Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 14. mars 1991 UTLOND Óttast að herinn láti til skarar skríða í Júgóslavíu: Mótmælendur vilja ríkisstjórnina frá Stjórnarandstööuleiötoginn Vuk Draskovic, sem var handtekinn á laugardag en látinn laus á þriöju- dag, krafðist í gær afsagnar ríkis- stjórnar kommúnista í Serbíu. Fjölmenn mótmæli hafa nú geisaö í Belgrad höfuðborg Serbíu og Júgó- slavíu síðan á laugardag. Sumir stjórnarandstöðuleiðtogar hvöttu mótmælendur til að hætta mótmælum því þeir óttuðust harðar aðgerðir hersins gegn mótmælend- um. Forseti Júgóslavíu sagði eftir fund yfirmanna hersins á þriðjudag að öruggt væri að herinn mundi tryggja frið og öryggi í landinu. Yfir- menn hersins koma aftur saman í dag til að ræða ástandið. Stjórnarandstöðuleiðtoginn, Vuk Draskovic, sagði að leiðtogar lýð- veldisins og sérstaklega innanríkis- ráðherrann, Radmilo Bogdanovic, bæru ábyrgð á dauða mótmælenda og lögregluþjóns í mótmælunum á laugardag þar sem Draskovic var handtekinn. „Ríkisstjórn með slíkan innanríkisráðherra ætti að segja af sér...,“ sagði Draskovic. Yfirvöld hafa að nokkru gengið að kröfum mótmælenda. Þau hafa rek- ið fimm stjórnendur sjónvarpsins og látið Draskovic lausan. Þá hafa þau skipað nefnd til að rannsaka at- burðina síðastliðinn laugardag. En mótmælendur krefjast enn afsagnar innanríkisráðherrans og nú allrar ríkisstjórnarinnar. Draskovic krafð- ist þess líka að pólitískir fangar yrðu látnir lausir sem væru a.m.k. 150 að hans sögn. Sumir stjórnarandstöðuleiðtogar hafa hvatt mótmælendur til að hætta mótmælum því þeir óttast að herinn beiti sér gegn þeim með hörmulegum afleiðingum. „Farið heim núna. Ekki taka neina áhættu," sagði Zoran Djindjic, leið- togi Lýðræðisflokksins. Forsætis- ráðherra Króatíu, Josip Manolic, sagði í viðtali við sjónvarpið í Zagreb að hann teldi að herinn liti á vald- beitingu sem einu lausnina á vanda- málinu. „Við verðum að sannfæra herinn í eitt skipti fyrir öll að hann geti ekki skotið mótmælendur og hann geti ekki skotið niður lýðræðið," sagði hann. Forseti Júgóslavíu, Borisav Jovic, sagði eftir fund yfirmanna hersins á þriðjudag að öruggt væri að herinn mundi tryggja reglu í landinu. Hann vildi ekki segja til hvaða aðgerða yrði gripið. Yfirmenn hersins hittast aftur í dag til að ræða ástandið. Reuter-SÞJ Milosevic forseti Serbíu. Bretland: Verkamannaflokkur- inn með mest fylgi Verkamannaflokkurinn er með meira fylgi en íhaldsflokkurínn samkvæmt síðustu skoðanakönnun og er þaö í fyrsta skipti síðan Margrét Thatcher lét af störfum sem formaður íhalds- flokksins og forsætisráðherra. Samkvæmt könnuninni, sem birt- ist í breska blaðinu The Guardian í gær, þá hefur Verkamannaflokkur- inn 40% fylgi kjósenda en íhalds- flokkurinn 39%. En það er Frjáls- lyndi sósíaldemókrataflokkurinn sem bætir mest við sig en hann fékk 16% og hefur fylgi hans aldrei mælst meira. Skoðanakönnunin fórfram eftirað íhaldsflokkurinn hafði beðið mikinn ósigur fyrir frjálslyndum sósíal- demókrötum í aukakosningum í Ribble-dalnum en þar unnu frjáls- lyndir þingsæti af íhaldsmönnum. Ribble-dalurinn var eitt af örugg- ustu kjördæmum íhaldsmanna. Skoðanakönnuninn tók til 1.393 kjósenda í 103 kjördæmum. í síð- ustu viku hafði íhaldsflokkurinn 8- 8,5% forystu á Verkamannaflokkinn í skoöanakönnunum og er það helst að þakka framgöngu forsætisráð- herrans og formanns íhaldsflokks- ins, Johns Major, í Persaflóastríðinu. En nú þegar stríðið er búið og íhaldsflokkurinn þarf að fara að taka á viðkvæmum málum, eins og nef- skattinum svokallaða og málefnum Evrópubandalagsins, þá virðist fylg- ið fara dvínandi. Major hefur lýst því yfir að hann muni taka nefskattinn til endurskoðunar en hann hefur ekki komið fram með neitt í staðinn. Athygli vekur að samkvæmt könn- uninni mundi hvorugur stóru flokk- anna ná meirihluta á þinginu ef gengið yrði til kosninga en Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn hefur unnið svo mikið á. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Damascus - James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, ræddi við Sýrlendinga í gær en þeir tóku þátt í „Eyði- merkurstorminum" meö öðrum bandamönnum. Sýrlensk stjómvöld vilja að Bandaríhja- menn taki upp harðari stefnu gegn Israelsmönnum. London - Leiðtogi Kúvæts, furstinn Sheikh Jaber al-Ahmed al-Sabah, snýr aftur til Kúvæts í dag. Riyadh - Óeiröir i írak og kröf- ur bandamanna um að (rakar verði að gangast undir öll skil- yrði Sameinuðu þjóðanna geta tafið undirritun vopnahlés- samningsins um nokkrar vikur, að sögn vestrænna stjómarer- indreka. Bagdad - frösk stjómvöld sögðu i gær að „föðurlands- svikaramir" sem berðust gegn Saddam Hussein íraksforseta mundu ekki ná markmiðumm sinum. Þau sökuðu einnig Bandaríkjamenn um að reyna að leysa upp landið. Beirút - Fulltrúar stjórnarand- stöðuhópa I Irak hittust f Beirút í Líbanon f gær til að samhæfa aðgerðir sínar gegn Saddam Hussein. Bandarísk yfirvöld sögðu í gær að forsetanum væri að takast að brjóta niður mótstöðu stjórnarandstöðunn- ar. Kalró - Yasser Arafat leiðtogi PLO nýtur trausts stuðnings forystu samtakanna. Moskva - Sovéska öryggis- lögreglan KGB sagði í gær að líkur væru á þvi að lýðveldið Bashkiria, sem er við Úralfjöli, leggist i eyði ef ekkert verði gert til að sporna við mikilli mengun í Jýðveldinu. Nikósía - Stjómvöld i Saudi- Arabíu sögðust í gær ætla að beita sér af hörku gegn þeim sem föstuðu ekki i árlegum föstumánuði múslima, Ramad- an, jafrivel þótt þeir væru ekki múslimar. Reuter-SÞJ Baker fer til Moskvu í dag: RÆDDIVIÐ SYR- LENEHNGAIGJER Kosið á Indlandi í maí Forseti Indlands, Ramaswamy Venkataraman, tilkynnti í gær aö kosningar yrðu haldnar í landinu í maí. Nánarí tímasetning verður til- kynnt síðar annaöhvort af forsetan- um eða fráfarandi forsætisráð- herra. Forsetinn sagði að nýja þing- ið ætti að koma saman þann 5. júní til að ræða myndun nýrrar ríkis- stjómar. Forsætisráðherrann, Chandra Shekhar, sagði af sér á miðvikudag í seinustu viku vegna ósættis milli sósíalistaflokks síns og íhaldsflokks Rajivs Gandhis en flokkur Shekhars myndaði minnihlutastjórn með stuðningi íhaldsflokks Gandhis, sem er stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins. Eftir það fór Shekhar á fund for- setans og lagði til að kosningar yrðu haldnar. Fimm stjórnmálaflokkar eru áberandi stærri en aðrir flokkar og munu þeir berjast um þingsætin í kosningunum í maí. Stjórnmála- skýrendur búast ekki við að meiri- hlutastjórn verði mynduð í kjölfar kosninganna en þeir telja erfitt að spá um fylgi einstakra flokka. Kosn- ingar munu að öllum líkindum falla niður í Punjab, Kashmir og Assam, vegna ofbeldis aðskilnaðarsinna í þessum fylkjum. Reuter-SÞJ James Baker, utanríkisráðherra Bandarílqanna, ræddi við sýrlensk stjómvöld um Palestínumáliö í gær. Ekkert benti til að vendipunktur hefði orðið í málinu. Sýrlendingar vilja að Bandaríkja- menn taki upp harðari stefnu gegn ísraelsmönnum í málinu. Þeir vilja að Bandaríkin þrýsti á ísrael um að samþykja ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem segja að ísraelsmenn eigi að láta herteknu svæðin af hendi og að alþjóðaráð- stefnu eigi að halda um málið. Sýrlendingar lögðu, í viðræðum sínum við Baker, áherslu á ummæli George Bush, forseta Bandaríkjanna, í síðustu viku en hann sagði að lausnin á vandamálinu yrði að byggj- ast á öryggi ísraels og að pólitísk rétt- indi Palestínuaraba yrðu viðurkennd. Sýrlensk stjórnvöld sendu 20.000 hermenn til Saudi-Arabíu til að berj- ast við íraka. Sýrland er eitt af þeim ríkjum sem komu hvað best út úr stríðinu og samningsstaða þeirra er nú góð. Áður en til stríðsins kom var Sýrland einangrað frá Vesturveldun- um og mjög fylgjandi Sovétríkjun- um. Baker heldur í dag frá Sýrlandi til Sovétríkjanna til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Hann mun meðal annars ræða um fund milli Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta og Bush sem stendur til að halda nú á næstunni. Upphaflega átti hann að fara fram í febrúar en var frestað vegna Persaflóastríðsins og spennu- ástandsins í Eystrasaltslýðveldunum. Reuter-SÞJ USSR-BNA: Leiötogafundurinn í maí? Tálsmaður Mikhails Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, sagði í gær í viðtali við sovésku fréttastofuna Tass að vel kæmi til greina að halda fund milli Gorbatsjovs og George Bush, forseta Bandaríkj- anna, í maí. Talsmaður bandaríska sendiherrans í Moskvu sagðist ekki geta tjáð sig um málið. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ræddi við sýr- lensk stjórnvöld í gær um vanda- mál Miðausturlanda, kemur til Moskvu í dag. Hann mun meðal annars ræða um fund milli leið- toga risaveldanna við sovésk stjórnvöld. Upphaflega átti fundurinn milli Gorbatsjovs og Bush að fara fram 11.-13. febrúar en honum var frestað vegna stríðsins við Persa- flóa og spennuástandsins sem ríkti í Eystrasaltslýðveldunum. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.