Tíminn - 02.03.1991, Side 5

Tíminn - 02.03.1991, Side 5
Laugardagyr^-jnars 1991 Ttniinn 5 Um 2.250 umferðartjón með bótaskyldum slysum á mönnum — og meðaltjónið um ein milljón króna: Um 6-7 slasaðir og 50-60 bflar beyglaðir dag hvern Bótaskyldum slysum á ökumönnum fjölgaði um 40% milli 1988 og 1990. Alls slösuðust um 2.250 manns í umferðinni á síðasta árí það alvarlega að þeir áttu rétt á bótum út úr bifreiðatryggingadeild- um tryggingafélaganna. Með öðrum orðum, að 6-7 fslendingar lágu í valnum, meira og minna slasaðaðir, hvern einasta dag ársins 1990 að meðaltali, eða 10 manns sem sóttu um slysa- eða dánarbætur til tryggingafélaganna hvern virkan dag. Meðalkostnaður tryggingafé- laganna er í kríngum 1 milljón króna af hveiju umferðarslysi þar sem um slys á fólki er að ræða. Þá eru enn ótalin þau u.þ.b. 14.000 „óhöpp“ í umferðinni þar sem aðeins bílamir einir urðu fyrir tjóni á síðasta ári. Þessar upplýsingar komu fram í samtali við Ragnar Ragnarsson hjá TVyggingaeftirlitinu. Enda reyndist hann, vægast sagt, ekki nærri eins hissa á nauðsyn hækkaðra trygg- ingaiðgjalda af bflum og allir þeir sem að undanförnu hafa sent frá sér harðorðar ályktanir og áskoranir gegn iðgjaldahækkunum — stjórn BSRB og FÍB nú síðast í gær. Til að lækka iðgjöldin hefur Ragnar bara eitt ráð handa mönnum: Að aka gætilegar og fækka slösuðu fólki og ónýtum bflum í umferðinni. Um 2% meðalhækk- un allra iðgjalda Með útreikningum Tryggingaeftir- litsins sagði Ragnar staðfest að ábyrgðartryggingar og framrúðu- tryggingamar hafí verið reknar með nokkru tapi á síðasta ári. í bréfi Tryggingaeftirlitsins til tryggingafé- laganna sagði hann hækkanaþörf þessara trygginga áætlaða á bilinu 5-7%. Aftur á móti hafí hagnaður af kaskótryggingum verið það mikill að rétt sé að Iækka iðgjald þeirra um 10-12%. Félögin séu svo hvert fyrir sig beðin að ákveða iðgjöld sín inn- an þessa ramma. Hér er átt við raun- hækkun (lækkun), þ.e. umfram u.þ.b. 7,5% vísiíöluhækkanir milli ára. Ragnar segir áætlað að þessar breytingar skili tryggingafélögun- um tæplega 2% raunhækkun ið- gjalda bifreiðatrygginga yfir línuna, þ.e. umfram áðurnefnda 7,5% verð- íagshækkun milli ára. - Sjöfaldur munur á ið- gjaldi „góðra“ og „slæmra“ Það getur svo munað mörgum tug- um þúsunda hve mikið bfleigendur þurfa hver og einn að greiða í ið- gjöld af álíka bflum, eftir því hve góðir eða lélegir ökumenn þeir eru. Ragnar sagði tryggingafélögin í vax- andi mæli greina þar á milli. Þannig sé nú orðinn allt að 7-faldur munur á iðgjaldi af ábyrgðartryggingu. „Góðir“ ökumenn geta nú komist í 70% bónus, en „klaufarnir" í allt að 120% refsibónus. Enda virðist kröf- ur vaxandi um það að kostnaður af tjónunum lendi sem mest á þeim sem valda þeim. 100.000 kr. „hermannaskattur“ Svo tekið sé dæmi um ábyrgðar- tryggingu af meðaleinkabfl á höfuð- borgarsvæðinu sagði Ragnar grunn- gjaldið í kringum 57.900 krónur á þessu ári. Ökumaður með 70% bónus kemst því af með um 17.400 kr. fýrir ábyrgðartryggingu á slíkum bfl. Með hámarks „refsibónus" fer iðgjaldið af sama bfl upp í 127.400 krónur — sem sagt 100.000 krónum meira. Ökumanni sem hefur lítinn sem engan bónus fyrir „nægir" að valda 3 umferðarslysum sama árið til þess að komast í 120% refsibónus. Raun- ar segir Ragnar nokkur dæmi þess að menn hafí „sprengt" refsibónu- sinn með enn fleiri slysum. í þeim tilvikum sé iðgjald ákveðið sérstak- lega fyrir viðkomandi einstaklinga. Meðalbónus segir Ragnar hins veg- ar á bilinu 50-55%, sem þýðir um 26-29 þús. króna meðaliðgjald af miðlungsfjölskyldubfl. Þar við bæt- ast svo um 2.500 kr. fyrir