Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 29. janúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvaemdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Betra sjónvarp Sú var tíðin að ekkert málefni átti að vera betur til þess fallið að efla norræna samvinnu en að Norður- landaríkin sameinuðust um að smíða gervihnött sem á einu stigi var kallaður Nordsat, en hlaut um síðir nafnið Tele-ex. Enginn vafí er að yfírlýstur tilgangur með þessari gervihnattarhugmynd var góður, enda lýstu umræður um hann talsverðum trúarhita á nor- rænum málþingum. Hlutverk norræna gervihnattarins átti að vera eins konar svar við alveldi alþjóðlegra gervihnatta, sem þá voru að verða til eða þegar komnir í gagnið og ætlað að dreifa sjónvarpssendingum um allan heim. Viðbú- ið var að slíkt alþjóðlegt gervihnattasjónvarp yrði fýrst og fremst með ensku tali og þar með væri sett á laggimar enn eitt útbreiðslubáknið, sem undirlagt væri af engilsaxneskum áhrifúm og viðhorfúm. Þótt standið kringum Nordsat og Tele-ex væri að vísu uppi í skýjunum, er því ekki að neita að undir niðri var það vísbending um að norrænir menn fyndu til menning- arlegrar samstöðu, að til væri samnorræn menning, þó ekki væri nema dagleg viðhorf og smekkur sem hægt væri að fínna samnefnara fýrir í gerð sjónvarps- efnis. Ætlunin var að tryggja að norrænt sjónvarps- efni væri á boðstólum handa norrænum mönnum í sjálfri alþjóðasamkeppninni á þessu sviði. Ut af fyrir sig er ekki ástæða til að hælast yfir því að norræna gervihnattarsmíðin rann út í sandinn og end- aði sem sænskt einkaframtak, þar sem aðeins er rás fýrir eina sænska sjónvarpsstöð. Það kom einfaldlega í ljós að hér var of mikið í fang færst. Grundvallar- hugsunin á bak við norræna gervihnöttinn var reist á veikum stoðum. Þótt Norðurlönd eigi sér sameigin- legan menningararf og þjóðfélagsgerð sem byggist á svipuðum samfélagslegum viðhorfum, hefúr hver Norðurlandaþjóðanna skýrt afmörkuð þjóðarein- kenni, á sína eigin sögu og menningararfleifð, fyrir utan það að glíma við sín eigin vandamál og verja sína eigin hagsmuni. Þetta er ekki sagt til þess að draga úr þörfínni fýrir norræna samvinnu, heldur til að minna á skilyrðin fyrir því að norræn samvinna heppnist. Máli skiptir að gera sér grein fyrir hvað það er sem aðskilur þjóðimar og taka tillit til þess, engu síður en að þekkja það sem er þeim sameiginlegt. Það mátti frá upphafi vera ljóst að menningarhelgi Norðurlanda varð ekki varin með gervihnattasmíði í þágu dagskrárefnis sem skírskota ætti til allra Norð- urlandaþjóða. Slíkt efni er naumast til. Þess háttar sameiginlegur „vamarviðbúnaður“ var því gervi- lausn. I þessu efni verður hver þjóð að gera sínar eig- in ráðstafanir. Ekki síst ber Islendingum að gera sér þetta ljóst. Ef Islendingar em í útkanti Evrópu, em þeir líka útjaðraþjóð á Norðurlöndum. Hvað það snertir að svara með fúllri reisn ágangi erlends frétta- og afþreyingarefnis útlendra gervihnattasjónvarpa, verður það að gerast fyrir eigin fmmkvæði og byggj- ast á þjóðlegum rökum, íslenskum þjóðmenningar- viðhorfum. En umfram allt þarf íslenskt sjónvarp að batna, öðlast metnað. GARRI