Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 14. mars 1991 Fimmtudagur 14. mars 1991 Tíminn 11 Eftir Heiði Helgadóttur Brostin hjónabönd geta verið milljónaspursmál fýrir hið opinbera: Atvinnutekjur segja í ýmsum tilfellum ótrúlega lítið um það hvaða fjármuni fólk raunverulega hefur til ráðstöfunar. Hjón með þrjú börn á framfæri, þar sem aðeins annað vinnur fyrir á 100 þús. kr. á mánuði, geta t.d. haft nánast sömu upphæðum úr að spila og önnur hjón, sem ná 200 þús. kr. tekjum með því að vera bæði í fullu starfi. Að teknu tilliti til skatta, barnabóta/-auka og síðan í öðru tilvikinu daggæslu 2ja barna hjá dagmömmu, halda báðar fjölskyldurnar eftir 127-130 þús. kr. til annarra hluta. Og það sem meira er, aö einstætt foreldri 3ja barna heldur líka eftir álíka upphæð af 100 þús. kr. atvinnutekjum — og hefur því hlut- fallslega meira handa á milli en hjónafólkið, þar sem heimilismenn eru bara 4 í stað 5 hjá hjónunum. Þessir útreikningar koma fram í nýrri skýrslu Landssamtaka heimavinnandi fólks. Þeir gefa m.a. til kynna, að þegar dæmið hef- ur verið reiknað til enda, geti afrakstur auk- innar vinnu í ýmsum tilfellum orðið lítill sem enginn. Þurfi hjón, sem bæði eru í fullu starfi, t.d. af þeim sökum að hafa börn í fullri gæslu hjá dagmæðrum, að ekki sé talað um ef þau þurfa að reka tvo bíla í stað eins, virðist ljóst að endanleg niðurstaða getur orðið hreint tap í ráðstöfunartekjum, jafnvel þótt at- vinnutekjur séu tvöfaldaðar. Launin ein segja ekki alla söguna Það sem tekið er með í útreikninga í skýrsl- unni, auk launanna, eru skattarnir, greiðsl- ur ýmiss konar „barnabóta" og síðast en ekki síst kostnaður vegna barnagæslu. Þar er reiknað með að hjón/sambúðarfólk, þar sem bæði eru í fullu starfi, þurfi að borga dag- móður 23.500 kr. á mánuði fyrir gæslu hvers barns undir skólaaldri. En einstæðir foreldr- ar 7.900 kr. á mánuði fyrir hvert pláss á dag- heimili. Hvað varðar afkomu hjá foreldrum ungra barna er Ijóst, að atvinnutekjurnar einar segja afar takmarkaða sögu. í fyrsta lagi virðast dæmin í skýrslunni benda til þess, að auraráðin séu alla jafna hvað lökust hjá hjónum/sambýlisfólki í svo láglaunuðum störfum, að þau þurfa bæði að vinna úti til þess að ná að urga saman lág- marks framfærslutekjum, og greiða af þeim sökum dýra barnagæslu. í öðru Iagi virðist Ijóst, að sé annað hjón- anna í sæmilega launuðu starfi, þá sé það langt frá því sjálfgefið að ráðstöfunartekjur heimilisins aukist nokkuð (ef þær þá ekki hreinlega minnka) við það að hjónin fari bæði út á vinnumarkaðinn á meðan börnin þarfnast gæslu. í þriðja lagi virðast útreikningarnir benda til þess að einstæðir foreldrar geti í ýmsum tilfellum haft mun meiru úr að spila á hvern einstakling í fjölskyldunni heldur en hjóna- fólk. Og séu börnin 2 eða 3 getur jafnvel orð- ið töluvert minna eftir á mann í fjölskyldu hjóna sem vinna (bæði) fyrir tvöfalt hærri tekjum en einstæða foreldrið, þ.e. þurfi þau að borga dagmömmu fyrir barnagæslu. Opinbert réttlæti? Sjálfsagt er ekki mjög algengt að einstæð- ir foreldrar hafi 200 þús. kr. laun eða þaðan af hærri. Eigi að síður virðist það umhugsunarvert „réttlæti" að það foreldri þyrfti þrátt fyrir það aðeins að borga 7.900 kr. á mánuði fyrir fulia daggæslu á dagheimili eða hjá dagmóð- ur, á sama tíma og hjón þurfa að borga dag- gæslu fullu verði, hversu lágar sem tekjur þeirra eru. Borgar sig að brjóta lög? Raunar er enn ein gerð barnafjölskyldna tekin fyrir í skýrslunni, sem greinilega kemst lang best af: Þ.e. ógift hjón sem vinna bæði úti og eiga hvort sitt lögheimili á papp- írunum. Á þann hátt geta hjón með 2 eða 3 ung börn auðveldlega hækkað ráðstöfunarfé fjöl skyldunnar um 50-80 þús. kr. á mánuði á kostnað ríkis og sveitarfélags, þ.e. með hærri barnabótum, bótum almannatrygg- inga og niðurgreiddri barnagæslu. - HEI einstæðra foreldra í Reykjavík (þar sem langflestir þeirra búa) t.d. niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar umfram almennt hjónafólk, annað hvort í formi niðurgreiðslu á húsaleigu eða leiguíbúðar frá Félagsmálastofnun, ellegar niðurgreiddra vaxta frá Kyggingarsjóði verkamanna. Lánasjóður námsmanna er annað dæmi. Miðað við þær tekjur, sem tekið var mið af hér að framan, mundu tekjur eigin- mannsins skerða stórlega lánsrétt eiginkonunnar hjá