Tíminn - 01.02.1991, Page 7

Tíminn - 01.02.1991, Page 7
Föstudagur 1. febrúar 1991 Timinn 7 með -viðræðum Kæri Steingrímur. Ég vel þann kost að skrifa þér op- ið bréf til að koma á framfæri áhyggjum mínum yfir því, hvemig haldið er á málum varðandi við- ræður um aðild íslands að svo- nefndu Evrópsku efnahagssvæði. Sem forsætisráðherra í ríkisstjóm berð þú mikla ábyrgð á þessu máli, þótt formlega sé það á hendi utan- ríkisráðherra. Það sem ég tel alvarlegast við málsmeðferðina hingað til er að ekki fara saman orð og efndir. Mál- ið er kynnt og rekið á allt öðmm forsendum en látið var í veðri vaka þegar upp var lagt fyrir tveimur ár- um. Sáralítið er gert af ríkisstjóm- arinnar hálfu til að varpa hlutlægu ljósi á þessar samningaviðræður. Almenningur fær rangar og vill- andi upplýsingar um þýðingar- mikla þætti. Þegar sjónvarpið tek- ur sig til og lætur gera sjö kynning- arþætti um málið, reynist megin- inntak þeirra vera áróður fyrir aðild fslands að Evrópubandalag- inu. Kannski væri hægt að sitja undir þessu þegjandi, ef hér væm ekki á ferðinni afar afdrifarík mál. Aðeins Gamli sáttmáli 1262 og stærstu sporin í sjálfstæðisbaráttu okkar þola þar samjöfnuð, hvert með sín- um hætti. Með samningnum um Evrópskt efnahagssvæði er íslend- ingum ætlað að taka inn í sína Iög- gjöf á einu bretti um 1400 sam- þykktir Evrópubandalagsins, texta sem myndi bæta 1100 blaðsíðum við íslenska lagasafnið. Þetta er lagagmnnur Evrópubandalagsins um innri markað þess, þ.e. óheftan markaðsbúskap og sömu réttindi til búsetu og atvinnurekstrar, óháð þjóðlöndum og ríkisfangi. Okkur er tjáð, að stefnt sé að því að ljúka þessari samningagerð innan fárra mánaða. Gangi það eftir kemur þessi pakki í heild til Alþingis að hausti til samþykktar eða synjunar. Yfírlýsing þín í Ósló fyrir tveimur árum Ég minni á yfirlýsingu sem þú gafst sem forsætisráðherra íslands á fundi leiðtoga EFTA-ríkjanna í Ósló 14.-15. mars 1989, þar sem af hálfu EFTA var lýst yfir vilja að stefna að kerfisbundnara samstarfi EFTA- ríkja og EB. í þessari yfirlýs- ingu sagðir þú m.a.: „Við getum aldrei gefíð okkur á valdyfírþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsalað okkur full- veldinu eða rétti okkar til að taka eigin nauðsynlegar ákvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálf- stæði. Við verðum ætíð að hafa stjóm á náttúmauðlindum íslands sem em gmndvöllur tilveru okkar. Við teljum ekki að fjarlægt vald muni nokkm sinni geta haft þá stjórn á viðkvæmum náttúmauð- lindum að okkar hagsmuna sé gætt. Slíkar gmndvallarstaðreynd- ir munu ráða ákvörðunum okkar með tilliti til náins samstarfs við Evrópubandalagið og innan hinnar evrópsku efnahagsheildar. Með þetta í huga verð ég að leggja áherslu á að af íslands hálfu á fyllsta mögulega framkvæmd samstarfsins fyrst og fremst við frjálsa verslun með vaming. Hins vegar verðum við að hafa fyrirvara hvað varðar frelsi á sviði fjár- magnshreyfínga, þjónustu og fólksflutninga. Hið litla og við- kvæma íslenska peningakerfi verð- ur að styrkja og gera virkara en það er nú, áður en unnt er að sam- þykkja fullt frelsi fjármagnshreyf- inga. Hið sama á við um frelsi á sviði þjónustu og vinnuaflsflutninga. Við emm að sjálfsögðu fúsir að kanna þessi atriði, en aðlögun verður að gerast smám saman og byggja á vandlegu mati á áhrifum slt'ks á íslenskt fullveldi.