Tíminn - 01.02.1991, Side 5

Tíminn - 01.02.1991, Side 5
Föstudagur 1. febrúar 1991 Tíminn 5 Svo kann að fara að Jón Baldvin lendi í svipaðri stöðu hvað varðar samning um Evrópskt efnahagssvæði og Steingrímur J. er í varðandi nýjan búvörusamning: Verður Alþingi kallað saman um EES í sumar? Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir vel koma til greina að kalla nýtt þing saman snemma í sumar til að fjalla um samning um Evrópskt efna- hagssvæði. Reiknað er með að aðalsamningamenn íslands skrifi undir samn- inginn í lok apríl eöa byrjun maí og utanríkisráöherra skrífi síðan undir endan- legan samning í júlí. Ovíst er hver afstaða íslensku stjómmálaflokkanna verður til lokasamningsins, en nú er einmitt veríð að leysa stærstu og erfiðustu deilu- málin. Svo kann að fara að þá komi brestur í samstöðuna sem hingað til hefur verið um málið og hvað gerir Jón Baldvin þá? Stefnt er að því að í lok apríl eða lega stjórnarflokkar, eru því andvíg- maí riti aðalsamningamenn Evr- ópubandalagsins og EFTA undir drög að samkomulagi um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Fyrirhugað er að utanríkisráðherrar landanna skrifi síðan undir endanlegan samn- ing í júlí. Hér heima hefur alla tíð verið unnið að málinu með það í huga að mynda um það sem mesta pólitíska samstöðu. Fram að þessu hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir borið gæfu til að vera nokkuð sam- stiga í málinu. Það kann hins vegar að breytast þegar menn sjá samn- inginn í endanlegri mynd og búið er að ná lendingu í erfiðustu ágrein- ingsmálum EFTA og EB. Ef sam- staða íslenskra stjórnmálamanna rofnar á því augnabliki um þetta mikilvæga mál, hljóta menn að spyrja hvað Jón Baldvin gerir þá. Skrifar Jón Baldvin undir ef einn eða fleiri stjórnmálaflokkar, hugsan- ir? Það er ljóst að hvað sem líður pól- itískri samstöðu mun utanríkisráð- herra skrifa undir samninginn með fyrirvara um samþykki Alþingis. Hann hefur fullt umboð til að skrifa undir án þess að ráðfæra sig fyrst við Alþingi eða ríkisstjórn. Staða Jón Baldvins gæti orðið erfið í lok aprfl, skömmu eftir alþingiskosningar, ef ágreiningur verður um EES- samn- inginn. Einmitt á þeim tíma verður hann ráðherra í starfstjórn með tak- markað umboð til að taka mikilvæg- ar ákvarðanir. Tálað hefur verið um að EES-samningurinn sé eitt stærsta mál sem íslenska þjóðin hef- ur staðið frammi fyrir í 55 ára sögu lýðveldisins. Frá því að skrifað verður undir í aprfl eða maí og fram í júlí munu flest þjóðþing aðildarlandanna fjalla um samninginn, en flest þeirra sitja lengur en það íslenska. Bent hefur verið á að ófært sé að láta Alþingi ekki fjalla um samninginn fyrr en í október þegar nýtt þing á að koma saman samkvæmt lögum. Jón Bald- vin sagði hugsanlegt að Alþingi yrði kallað saman strax í sumar til að fjalla um samninginn. Um það hefði hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun og yrði líklega ekki gert fyrr en eftir kosningar. Utanríkisráðherra sagði fyrir ára- mót að búið væri að ná samkomu- lagi um 98% af þeim málum sem EES-samningurinn fjallar um, en mikilvægustu málin væru hins veg- ar eftir. Um þau hefur verið togast á síðustu vikur og mánuði. Þau lúta fyrst fremst að því hver og hvernig eigi að stjórna Evrópska efnahags- svæðinu. í desember á síðasta ári kom EFTA fram með tilboð sem fjallar um að EFTA sé reiðubúið að falla frá öllum varanlegum fyrirvör- um gegn því að EFTA fái sterkari stöðu í ráðinu sem kemur til með að stjórna EES. EB kom með tillögur