Tíminn - 01.02.1991, Qupperneq 9

Tíminn - 01.02.1991, Qupperneq 9
8 Tíminn Föstudagur 1. janúar 1991 Föstudagur 1. janúar 1991 Tíminn 9 Alheimsátak Rauða krossins og Rauða hálfmánans til hjálpar stríðshrjáðum hófst í vikunni: „Við íslendingar skulum minnast þess láns að hafa aldrei átt aðild að stríðsátök- um í þeim mæli sem svo margar þjóðir hafa þurft að þola. íslendingar hafa ávallt haft samkennd með þeim sem þjáðst hafa og hugsa með hryggð og djúpri samúð til þeirra sem nú hafa orðið fórnarlömb blóð- ugra styrjalda, þar sem vopnuð átök eiga sér stað og stríð geisa." Þannig hljóðar kveðja Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, verndara átaksins Sól úr sorta, sem er íslenskt nafn alheims- átaks til hjálpar stríðshrjáðum. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans kynntu átakið sl. þriðjudag í yfir hundrað löndum samtímis. Markmiðið með þessu átaki hérlendis er að vekja athygli almenn- ings á afleiðingum stríðs á óbreytta borg- ara og að það sé hægt að breyta þessu ástandi. Guðjón Magnússon, formaður stjórnar Rauða kross íslands, sagði að margir íslendingar líti svo á að á árunum 1988-1989 hafi fáar sem engar styrjaldir geisað í heiminum. Sannleikurinn sé hins vegar sá að á þessu tímabili geisuðu styrj- aldir sem krafist hafa meira en 1000 mannslífa hver, á 36 landsvæðum. Áhrif styrjalda á óbreytta borgara hafa aukist til muna frá því fyrr á öldinni. í þeim styrjöld- um, sem nú eru háðar, eru níu af hverjum tíu sem láta lífið, hljóta örkuml eða eru hraktir á flótta frá heimkynnum sínum, óbreyttir borgarar. Flest fórnarlömbin eru börn, konur og gamalmenni. Sambærilegt hlutfall í fyrri heimsstyrjöldinni var rúm- lega 10 af hundraði, en um 60 af hundraði í þeirri seinni. 105 styrjaldir geisað frá 1945 Það sem Rauði krossinn leggur helst áherslu á í þessu átaki er að vekja al- menning til umhugsunar um áhrif styrj- alda á óbreytta borgara og að þessu ástandi sé hægt að breyta. Ágreiningsmál er hægt að leysa án styrjalda. Þá verða mannúðarlög sem og Genfarsáttmálarnir kynntir, því mikill misbrestur virðist vera á því í heiminum að bæði stjórnvöld og almenningur þekki ákvæði þessara sátt- mála. Virkja þarf almenningsálitið í heim- inum til að gera lögin og sáttmálana áhrifameiri. Á blaðamannafundi þar sem alheims- átakið var kynnt var lögð fram athyglis- verð skýrsla, sem ber nafnið Fórnarlömb styrjalda, og hefur hún að geyma margar fróðlegar staðreyndir úr stríðsrekstri eft- irstríðsáranna. í henni kemur fram að frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa geisað 105 styrjaldir þar sem 1000 manns eða fleiri hafa látið lífið. Þeir, sem fallið HELSTU STYRJALDIR 1988-1989 Fallnir og hraktir á flótta frá upphafi átaka STÓRA-BRETLANO (N-fRLANO) MAROKKÓ/VESTUR GVATEI ELSALVADOR NlKARAGVA FILIPSEYJAR iBÖDjA^. INDÓNESÍA/AUSTUR Tll iMffi ‘M SUÐUR AFRÍKA'NAMIBiA W SUDUR AFRÍKA MS 0 ■•'■ + i rS'Á ■ \ '■* , , :?MÁ ■ ■ # MÓSAMBIK MI6- og Suöur-Ameríka Kólumbía El Salvador Gvatemala Níkaragva Panama-USA Perú Evrópa Rúmenía Stóra Bretland (N-lrland) Fallnlr >7.500 63.250 45.500 30.000 1.000 8.000 1.000 2.700 208.100 158.700 479.700 sili ' {7 j>\'' Afríka Angóla Tsjad Eþíópía Eþíópía-Sómalia Marokkó/Vestur Sahara Mósambik Sómalla Suöur