Tíminn - 01.02.1991, Side 4

Tíminn - 01.02.1991, Side 4
4 Tíminn Föstudagur 1. febrúar 1991 ÚTLÖND Landgönguliðar á leið til Khafli. Khafji, Saudi-Arabíu: Árás íraka brot- in á bak aftur Her Saudi-Arabíu náði landamæraborginni Khafji aftur á sitt vald í gær eftir 30 klst. bardaga, þá mestu til þessa. Ellefu bandarískir landgöngu- liðar féllu og einhverjir úr herliði Quatar og Saudi-Arabíu en heildartala fallinna í liði bandamanna var talin vera innan við 20. Talið var að mörg hundruð íraskra landgönguliða hefðu fallið. Útvarpið í Bagdad fagnaði þeim ár- angri að haida Khafji í 30 klst. og sagði að með þessari árás hefðu írak- ar tekið ffumkvæðið af Bandaríkja- mönnum í Persaflóastríðinu. Innrásin sigur fyrir Saddam Líklegt þykir að innrásir íraska hers- ins eins og í Saudi-Arabíu styrki mjög stöðu Saddams Hussein meðal araba. Margir bandarískir fréttaskýrendur telja að slíkar innrásir fámenns liðs séu sjálfsmorðsárásir ef tekið sé tillit til styrkleika Iandhers bandamanna og hve erfitt sé að hörfa í eyðimörk- inni. Þrátt fyrir að Saddam hafi misst hundruð íraskra hermanna og mik- inn fjölda brynvarðra hertóla þá telja margir stjómarerindrekar og frétta- skýrendur að Saddam geti hrósað stjómmálalegum sigri. Það skipti ekki svo miklu máli fyrir hann að hundmð íraka deyi ef nokkrir „trú- leysingjar" séu drepnir. „Hann getur nú sagt fólkinu sínu að hann sé enn fær um að sækja inn í Saudi-Arabíu og drepa Ameríkana þrátt fyrir gífúr- lega öflugan her bandamanna," sagði Jed Snyder, fyrrverandi starfsmaður í Pentagon. Snyder sagði að Saddam mundi líklega reyna að endurtaka svona skyndiárásir og reikna með því að hann geti vakið upp mótmælaöldu gegn stríðinu í Bandaríkjunum með því að drepa nokkra bandamenn áður en þeir telji sig tilbúna til að hefja fulla sókn landhersins inn í Kúvæt Bresk hemaðaryfirvöld slógu fram nokkrum Iíklegum ástæðum fyrir þessari skyndiárás íraka á landher bandamanna. Þau töldu að árásin gæti hafa verið gerð í því skyni að sjá hvemig bandamenn brygðust við og staðsetningu einstakra herdeilda, að hughreysta íraska hermenn eftir stöðugar loftárásir bandamanna og að fá bandamenn til að sækja fram með landher sinn áður en hann væri tilbúinn. Staða írans Með því að sýna írökum velvilja og taka við flugvélum þeirra hafa írönsk stjómvöld róað róttæka írani sem vilja styðja íraka en um leið ekki stefnt hlutleysi landsins í hættu, að sögn bandarískra fréttaskýrenda. Margir spyrja sig hins vegar hvort flutningur íraskra flugvéla til írans hafi verið ákveðinn fyrir stríðið og hvort íranir muni hverfa frá hlutleysi sínu í stríðinu. Sérfræðingar sem Reuter- fréttastof- an talaði við sögðu að vaxandi skiln- ings væri tekið að gæta milli íraskra og íranskra stjómyalda en enginn þeirra bjóst við að íran mundi varpa hlutleysi sínu fyrir róða. Samkvæmt opinbemm embættismönnum í Bandaríkjunum hafa írönsk stjóm- völd ítrekað lýst yfir hlutleysi sínu og að þau muni kyrrsetja allar íraskar flugvélar í íran þangað til stríðinu lýkur. Shireen Hunter, sérfræðingur í alþjóð- legum málum, sagði að ef írönsk stjómvöld hefðu ekki leyft íröskum flugvélum að lenda í íran þá hefði það litið út eins og þau tækju afstöðu með bandamönnum í stríðinu og kynt undir gagnrýni róttækra írana. „írönsk stjómvöld eru hrædd. Þau eru hrædd við að Saddam Hussein nái fylgi meðal íranskrar alþýðu og dragi íran með sér í stríðið en þau eru einnig mjög hrædd við íyrirætlanir Bandaríkjamanna á svæðinu," sagði hún. Þótt Saddam sé súnnítískur múslími þá eru sjítar einna fjölmennastir múslíma í írak en flestir íranir em einmitt sjítar. Það em róttækir sjítar í íran sem hvað mest hafa hvatt írönsk stjómvöld til að sameinast írak í heil- ögu stríði gegn bandamönnum. Ha- bib Ladjevardi, íranskur háskólanemi í Bandaríkjunum, telur að Rafsanjani sé ekki ógnað af þessum róttækling- um enn sem komið er. Margir bandarískir fréttaskýrendur telja að íran muni verða eitt þeirra ríkja sem muni bæta stöðu sína á al- þjóðavettvangi í þessu stríði. Hin rík- in em Sýrland og ísrael. Reuter, Sky - SÞJ Fréttaskýrendur: QaHHam c íðlÍCAN irgffli jjjvdUUdfll 5] Diich olc |dii5oruyyur t um 90 IjjDUvll vlv 1 illfl áv <fl Álagið setur mark sitt á Bush en ekki á Saddam. Það kom arabískum og vestrænum fréttaskýrendum mjög á óvart hve Saddam Hussein íraksforseti var ró- legur og sjálfsöruggur