Tíminn - 02.03.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 02.03.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 2. mars 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin 1 Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason SkrHstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð 1 lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vegáætlun Eftirtektarvert er að á tímum þegar áætlanagerð sem liður í þjóðarbúskap er fordæmd og nefnd ýms- um ljótum nöfnum, sitja alþingismenn yfir áætlun um vegagerð allt að tólf ár fram í tímann. Þótt of- sagt sé í raun að stofnana- og miðstjórnarbragð sé af slíkri áætlun, má það eigi að síður teljast mildi á öfgatímum markaðshyggjunnar og afskiptaleysis- stefnunnar, að Vegagerð ríkisins skuli yfirleitt þolað — hvað þá til þess treyst — að hafa með höndum svo víðtæka „miðstjórn" sem ætla má að felist í verksviði þessarar ríkisstofnunar og það því fremur ef nú eru uppi hugmyndir um að auka sjálfstæði hennar, eins og ráða má af orðum samgönguráð- herra. Sannleikurinn um áætlanagerð í vegamálum er sá að hún hefur gefist ágætlega í þau næstum 30 ár sem hún hefur verið við lýði. Þótt gott samstarf væri um að taka upp þetta skipulag á sinni tíð milli allra þingflokka, stjórnar og stjórnarandstöðu, er þess að minnast að það kom í hlut forustumanns úr Sjálfstæðisflokknum, Ingólfs Jónssonar, að leiða það mál til lykta sem samgönguráðherra. Ekki bendir það til annars en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið fús til að grípa til miðstjórnaraðgerða í þjóðarbúskapnum til jafns við aðra flokka, þegar það var talið skynsamlegt. Það sýnir ennfremur að „áætlunarbúskapur“ mun ekki þykja alvondur, að enn eru allir þingflokkar sammála að fela Vegagerð- inni að annast gerð vegáætlunar mörg ár fram í tímann, svo að nemur þremur kjörtímabilum Al- þingis. Rétt er þó að taka fram að í samþykkt vegáætlunar skipta næstu fjögur ár mestu máli, er hún eigi að síður langtímaáætlun stjórnvalda um verkefni í þjóðarbúskapnum sem allir flokkar eru sammála um að skuli vera á hendi ríkisvaldsins en ekki ann- arra nema í algerum undantekningartilfellum. Múlagöngin Það sem setur mestan svip á hina nýju langtíma- áætlun í vegamálum eru áformin um að ráðast í stórverkefni á sviði jarðgangagerðar. Sú einstök framkvæmd, sem gefur góða hugmynd um hversu umfangsmikil þessi framtíðarverkefni eru, eru jarð- göngin gegnum Ólafsfjarðarmúla, sem unnið hefur verið að nokkur næstliðin ár og opnuð voru form- lega við hátíðlega athöfn í gær. Jarðgöngin í Múlanum eru að sjálfsögðu til vitnis um færni íslenskra vegagerðarmanna. Gerð þeirra sannar að íslenskt framtak og verksvit ráða við þau stórverkefni sem ný vegáætlun gerir ráð fyrir á næstu 12 árum. En umfram allt er ástæða til að óska Ólafsfirðingum til hamingju með þessa stór- kostlegu samgöngubót, sem ekki er þó eingöngu þeirra mál, heldur ekki síður mikilvæg fyrir sam- göngur Eyjafjarðarsvæðisins sem atvinnuheildar með mikla framtíðarmöguleika á óvissutímum í byggðaþróun. EGAR ÞESSAR línur eru festar á blað hafa farið fram í fjölmiðlum allmiklar um- ræður um landið sjálft og land- nýtingu á íslandi, búsetuna í landinu, hvar og hvernig hún skuli vera. Ekki er laust við að þessar umræður í heild beri keim af býsna andstæðum skoðunum, ef ekki hreinum þverstæðum. Enda eru málin rædd á ýmsum vettvangi frá mismunandi sjón- arhornum. Búnaðarþing hefur setið að störfum og haft til meðferðar þann vanda sem við er að stríða að laga búvöruframleiðslu að innlendum markaði. Þá hafa á öðrum vettvangi verið kynntar skýrslur tveggja nefnda á vegum forsætisráðherra um byggðaþró- un og aðgerðir í byggðamálum. Loks hefur orðið sérstök