Afríka Suður Afrlka/Namibla Súdan Úganda Failnlr >60.000 28.000 >100.000 >40.000 10.000 107.000 50.000 4.750 12.800 291.000 106.000 Flóttamenn 1.076.000 187.400 1.735.900 165.000 1.354.000 458.600 3.594.900 7.000 2.435.100 312.800 Mlð Austuriönd Iran Irak Iran-lrak Stríð Israela og Araba/Hemumdu svæöin Líbanon Tyrkland Suður-Asla Afganistan Ðangladess Indland Indland-Pakistan Búrma Sri Lanka Fallnlr 17.000 110.000 >535.000 10.200 131.000 1.500 1.000.000 1.000 16.000 11.500 19.000 14.000 Flóttamenn 770.100 1.008.000 2.340.500 500.000 7.934.500 50.000 65.000 138.800 603.000 Austur-Aaía Fallnlr Kambódía 2.000.000 Kína-Víetnam 31.000 Indónesía/Austur Timor 200.000 Laos 40.000 Filipseyjar 37.100 Flóttamenn 334.166 69.044 450.000 hafa í þessum styrjöldum, hafa ekki fallið fyrir kjarnavopnum, heldur ódýrum og einföldum vopnum. Yfirgnæfandi meiri- hluti styrjalda hafa verið háðar í þriðja heiminum. í skýrslunni kemur fram að þróunarlöndin séu nú í vaxandi mæli á höttunum eftir háþróuðum vopnum, sem mörg séu varasöm frá mannúðarsjónar- miði, svo sem leysigeislar sem blinda eða flugskeyti sem skotið er utan sjónmáls við skotmarkið. Þá kemur fram í skýrslunni að jarð- sprengjum og vítisvélum gegn fólki hefur verið dreift á ófriðarsvæðum í miklum mæli. Áætlað er að um 30 milljónum jarðsprengja hafi verið dreift yfir Afgan- istan síðan stríðið þar hófst. Eyðing slíkra vopna er ákaflega hættusöm og búast má við að einn maður láti lífið og tveir særist fyrir hverjar 5000 sprengjur sem fjar- lægðar eru. í Afganistan þýðir þetta að 6000 manns falla og 12.000 særast við að gera sprengjurnar óvirkar. Þá geta jarð- sprengjur legið virkar í jörðu áratugum saman og skaðað fólk. Frá 1945 til 1982 hafa 4.094 látið lífið í Póllandi og 8.774 særst af völdum sprengja sem enn eru virkar síðan í heimsstyrjöldinni. í Lýbíu, þar sem 5 milljónum jarðsprengja var dreift og mikið er um ósprungnar sprengjur og fallbyssukúlur úr heims- styrjöldinni, hefur landbúnaður á stórum svæðum lagst af vegna þeirra. Vígbúnaður og vanþróun er sama vandamálið í skýrslunni kemur fram að risaveldin eru langstærstu vopnaútflytjendur til þriðja heimsins, sérstaklega til Miðausturlanda. Niðurstöður úr könnunum Sameinuðu þjóðanna sýna, að eina leiðin fyrir fjölmörg þróunarríki til að fjármagna uppbyggingu þjóðfélagsins sé að draga úr vopnakaupum frá iðnríkjunum. í skýrslu Sameinuðu þjóð- Eftir Stefán Eiríksson anna segir að ríki heims geti annað hvort haldið uppteknum hætti og vígbúist eða þau geti snúið sér að því markvisst smám saman að byggja upp viðráðanlegri og var- anlegri efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkja. í skýrslu S.Þ. er lögð á það þung áhersla að þau geti ekki gert hvort tveggja. Vígbúnaðurinn keppi við þjóðfélagsþróun- ina um þjóðarauðinn, eða með öðrum orð- um: Vígbúnaður og vanþróun eru ekki tvö vandamál, þetta er sama vandamálið. Þau verður að leysa saman, annars verður hvor- ugt leyst. Böm eru á mörgum stöðum notuð sem hermenn Hversu ólíklega sem það kann að hljóma, þá eru börn notuð sem hermenn á mörgum stöðum. Nú er áætlað að um 200 þúsund börn innan 15 ára aldurs séu f herþjónustu í þeim hildarleikjum sem geisa í heiminum. Svo virðist sem notkun barna í stríði