á móti sem EFTA segir að séu ekki fullnægjandi nema að hluta til. Til- boðið kveður á um að komið verði á fót EES-ráði sem hafi pólitískt hlut- verk og geti sett upp undirnefndir til að undirbúa ákvarðanir. Um þetta hefur verið rætt síðan í desember og miðað í átt til samkomulags að því er utanríkisráðherra segir. „Ég met það svo að þetta mál verði ekki að ásteytingarsteini," sagði Jón Bald- vin. Þegar EFTA-löndin buðust til að falla frá varanlegu fyrirvörunum tóku þau fram að það gerðu þau með fyrirvara um samþykki ríkis- stjórna sinna. Ríkisstjórnirnar hafa rætt þetta atriði og sagðist Jón Bald- vin meta það svo að þær væru þessu samþykkar. íslenska ríkisstjórnin hefur oft rætt þetta mál. Jón Baldvin sagðist telja að hún væri fylgjandi því að falla frá þeim fyrirvörum sem ríkisstjórnin gerði í upphafi við- ræðnanna. Hægt væri að tryggja hagsmuni íslands með því að breyta íslenskri löggjöf. Alþingi og fram- kvæmdarvaldið eru þessa dagana að vinna að löggjöf sem á að tryggja að útlendingar geti ekki keypt hér land í stórum stfl og að orkulindir verði áfram í eigu íslensku þjóðarinnar, en fyrirvararnir fjalla fyrst og fremst um þessi tvö atriði. Landbúnaðar- ráðherra er að skoða hvaða breyt- ingar þarf að gera á jarðalögum og ábúðarlögum og í þinginu er nú til Dagsbrún vekur athygli á furðulegum hækkunum hjá ríki, sveitarfélögum, tryggingafélögum og bönkum: GLOPRUM VIÐjþJÓÐAR- SÁTTINNI ÚR LUKUNUM? umfjöllunar frumvarp sem fjallar um eignarrétt á orkulindum. Krist- ín Einarsdóttir, alþingismaður Kvennalista, upplýsti á Alþingi í gær að um frumvarpið væri bullandi ágreiningur í þingnefnd, en Jón Baldvin sagðist vera sannfærður að meirihluti væri fyrir frumvarpinu á Alþingi og að það yrði að lögum á þessu þingi. En þó að rfkisstjórnin sé fyrir sitt leyti búin að gefa grænt Ijós á að falla frá fyrirvörunum virðist annað gilda um stjórnarflokkana. Hjörleif- ur Guttormsson alþingismaður seg- ir að málið hafi ekki verið rætt í þingflokki Alþýðubandalagsins. Jón Baldvin sagðist undrast það og þörf væri á að bæta þar úr. Málið hafi þegar verið rætt í þingflokkum Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks og hann sagðist einnig telja að Borg- araflokkurinn hafi rætt málið. Um sjávarútvegs- og landbúnaðar- mál er hart barist í viðræðum um EES. EFTA hefur krafist tollfrjáls aðgangs fyrir sjávarafurðir. EB hefur neitað að ræða það mál nema að EFTA fallist á rýmri aðgang að markaði fyrir 70 landbúnaðarteg- undir sem þeir hafa skilgreint sér- staklega. Þegar liggur fyrir að í EES- samningnum verða aðildarþjóðun- um ekki veittur frjáls aðgangur að fiskimiðum hinna landanna, enda væru íslendingar ekki með í viðræð- unum ef það væri til umræðu. -EÓ „Ég held að menn átti sig ekki á að ef við gloprum þessari þjóðarsátt út úr lúkunum á okkur þá kemur hér yfir æðandi verðbólga, lánskjaravísi- tala fer upp úr öllu valdi með tílfaU- andi gengislækkunum og atvinnu- leysi,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, í gær. Stjóm Dagsbrúnar hélt fund í gær og sendi frá sér ályktun þar sem vakin var athygU á furðulegrí þróun í hækkunum gjalda sem átt hefur sér stað undanfaríð hjá ríki, sveitarfé- lögum, tryggingafélögum og banka- stofnunum. í ályktun Dagsbrúnar segir að þess- ar hækkanir dynji yfir á sama tíma og kaup verkafólks sé óbreytt og verkalýðsfélög leggi sig öll fram við að hindra verðhækkanir sem rýra kaupmátt Iaunatekna, sem var þó lítill fyrir. Þær hækkanir sem orðið hafa um og eftir áramótin eru