framrúðu- tryggingu og um 10.500 kr. fyrir slysatryggingu ökumanns, eða sam- tals 39 til 42 þús. kr. Bótaskyldum slysum íjölgað úr 650 í 2.250 á fimm árum Nær 80% hækkun milli ára á ið- gjaldi slysatryggingar ökumanns Prófkjör í Háskólanum: Þórólfur fékk flest atkvæði Prófkjör vegna rektorskjörs við Há- skóla íslands fór fram í gær. Alls greiddu 286 kennarar og aðrir starfsmenn atkvæði eða 59,5% Vegna fréttar af samkeppni um kranabjór sem birtist í blaðinu sl. miðvikudag er rétt að leið- rétta að Steypustöðin hf. er ekki með umboð fyrir Bitburger bjór eins og sagt var. Hið rétta er að starfsmaður Steypustöðvarinn- ar, Halldór Jónsson, er með um- þeirra sem voru á kjörskrá. 751 stúdent greiddi atkvæði eða 14,7% þeirra sem voru á kjörskrá. Greidd atkvæði stúdenta vega 1/3 af greidd- um atkvæðum alls. Flest atkvæði hlutu: 1. Þórólfur Þórlindsson 37,3% 2. Sveinbjörn Björnsson 28,5% 3. Tómas Helgason 9,4% 4. Valdimar K. Jónsson 7,5% 5. Höskuldur Þráinsson 5,2% Aðrir hlutu minna en 5% atkvæða. Rektorskjörið sjálft fer síðan fram föstudaginn 5. aprfl nk. og eru allir skipaðir prófessorar í kjöri. reyndist ýmsum erfiður biti að kyngja. Slösuðum ökumönnum sem sótt hafa bætur í þessa tryggingu fjölgar líka geigvænlega, eins og tölur bera með sér: 1988 952 (m.v. heilt ár) 1989 1.113 1990 1.320 Ökumönnum sem verða fyrir bóta- skyldum slysum hefur því fjölgað um 40% á aðeins tveim árum. Þar við bætast slys á farþegum og öðr- um sem sækja bætur í ábyrgðar- trygginguna. Fyrir fimm árum (áð- ur en ökumannstryggingin kom til sögunnar) voru þeir 653. Frá 1988 hefur þeim einnig fjölgað úr 711 upp í um 930, þ.e. í kringum 30%. Þeim sem sótt hafa slysa/örorku- bætur til tryggingafélaganna vegna umferðarslysa hefur því fjölgað úr 653 upp í 2.250 manns á aðeins fimm árum. Og kostnað trygginga- félaganna af hverju slíku umferðar- slysi segir Ragnar í kringum 1 millj- ón króna. Þeim sem kvarta undan háum ið- gjöldum svarar Ragnar einfaldlega: „Iðgjöldin verða að vera heldur hærri en tjónin". Beygluðum og ónýtum bflum hefur líka fjölgað verulega. Arið 1990 lentu alls um 15.000 tjón á ábyrgð- artryggingum bflatrygginganna, sem er um 30% fjölgun síðustu fimm árin. Ónýtir bflar eru þó ennþá fleiri. En hvað þeir eru margir hefur Ragnar ekki tölur um, þar sem mis- jafnt sé hjá tryggingafélögunum hvað þau telja sem eitt tjón. Sum telja atburðina, þannig að jafnvel 3- 4ra bfla árekstur væri talinn sem eitt tjón ef félagið væri með trygg- ingu þeirra allra. Önnur félög telja hvern ónýtan bfl eitt munatjón. Hver fjöldi beyglaðra og/eða ónýtra bíla var því í raun hjá tryggingafé- lögunum 1990 vantar því tölur um — kannski kringum 20.000? Giski hver fyrir sig. - HEI HÁMARKS GREIÐSLUR vegna sérfræðilæknishjálpar 1991 eru 12.000 kr. Á árinu 1991 skulu hámarksgreiðslur sjúkratryggðra, vegna sérfræðilæknishjálpar, röntgengreininga og rannsókna, vera kr. 12.000 samtals. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæðin kr. 3.000. MUNDU AÐ FÁ ALLTAF KVITTUN FYRIR GREIÐSLUM. Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæð, ásamt nafni og kennitölu hins sjúkratryggða. Vegna sérfræðilæknishjálpar gildir bleika eintakið af reikningi. SKÍRTEINI Þegar þú hefur greitt hámarksupphæðina, framvísaðu þá kvittunum hjá Tryggingastofnun ríkisins og fáðu skírteini, sem undanþiggur þig frá frekari greiðslum til áramóta. í Reykjavík skalt þú snúa þér til afgreiðslu Tryggingastofnunar að Tryggvagötu 28. Utan Reykjavíkur útvega sýslumenn og bæjarfógetar skírteinin. TRYGGINGASTOFNUN & RÍKISINS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.