fari vaxandi og sífellt yngri börn séu þvinguð til hermennsku, segir í skýrslunni Fórnar- lömb styrjalda. Þar segir að mörg hundruð þúsund börn hafí verið kvödd í herinn í Persaflóastríði írans og íraks á síðasta ára- tug og létu tugþúsundir þeirra lífið. Hlut- skipti barna í innanlandserjum er jafnvel enn hörmulegra, þar sem bæði ríkisherir og skæruliðaherir hafa neytt börn til her- mennsku. Þannig er til dæmis ástatt í Eþí- ópíu, Líbanon, E1 Salvador, Nicaragua og Kambódíu. Af þeim 15 milljónum manna, sem taldar voru landflótta í heiminum vegna stríðs, þurrka eða hungursneyðar árið 1989, voru níutíu af hundraði þeirra á flótta vegna hernaðarátaka. Áætlað er að um 20 milljón- ir manna séu flóttamenn innanlands í ríkj- um heims og er helmingur þeirra í Afríku. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur hrökklast frá heimkynnum sínum eða verið fluttir nauðungarflutningum vegna hern- aðarátaka. Mesti óvinur mannúðarlaga er fáfræði Alheimsátak Rauða krossins og Rauða hálfmánans miðar að því, eins og áður hef- ur komið fram, að kynna mannúðarlög og Genfarsáttmálana. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að veita vemd í stríði, aðallega með tvennum hætti: Annars vegar með því að banna ómannúðlegar aðfarir við hernað svo sem árásir á óbreytta borgara, notkun eitur- gass og annarra ólöglegra vopna; og hins vegar eiga lögin að veita vemd læknum og hjúkrunarfólki, særðum hermönnum, strfðsföngum og síðast en ekki síst almenn- um borgumm. Mesti óvinur mannúðarlaga er fáfræði. Ákvæði laganna eru dauður bók- stafur ef fólk þekkir þau ekki eða ef þeim er ekki framfylgt. Á blaðamannafundinum sl. þriðjudag kom fram að mikill misbrestur er á þvf að fólk þekki til þessara laga og þá er ekki aðeins um almenning að ræða, heldur einnig hermenn og stjórnvöld ýmissa landa. Engin alþjóðleg lögregla eða dóm- stóll er til, sem framfylgir mannúðarlögum eða dæmir fyrir brot á þeim. Ein leið til að þrýsta á að þeim sé framfylgt er að virkja al- menningsálitið. íslendingar hafa skyldum að gegna Eins og kom fram í upphafi er forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari átaksins. Við skipulag átaksins á alþjóða- vettvangi hefur margt þekkt fólk komið við sögu, svo sem Peter Ustinov leikari, Willy Brandt, fyrrverandi kanslari V-Þýskalands, og Christina Svíaprinsessa, svo einhverjir séu nefndir. Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, hefur gefið Rauða krossinum leyfi til að nota lag hans Imagine, til að vekja athygli á alheimsátakinu. Rauði kross íslands hefur notið sérstakrar ráðgjafar heiðursráðs und- anfarna daga, en í því sitja Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Guðrún Agnarsdóttir læknir og Matthías Johannessen skáld. Gylfi Þ. Gísla- son sagði á fundinum sl. þriðjudag að nú væri hafin barátta gegn vopnum og stríði í þágu friðar og mannúðar. Guðrún Agnars- dóttir lagði áhersla á hversu starf Rauða krossins í stríðshrjáðum löndum væri mik- ilvægt og veitti fólki von. Hún sagði einnig að við íslendingar værum aflögufærir og hefðum okkar skyldum að gegna, þó svo að við værum, eins og segir í kvæði Huldu, „svo langt frá heimsins vígaslóð". ' :: . ' ■ ; ; "■•: •::

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.