Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. janúar 1991 Tíminn 3 Stóð Magnúsar á Hamraendum nær útdautt eftir hastarlega fóðureitrun: 17 dauð, 4 veik en 10 sæmilega hraust Sautján hross hafa drepist hjá Magnúsi Magnússyni, bónda á Hamraendum í Stafholtstungnahreppi í Mýrasýslu, og fjögur eru illa haldin. Drepist þessi fjögur, sem allt bendir til, verða tíu hross eftir af hrossahóp Magnúsar sem taldi 31 hross áður en ósköpin dundu yfir. Magnús sagði að ekki hafi orðið við neitt ráðið þegar hrossin hafa veikst. Þau drepist á fáum dögum, þrátt fyrir tilraunir dýralækna til að lækna skepnurnar. í fyrstu var talið að hrossin hefðu drepist úr svokallaðri Hvanneyrar- veiki og að veikina hefðu hrossin fengið eftir að hafa étið hey úr rúllu- böggum. Gunnar Örn Guðmunds- son dýralæknir sagði að nú hölluð- ust menn að því að um væri að ræða gerilinn Clostridium botulinum, sem myndar sterkt taugaeitur. Ger- illinn er þekktur úr niðursoðnum matvælum og veldur alvarlegri matareitrun hjá fólki. Hugsanlegt er talið að hræ af fugli eða mús hafi lent í heyinu, þegar því var pakkað saman í sumar, og gerill náð að myndast í því. Ekki er um það að ræða að hrossin hafi étið sjálfan sýk- ilinn. Hann myndar hins vegar eit- urefni sem hrossin hafa étið með heyinu. Gunnar Örn sagði að sjúk- dómseinkennin bentu til þess að þarna væri um þennan ákveðna ger- il að ræða, en hins vegar væri mjög erfitt að sanna þessa tilgátu. Magnús hefur gefið sauðfé hey úr rúlluböggum og hefur því ekki orð- Slökkvilið Reykjavíkur: Slökkviliðsmenn æfa í heilsuræktarstöð Slökkvilið Reykjavíkur og Máttur, heilsuræktarstöð, hafa tekið upp til reynslu samstarf um þrekþjálfun slökkviliðsmanna. Frá árinu 1986 hefur slökkviliðsmönnum verið gert skylt að stunda þrekæf- ingar til að uppfylla kröfur um þrek slökkviliðsmanna, sem miðar að því að þola álag við erfið skilyrði. Fram til þessa hafa æfingamar verið stundaðar í kjallara Slökkvistöðvarinnar. Að sögn Hrólfs Jónssonar vara- slökkviliðsstjóra hefur þessi ný- breytni mælst mjög vel fyrir hjá slökkviliðsmönnum. „Við byrjuðum að fara í Mátt í síðustu viku og þarna er öll aðstaða miklu betri heldur en hér í Slökkvistöðinni, þannig að bú- ast má við að æfingarnar skili meiri árangri hér eftir.“ Slökkviliðsmönnum er skylt að mæta á æfingar 6 daga vikunnar milli klukkan 8.00 og 9.00 á morgn- ana. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að slökkviliðsmenn fara á slökkvibílum á æfingarnar með til- tæk tæki og búnað, ef brunaútkall skyldi koma upp meðan á æfingu stendur, sem þýðir að viðbragð liðs- ins er nákvæmlega það sama og þeg- ar æfingarnar fóru fram í kjallara Slökkviliðsins í Öskjuhlíð. Hrólfur nefndi einnig að fyrir utan skylduæfingarnar væri gert ráð fyrir að slökkviliðsmenn æfðu a.m.k. 2 í viku í frítíma sínum. khg. Barnalán hjá Hrunamönnum Leiklistarhópur Ungmennafélags Hrunamanna mun næstkomandi mánudagskvöld sýna, í félagsheim- Ungmennafélag íslands: Átak í umhverfis- vernd næsta sumar Stjórnarfundur í Ungmennafélagi íslands ákvað nýlega að efna til sér- staks umhverfisverndarátaks næsta sumar. Ætlunin er að öll ung- mennafélögin á landinu, sem eru 245 talsins, taki hvert og eitt að sér eitthvert „fósturbarn" úr náttúru landsins. „Fósturbarniö" getur verið fjara sem hreinsuð er reglulega, vegarkafli sem hreinsað er með- fram, land til uppgræðslu, gróður- setning í ákveðið landsvæði og heft- ing foks eða annað það sem kemur landinu til góða. —GEÓ ili Kópavogs, uppfærslu sína á leik- riti Kjartans Ragnarssonar, Blessað bamalán, undir Ieikstjóm Höllu Guðmundsdóttur í Ásum í Gnúp- verjahreppi. Þetta er 9. sýning leikhópsins á þessu leikriti, en nú þegar hefur leikritið verið sýnt 8 sinnum, víðs- vegar á Suðurlandi, við mjög góðar undirtektir. Á síðastliðnum vetri var haldið leiklistarnámskeið á vegum ungmennafélagsins og virtist það hafa vakið leiklistaráhuga unga fólksins, því eftir að námskeiðinu lauk þótti tímabært að ráðast í stærra verkefni og þar varð fyrir val- inu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leiklistarstarf