Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 29. janúar 1991 Páll Pétursson flytur frumvarp sem sviptir fjármálaráðherra valdi til að ákveða einhliða að selja hlutabréf ríkisins: Alþingi fjalli um sölu á hlutabréfum Páll Pétursson alþingistnaður hef- ur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að fjármálaráðherra verði óheimilt að selja eignir ríkis- sjóðs, ríkisstofnana eða sjóða í rík- iseign, nema samkvæmt heimild í almennum lögum eða fjárlögum. Um er að ræða fasteignir, hlutabréf eða eignarhluti í félögum, skip eða flugvélar, listaverk, listmuni og söfn sem geyma menningarverð- mæti og aðrar eignir sem hafa veru- legt verðgildi. Samkvæmt 40. grein stjórnar- skrárinnar er fiármálaráðherra óheimilt að selja fasteignir ríkis- sjóðs. Ráðherra verður þess vegna að flytja frumvarp á Alþingi ef hann hefur hug á að selja landareign. Frægar eru deilur alþingismanna um hvort selja eigi kotið Streiti í Breiðdal. Hins vegar getur fjármála- ráðherra selt hlutabréf fyrir hundr- uð milljóna í fyrirtækjum, sem ríkið á, án þess að leita álits Alþingis. Skemmst er að minnast umdeildrar sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Þor- móði ramma hf. á Siglufirði, en sal- an á hlutabréfunum varð til þess að Páll flytur nú þetta frumvarp. -EÓ Norðurlandaráð: Fundir hjá fastanefndum Allar fastanefndir Norðurlanda- ráðs munu halda fundi síðustu vik- una í janúar til að ganga frá þeim málum, sem koma til afgreiðslu á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 26. febrúar til 1. mars. í öllum nefndunum eru til af- greiðslu tillögur um norrænt sam- starf og stuðning við Eystrasaltsrík- in. Þessar tillögur eru meðal annars um umhverfisvernd í Eystrasalts- ríkjunum og Póllandi, aukið sam- starf milli Norðurlanda og Eystra- saltsríkja á sviði landbúnaðar, stuðning við alþjóðlegt samstarf og þróun lýðræðis í Austur-Evrópu, auk samstarfs við Eystrasaltsríkin um samgöngumál. Til umræðu í öllum nefndum verða einnig tillögur, sem miða að því að gera störf Norðurlandaráðs skilvirk- ari. Nefnd sú, sem leggur fram til- lögur þessar, leggur til að möguleik- ar á samstarfi Norðurlandaráðs um alþjóðleg málefni verði bættir og að áhrif Norðurlandaráðs á norrænu fjárlögin verði aukin. khg. 1200 ---------- 1000 'S00----- 36. 37. 38. 39. 40. 41. 42. 43. 44. 45. 46. 47. 48. 49 50. 51. 52. (1,' 3. Fjöldi kvartana hjá bilanadeild Hitaveitu Reykjavíkur á tímabilinu 3. september 1990 til 16. janúar 1991. A.m.k. fimm sinnum fleiri kvörtuðu vegna kulda í húsum í lok síðasta árs, en árið á undan: Dregur úr kvörtunum hjá Hitaveitunni Það hefur verið meira en nóg að gera hjá bilanadeild Hitaveitu Reykjavíkur síðustu vikumar. Prá jiví í lok október og til ársloka bárust Hitaveitunni 550-650 bil- anatilkynningar í hverri viku. Um miðjan nóvember var tilkynnt um yfir 1000 bilanir í einni viku. Á sama tíma árið áður var tilkynnt að jafnaði um 100 bilanir á viku. Það var í lok september sem fór að bera á óvenju mörgum kvört- unum frá notendum Hitaveitunn- ar. Þá bárust henni um 250 bilana- tilkynningar á viku. Mánuði seinna voru bilanatilkynningar orðnar um 550 á viku og voru það áfram út árið, ef frá er skilin vikan 19.-25. nóvember, en þá voru til- kynntar vel yfir 1000 bilanir til Hitaveitunnar. Nýju hámarki náði bilanatíðnin síðan á fyrstu tveim- ur vikum þessa árs, en þá voru þær tæplega 800 í hvorri vikunni fyrir sig. Síðustu tvær vikur hafa þær verið á milli 200 og 300. Sömu mánuði árið áður voru bil- anatilkynningar að jafnaði um 100 á viku. Þær fóru að vísu upp fyrir 300 í næstsíðustu viku ársins 1989, en þar var um algera undan- tekningu að ræða. Á síðustu vikum hafa langflestar kvartanir frá notendum Hitaveit- unnar borist frá íbúum í gamla bænum, þ.e. Vesturbæ og miðbæ. Á þessu svæði eru gamlar hita- veitulagnir, sem gerir viðgerðar- mönnum erfitt um vik. I mjög mörgum húsum í gamla bænum eru engar inntakssíur og því getur verið mjög erfitt að ná óhreinind- unum úr kerfinu. í Kópavogi og víðar þar sem mikið var um köld hús í desember, dugði í flestum tilfellum að hreinsa inntakssíurn- ar. -EÓ Þingsályktunartillaga frá Guðmundi G. Þórarinssyni: Vopnasala til þriðja heims verði takmörkuð Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður hefur lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að beita sér með málflutningi og tillögugerð á alþjóðavettvangi fyrir að gerð- ur verði alþjóðasáttmáli á vegum Sameinuðu þjóðanna um skipan vopnasölu í heiminum, ekki síst í þriðja heiminum. Gert er ráð fyr- ir að í alþjóðasáttmálanum verði ákvæði sem skyldar allar þjóðir heims til að upplýsa um alla vopnasölu sem fram fer f heiminum. Gosantók við fram- leiðslunni Eigcndaskipti hafa orðið á gos- drykkjaframleiðslu Sanitas hf. Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki, Gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas hf., f daglegu tall nefnt Gosan, og er Pharmaco aðaleig- andi þess. Hið nýja fyrirtæld tók við allrf gosdrykkjaframleiðslu Sanitas hf. 17. þessa mánaðar. Sanitas hf. starfar áfram, en rekstur þess er Gosan óviðkom- andi. Framkvæmdastjórar Gosan verða Sindri Sindrason og Ottó B. Ólafsson, en aðstoðarfram- kvæmdastjóri Magnús B. Ey- þórsson, og mun hann annast allan daglegan rekstur iyrirtæk- isins. Starfsmannafjöldi verður fyrst í stað óbreyttur frá því sem verið hefur. í greinargerð með tillögunni seg- ir að iðnríkin hafi á undanförnum árum selt gríðarlegar vopnabirgðir til þriðja heimsins. Þetta hafi gerst eftir að afvopnunarviðræður tóku að skila verulegum árangri og vopnaframleiðendur þurftu að leita nýrra markaða fyrir fram- leiðslu sína. í löndum, sem búa íbúum slök lífskjör, verður vart þverfótað fyrir eldflaugum og orr- ustuþotum. Fátækustu þjóðir heims verja verulegum hluta tekna sinna til vopnakaupa. Afleið- ingar þessarar stefnu birtast m.a. í Persaflóastríðinu. Stofnun Simons Wiesenthal hef- ur gefið út skýrslu um vopnasölu Vesturlanda til íraks. Skýrsian greinir frá 207 fyrirtækjum sem hafa hjálpað írökum við að fram- leiða efnavopn og sýklavopn. Hluti þessara fyrirtækja hélt aðstoðinni áfram eftir að írakar beittu eitur- gasi í stríðinu gegn íran og gegn eigin þegnum, Kúrdum. Því er haldið fram að með þessari miklu aðstoð geti írakar framleitt 1.500- 1.800 tonn á ári af eiturvopnum. Upplýst er að 86 fyrirtækjanna eru frá Þýskalandi, 18 frá Bandaríkjun- um, 17 frá Austurríki, 16 frá Frakklandi, 12 frá Ítalíu og 11 frá Sviss. -EÓ Norðurlandaráð sendir sendi- nefnd til Litháen Forsætísnefnd Norðuriandaráðs hefur ákveðið að þiggja boð Vy- tautas Landsbergis, forseta Lithá- en, um að senda sendinefnd til að fylgjast með þjóðaratkvæða- greiðslu í Litháen, sem fer fram dagana 4.-9. febrúar n.k. Einnig kemur tíl greina að sendinefndin heimsæki í sömu ferð Eistíand og Lettland. Norðurlandaráð ætlar einnig að bjóðast tíl að samræma ferðir þingmanna frá þingum norrænu ríkjanna til Eystrasalts í þeim til- gangi að sem oftast verði norræn- ir þingmenn þar meóan á eifið- leikunum stendur. í gær fluttí Páll Pétursson, for- setí Norðuriandaráðs, ræðu á útí* fundi, sem félag tÚ stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsrílg- anna hélt á Norrmalmstorgi í StokkhólmL -EÓ Framtíðarsýn til íslands á 21 öld: Samgöngur um hálendið Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér nýja bók, ísland á 21. öld, sem fjallar um skipulagsmál íslands, en útgáfan er einmitt 25 ára um þessar mundir. Höfundur bókarinnar er Trausti Valsson, en hann hefur unnið árum saman að mótun hugmynda, sem miða að því að gera sér grein fyrir, hvemig framtíðarþróun verði hér á landi í atvinnumálum og byggðamálum og búa í haginn fyrir eðlilega framþróun. Meðal annars sem TVausti bendir á í bók sinni eru leiðir til að styrkja og endurreisa byggðir dreifbýlisins með fullkomnari samgöngum á landi með hálendisvegum, ferða- miðstöðvum og tengingu borgar- byggðar á Reykjavíkursvæðinu við dreifbýlissvæðin með svokallaðri tvöfaldri búsetu. Þá telur Trausti mestu verðmæti landsins vera ann- arsvegar fólgin í þeirri miklu orku, sem felst í náttúrunni, og hinsvegar í hreinleik og fegurð landsins, sem að sögn Trausta verður nú æ dýr- mætari eftir því sem veröldin meng- ast. í fréttatilkynningu frá Fjölva segir að bókin Framtíðarsýn fram á 21. öld sé brýnt kall til stjómvalda og al- mennings um að skoða hug sinn vandlega. „Við hin misheppnuðu ævintýri með refabú og laxarækt skorti mjög yfirsýn skipuleggjand- ans og veldur það miídu böli og stórkostlegu fjárhagstjóni. Það er ein kenning TVausta, að hvað sem gert er, sé nauðsynlegt að skipu- ieggja allt vandlega fýrir framtíðina, en jafnframt á þó að forðast alla miðstýringu," segir ennfremur í til- kynningunni. Bókin er 108 blaðsíður í allstóru broti. Hún er með miklum ijölda teikninga, línurita og afstöðukorta og fjölda ljósmynda. khg. Höfundur bókarinnar (sland á 21 öld, Trausti Valsson, er hértil vinstri á myndinni ásamt útgefanda bókarinnar, Þorsteini Thorarensen. Tímamynd: Ami Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.