Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. janúar 1991 Tíminn 5 Hornsteinn varnarmálastefnu íslendinga veldur þingmönnum heila- brotum vegna hugsanlegrar aðildar íslands að Persaflóastríðinu: Þingmenn óttast að ísland verði að lýsa yfir stríði við írak ísland verður ekki sjálfkrafa aðili að stríði ráðist írak á Tyrkland. ís- land mun ekki lýsa yfir stríði við írak nema ráðherraráð Atlants- hafsbandalagsins lýsi yfir stríði við írak og Alþingi íslendinga sam- þykki að fara í stríð. Þetta kom fram hjá forsætisráðherra, utanrík- isráðherra og fjármálaráðherra á Alþingi í gær þegar rætt var utan dagskrár um Persaflóastríðið og hugsanlega aðild Islands að því. Það var Kristín Einarsdóttir, þing- maður Kvennalistans, sem hóf um- ræðuna. Hún bað utanríkisráðherra og forsætisráðherra um að skýra Al- þingi frá þeirra túlkun á 5. grein Atl- antshafssamningsins frá árinu 1949, en þar segir: .Aðilar eru sammála um að vopnuð árás á eitt þeirra eða fleiri í Evrópu eða N- Ameríku skuli teljast árás á þá alla. Fyrir því eru þeir sammála um að ef slík vopnuð árás verður gerð að þá muni hver þeirra, í samræmi við rétt þann til eigin varna og sameiginlegra sem viðurkenndur er í 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá sem á er ráðist með því að gera þegar í stað, hver um sig og ásamt hinum aðilunum, þær ráð- stafanir sem hann telur nauðsynleg- ar og er þar meðtalin beiting vopna- valds til að koma aftur á friði og varðveita öryggi N- Atlantshafs- svæðisins." Kristín sagðist ekki túlka greinina á þann veg að ísland sé sjálfkrafa komið í stríð verði ráðist á TVrkland, sem er aðili að samningnum eins og ísland. Kristín sagði að ef sú væri ekki raunin teldi hún kominn tíma til að losa ísland undan slíkri kvöð. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- Takast saettir á Vesturlandi? Davíð víkur úr öðru sæti Framsóknarmenn á Vesturlandi bíða nú eftir svari Sigurðar Þórólfs- sonar um hvort hann taki annað sæti á framboðslista framsóknar- manna á Vesturlandi. Davíð Aðal- steinsson á Ambjargarlæk tilkynnti um helgina að hann viki úr öðru sæti listans og um leið skoraði hann á Sigurð að taka sæti sitt. Sigurður Þórólfsson er bóndi á Innri Fagradal í Saurbæjarhreppi í Dölum. Hann lenti í þriðja sæti á framboðslista framsóknarmanna á Vesturlandi þegar listinn var valinn á kjördæmisþingi í desemberbyrjun. Megn óánægja hefur ríkt meðal Dalamanna um að eiga ekki mann í efstu sætum listans og hafa verið í gangi hugmyndir um sérstakan BB lista en líklegt er að sættir takist eft- ir þessa ákvörðun Davíðs á Arnbjarg- arlæk. -sbs. Bílveltaí Eyjum Bílvelta varð í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorguninn. Bíll sem ók eftir Dalavegi fór út af og fór margar veltur. Tveir voru í bíln- um og slasaðist annar það alvarlega að hann var talinn í lífshættu um tíma. Hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og er úr lífshættu. Grunur leikur á að piltarnir tveir í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis. —SE isráðherra sagði engan vafa Ieika á því að ísland væri ekki þátttakandi í stríði. ísland stæði hins vegar að 12 ályktunum Sameinuðu þjóðanna sem fela í sér fordæmingu á innlim- un íraks á Kúvæt og kröfu um að ír- aksher fari frá Kúvæt. Utanríkisráð- herra sagði að ísland væri skyldugt til að aðstoða Sameinuðu þjóðirnar við að framfylgja þessum ályktun- um. Utanríkisráðherra sagði að til þess að 5. gr. Atlantshafssáttmálans yrði virk yrði ráðherraráð Nató að koma saman og samþykkja að hernaðar- árásin falli undir ákvæði greinarinn- ar. Slík ákvörðun yrði ekki tekin nema um það væri fullt samkomu- lag aðildarþjóða Nató. Síðan yrðu ríkisstjórnir eða þjóðþing hvers lands fyrir sig að samþykkja að lýsa yfir stríði við árásaraðilann. Ráð- herra sagði erfitt að segja fyrir um hvernig mál þróast á næstu vikum við Persaflóann, en sagðist efast um að Nató dragist inn í stríðið með þeim hætti sem rætt er um. Jón Baldvin sagði að Atlantshafs- bandalagið væri árangursríkasta varnarbandalag sem stofnað hefði verið. Hann sagðist telja varhuga- vert fyrir vopnlausa smáþjóð eins og íslendinga að leggjast gegn því að ákvæðum 5. gr. væri beitt. Hún væri hornsteinn Atiantshafsbandalagsins og sú grein sem íslendingar settu mest traust á. