Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.01.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. janúar 1991 Tíminn 7 Myndin er tekin í Oyrhólaey á góðum sumardegi og margir ferðamenn í eynni. Fyrir miðju blasa við úti fýrir eynni kletta- drangamir Stampar. málastofnunar í vatnakerfinu auk þess sem seiðin voru merkt með mismunandi aðferðum, svo sem örmerkjum, uggaklippingu og ut- análiggjandi merkjum til að geta fylgst með vaxtarhraða þeirra, göngumynstri og endurheimtu. í sumar er leið var endurheimta laxa úr sjó tæplega 500 laxar, auk þess sem verulegt magn af sjóbirt- ingi og sjóbleikju er á svæðinu. Heimtur á silungi hafa verið við- unandi og vaxtarhraði góður. Stangveiði í Hvammsá Hluti af laxinum sem endurheimt- ist var tekinn og fluttur upp í Hvammsá, sem fellur í Dyrhólaós, og sleppt þar til að láta veiða hann á stöng. Voru seld veiðileyfi í ánni og fékkst dýrmæt reynsla af þessari tilraun í sumar sem mun verða framhald á næsta sumar. Menn telja að árangurinn til þessa í Dyrhólaósi lofi góðu um framhaldið. Ráðamenn Dyrhólalax vilja fara gætilega í sakirnar og vinna sig áfram með sem minnst- um tilkostnaði þar til séð verður að unnt sé að gera hlutina með hagnaði. Víst er að starfsemi af þessu tagi getur orðið lyftistöng fyrir byggðina í Mýrdalshreppi, ef rétt er á spilum haldið og menn hafi að leiðarljósi þau vinnubrögð sem þeir hafa ástundað til þessa. eh. Dyrhólaós fær nýtt hlutverk Hafnargerð í Dyrhólaey Dyrhólaós er í næsta nágrenni Víkur í Mýrdal, en ósinn er vestan Reynisfjalls. í ósinn falla nokkrar ár og lækir, eins og Hvammsá, sem er mikilvægust þeirra. Útrennsli óssins til sjávar er fast við Dyrhóla- ey. Það hefur verið draumur Vest- ur- Skaftfellinga um langt skeið, að byggð yrði höfn við Dyrhólaey, en hafnleysi, allt frá Stokkseyri í vestri og að Höfn í Hornafirði í austri, hefur sem alkunna er háð mjög byggðunum á þessu svæði landsins. Almennt er talið að heppilegasti staður á hafnlausa svæðinu á Suðurlandi til hafnar- gerðar sé við Dyrhólaey. Margvíslegar athuganir og rann- sóknir hafa verið unnar í sambandi við hafnargerð við Dyrhólaey, m.a. hafa komið fram nokkrar tillögur um staðsetningu og íýrirkomulag hafnar þarna. Þannig setti Sigur- bjartur Jóhannesson, tæknifræð- ingur frá Brekkum, á sínum tíma fram, með teikningu, hugmynd sína um höfn við Dyrhólaey. Ekk- ert raunhæft á framkvæmdasviði hefur þó gerst til þessa til hafnar- gerðar við Dyrhólaey. Líklegt má telja að þar strandi á því hversu kostnaðarsöm hafnar- gerðin yrði og eins hitt að miklar hafnarbætur hafa verið gerðar í Þorlákshöfn, auk stórbættra sam- gangna á landi með varanlegu slit- lagi á vegi um Suðurlandsundir- lendið, sem minnkað hafa vega- lengdir til muna. Þá má segja að hið fasta skipulag fiskveiða með Dyrhólaós — útrennsli vatnsins. Myndin tekin á lágflæði. Amardrangur blasir við. Fjær sést til Reynis- fjalls, handan ÓSSÍnS. Mynd: Einar Hannesson væntanlega til að minna á þessa hugsjón þeirra um hafnargerð. Þar hafa verið fremstir í flokki Reynir Ragnarsson frá Höfðabrekku, ferðaþjónustubóndi á Reynis- brekku, flugmaður og lögreglu- þjónn í Vík, og Sigþór Sigurðsson í Litlahvammi. Frá náttúrunnar hendi hefur