Súrmetistíðin Tími þomblóta er genginn í garð meÓ sínutn hcföbundna mat, þótt örlögln hagi því svo, að ekkj fæst súr hvalur, sem komst einhvem tíma á matseöilinn, án þess aö súr hvalur væri étinn frekar á þorra en í annan tíma. Kins og kunnugt er byggist þorraveislan á súrum mat að slórum hiuta, en af því yngra fólk er óvant súrum mat er farið að hafa pottrétti mcö, svo það geti eitt- hvað borðað. Mjög misjafnt er hvernig td hefur teldst með súra matinn, vegna þess að góður súr er vandfenginn. Síðan byrjaö var að gerilsneyða mjólk, var flest í henni drepið sem gerir góðan súr. Þeir hjá Hval hf. vissu þetta, en fundu góð- an súr í Borgamesi, hvemig sem á því stóö. Eflaust er hann góður þar enn, þótt búið sé að svipta fólk hvalnura. Maður í svelti Þorrablótin byrjuðu f alvöru nú um helgina. Eitt hið veglegasta þeirra var haldiö að Hótel Drk í Hveragerði, sem rekið er af miklum myndarskap af Jóni Ragnarssyni, kunnum veitingamanni bæði frá Þíngvöllum og úr Reykjavik. Aö autó rafc hann kvikmyndahús úm tíma við Hverflsgötu. TjaWað var góðum ræðumönnum. Veislustjóri var Fiosi Ólafsson, sem situr nú um stundir á Náttúruiækninga- heimilinu í Hveragerði upp á vatn og brauð eða þannig. Hann neytti einstós nema vatns á þorrablótinu og var það mikiö gamanatriði í sjálfu sér á að horfa, á mcöan ffnar dömur svifu fram hjá honum með súra hrútspunga, sviöakjamma og öðru súrmetisskýi. Gerð var tilraun tfl að bjóða honum af diskum, en hann afþakkaði harðlcga. Er sorg- legt að sjá svo góðan dreng sitja yf- Þorsteinn ir vatnsglasinu ehiu í slíkri veisb. í inngangsræöu sinni rakti Flosi ludátúð holdafarssögu smameðtii- iiti til umfangs og hæðar, en hann hafði komist að raun um, með aö- stoð vogar sem þeir hafa á Hælinu til aö hrella nýkomna menn, að miöað við þyngd ætti hann að vera tveir metrar og sextán sentimetrar á hæð. Kunnugt er að Fiosi er frek- ar lágvaxinn, þ.e. hneflinn í vöxt, ef það stólst þá, samanber stótóing fréttamanna á Stöð 2 hér um dag- inn, þegar bóndi í Bárðardal sagði út af öskufalli í Heklu, að snjórinn væri golsóttur. Það hafði enginn heyrt fyrr á CNN- stöðinnL Skemmtikraftur nr. 2 FIosi fór á kostum og skemmti fólki vel. Komu margir ræðusiúfar frá honum, en veislusijóri þarf jafnan að taka til máls öðru hvetju. Eftir að hafa horft á hin hrokuðu föt og snúið vatnsglasinu á milli fíngranna hvarf hann aftur á hæiið og beið þess að fá bollur úr soja- baunum í næsta mái, enda er auð- veldara fyrir hann að ná niður um- máli sínu en ná hæöinni yfír tvo itictni. En 'þótt Flosi flytti neöur, þótti það etóá nóg. Sérstakur ræðumað- ur kvöldsins var drifinn austuryfír Hellisheiði. Þetta var Þorsteinn Páisson alþingismaöur og bjó fólk sig undir að sitja kyrrlátt og kurt- eist undir nokkrum lestri um al- vöru tífsins. Haföi Þorsteinn raun- ar látlð orð að því liggja áður að hann myndi tala um framsóknar- menn. Var álitið að með því væri hann aö tilkynna að hann ætlaöi Flosa að sjá um skemmtunina. Aö vísu sleppti Þorsteinn því ekki aö tala um framsóknarmenn, en svo fór að hann flutti óvepjulega skemmtilega ræðu, svo óvenjulega að tala mátti um nýjan Þorstein. Skemratikrafturinn