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagðist hafa sama skiln- ing á 5. gr. og Kristín Einarsdóttir og utanríkisráðherra. íslendingar yrðu ekki sjálfkrafa þátttakendur í stríði verði ráðist á Tyrkland. For- sætisráðherra benti ennfremur á að íslendingar hefðu skyldur fram yfir ýmis önnur aðildarríki Nató vegna þess að í varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna er ákvæði sem skuld- bindur íslendinga að veita Banda- ríkjamönnum aðstöðu hér á landi og hjálp við að standa við og fram- kvæma alþjóðlegar samþykktir. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra sagði ástæðu til að undir- strika að Sameinuðu þjóðirnar stæðu ekki að þessu stríði og að ís- lendingar hefðu ekki átt aðild að þeirri ákvörðun forseta Bandaríkj- anna að hefja loftárásir á írak. Hann sagði einnig ljóst að ekki væri hægt að draga Islendinga inn í stríðið nema því aðeins að Islendingar vildu taka þátt í því og vísað í því sam- bandi til skilnings utanríkisráðherra á 5. greininni. Hann sagði að þrátt fyrir að ekki væru í stjórnarskrá ís- lands ákvæði um að Alþingi yrði að samþykkja stríðsyfirlýsingu, líkt og þjóðþing margra annarra ríkja þurfa að gera, kæmi ekki annað til greina en slík yfirlýsing yrði borin undir Al- þingi. Ólafur Ragnar sagði brýnt að menn athuguðu í þessari umræðu að 5. greininni umtöluðu hefði aldrei ver- ið beitt og því væri ekki komið nein reynsla á það hvernig staðið verður að því að taka ákvörðun um að beita henni. Hann sagðist hins vegar telja það misnotkun á Atlantshafssamn- ingnum ef greinin er látin ná til hugsanlegra loftárása íraka á her- flugvelli í Tyrklandi vegna þess að Tyrkland og Bandaríkin hafa gert tvíhliðasamning sín á milli um að gera loftárásir á írak frá tyrkneskum herflugvöllum. Nató hafi ekki staðið að þeim samningi. Öðru máli gegni ef írakar gerðu árásir á flugher Belga, Þjóðverja og ítala, sem nú eru í Tyrklandi á vegum Nató. Ólafur Ragnar sagði að það væri sérkennilegt að Vesturlönd skuli vera í þeirri aðstöðu að þurfa heyja stríð til þess að afvopna þjóð sem þau sjálf hafa átt drýgstan þátt í að vopna. Hann tók fram, líkt og aðrir ræðumenn í umræðunum, að ekk- ert gæti réttlætt innlimun íraka á Kúvæt. Rétt er að taka fram að þegar rætt er um að ísland gerist hugsanlega aðili að stríðinu við Persaflóa er ekki átt við að íslendingar taki þátt í beinum hernaðaraðgerðum, heldur er átt við að ísland lýsi formlega yfir stríði við írak og taki hugsanlega þátt í að styðja það fjárhagslega. Slík yfirlýsing af íslands hálfu gæti hins vegar kallað á viðbrögð af hálfu ír- aka t.d. hryðjuverk. -EÓ Lögreglumenn niður við Tjöm síðdegis á sunnudag binda endi á þján- ingar hinna særðu álftar og fæla upp aðra fugla. Tímamyndir Pjetur Ungur drengur fylgdist með endalokum álftarínnar og var greinilega brugðið, enda óvanur því, eins og flest borgarböm, að sjá dýr aflífuð. Þjáningar linaðar Síðdegis á sunnudag skaut lögregl- an í Reykjavík særöa álft á Tjamar- bakkanum í Reykjavík. Boríst hafði fjöldi ábendinga vegna álftarinnar og því var hún aflífuð og bundinn endi á þjáningar hennar. Það sló nokkurn óhug að fólki sem horfði á aðfarirnar og gagnrýnis- raddir voru uppi vegna þess að álftin var skotin fyrir almenningsaugum, þar á meðal fjölda barna, í stað þess að koma fuglinum í burtu og aflífa hann svo. Ævar Petersen hjá Nátt- úrufræðistofnun sagði að önnur ráð hefðu ekki dugað þar sem þetta hefði verið fullfleygur fugl og ekki hægt að hemja hann á neinn hátt. Ævar sagði að oft þyrfti að nota vopn á fugla við Tjörnina, s.s. vargfugl, þannig að þetta atvik á sunnudaginn hefði ekki verið neitt einsdæmi. -sbs. Noröurlandaráö sendir sendi- nefnd til Eystrasaltsríkja Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að senda sendinefnd til Eystrasaltsríkjanna og sýna þar með samstööu með sjálfstæðisöfl- unum í þessum ríkjum. Þetta kom fram í máli Páls Péturs- sonar, forseta Norðurlandaráðs, á fjölmennum útifundi í miðborg Stokkhólms í gær. í ávarpi sínu skýrði Páll frá því hvað Norður- landaráð hyggst gera á næstunni og nefndi þar meðal annars vænt- anlega för sendinefndar á vegum Noðurlandaráðs og eins sendi- nefndar á vegum Alþingis íslend- inga. Málstaður íslendinga virðist hafa vakið sérstaka athygli því á einu af fáum spjöldum, sem sáust uppi við á fundinum, var letrað „ís- lendingar hafa viðurkennt Litháen - hvenær kemur að Svíþjóð?" -sbs. MIÐVIKUDAGURINN 30. JANUAR 1991 Kemur út á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.