hjá Reykjavíkurborg 5% hjá Rafveit- unni, 8,4% hjá Hitaveitunni, 9% á strætisvagnagjöldum og 12% á fast- eignagjöldum. í Kópavogi hafa fast- eignagjöld hækkað um 15 til 20%. Búið er að koma nýju gjaldi, svo- nefndu sorphirðugjaldi, á í Hafnar- firði og Mosfellsbæ. Bifreiðagjöld hafa hækkað um 17%, afnotagjald Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 hefur hækkað um 4% og Póstur og sími um 3,5 til 4%. Þá hafa tryggingafélög hækkað húseigendatryggingu um 40 til 50% en er það misjafnt eftir tryggingafé- lögum. Þá eru vaxtahækkanir bank- anna alþekktar. Guðmundur J. sagði að ef keyrt yrði áfram á svona hækkunum þá myndi þjóðarsáttin springa og það yrði enginn leikur að koma aftur á slíkum samningum. „Við ætlum Við eigum samleið með Vilhjálmi Næstkomandi laugardagskvöld verður frumflutt söng- og skemmti- dagskráin Við eigum samleið. Hún er byggð á ferli Vilhjálms heitins Vil- hjálmssonar söngvara sem lést í bfl- slysi í blóma lífsins árið 1978, á há- punkti ferils síns. Vilhjálmur, sem hafði einstakt lag á að ná til áheyrenda sinna í lögum og textum, naut óhemju vinsælda. Hann kom víða við á ferli sínum og mörg laga hans njóta enn mikilla vinsælda. Á Breiðvangi er rakinn lit- ekki að kyngja þessum hækkunum og ætlum að gera tilraunir til þess að þær verði afturkallaðar, allavega eitthvað af þeim,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði að þeir myndu beita þeim þrýstingi sem þeir hefðu yfir að ráða, ekki einungis til að berjast við þessar hækkanir heldur einnig til að afstýra þeim hækkunum sem væru yfirvofandi. „Það er fjöldinn allur af fyrirtækjum sem er í kjöl- vatninu og bíður eftir því að hækka og þau gera það ef þau fá ekki ein- hver verulega afgerandi mótmæli og aðgerðir gegn þessum hækkunum," sagði Guðmundur. Hann sagði að þeir myndu hafa samband við önnur verkalýðsfélög og reyna á einhvern hátt að samræma aðgerðir til að berjast á móti þessum hækkunum. —SE VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavfk Símar: 91-30501 og 91-84844 Leiðrétting Ritvilla slæddist inn í opið bréf Tómasar Gunnarssonar lögmanns sem birtist í tímanum í gær. Prentað stóð „1800 flöskur af sterku áfengi", en átti að vera „1200 flöskur...". Við biðjumst vel- virðingar á þessum mistökum. Hópurínn sem stendur að sýningunni ríkur söngferill Vilhjálms og þeir söngvarar koma fram eru Rut Reg- inalds, Ellý Vilhjálms, Pálmi Gunn- arsson og Þorvaldur Halldórsson. Þá rifjar Ómar Ragnarsson upp skemmtileg samskipti sín og Vil- hjálms og slær á mjög óvænta strengi. um féríl Vilhjálms heitins Hemmi Gunn er sögumaður á sýn- ingunni og stiklar hann á stóru í lífshlaupi Vilhjálms. Hljómsveitar- stjórn er í höndum Magnúsar Kjart- anssonar en sýningarstjóri er Egill Eðvarðsson, sem sett hefur upp margar stórsýningar af þessu tagi á liðnum árum. -sbs. ÞJOÐMINJASAFN ÍSLANDS HÚSAFRIÐUNARNEFND Húsafríðunarsjóður Húsafriðunarnefnd auglýsir eftir umsóknum til Húsa- friðunarsjóðs, sem starfar samkvæmt lögum nr. 88/1989, til að styrkja viðhald, endurbætur og sér- fræðilega ráðgjöf við undirbúning framkvæmda við friðuð hús og hús sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. Einnig eru veittir styrkir til bygginga- sögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Umsóknirskulu sendarfyrir 1. apríl nk. til Húsafriðun- arnefndar, Þjóðminjasafni íslands, Pósthólf 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum sem þarfást. Húsafriðunamefhd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.