“ (Letur- breyting H.G.) Þessi yfirlýsing þín í Ósló róaði marga, sem áhyggjur höfðu af sam- floti með EFTA-ríkjunum í viðræð- um við EB um aðild að innri mark- aði Evrópubandalagsins. Mér var hins vegar ljóst þá þegar, að ekki væri mikið á henni að byggja, enda tóku ráðherrar Alþýðuflokksins strax af skarið um, að þeir ætluðu að hafa hana að engu. Framvindan í þeim viðræðum, sem síðan hafa staðið yfir linnulítið, hefur hins vegar orðið hrapalegri en mig óraði fyrir. Verða hér nefnd nokkur dæmi þar að lútandi. Goðsögnin um fyrirvarana Á árinu 1989 fóm fram svonefnd- ar könnunarviðræður, þar sem á vegum einstakra EFTA-ríkja var farið yfir lagabálka Evrópubanda- lagsins og mótuð afstaða til samn- ingaviðræðna. Þá varð til af hálfu EFTA langur listi — upp á um 60 blaðsíður að sagt var — með ósk- um um varanlegar eða tímabundn- ar undanþágur frá lögum Evrópu- bandalagsins. í ljósi yfirlýsingar þinnar í Ósló hefði mátt búast við að hlutur íslands væri gildur í þessari fyrirvaraskrá. Annað kom þó á daginn. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir óskum íslands um fyrirvara miklaðist hann yfir að hafa sett aðeins fáa en gilda fyrir- vara og hefði ísland að þessu leyti sérstöðu meðal EFTA- ríkjanna! Helstu fyrirvarar íslands með vís- an til grundvallarhagsmuna vom um fjárfestingar útlendinga í sjáv- arútvegi (fiskveiðum og fmm- vinnslu sjávarafurða) og orkulind- um. Þess utan ósk um svonefnt „öryggisákvæði" vegna réttinda fyrir útlendinga til búsetu og at- vinnu hér á landi. Á aðra fyrirvara var ekki lögð áhersla af talsmönn- um íslands, þótt nokkrir fleiri kæmu til sögunnar vegna krafna annarra EFTA-ríkja og af hálfu EB. — Engir teljandi fyrirvarar vom settir vegna fjármagnsflutninga eða þjónustu, þrátt fyrir hátíðlega yfirlýsingu þína um annað. í raun- inni tók viðskiptaráðherra ómakið af samningamönnum okkar og rík- isstjórninni að því er varðar fjár- magnsflutninga með því að svipta af þeim öllum hömlum í áföngum með reglugerð sl. sumar. Á sviði banka- og vátryggingastarfsemi sjá samningamenn íslands enga Að því er hina fáu fyrirvara (slands varðar er allt í óvissu, en samt er áfram haldið samningaviðræðum eins og ekkert hafi í skorist. Fyrirvararnir hafa þegar verið skornir niður við trog og svo er að skilja að afgangurinn geti orðið skiptimynt fyrir eitthvert tilboð um tollalækkanir á sjávarafurðum af hálfu EB. ástæðu til fyrirvara og hverskyns þjónustustarfsemi eins og t.d. ferðaþjónusta verður hér óvarin fyrir útlendingum, ef samningar um EES verða að veruleika. Áður en formlegar samningavið- ræður hófust á miðju síðasta ári gerðist það að kröfu EB, að samn- ingamenn EFTA voru reknir öfugir frá borði með undanþágulistana. Opið bréftii Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra Til að byrja með var þeim þjappað saman á 3 blaðsíður í stað 60, og undanfarna mánuði hefur mikið af því sem eftir stóð ýmist verið strik- að út eða settar fram hugmyndir um varnagla í heimalöggjöf ein- stakra ríkja. Deilur um þessa máls- meðferð urðu norsku ríkisstjóm- inni að falli snemma vetrar, þar sem norski Miðflokkurinn (Senter- partiet) neitaði frekari undanslætti varðandi erlendar fjárfestingar. Að því er hina fáu fyrirvara íslands varðar er allt í óvissu, en samt er áfram haldið