Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.02.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 1. febrúar 1991 MINNING S. Einarsdóttir frá Dal Anna Fædd 30. júlí 1911 Dáin 17. janúar 1991 í huga okkar sækja fram myndir frá liðinni tíð, nú eftir að dánarfregn önnu Einarsdóttur, húsfreyju í Dal, barst okkur. Þessar minningar hafa leitað á hugann áður, þegar aðrir eldri sveitungar hafa fallið frá. Allar þessar hugsanir eru tengdar ljúfum og einlægum samskiptum sem sveitungar þess tíma áttu hverjir við annan og þeirri djúpu virðingu sem þeir báru fyrir manngildinu. Hjónin Halldór Erlendsson og Anna Sigríður Einarsdóttir bjuggu allan sinn búskap í Dal. Hrísdalur, jörð foreldra okkar, og Dalur liggja saman, aðeins Straumfjarðará skil- ur á milli. Aldrei varð þó áin til að hindra þær tíðu ferðir sem náin vin- átta og frændskapur þessar fjöl- skyldna kallaði á. Ana þekktum við systkinin frá fyrstu tíð. Þegar við vorum börn, vanfær um að vaða strauminn ein, vorum við leidd af okkur eldri og reyndari. Við lærðum að þekkja strauminn og besta vaðið, hvernig yfirborð árinnar sagði okk- ur að dýpra vatn væri framundan og hvenær áin hefði vaxið svo að ófært væri. Að vetri til var oft farið yfir á ís. Anna fluttist frá Reykjavík vestur í Miklaholtshrepp ung að aldri. Hún kom sem kaupakona að Skógarnesi, þar sem hún kynntist Halldóri manni sínum. Þau hófu búskap í Dal árið 1931 í sambýli við foreldra okk- ar, en Halldór og Sigurður faðir okk- ar voru hálfbræður. Árið 1932 fluttist Sigrurður með fjölskyldu sína vestur fyrir ána að Hrísdal. Fyrsta ferð okkar út af bæ var farin að Dal, kannski var það jólaboð, og áin komin á góðan ís. Snemma var þar komið hljóðfæri, harmonikka sem Einar sonur þeirra eignaðist mjög ungur, og við lærð- um ný lög til að syngja í baðstof- unni. Að Dal vorum við sendar ef heimil- ið varð uppiskroppa með nauðsynjar og Anna beðin að lána um tíma. Hver ferð var ævintýri, hvernig yrði að fara ána, myndi hún verða stíg- vélatæk eða þyrfti að vaða hana ber- fættur því ekki var til siðs að bleyta sokka og stígvél. Eitt áttum við víst, Önnu hittum við brosandi, ljúfa og ræðna. Hún talaði skýrt og gott mál og hló klingjandi hlátri. í hennar návist hvarf feimnin sem annars var mikil. Þegar veikindi bar að á okkar fjölmenna heimili, sem stundum voru alvarleg, þá var talað um að sækja hjálp og oft leitað að Dal. Kom þá Anna eða þau bæði hjónin. Mikið létti á barnssálinni þegar grannarnir komu að bera óvissuna og óttann með okkur. Fleiri bænir stigu til himna og hjálpin var mikil, bæði Guðs og manna. Vorið 1943 gengu slæmir misling- ar. Fjölskyldan í Hrísdal bjó enn í litlum torfbæ, en húsbygging var í undirbúningi. Faðir okkar veiktist fyrstur. Átta af systkinunum voru þá til heimilis og öll áttu eftir að fá mis- linga. Þegar veikin gerði vart við sig gengu tvær ungar stúlkur suður að Dal til að þiggja þar rúm og að- hlynningu. Þennan erfiða maímán- uð kom vel í ljós hversu ríkan þátt hjálpsemi og nágrannakærleikur áttu í afkomu og heill hvers heimil- is. Farskóli var í Dal frá 1942-1946. Nemendur voru 10-14 ára í einum bekk, 15-17 talsins. Við systurnar gengum á milli og frændur okkar frá Hvammi. Aðrir voru í heimavist og þröngt máttu sáttir sitja. Anna og Halldór tóku fullan þátt í stjórnun nemenda og skólahalds, þar fór ekk- ert úr böndunum. Halldór kenndi drengjunum glímutökin og brá upp fimleikakennslu á bitanum í fjós- hlöðunni. Gagnmerk var sú ögun sem hann veitti nemendum sem og öðrum í snyrtilegri umgengni og umhverfis- vernd, sem nú er nefnd svo. Hann bar djúpa virðingu fyrir ríki náttúr- unnar og krafðist þess af öðrum. Anna hafði mikið yndi af þessum skólatíma. Hún var fróðleiksfús, bókhneigð og víðsýn. Frítfma sinn frá þessu stóra heimili notaði hún til að segja nemendum til við námið og ræða við þá. Samvinna hjónanna og samábyrgð með kennaranum var einstök og skilaði okkur börnunum haldgóðri menntun þótt skólatím- inn væri aðeins átta mánuðir frá 10 ára aldri til fermingar. Bjöm Gunnlaugsson frá Brimnesi, Skagafirði Fæddur 2. júlí 1926 - Dáinn 24. desember 1990 / tuttugu ár við töltum sama veg á túni og möl víst bæði þú og ég. Nú ertu horfinn, sorg í brjósti ber. Býsn er tómt, þú ert ei lengur hér. Þú vannst þitt starf af trúmennsku og tryggð, um tún við skepnur, eða reykvísk byggð átti verk þín, vinur kœri minn. Og víst er margt sem fór um huga þinn. Þú undir þér við lestur Ijóðs og máls og lærðir aldrei neitt bara til hálfs. Þú lékst þér við að grúska í gömlum fræðum. Gæðablóðið rann í þínum œðum. Þú lánaðir með Ijúfu geði hreinu, en lést þó ekki nokkum vita af neinu. Vexti ei tókst né tryggingu aðra neina, en trú á manninn, því er ekki að leyna. Þú réttir mörgum þrengdum hjálparhönd af höfðingsskap þú