fjöl- miðlaumræða um vegamál öræf- anna og samgöngur á hálendi ís- lands, þar sem ekki er annað að sjá en að hugmyndir séu uppi um að stytta vegalengdir í Iandinu frekar en verið hefur með því að fara heldur beinar leiðir en krók- óttar og horfa þá til hálendisins í stað þess að hlykkjast með vegina um mannabyggðir á láglendi. Meira um það hér á eftir. Á síðustu 5-6 árum hefur sauð- fjárrækt dregist mikið saman í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var með búfjárræktar- lögum frá 1985 að búvörufram- leiðsla miðaðist við innlendan neyslumarkað. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í kindakjötsframleiðslu hefur það gerst að eftirspurn eft- ir kindakjöti hefur minnkað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem veldur því að enn er um- framframleiðsla á kindakjöti sem markaðurinn tekur ekki við. Þess vegna eru uppi kröfur um að knýja fastar á um aukinn sam- drátt í sauðfjárrækt og ekki ann- að sýnna en að slíkur samdráttur hljóti að eiga sér stað með þeim afleiðingum fyrir sauðfjárbænd- ur sem augljósar eru, auk þess sem fleira fylgir í kjölfarið. Umræðuofbeldi Margir óttast, og ekki ófyrir- synju, að sá mikli samdráttur sem fram undan er í sauðfjár- rækt geti leitt til meiri búsetu- röskunar en þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Með því að stækka framtíðarmyndina af þessu ástandi nokkuð fyrir sér — án þess að hún þurfi að vera nein skynvilla — má hugsa sér að stórir sveitarhlutar og heilu sveitirnar færu í eyði og breytist þar með úr mannabyggð í óbyggðir á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gæti þeim mun frekar orðið, og haft áhrif hvað á annað, ef allt í senn, stórútgerðarfyrir- komulag nútímans, nauðsynleg- ar hömlur á nýtingu sjávarafla og sölustefna markaðshyggjunnar breyta einnig byggðamynstri við sjávarsíðuna. Stórútgerðarkerfið og trúin á erlenda blautfiskmark- aði hlýtur fyrr eða síðar að breyta byggðaþróuninni nema fundin verði ráð til að viðhalda hinum smærri sjávarplássum á öðrum forsendum. Vafalaust eru margir, sem hafa fullan vilja til þess að láta gamla byggðamynstrið halda áfram að eiga framtíðina fyrir sér. En þó er fremur ástæða til að ætla að meirihluti samtíðarinnar og hin ráðandi öfl í landinu kæri sig ekki um það. Þeir sem mestu ráða hafa meðtekið aðrar hug- myndir um byggðaþróun. Þær verða því e.t.v. knúnar fram. Þær eru hin „viðurkennda" skoðun samtímans og hver sá sem reyndi að andmæla henni, fengi yfir sig þá dembu af ókvæðum sem jafn- an fylgir umræðuofbeldi meiri- hlutans, sem hér á landi lætur hvergi frekar að sér kveða en í málefnum sveitanna og litlu sjávarplássanna. A.m.k. þarf ekki næma skynjun á umræðumenn- ingu íslenskra fjölmiðla til að finna hvernig reynt er að bera of- urliði forystumenn landbúnaðar- ins og talsmenn bændastéttar í umræðum um vanda Iandbúnað- ar sem atvinnugreinar og þann persónulega vanda sem hundruð manna í bændastétt eiga við að glíma á þeim breytingatímum sem ganga yfir atvinnuveg þeirra og snerta afkomu þeirra og fé- lagslega aðstöðu. Málið snýst nefnilega um það að verið er að rífa heilt samfélag upp með rót- um. Innrás í öræfín En hvað sem segja má um tals- mátann í landbúnaðarumræð- unni og þá kröfu samtímans að breyta búsetu- og byggðamynstri með miskunnarlausri leiftursókn afskiptaleysisstefnunnar, er ekki úr vegi að beina huganum að fyr- irætlunum um aukið landnám á hálendinu og á öræfunum í nýj- um tilgangi, með ný markmið í huga. „í nýjum tilgangi" má segja, vegna þess að auðvitað er búið að leggja öræfin undir stór- framkvæmdir nú þegar, þar sem eru virkjanirnar og línulagnirnar sem flestir viðurkenna að hafi verið óhjákvæmilegar. Án virkj- unarframkvæmda og dreifingar rafmagns