samningaviðræðum eins og ekkert hafi í skorist. Fyrir- vararnir hafa þegar verið skornir niður við trog og svo er að skilja að afgangurinn geti orðið skiptimynt fyrir eitthvert tilboð um tollalækk- anir á sjávarafurðum af hálfu EB. „Fríverslun með fisk“ úr sögunni Pólitískur aðgöngumiði íslands að EFTA-samflotinu var ekki síst krafa íslendinga um „fríverslun með fisk“, sem fallist var á innan EFTA og ákveðið að taka upp í viðræðum við Evrópubandalagið. í hugtakinu felst að viðskipti með fisk og fiskaf- urðir lúti sömu samkeppnisreglum og verslun með iðnaðarvörur, þ.e. að tollar og opinberir styrkir í sjáv- arútvegi falli niður. Ég var ekki í hópi þeirra sem töldu líkur á að Evrópubandalagið gjör- breytti sjávarútvegsstefnu sinni vegna kröfu EFTA-ríkjanna. Auk þess hef ég talið mikla annmarka á útfærslu slíkrar fríverslunar, þar eð henni hlýtur að fylgja að engar skorður er unnt að reisa við út- flutningi á óunnum fiski. Evrópubandalagið vísaði kröfu EFTA um fríverslun með fisk form- lega á bug í nóvember sl. og nú virðist sem menn ætli að láta sér nægja og lifi í voninni um tilboð frá EB um afnám eða lækkun tolla á sjávarafurðum, þótt ekki verði hreyft við styrkjakerfi bandalags- ins. Á það er líka vert að benda að ríkisstyrkir Norðmanna til sjávar- útvegs hafa vaxið en ekki minnkað frá því samið var um fríverslun með fisk innan EFTA. Sérkennilegast við málflutning stjórnvalda hérlendis allt frá því viðræður hófust um EES er að halda mætti að allt snúist þetta um sjávarútvegshagsmuni. Þannig sé það nánast sjálfgefið að ísland eigi að gerast aðili að óheftum markaði og „frelsunum fjórum", ef við fáum einhverju um þokað til hagsbóta í viðskiptum með sjávarafurðir. Eins og fram hefur komið er óhagræði okkar vegna tolla EB 1500 til 2000 milljónir króna á ári. Engin athug- un eða mat hefur hins vegar farið fram á líklegu tapi þjóðarbúsins vegna stóraukinnar samkeppni á mörgum sviðum, að ekki sé talað um neikvæðar afleiðingar í byggðamálum. Skerðing fullveldis með EES-samningi Engum blöðum er um að fletta að eins og stefnir í viðræðum um EES- samning fælist í honum mik- ið valdaafsal og skerðing fullveldis á þeim mörgu sviðum sem hann tæki til. Þetta á við um Alþingi eftir að samningurinn hefði hlotið stað- festingu þess. Að því búnu getur þjóðþingið ekki sett lög, sem færu í bága við 1400 samþykktir Evrópu- bandalagsins, sem þá væru orðin lög á íslandi. Hið sama mun gilda um þróun löggjafar, sem undirbúa þyrfti í samráði við EB og EFTA í heild. Þá er gert ráð fyrir sameiginlegri eftirlitsstofnun EFTA til að fylgjast með að ákvæðum samningsins sé fullnægt. „Slík stofnun ætti að hafa samsvarandi umboð og hlutverk og framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins," segir í yfirlýsingu ráð- herrafundar EB og EFTA 19. des- ember 1990. Síðast en ekki síst kæmi til sér- stakur yfirþjóðlegur dómstóll, ná- tengdur EB-dómstólnum í Lúxem- borg, og yrði hann úrskurðaraðili í málum á öllu samningssviðinu. Væntanlega myndi þessi dómstóll einnig gefa út svokallaða forúr- skurði um túlkun á einstökum greinum samningsins, en slíkir forúrskurðir em bindandi og æðri lögum éinstakra EB-ríkja. í raun- inni sé ég ekki hvemig slíkt afsal dómsvalds getur samrýmst ákvæð- um stjórnarskrár íslands. EFTA á fallanda fæti Öllum má vera ljóst að styrkur