, Helga Möll-
er og Ema Þórarinsdóttir.
Alls bárust 117 lög og textar í
keppnina og valdi dómnefndin 10
lög af þeim til þátttöku í undanúr-
slitunum í sjónvarpssal. í dóm-
nefndinni áttu sæti Vilhjálmur Guð-
jónsson, Helga Möller, Óskar Páll
Sveinsson, Gunnar Hrafnsson og
Ríkharður Örn Pálsson. Lögin tíu
verða kynnt tvö næstkomandi laug-
ardagskvöld, 5 hvort kvöldið, og úr-
slitakeppnin verður síðan háð 9.
febrúar.
Nöfnum höfunda laga og texta
verður haldið leyndum þar til úrslit
eru ráðin og verða höfundar kynntir
undir dulnefni fram að því. —SE
Kviknaði í út frá arni?
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Selfossi telur líklegt að kviknað hafi
í skíðaskálanum í Hveradölum út
frá aminum í skálanum. Talið er að
glóð úr honum hafi með einhverju
móti náð að kveikja í skálanum, en
hann brann sem kunnugt er til
kaldra kola sl. sunnudagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni er hins vegar útilokað að
fullyrða neitt með vissu um eldsupp-
tök, þar sem skálinn brann til
grunna, í orðsins fyllstu merkingu.
Rannsókn á eldsupptökum er ekki
lokið, en lýkur væntanlega fljótlega.
Að sögn lögreglu hefur sá möguleiki
verið kannaður hvort kveikt hafi
verið í skálanum og er það talið nán-
ast útilokað að um íkveikju hafi ver-
ið að ræðá. —SE
Leitað í dag
Leitin að sjómanninum frá
Grenivík hefur enn engan ár-
angur borið.
Leitarflokkar komust ekki til leitar í
gær, en áfram verður haldiö í dag.
Við leit síðustu daga hefur ýmislegt
lauslegt fundist, eins og sjóstakkur,
sem vitað er að geymdur var um borð
í bátnum, og einnig hefur annar
fatnaður fundist. Óskað hefur veriö
eftir því að nafn mannsins verði ekki
birt að svo stöddu. —SE