Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 29. janúar 1991 OLIUSTRAUMURINN I PERSAFLÓA STÖÐVAÐUR Olía var nánast hætt að leka í Persaflóa frá Kúvæt í gær eftir að bandamenn gerðu loftárásir á olíuleiðslumar sem leiddar höfðu verið til sjávar. Olía hélt áfram að leka í smáum stíl en menn vom ekki vissir um hvort það væri vegna þess að pípumar væm að tæma sig eða flug- vélar bandamanna hefðu misst af ein- hverri pípu. „Ég held að þetta hafí allt gengið vel. Við þurfum að bíða og sjá hvort við þurfum að fara annan leiðang- ur,“ sagði Norman Schwartzkopf, yfír- maður herafla bandamanna í Saudi-Arab- íu, eftir árásina. Bandamenn sendu nokkrar F-lll sprengjuflugvélar seint á laugar- dagskvöldiö til að stöðva olíulekann. Verkfræðingar frá Kúvæt sem þekktu til voru fengnir til að velja ákveðin skotmörk. Árásin virðist hafa tekist vel því olíuflekkurinn er hættur að stækka og eldarnir sem loga í olíunni hafa minnkað. Olían nær nú yfir 900 ferkílómetra svæði og telja umhverfissinnar að á milli 5 til 10 milljónir tunna af olíu séu í Flóanum. írakar hafa ekki viðurkennt ásak- anir bandamanna um að þeir hafi dælt olíu af ásettu ráði í Flóann, heldur segja þeir að bandamenn hafi grandað tveimur ftjllhlöðnum olíu- skipum sem þeir (írakar) hafi komið fyrir meðfram strönd Kúvæts. Einn- ig segja þeir að sprengjuárásir bandamanna á olíuhreinsistöðvar í Kúvæt sé ein af orsökum olíunnar á Flóanum. Þetta er langstærsta „olíuslys" sem orðið hefur. Það mun hafa áhrif á sjávarlíf í Flóanum í marga áratugi og einnig ógnar það vinnslu neyslu- vatns úr sjó, að sögn sérfræðinga, en Saudi-Arabar fá um helming af neysluvatni sínu úr sjó. Herir bandamanna nota hins vegar ein- göngu neysluvatn sem fengið er úr borholum og mun þetta því ekki hafa áhrif á vatnsneyslu Tálið var að með þessu væru írakar að hindra landgöngu bandamanna af sjó en bandamenn segja að þetta hafi engin áhrif á hernaðaráætlanir þeirra. Hundruð sérfræðinga frá Banda- ríkjunum, Evrópu og Miðaustur- löndum eru nú að hefja hreinsunar- aðgerðir. Norðmenn eru meðal þeirra þjóða sem hafa boðist til að hjálpa en þeir búa að nokkurri reynslu af olíuhreinsun úr Norður- sjó. íraskir flugmenn flýja til Irans Sextíu og níu íröskum flugvélum hafði verið flogið til írans um miðjan dag í gær að sögn bandarískra heryf- irvalda og var sífellt að bætast við þá tölu. 39 þessara flugvéla voru úr íraska flughernum en afgangurinn var farþegavélar og flutningavélar. íranir, sem eru hlutlausir í stríðinu, hafa ákveðið að kyrrsetja allar er- lendar flugvélar þangað til stríðinu lýkur. Menn voru í vafa hvort flug- mennirnir væru að flýja eða hvort þeir væru að framfylgja skipunum og tilgangurinn væri að bjarga flugvél- unum frá skemmdum. Herflugvélarnar eru nánast allar af einni og sömu tegundinni, jjeirri fullkomnustu sem írakar eiga. Irakar eiga ekki vel þjálfaða flugmenn til þess að fljúga þessum vélum. Það að vélarnar skuli vera allar af þessari tegund þykir benda til þess að ekki sé um óskipulegan flótta flugmanna að ræða. írakar geta enn beitt efnavopnum Yfirmaður yfir efnavopnahernaði Sovétmanna, hershöfðinginn S. Petrov, sagði í vitali sem birtist í sovéska dagblaðinu Izvestia á mánu- dag að írakar væru enn færir um að beita efna- og sýklavopnum þrátt fyrir að þeir hafi beðið mikið tjón í loftárásum bandamanna. Petrov segir að samkvæmt sérfræð- ingum (KGB?) eigi írakar 2.000- 4.000 tonn af efnavopnum, mest sinnepsgas en einnig cyanidgas, Tá- bun og Sarin. Hann sagði að ekki væri hægt að útiloka að þeir hefðu botulin sýkla en aðeins hundrað grömm af þeim geta drepið nokkur hundruð milljónir manns. Lofthernaður bandamanna hefur ekki heppnast fullkomlega en hann heldur áfram. Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að flugárásir séu ekki besta leiðin til að koma í veg fyrir efnavopna- og sýklastríð. Reuter-SÞJ Sómalía: Persaflóastríðið: BARDAGAR HÆTTIR Hryðjuverk Mohamed Siad Barre, forseti Sómalíu, flúði ásamt hersveitum sínum frá Mogadishu, höfuðborg landsins, á sunnudag. Byltingar- menn fognuöu sigri og bardagar sem höföu staðið yfír í fjórar vik- ur hættu. Talið var að forsetinn færi til Kenýa. Hann komst til valda árið 1969 í valdaráni án blóðsúthellinga. Honum hefur tekist illa að sameina þjóðina sem er margskipt í ættbálka. Talsmaður ættbálksins, sem barðist við hersveitir forsetans í borginni, sagði að bráðabirgða- stjórn yrði stofnuð á næstunni. Tveir aðrir ættbálkar, sem börðust einnig við sveitir forsetans, myndu fá fulltrúa í bráðabirgðaríkis- stjórninni. Innan árs mun svo ný ríkisstjórn verða valin í þjóðarat- kvæðagreiðslu að sögn talsmanns- ins. Enn eru einhverjir bardagar í norðurhluta landsins. Talsverður matar- og lyfjaskortur hefur verið í höfuðborginni frá því að bardagar hófust þar 30. desember síðastlið- inn. Tálsmaður ættbálksins, sem hrakti forsetann úr borginni, sagði að Sómalía mundi leita fljótlega eftir erlendri aðstoð. Flestir stjórnmálaskýrendur sjá fyrir sér óörugga og jafnvel blóð- uga framtíð fyrir Sómalíu. Þjóðin, sem er skipt í marga ættbálka, er stjórnað af a.m.k. sjö ættbálkum sem allir eru vel vopnum búnir. Reuter-SÞJ Eldflaug skemmdi aðalstöðvar Amer- ican Express bankans í Aþenu í Grikklandi í gærmorgun en engir slösuðust, að sögn lögreglu. Eldflaugin sem notuð var við verkn- aðinn er eins og þær sem gríski her- inn hefur yfir að ráða. Vitað er til þess að hryðjuverkasamtökin 17. nóvem- ber, sem styðja íraka í Persaflóastríð- inu, eigi slíkar flaugar. Hryðjuverka- samtökin lýstu yfir ábyrgð sinni á þremur sprengjum sem sprungu í Aþenu seinasta föstudag. „Þetta er verk 17. nóvember og er líklega tengt Persaflóastríðinu," var haft eftir að- stoðarlögregluvarðstjóra í Aþenu um eldflaugaárásina á American Express bankann. Fljótlega eftir árásina var sérstökum lögreglusveitum, vopnuð- um sjálfvirkum vopnum, skipað í varðstöðu fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna, Frakka, Breta og annarra vestrænna ríkja sem áberandi eru í stríðinu. Sprengja sprakk fyrir utan skattstofu í tyrknesku höfuðborginni Ankara á mánudaginn. Skemmdir urðu en engir slösuðust. Ekki var víst hvort hryðjuverkið tengdist Persa- flóastríðinu. Á sunnudag sprungu tvær sprengjur í borginni en þær ullu eingöngu skemmdum. Hryðjuverka- samtök sem styðja íraka í Persaflóa- stríðinu lýstu yfir ábyrgð sinni á sprengjunum á sunnudag.Þá sprungu sprengjur í Beirút í Líbanon á helginni. Enginn meiðsli urðu, að- eins skemmdir. Útför Ólafs Noregskonungs verður á morgun. Gífúrlegar öryggisráðstafan- ir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir hugsanleg hryðjuverk. M.a. munu 3.000 hermenn taka þátt í gæslunni ásamt lögreglunni. Reuter-SÞJ FRETTAYFIRLIT Nikósía - Flugvélar bandamanna hafa farið í yfir 25.000 flugferöir og þar af er um helm- ingur árásarferðír. Moskva - Hershöfðingi f sovéska hernum sagði að flugher bandamanna hafi náð eyði- leggja hluta af efna- og sýklavopnum (raka en írakar gætu enn beitt þessum vopnum. London - Bretar sem þegar eiga I efna- hagserfiðleikum hafa farið þess á leit við vin- veitt ríki sem styðja bandamenn i strfðinu að styrkja striðsreksturinn efnahagslega. London - Nærri 70 íraskar flugvélar höfðu flogið til (rans um miðjan dag i gær þar sem þær voru kyrrsettar þangað til stríðinu lýkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.