FÍosi, þótt góð- ur væri, hafði ekki roð við flokks- formanuinum. Svona getur þorra- maturinn og gott kompaní hlaupið í menn. Flogið íyrir skot FramsÓknar A einum stað í ræðu Þorsteins var vildöað sagnfræði Hannesar Hólra- steins Gissurarsonar af Guðlaugs- staðaætt, sem kveðið var um eins og frægt er. Hannes hefur verið að reyna aó drífa upp svonefnt Koilu- mál að nýju, en koliuna ætlaði Sjálfstæðisflotóíurinn aö nota fyrir flotholt á sínum tírna, en sökk á henni, eins og sannaöist meö Hæstaréttardómi, Þorsteinn sagð- ist hafa iesið sýknudóminn, sem Hæstiréttur feUdi, og þar væri allt satt og rétt. Þar stæði hins vegar ekkert um það, að koilan hefði flog- ið fyrir skotið. Siíkt einkenndi aUa þá, sem kæmu eitthvað nálægt Framsókn. Þeir ættu á hættu að fljúga fyrir skotin, og var á Þor- steini að heyra að hann hefði orðið fyrir slíkri reynslu. Margt annað skemmtilegt féU formanninura af rounni og á hann þatódr stóldar fyr- ir að geta snúið póiitik upp í gam- ansemi með þeiro hætti sem hann gerði. Garrí Fjárfest í hagspeki Prófessor doktor Þorvaldur Gylfa- son skrifar margt spaklegt í Morgun- blaðið. Greinar hans um hagræn efni eru ágætlega við alþýðu hæfi og mættu fleiri lærdómsmenn miðia þekkingu sinni á greinargóðan hátt til þess breiða fjölda sem sí og æ er mettaður dægurmenningu þar sem skemmtanagildið er sett ofar öllum kröfum. Hagfræðiprófessorinn gerir betur en að upplýsa og útskýra vísindi sín í Moggagreinunum. Hann vill líka leiðbeina og er það góðra gjalda vert á tímum raunvaxta, nafnvaxta, verð- bóta og affalla og fallandi gengis við- skiptasiðgæðis. Sumir eru nefnilega svolítið ruglaðir í hagstjórnarlist- inni. Það eru ekki síst stjórnvöld, sem gefa og taka að hætti almættis, sem prófessor Þorvaldur beinir leiðbein- ingum sínum til, en með næsta litl- um árangri að því að best verður séð. Föstudaginn 25. jan. s.l. birtist ein af þessum ágætlega upplýsandi Moggagreinum og er um þjóðarsátt- ina og fylgir sú skarplega athuga- semd að sumir séu sáttari en aðrir og eru orð að sönnu. Prófessorinn bendir á með augljós- um rökum, að ekki sé hægt að bæta kjör launþega nema með því að knýja fram hagræðingu á sviði at- vinnulífs og breyta til nútímalegra búskaparhátta í landbúnaði og sjáv- arútvegi og í ríkisbúsýslu og banka- kerfi. Brotalamirnar í hagkerfinu velkjast eðlilega ekki fyrir hagfræðingnum. Uppbætur á útflutning landbúnaðar- afurða eiga ekki heima í upplýstu nútímaþjóðféiagi, stendur skrifað í Mogga. Auðvelt er að samþykkja að þetta sé rétt. Hins vegar getur verið þrautin þyngri að skilja hvað upplýst nú- tímaþjóðfélag er og hvar þá Útópíu er að finna. Málið er að öll upplýst iðnaðar- og velferðarþjóðfélög nú- tímans vernda landbúnað sinn og greiða niður útflutning með einum eða öðrum hætti. í tilvitnaðri grein er t.d. vitnað til að Bandaríkin hygg- ist minnka útflutningsbætur á land- búnaðarafurðir sínar. Kannski þar- lendir séu farnir að nálgast það að geta talist upplýst nútfmaþjóðfélag? Sé betur að gáð kæra víst fæstir sig um að taka þær þjóðir til fyrirmynd- ar sem hvergi nærri eru færar um að stýra landbúnaðarpólitík sinni og hafa hvorki ráð