í Hrunamanna- hreppi stendur á gömlum merg, þó svo að ekki hafi verið færð upp sýn- ing síðustu 10 árin. Allt frá árinu 1910 til 1981 færðu Hrunamenn upp leiksýningar árlega og féllu að- eins tvö ár úr á því tímabili. -sbs. ið meint af. Gunnar Örn sagði að Ianglíklegast væri að það væri hey úr einni rúllu sem hefði drepið hrossin. Ekki væri sérstök ástæða til að halda að aðrar rúllur væru skemmdar. Gunnar Örn sagði að þarna hefði átt sér stað óhapp sem ólíklegt væri að myndi endurtaka sig í náinni framtíð. Hann sagði að það væri ákaflega erfitt fyrir bændur að verjast þessum fátíða vágesti. Þessi eitrun, sem talin er hafa grandaö hrossunum á Hamraend- um, er ekki algeng í norðlægum löndum. Hún er betur þekkt í hita- beltislöndum þar sem rotnun er miklu meiri og hraðari. Hrossin, sem drápust á Hamraend- um, báru öll einkenni Hvanneyrar- veiki. Sýkillinn lagðist á miðtauga- kerfið. Þegar um Hvanneyrarveiki er að ræða, er unnt að rækta gerilinn úr líffærasýnum. Hvanneyrarsýkill- inn hefur ekki fundist í innyflum hrossanna frá Hamraendum. Krufn- ingsmyndun er einnig önnur en í skepnum sem drepast úr Hvanneyr- arveiki. Þá hafa fúkkalyf ekki haft nein áhrif á veiku hrossin á Hamra- endum, en þau virka oftast nær á skepnur sem veikjast af Hvanneyr- arveikissýklinum. Þetta þrennt bendir til þess að hrossin á Hamra- endum hafi ekki drepist úr Hvann- eyrarveiki. Gunnar Örn sagðist telja að Hvanneyrarveikistilfellum hafi heldur fjölgað á síðustu árum. Hann sagði að það þyrfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart, því að nú væri verkað miklu meira af heyi í vothey en áður. Gunnar Örn sagði að ef haft væri í huga að miklu fleiri skepnum væri nú gefið vothey, ættu menn ekki að hafa sérstakar áhyggjur af rúllu- böggunum. „Verkun heys í rúllu- bagga hefur farið mikið fram á þeim þremur árum, sem liðin eru síðan þessi heyverkunaraðferð var fyrst reynd hér á landi. Það eina, sem bændur geta gert til verjast Hvann- eyrarveiki, er að vanda heyverkun- ina og fara eftir leiðbeiningum þar um. Eftir sem áður verður alltaf viss hætta á óhöppum," sagði Gunnar Örn. Magnús á Hamraendum sagðist ekki enn vera farinn að velta fyrir sér hversu mikill fjárhagslegur skaði hefði hlotist af þessari veiki, en hann sagðist gera ráð fyrir að hann yrði að sitja upp með skaðann sjálfur Spölur hf. í hlutafélagaskrá Hlutafélagið Spölur hf. var skráð í hlutafélagaskrá í gær, en tilgangur félagsins er að sjá um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð. Þessi mynd var tekin á föstudag þegar nýkjörin stjóm félagsins kom saman til síns fyrsta fundar og skipti með sér verkum. Þau mistök urðu í frétt blaðsins á laugardag að nafn Jóns Hálfdánar- sonar, bæjarfulltrúa á Akranesi og formanns stjómar Grundatangahafnar, féll niður í upptalningu á stjómar- mönnum, en Páll Ólafsson sagður í aðalstjóm sem hann er ekki. Á myndinni em f.v. Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, ÓIi Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borgaraesi, Jón Hálfdánarson, deildarstjóri á Grundar- tanga, Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastóri íslenska járablendifélagsins, og Gylfi Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Vikið tímabund- ið úr starfi Sjómaður- inn tal- innaf Leit að sjómanninum af Ey- felli EA, sem staðið hefur yfir í rúma viku, hefur engan ár- angur borið og er hann talinn af. Hann hét Þorsteinn Þór- hallsson, til heimilis að Tún- götu 25 í Grenivík. —SE Rannsókn á meintu ofbeldi lögregl- unnar við handtöku ungs manns við Bergþómgötu milli jóla og ný- árs hefur leitt til þess að Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vík, hefur vikið lögreglumanni úr starfi um óákveðinn tíma. Rannsóknarlögreglan lauk fyrir stuttu rannsókn sinni á málinu og hefur það verið til umsagnar í dóms- málaráðuneytinu. Hjalti Zóphónías- son, lögfræðingur í dómsmálaráðu- neytinu, sagðist búast við því að um- sögnin yrði send ríkissaksóknara í dag og hann myndi síðan taka ákvörðun um framhaldið. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.