EFTA sem sjálfstæðs samningsað- ila hefur minnkað til muna frá því viðræður hófust við EB. Þessu Ég var ekki í hópi þeirra sem töldu líkur á að Evrópubandalagið gjörbreytti sjávarútvegs- stefnu sinni vegna kröfu EFTA-ríkjanna. Auk þess hef ég talið mikla annmarka á útfærslu slíkrar fríverslunar, þar eð henni hlýtur að fylgja að engar skorður er unnt að reisa við útflutningi á óunnum fiski. veldur m.a. ákvörðun Svía um að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu og feta þannig í fótspor Austurríkismanna. Hið sama er uppi á teningnum hjá meirihluta stjórnmálaflokka í Noregi, en þar hefur andstaðan við EB-aðild hins vegar magnast mjög meðal al- mennings síðustu mánuði. í Finn- landi er aðild að EB einnig komin á dagskrá í stjómmálaumræðunni. Það er því alveg ljóst, að innan fárra ára verður EFTA ekki svipur hjá sjón. Þrjú af sex aðildarríkjum þess eru í raun komin með hugann á slóðir Evrópubandalagsins og líta á EES-samning aðeins sem áfanga á leið inn í bandalagið. Það er sann- arlega valt að byggja á slíkum bandamönnum í viðkvæmum við- ræðum og erfitt að sjá EFTA til frambúðar sem aðra af tveimur meginstoðum í Evrópsku efna- hagssvæði. Þessi fallvalta staða EFTA sem samtaka eykur verulega hættuna á því, að aðild íslands að EES- samn- ingi auðveldi þeim öflum leikinn hérlendis, sem tengja vilja ísland fastar við Evrópubandalagið. Með EES-samningi hefðum við gengist undir mörg þýðingarmikil ákvæði Rómarsamningsins og nú þegar túlkar forysta Sjálfstæðisflokksins slíkan samning sem áfanga á leið inn í EB. Einnig af þessum sökum hef ég verið andvígur þessum samningaviðræðum. Ég er undr- andi á því ef þú sem eindreginn andstæðingur EB-aðildar telur skynsamlegt að halda áfram sam- floti með EFTA-ríkjum, sem eitt af öðru eru að búa sig til að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Við eigum betri kosta völ Kæri Steingrímur. Ég met mikils afstöðu þeirra, sem kveða fast á um að ekki komi til greina að ísland gangi í Evrópu- bandalagið. Til þess að fylgja þeirri afstöðu eftir þarf hins vegar að sýna fram á aðra og skýrari kosti fyrir land og þjóð en felast í áformum um Evrópskt efnahagssvæði. Af veikum mætti hef ég leitast yið að benda á þá í ræðu og riti. Ég tel fjölmörg rök mæla með því að ís- lendingar haldi sig utan við stórar efnahagssamsteypur og standi dyggan vörð um þjóðlegt sjálfstæði sitt. Lega landsins, einstæð náttúra og ríkuiegar náttúruauðlindir ættu að hvetja okkur til að halda dyrum opnum til allra átta en láta ekki loka okkur af innan múra Evrópu- stórveldis. Þannig er ég viss um að þjóðinni mun vegna vel og hér verður unnt að halda uppi góðum lífskjörum. Að lokum vil ég láta í Ijósi von um að þú sem forsætisráðherra beitir þér nú þegar fyrir endurskoðun af hálfu ríkisstjómarinnar á þátttöku íslands í viðræðum um EES. Gmndvöllur þeirra er ekki í neinu samræmi við þá yfirlýsingu sem þú gafst fyrir íslands hönd í Ósló fyrir tæpum tveimur ámm. Þess í stað ættu þeir, sem vilja halda íslandi utan við Evrópubandalagið, að fylkja liði um skýra stefnu, sem feli m.a. í sér að ná milliliðalaust sem bestum samskiptum íslands við þjóðir beggja vegna Atlantshafsins og í fjarlægari heimshlutum. Alþingi íþorrabyrjun 1991, þinn einlægur Hjörleifur Guttormsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.