lengst af verið sjógenginn silungur á Dyrhólaósssvæðinu sem nytjað- ur hefur verið fyrst og fremst á seinni tímum af þeim sem veiði- rétt eiga í sjálfum ósnum. Dyr- hólaós er 4,8 ferkm að flatarmáli og víðast undir 2 metrum á dýpt. Seltu gætir mjög í ósavatninu, en er mismunandi frá einum stað til annars. Útfall óssins lokast stund- um að vetrarlagi þegar vatnsmagn fengið nýtt hlutverk. Það felst í hafbeitarstarfsemi. Á sínum tíma var stofnað veiðifélag um vatna- svæði óssins sem hefur það verk- efni á sinni könnu að stunda fiski- rækt og ráðstafa veiði á svæðinu. Formaður félagsins er Jón Sveins- son bóndi, Reyni í Mýrdal. Um nokkurra ára skeið höfðu nokkrir aðilar kannað möguleika þarna til hafbeitar og fiskeldis í Dyrhólaósi. Þetta eru Veiðifélag Dyrhólaóss, Eldisstöðinn hf. í Vík og Björgun hf. Þetta var gert í samráði við Byggðastofnun og leiddi þetta starf til þess að þeir stofnuðu félag, Dyrhólalax hf„ til að sinna tilraunastarfi á þessu sviði. Auk fyrrgreindra aðila eru einstaklingar hluthafar í Dyrhóla- laxi. Formaður félagsins er Þor- steinn Gunnarsson, bóndi í Vatns- skarðshólum, en framkvæmda- stjóri þess er Guðni Einarsson í Þórisholti. Sumarið 1989 var félagið með fiskhald með lax og silung í el- diskvíum í Dyrhólaósi, sem síðar var sleppt frjálsum þegar hentaði. Laxaseiðin voru frá eldisstöðinni að Spóastöðum í Biskupstungum. Árin áður hafði Stangaveiðifélagið Stakkur í Vík haft svæðið á leigu í nokkur ár og sleppt fjölda laxa-, sjóbirtings- og sjóbleikjuseiða í vatnasvæðið frá eldisstöðinni í Vík, en þarna var helstur í fýrirsvari Þórir N. Kjartansson í Vík. Jafn- framt þessu var hafið víðtækt rannsóknastarf á vegum Veiði- Hafbeit með lax og sjógenginn sil- ung hefur staðið í Dyrhólaósi sein- ustu ár á vegum Dyrhólalax hf. Fyrstu seiðunum var sleppt til sjávar 1989 úr eldiskvíum og end- urheimta á fiski sl. sumar gaf góð- ar vonir um árangursríkt starf í framtíðinni. Tæplega 500 laxar skiluðu sér úr hafi 1990, sem er um 4-5% heimta. En hinn mikil- vægi rannsóknarþáttur þessa verk- efnis er unninn á vegum Veiði- málastofnunar. kvóta og tilheyrandi skorðum hafi endanlega kippt stoðunum undan hafnargerð og útgerð á nýjum stað, eins og við Dyrhólaey. Róið til físlgar Eigi að síður róa menn til fiskjar á hjólaskipi frá Dyrhólaey, úr Kirkjufjöru og Víkurfjöru, m.a. er í lágmarki og er hann þá uppi, eins og sagt er, og hækkar þá yfir- borð hans töluvert. Slíkt er þekkt víðar á Suðurlandi, eins og í Holt- sósi. Þegar svo háttar til er ósinn mokaður út. Hafbeitartilraunir Sem fýrr segir hefur Dyrhólaós nú LEIKHUS ÍrS 'a /iv í-. Leikfélag M.H. sýnir heimsfrægan söngleik: Söngleikurinn Rocky Horror sýndur íIðnó Atriöi úr söngleiknum Rocky Horror Show sem leikfélag M.H. sýnir um þessar mundir. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir um þessar mundir söngleikinn Rocky Horror Show eft- ir Richard O’Brian. Sýningin er einkar glæsileg og óhætt að segja að hún sé með dýrustu og íburðar- mestu sýningum sem skólaleikfélag hefur sett upp. í sýningunni taka þátt 84 mennta- skólanemar auk fjölmargra sem lagt hafa hönd á plóginn við hönnun og útfærslu leikmyndar. Um 60 manns koma fram í sýningunni. Undirbún- ingur hefur staðið yfir í allan vetur. Söngleikinn þýddi Veturliði Guðna- son, leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir, tónlistarstjóri Jón Ólafsson, leikmynd er unnin af nemendum undir leiðsögn Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur, Ástrós Gunnarsdótt- ir er danshöfundur og Egill Ingi- bergsson hannar lýsingu. Sigurður Bjóla Garðarsson annast hljóðstjórn sýningarinnar. Söngleikurinn Rocky Horror var fýrst frumsýndur í Bretlandi í litlu leikhúsi, The Theatre Upstairs, árið 1973. Sýningin sló vægast sagt strax í gegn og var fljótlega flutt í stærra húsnæði. Sýningin varð fádæma vinsæl og breiddist hróður hennar út um allan heim þegar söngleikur- inn var kvikmyndaður. Það var árið 1975 sem kvikmyndin Rocky Horror Picture Show breiddist yfir hvíta tjaldið og enn þann dag í dag fýllast kvikmyndahús víða um heim þegar hún er sýnd. Fólk mætir uppáklætt í búningum helstu persónanna á sýn- ingarnar og leikur og syngur hástöf- um á móti hvíta tjaldinu. Rocky Horror er nú leikinn í fýrsta sinn á íslensku. í fréttatilkynningu frá Leikfélagi M.H. segir að þýðing Veturliða Guðnasonar sé vandað verk og beri í sér neista verksins. Leikfélag M.H. hefur starfað ötul- lega undanfarin ár. Á síðustu árum hefur félagið sett upp leikritin Nas- hyrningana, Antigónu og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum og hlotið lof fýrir. Þær sýningar voru allar sýndar í salarkynnum Menntaskólans við Hamrahlíð en þar sem umsvif leikfé- lagsins hafa líklega aldrei verið meiri en nú, þótti ráðlegt að taka Iðnó á leigu undir sýningar á Rocky Horror. Breki Karlsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar og nemandi í M.H., sagði að kostnaðurinn við sýning- una væri mjög mikill, en þau hefðu verið heppin, fengið ríflegan styrk úr skólasjóði, auk þess sem ýmis fyr- irtæki hefðu styrkt þau. Stærstu styrktaraðilarnir eru Landsbankinn, Vífilfell, Gaukur á Stöng og um 20 önnur fýrirtæki. Hann sagði að þó svo að þau hefðu fengið myndarlega styrki þá þyrfti meira til og sagði hann að rúmlega 2000 manns þyrftu að sjá sýninguna til þess að endar næðu saman. Hann sagði að heildar- kostnaður við sýninguna væri um 3 milljónir króna. Aðspurður hvers vegna lagt hafi verið út í það stór- virki að sýna þennan söngleik, sagði Breki að það hefði lengi verið Rocky Horror fiðringur í M.H.-ingum. Kvikmyndin væri mjög vinsæl inn- an skólans og skemmst að minnast þess þegar hún var sýnd í skólanum fýrir um ári og mikill fjöldi fólks mætti uppáklætt og skemmti sér frábærlega. Síðan hafi hjólin farið að snúast fýrst fýrir alvöru og enda- punkturinn á því væri þessi upp- setning. Breki sagði að leiklistar- áhugi hefði líklega aldrei verið meiri í skólanum en einmitt nú og það sýndi sig best í því að rúmlega 100 nemendur í 800 manna skóla tækju þátt í sýningunni. Samtals eru fýrirhugaðar 20 sýn- ingar á verkinu fram til 17. febrúar. Um næstu helgi er fyrirhugað að hafa miðnætursýningar á verkinu sem hefjast kl. 23.30. Miðaverði er stillt í hóf og kostar hver miði 1200 krónur, en 1000 krónur fýrir skóla- fólk. Hægt er að panta miða allan sólarhringinn í síma 13191. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.