Tíminn - 02.03.1991, Side 16

Tíminn - 02.03.1991, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogotu. S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrii^instakling^^^ POSTFAX 91-68-76-91 C^Srriel HÖGG- DEYFAR Versiið hjá fagmönnum varahlutir Hamarsböfða I - s. 67-67-44 I Tí niinn LAUGARDAGUR 2. MARS 1991 Kosningastjórar Davíðs og Þorsteins vona að leiðar- inn „völ og kvöl“ hjá Morgunblaðinu reynist ekki réttur: Týnist pólitíkin á landsfundinum? Síðastliðinn fímmtudag tók Morgunblaðið í fyrsta sinn af skarið og fjallaði um formannsslaginn sem nú stendur fyrir dyrum í Sjálfstæðisflokknum í ritstjórnargrein. Leiðarahöf- undur lýsir þar, undir yfírskriftinni „Sá á kvölina, sem á völ- ina“, áhyggjum sínum yfír því að landsfundur flokksins geti ekki markað stefnuna í ýmsum grundvallarmálum vegna þess að öll orka fundarmanna fari í að velja fíokknum formann. Það eru einkum afstaða fíokksins til Evrópubandalagsins og físk- veiðistefnan sem leiðarahöfundur hefur áhyggjur af. Eins og hann segin „Er nokkur von til þess að lands- fundinum auðnist að komast að málefnalegri niðurstöðu um þessi stórmál þegar orka lands- fundarfulltrúa beinist að baráttu um formannskjör?" Höfundur bætir við: „Þrátt fyrir augljós og hörð átök á milli manna á landsfundi verður þó að vona að þau Ieiði til góðs en ekki ills. En - sá á kvölina sem á völ- ina.“ Tíminn spurði Friðrik Friðriks- son, kosningastjóra Davíðs Odds- sonar, álits á þeirri fullyrðingu Morgunblaðsins að pólitíkin yrði út undan á landsfundi vegna framboðs Davíðs. „Ég held að hún verði það ekki. Það er bara einfaldlega þannig að þótt það sé kosning á landsfundi þá fer meirihluti tímans í vinnu í aðskildum verkefnanefndum. Síðan er stór hluti vinnunnar unninn fyrir landsfund og stefn- an mörkuð þar. Auðvitað er Ijóst að kosning formanns dregur að sér athygli, en málefnin verða samt fyrirferðamikil, þannig að ég held að þetta sé ofsagt hjá Morgunblaðinu." Nú virðist Morgunblaðið taka af- stöðu með Þorsteini, hvað viltu segja um það? „Eg get nú ekki séð að Morgun- blaðið taki afstöðu með Þorsteini. Mér sýnist Morgunblaðið reyna að taka efnislega afstöðu og gæta hlutleysis gagnvart þessum fram- bjóðendum. Það var gagnrýnt af sumum hvað Davíð fékk mikið pláss í blaðinu fyrst eftir að hann gaf kost á sér. Sumir sögðu að Morgunblaðið hefði gefið línuna þegar Davíð fékk baksíðuna dag- inn eftir að hann tilkynnti fram- boð sitt. Svo telja aðrir að nú taki Morgunblaðið afstöðu með Þor- steini. Eigum við ekki bara að segja að það sé að reyna að gæta hlutleysis." Tíminn hafði samband við Víg- lund Þorsteinsson, kosninga- stjóra Þorsteins. „Ég get nú ómögulega sagt það hér og nú að pólitíkin týnist, en auðvitað er enginn vafi á því að þessi lands- fundur verður landsfundur um formannskjör. Ég geri nú ráð fyr- ir því að málefnanefndir muni vinna og allt muni nú ganga fram eftir sem áður. Ég vil þó ekki full- yrða að landsfundi takist að marka afgerandi stefnu í Evrópu- málum eða sjávarútvegsmálum, þessi landsfundur snýst um for- mannskjör." Styður Morgunblaðið ekki Þor- stein, t.d. í leiðara á fimmtudag- inn? „Ég gat nú ekki séð það. Þó ég vilji lesa leiðara Moggans með öllum vilja til þess að trúa því að hann sé að lýsa yfir stuðningi við Þorstein Pálsson þá held ég að Mogginn sé að reyna að vera hlut- laus.