leystir þeirra strönd og fjölda annarra reyndist raunagóður því ríflegur varþinn ferðamanna sjóður. Vertu sæll, þú sést ei lengur hér og söknuður mun ríkja œ hjá mér. Minn hugur leitar Ijúft en skýrt til þín og leiftrar þegar blessuð sólin skín. Þegar sveitasími kom fækkaði eitt- hvað ferðum á milli bæja, en kon- urnar tóku þessa tækni í sína þjón- ustu. Mamma tók sér gjarna hvfld um nónbil, settist við símann og hringdi, oft eina langa og stutta sem var að Dal og talaði við Önnu, sem var létt um mál og hafði mikla og skemmtilega frásagnarhæfileika. Þær töluðu saman lengi og bar margt á góma. Þessum sið héldu þær meðan báðar lifðu. Að heyra hvor í annarri var þeim mikils virði, enda lágu þær ekki í ferðalögum þessar konur. Enn í dag, þegar önnur kynslóð hefur tekið við búsforráðum á þess- um nágrannabýlum, ríkir sama frændræknin og velviljinn sem til var sáð fyrir 60 árum. f janúar á síð- asta ári lést Halldór í hárri elli. Hafði hann alla tíð verið heilsuhraustur. Nú í janúar kveður Anna, húsfreyj- an í Dal. Hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin. Traust vinátta og öryggið sem hún veitti okkur öll- um sem uxum úr grasi í Hrísdal lifir áfram sem hluti af okkur, þótt fólkið sem hana skóp hverfi til annarra heima. Blessuð sé minning mætra ná- granna. Ásdís og Olga frá Hrísdal Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Af henni varð margur ríkari sem tölti með þér örfá spor. Jóna S. Gísladóttir frá Kirkjubóli, Ketildalahreppi, Amarfirði Rnnur IngóHsson Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 3. febrúar í Danshöllinni (Þórskaffi) ki. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karta. Finnur Ingólfsson formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavlk ffytur stutt ávarp (kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Akranes — Bæjarmál Opinn fundur um flárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 1991 verð- ur haldinn I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut miövikudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Gfsll Glslason bæjarstjórí gerír grein fyrír áætluninni. Auk bæjarstfóra situr Ingibjörg Pátmadóttir fyrfr svörum. Bæjarmilarið. Boi B I vetur verður oplð hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Brákarbraut 1. BæjarfulHrúarflokkslns I Borgamesl veröa á staðnum og heltt á könn- unnl. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgames-bæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Þorrablót - Akranes og nærsveitir Framsóknarfélögin á Akranesi halda Þonablót I Kiwanishúsinu föstudaginn 8. febrúar kl. 20. Forsala aðgöngumiða er I Framsóknarhúsinu mánudaginn 4. febnjar kl. 20,30 tilkl.22. Slmi 12050. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknatfélögin i Akranesl. Framsóknarfólk Húsavík Framvegis verður skrifstofan I Garðari opin á laugardagsmorgnum kl. 11- 12. Létt spjall og heitt á könnunni. FramsóknariHag Húsavíkur SUF-arar athugið! Hittumst öll að Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 20,30 föstudaginn 1. febrúar. Þaöan förum viö á veitingahús I nágrenninu og ræöum undirbúning kosninganna. Framkvœmdastjóm SUF Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna I Kópavogi er opin á mánudags- og mið- vikudagsmorgnum kl. 9-12. Slmi 41590. Sljóm fuHtrúaráðs Félagsvist Spiluð verður félagsvist að Eyravegi 15, Selfossi, 5. febniar kl. 20.30. Kvöldverðlaun. - Heildarverðlaun. Fjölmennum FramsóknariHag Selfoss Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö Ifta inn. K.S.F.S. Reykjanes Skrífstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Reykjanes Launþegaráð Aöalfundur launþegaráðs KFR verður haldinn mánudaginn 4. febrúar kl. 20.30 I Félagsheimili framsóknarmanna að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Reykvíkingar Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi veröur til viötals 4. febrúar nk. á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20, kl. 15:00 til 18:00. Allir velkomnir. Borgarmálarið. Sigrún M. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfétaganna, Guðbjörg, veröur á staðnum. Sfmi 92-11670. Framsóknarfólögin. Kópavogur Opið hús að Hamraborg 5 alla laugardaga kl. 10-12. Heitt á könnunni. r. ii , i f ii i rUHWUBfBOtO Norðurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I ritstjóra alla daga I slma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Þorrablót - Reykjavík Laugardaginn 9. febrúar verður hið landskunna þorrablót Framsóknarfé- laganna I Reykjavlk haldið I Norðurljósasal I Þorskaffi. Verð miða er kr. 3500. Upplýsingar og miðapantanir fást hjá Þórunni eða Önnu I sfma 624480. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokks-starfið tímanlega - þ.e. fýrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.