né rænu á að greiða útflutningsbætur né að vernda fram- leiðslu sína og atvinnulíf á nokkurn hátt. Vel má taka undir að ekki sé alls kostar rétt að keppa við búvöru ann- ars og þriðja heimsins á heimsmark- aði með niðurgreiddum útflutningi. En að það sé leiðin til einhverra upp- lýstra og nútímalegra búskaparhátta er vafamál. Niðurgreiðslur og styrkir ríkra og þróaðra þjóða til landbúnaðar og tregðan til að hætta þeim búskapar- háttum tala sínu máli um að hvar- vetna, þar sem menn hafa tök á, er reynt að halda uppi öflugum land- búnaði, þótt nokkru þurfi til að kosta. En stjórnendur þurfa að kunna sér hóf í þessum efnum sem sumum öðrum. En það er hvergi nærri alls staðar sem spara á í ríkisbúsýslunni. Ekki er hægt að bjarga mannslífum á spítölum vegna peningaskorts og samkvæmt hagspekinni fer heil- brigði og ríkisframlag í peningum til sjúkrastofnana saman. Þar má hvergi til spara og alls ekki spyrja hvort mögulegt sé að auka hagræð- ingu í risavöxnu heilbrigðiskerfi. Það er túlkað sem árás á fárveika sjúk- linga. Þá endurtekur háskólakennarinn þá trúarjátningu skólakerfisins að menntun sé besta og öruggasta fjár- festingin sem völ er á, og bendir á að skóli hans sé stærsti vinnustaður landsins og eru stúdentar þá taldir með. Aldrei er neitt undanskilið þegar lærdómsmenn tala um menntunina, fremur en þegar menningarfólk talar um BÓKINA eða UÓÐIÐ. Menntun er fortakslaust góð og hagkvæm. Þar kemst enginn efi að um hvort allt sé það hagkvæmt, nauðsynlegt eða jafnvei hollt sem margbrotin skóla- og menntakerfi streitast við að veita prófgráður í. Það er sama hve skólum og náms- brautum fjölgar og þótt hver hjá- fræðin af annarri sé viðurkennd sem kostnaðarsöm menntabraut, aldrei er minnst á að um offjárfestingu eða offramleiðslu á prófgráðum sé að ræða. Hagræðingu á að beita á öllum öðrum sviðum og jafnvel skynsam- legu skipulagi. En að stefna hverjum árgangnum af öðrum inn á mennta- brautir sem hvorki er þörf fyrir né koma þjóðfélaginu bókstaflega ekk- ert við, er „besta og öruggasta" fjár- festingin sem völ er á. Fiskvinnsluskólinn er sáralítið sótt- ur og ökukennsla þjóðinni til van- sæmdar og slæleg frammistaða á því sviði kostar þjóðarbúið mikil útgjöld og enginn kærir sig um að ráða bót á. Allir hagfræðingar vita að niður- greiðsla á byggingalánum mun sliga ríkissjóð, en jafnháar upphæðir sem falla á sjóðinn vegna námslána skipta engu máli, að minnsta kosti ekki í umræðunni. En þetta á víst allt að borga sig með einhverjum ótil- greindum hætti og er ekki við hæfi að nefna hagræn sjónarmið þegar „besta og öruggasta" fjárfestingin er annars vegar Að lokum er vert að minna á að of- framleiðslan í landbúnaði stafar af því að bændur eru alltof vel mennt- aðir. Með menntun og tæknikunn- áttu hefur þeim tekist að auka fram- leiðnina svo að til vandræða horfir og hagfræðin sýnir og sannar að standi þjóðarbúinu fyrir þrifum. Vonandi verður engin hætta á að aðrar stéttir lendi í hremmingum of- menntunar, því þá gæti svo farið að jafnvel afurðir viðskiptadeildar HÍ verði ekki útgengilegar nema með ærnum niðurgreiðslum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.