í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali sem tekið var sein- asta mánudag. „Hann virðist vera sjálfsöruggur og afslappaður. Það að úrslitaormstan sé á næsta leiti virðist ekki hafa áhrif á hann,“ sagði Salama Ahmed Sal- ama, fréttaskýrandi hjá egypska dag- blaðinu al-Ahram. „Til samanburðar virðist George Bush taugastrekktur og þreyttur. Bush virkar eins og hann hafi elst um 20 ár síðan hann hóf „Eyðimerkurstorrrí' til að hrekja íraka frá Kúvæt fyrir 14 dögum," sagði Salama ennfremur. I umræddu sjónvarpsviðtali, sem CNN sjónvarpsstöðin tók við Sadd- am á mánudag, sagði hann að guð væri hliðhollur írökum og land hans mundi sigra löndin með öfl- ugu vopnin og skítugu peninganna. Evrópskur stjórnarerindreki sagð- ist eftir að hafa horft á sjónvarpsvið- talið vera mjög hissa á hve Saddam væri afslappaður og viss um sigur í stríðinu. „Hann virtist mjög rólegur og sjálfsöruggur. Hans sannfæring virðist vera sú að með hverjum degi sem líður á stríðið aukist skilningur á baráttu hans í arabaheiminum og almenn andstaða gegn stríði styrk- ist,“ sagði stjórnarerindrekinn. Breskur blaðamaður, sem hefur m.a. skrifað bók um Saddam, sagði að markmið hans væri að sleppa frá stríðinu með eins lítinn hernaðar- legan skaða og hægt væri í þeirri trú að hann verði áfram öflugasti leið- toginn á þessu svæði eftir stríð. „Hann veit hvað hann er að gera. Hann áttar sig á því að hann mun að lokum verða sigraður hernaðarlega en hann mun verða erfiður viður- eignar og... hann mun sjá til þess að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra muni aldrei aftur blanda sér á líkan hátt í málefni Miðaustur- landa,“ lét blaðamaðurinn hafa eftir sér. Það var samdóma álit flestra frétta- skýrenda að sjónvarpsviðtalið væri sterkur leikur í áróðursstríðinu. Sjálfsöryggi hans muni hughreysta stuðningsmenn hans og draga úr kjarki andstæðinga. Reuter-SÞJ E23ISl2iSj rískra embættismanna hjá vam- Jerúsalem - írakar skutu Scud- armálaráðuneytinu saknaði eldflaugum á Vesturbakkann síð- bandaríski herinn fjögurra degis í gær. Er þetta fyrsta eld- hreyfla C-130 flutningavéí í gær. flaugaárás íraka í þijá sólar- Tálið var að þetta væri AC-130 hrínga. (Armed Cargo) útgáfa af vélinni en hún er vopnum búin. Banda- Nikósfa - Landher bandamanna ríska sjónvarpsstöðin CBS taldi náði landamæraborginni Khafji á að um 20 menn væru um borð í sitt vald eftir 30 klst. bardaga. vélinni. Bardagar héldu enn áfram norðan við borgina. Innan við tuttugu bandamenn hafa fallið í átökun- Briissel - Evrópubandalagið um og nokkur hundruð íraka. (EB) og Fríverslunarbandalag Einnar konu úr liði bandamanna Evrópu (EFTA) stefna áð því að er saknað. Ijúka við gerð samnings fyrir iok júm' sem mundi gera svæðið frá London - Bretar hafa gefið Norðurpóinum til Miðjarðarhafs- Bandaríkjamönnum ieyfi til að ins (samtals 380 milljónir nota breska herstöð í Falrford I manna) að einu markaðssvæði. Vestur- Englandi fyrir hluta af B- 52 sprengjuflugvélum sínum en þær gegna miklu hlutveríd í Jóhannesarborg - Sex menn Persaflóastríðinu. Sprengjuflug- féllu í átökum milli stuðnings- vélamar hafa flugdrægni sem manna Afríska þjóðarráðsins nemur allt að 16.100 km og geta (ANC) og Inkatha- frelsisflokks- borið mikið magn af sprengjum. ins aðeins tveimur dögum eftir að Sky News - Bresk árásarþyrla af fylkingamar gerðu með sér frið* Lynx-gerð sÖldrti íröskum varð- arsamning. báti í gær. Reuter-SÞJ Júgoslavia: Viðræður milli leiðtoga Stjómmálaleiðtogar í Júgóslavíu hittust í gær til að ræða stjórnmála- kreppuna í landinu. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Ante Markovic, og forsetar hinna sex lýð- velda í júgóslavneska ríkjasamband- inu hittust í annað sinn í þessum mánuði til að reyna að koma í veg fyrir klofningu ríkjasambandsins. Viðræður voru taldar beinast að Króatíu sem hefur hótað að segja sig formlega úr ríkjasambandinu ef það fær ekki umtalsverða sjálfsstjórn. Svo virðist sem í brýnu sé að skella á milli lýðveldisins og júgóslavneska hersins aðeins nokkrum dögum eftir að samningur var gerður til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld. Á miðvikudag lýstu yfirvöld hersins því yfir að handtaka ætti varnar- málaráðherra Króatíu vegna gruns um að hann væri að brugga yfir- mönnum hersins banaráð. Yfirvöld í Króatíu sögðust ætla að sniðganga skipun hersins. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.