“ -aá. Mál Landsbankans gegn Víkingbrugg fast í Hæstarétti: Máliö er nú komið í 2ja til 3ja ára bið Hæstiréttur hefur fellt þann úr- skurð að Landsbankinn geti ekki krafíst þriðju sölu á eignum Viking- bruggs á Akureyri, á þeirri forsendu að bankinn stefni röngum vamar- aðila. Með því er málið komið í tveggja til þriggja ára bið. Aðdragandinn er sá að þegar annað uppboð á eignum Víkingbruggs átti að fara fram vísuðu lögfræðingar fyrirtækisins málinu til Hæstaréttar á þeirri forsendu að á því væru formgallar. Landsbankinn krafðist þess þá að þriðja sala færi fram þó að Hæsti- réttur hefði ekki skorið úr um lög- mæti annarrar sölu. Bæjarfógetinn á Akureyri féllst ekki á kröfu Lands- bankans sem vísaði málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur nú einnig vísað kröfu Landsbankans frá á þeirri forsendu að bankinn stefni röngum varnaraðila. „Þegar þeir vísuðu málinu til Hæstaréttar vildum við meina að málið mætti halda áfram, þriðja sala gæti farið fram. Bæjarfógetinn á Ak- ureyri féllst ekki á kröfur okkar svo við vísuðum málinu til Hæstaréttar. Við vildum aðeins fá úr því skorið hvort málið mætti halda áfram, ekk- ert annað, og Hæstiréttur vísar mál- inu frá á mjög hæpnum forsendum, sem koma kröfu okkar ekkert við. Nú er málið stopp næstu tvö, þrjú árin. Eins og hæstaréttarlögin eru í dag getur er hægt að áfrýja nánast hverju sem er og þannig eyðilagt mál. Það var það sem við héldum fram að Víkingbrugg væri að gera, það væri eina hugsunin hjá þeim að koma í veg fyrir söluna og eyðileggja málið fyrir okkur," sagði Árni Ar- mann Árnason, lögfræðingur Landsbankans, í samtali við Tím- ann. ■ Tindabikkja - Er þaö ekki hestur? Timamynd: Áml BJama Grandi sýnir skólabörnum hvernig fiskur verður til „Fiskur ■ Já takk“ Pöstudaginn 1. mars opnaði Grandi hf. hús sín fyrir 2000 nemendum 6. bekkjar 25 grunnskóla á höfuðborg- arsvæöinu undir kjörorðinu „Fiskur - já takk“. Tilgang- urinn var að kynna börnum sjávarútveginn í máli og myndum. Börnin voru leidd í gegnum fyrirtækið frá enda til upphafs. I fyrstu var þeim gefið að smakka á sérstaklega fram- reiddum fiskréttum og síðan leidd í gegnum öll stig vinnsl- unnar, frá því er fiskurinn er fluttur í hús eins og hann kem- ur úr sjónum. Á leiðinni fengu börnin að skoða tvær sýningar; sögusýn- ingu þar sem kynntur var tækjabúnaður gamla og nýja tímans og fiskasýningu þar sem sýndar voru helstu fiska- tegundir sem veiðast hér við land. Þar gat að líta margan kynjafiskinn. Fæstir krakkanna höfðu kom- ið í frystihús og margir þeirra vissu greinilega ekki mikið um hvernig fiskur verður til. Anna, Ingibjörg og Sigrún úr Lækjar- skóla sögðu að sýningin væri skemmtileg, sérstaklega væri gaman að sjá furðufiska eins og Öfugkjöftu og Tindabikkju. ÓLAFSFJARÐARGÖNGIN VORU OPNUÐ í GÆR Langþráður draumur ólafsfirð- opnuð, þó að umferð hafi verið ar. Þau eru 3.400 metrar að sem fyrsta sprengjan kvað við. tíma eða 537 miljónir króna. inga rættist í gær þegar göngin um þau um nokkurra vikna lengd að meðtöldum vegskálum. Þá hófu starfsmenn Krafttaks Framreiknuð tii núvirðis er um Ólafsfjaðarmúla voru form- skeið. Göngin um Ólafsfjarðar- Undirbúningur jarðgangagerð- ferð sína inn í fjallið sem lauk þessi tala á milli 900 til 950 mi- lega tekin í notkun Steingrímur múla eru þau stærstu sinnar arinnar hófst í kringum 1980 síðan formlega með komu á Ijónlr króna. J. Sigfússon klippti á borða og tegundar hér á landi og fyrstu í með ýmiss konar rannsóknum, áfangastað í gær. Krafttak bauð -sbs. þar með voru göngin formlega röð sérstakrar jarðgangaáætlun- en það var 11. október 1988 lægst í gerð ganganna á sínum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.