verður ekki lifað nú- tímalífi á íslandi. Við það verður ekki ráðið að virkjun fallvatna krefst umferðar og nokkurra mannvirkja á hálendinu. í krafti þeirrar nauðsynjar skortir heldur ekki á að framtakssemi virkjun- arforystunnar í landinu láti að sér kveða í upplöndum íslands. Að svo komnu ætti að láta sitja við þau forréttindi og forgang sem virkjunarframkvæmdir hafa og fara ekki að ala á þeirri hug- mynd að þær skapi fordæmi fyrir öðrum framkvæmdum. Þar að auki sýnist ærið verkefni í vega- málum að sinna áætlaðri jarð- gangagerð víða um land í næstu framtíð. Með þetta í huga er þeim mun meiri ástæða til að fara með gát í allri nýtingu hálendisins og ör- æfanna. í rauninni er það yfrið verkefni í umhverfisvernd há- lendisins að hafa eftirlit með verkum Landsvirkjunar eða ann- arra sem standa í virkjunarfram- kvæmdum. Sérstaklega ber að gjalda varhug við því að gera há- lendið að hraðbrautarstæði og meiri háttar umferðarsvæði milli landshluta. Út af fyrir sig er hægt að leika sér að slíkum teikni- borðshugmyndum, en í fram- kvæmd verða þær ekki annað en bölvaldur óspilltri náttúru og enginn greiði við samgöngurnar í landinu, þar sem flest önnur úr- ræði eru betri en að stytta sér Ieiðir um hálendið. Ný mannvirkjainnrás í öræfi landsins og hálendi yrði síst til framdráttar ferðamannaþjón- ustu, því að aukin framkvæmda- gleði þar yrði ekki til annars en að gera út af við það besta sem ís- land hefur fram að bjóða á því sviði, sem er hin ósnortna nátt- úra utan mannabyggðar, vfðsýn- ið, hreinleiki andrúmsloftsins og e.t.v. öllu öðru fremur öræfa- kyrrðin. Það er fáránleg hugsun að ætla að ráðast í mannvirkja- gerð í stórum stíl til þess að „auðvelda" ferðamönnum að- gang að öræfunum. Fremur ætti að torvelda slíkar ferðir. Þvf að- eins er hægt að tryggja náttúru öræfanna fyrir raski og mengun að þar sjáist engin stórmannvirki og sem fæst mannaverk. Þeir ferðamenn sem vilja njóta há- lendisnáttúrunnar, víðsýnisins og kyrrðarinnar, verða að sjálf- sögðu að sætta sig við farartæki og ferðabúnað sem því hæfir. Ferðamönnum, sem á annað borð hafa smekk fyrir íslenskri öræfanáttúru, kemur slíkt ekki á óvart og er ljúft að sætta sig við ferðamátann sem í boði er. „Land og þjóð“ Þótt óneitanlega beri þessar umræður dagsins um búsetu og landnýtingu talsverðan keim af andstæðum og þversögnum, er á hinn bóginn nauðsynlegt að taka þessi mál til umræðu og leitast við að ná áttum í því hvernig þjóðin ætlar að búa í landinu og þá í sátt við náttúru þess. Þessi staðreynd verður framsýnum mönnum því ljósari sem þeir hugsa meira um hana. Reyndar má sýna fram á að þessi umræða um sambúð lands og þjóðar sé ekki eins ný og margir vilja vera láta. Hitt kann satt að vera að á síðari tímum hafi þetta orðið miklu brýnna viðfangsefni en áð- ur var, vegna þess að nú vita menn meira um það hversu nauðsynlegt er að umgangast landið og náttúru þess á réttan hátt. Ekki nóg með það, því frek- ar sem menn hugsa um náttúru landsins, kosti þess og ókosti, því fremur verður mönnum ljóst að það er ekki bara rómantísk grilla að tala um „land og þjóð“ í sömu andránni. Hvað þetta snertir hef- ur ekkert breyst frá því að dr. Guðmundur Finnbogason, þá háskólarektor, birti sem fylgirit við Árbók Háskóla íslands ítar- lega ritgerð sína um „Iand og þjóð“ og er á sínu sviði klassískt verk í íslenskum bókmenntum. Þetta rit er samið fyrir 70 árum. Ályktunarorð Guðmundar Finnbogasonar voru þau, eftir að hann hafði gert nákvæma úttekt á kostum og ókostum íslands sem þjóðlands, að markmið þjóðarinnar hljóti að vera að haga lífi sínu þannig að hún „eflist sem best af landinu og landið af þjóðinni, en menning-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.