LÍN. Eftir skilnað mundi sjóðurinn á hinn bóginn lána henni um 135 þús. kr. á mánuði (samkvæmt skýrslunni), þ.e. um 1,2 milljónir króna á 9 mánaða námsári. Slíkt dæmi er hreint ekki eins Iangsótt og einhveijir kynnu að ætla. Því blaða- maður þekkir sjálfur eitt slíkt (um alvöruskilnað). Sú einstæða, þrítuga 3ja barna móðir segist aldrei á ævi sinni hafa haft önnur eins auraráð og nú (og næstu tvö árin væntanlega) frá Lánasjóði námsmanna. Og miðað við launin sem hún sér fram á að námi loknu telur hún sömuleiðis nokkuð ljóst að hún þurfi aldrei að borga nema helm- ing lánsins til baka í besta falli. Það virðist a.m.k. ljóst að „brostin hjónabönd" geta kostað opinbera sjóði (og þar með skattgreiðendur) þessa lands stórar fúlgur í auknum útgjöldum. Væri t.d. ekki fróðlegt að sjá úttekt hagfræðinga, t.d. Þjóðhagsstofnunar, Ríkisendurskoöun- ar, Qármálaráðuneytis eða borgarsjóðs, í því hvort það kynni kannski að vera stórgróðavænlegt að „fjárfesta“ einhver hundruð milljóna króna í „hamingju- sömum hjónaböndum“? -HEI Smábarnaforeldrar komast ekki endilega betur af með 200.000 kr. tekjur heldur en 100.000 kr.: Kannski það sé þrátt fyrir allt hagstæðara fýrir þessar ungu mæður að vera heimavinnandi? ... heldur hvað verður eftir... Tökum fyrst dæmi af einstæðu foreldri með 100 þús. kr. atvinnutekjur og hjónum með sömu tekjur sem annað þeirra vinnur fyrir. í báðum tilfellum eru börn á sama aldri, ann- ars vegar 2, hins vegar 3 börn. Einstætt foreldri með 3 börn: Eftir skatt, að viðbættum barnabótum/-auka, mæðra- launum og meðlögum (alls um 71 þús. kr. á mánuði) og síðan frádregnum dagheimilis- gjöldum (15.800 kr. v. tveggja barna) verða tæp 129.000 kr. eftir til ráðstöfunar. Væru börnin aðeins tvö, og bara annað á dagheim- ili, yrðu ráðstöfunartekjurnar rúmlega 114 þús. kr. Hjón/sambýlisfólk með 3 börn: Eftir skatt, að viðbættum barnabótum/-auka (tæpl. 28 þús. kr. á mán.) yrðu tæplega 127 þús. kr. til annarrar ráðstöfunar. Væru börnin bara tvö, yrðu ráðstöfunartekjurnar um 116 þús. kr. á mánuði. Hvort sem börnin -eru 2 eða 3 hafa báðar fjölskyldugerðirnar nokkurn veginn sömu upphæð til ráðstöfunar — sem þar með þýð- ir hlutfallslega mun minni auraráð hjá hjón- unum, sem hafa fleiri munna að metta og kroppa að klæða. Og þyrftu hjónin bæði út á vinnumarkaðinn til þess að ná inn þessum 100 þús. kr. tekjum — sem mundi þá t.d. kosta leikskólapláss fyrir annað barnið — hefðu hjónin orðið þó nokkru minna handa á milli heldur en einstæða foreldrið með jafn mörg börn. Tekjumar tvöfaldaðar, en ... En hvað gerist þá ef hjónin reyna að tvö- falda tekjur sínar, í 200 þús. kr. á mánuði, með því að ráða sig bæði í fullt starf? Hjón með 3 börn: Eftir skatta, að viðbætt- um barnabótum (um 13 þús. kr.), en frá- dregnum dagmömmukostnaði (47 þús. kr. vegna gæslu beggja barnanna) hefðu hjónin tæplega 130 þús. kr. eftir til annarrar ráð- stöfunar — þ.e. aðeins 3 þús. kr. meira held- ur en af helmingi lægri tekjum sem annað þeirra vinnur fyrir. Afgangurinn væri raunar einnig nánast sama upphæð og hjá einstæða foreldrinu með jafn mörg börn. Væru börnin hins vegar aðeins tvö yrði enn minna, eða aðeins 125 þús. kr. eftir, ef bæði þyrftu fulla gæslu. Ef aðeins þyrfti að borga fýrir gæslu annars barnsins yrðu rúm- lega 147 þús. kr. eftir. Það er samt minni upphæð á mann heldur en hjá einstæðu for- eldri með 2 börn. Þurfi hins vegar ekki nema annað hjón- anna til þess að afla þessara 200 þús. kr. tekna lítur dæmið hins vegar allt öðruvísi út. Þá hefðu þau 167-172 þús. kr. til ráðstöf- unar á mánuði. Hjóna- skilnaður kostar ríki/bæ milljón áári Einn hjónaskilnaður, raunverulegur eða „gervi“, getur auðveldlega kostað opinbera sjóði á aðra milljón króna á ári. Tökum mið af hjónum með 2,4 millj. kr. árstekjur (hann 1.800 þús., hún 600 þús.). Eigi hjónin þrjú böm, hvar af tvö eru yngri en sex ára, greiðir ríkissjóður þeim um 160 þús. kr. í baraabætur á árí. Ákveði hjónin hins vegar að skilja og börain verði hjá móð- urinni, þarf ríkissjóður aftur á móti að borga henni 730 þús. kr. á árí f saman- lagðar bamabætur, baraabótaauka og mæðralaun. Niðurgreiðsla á baraagæslu getur kostað á bilinu 360 til 600 þús. kr. á ári fyrir tvö böra. Þessi hjónaskilnaður kostar ríki og bæ (skattborgarana) því á bilinu 930 tii 1.170 þús. kr. á árí, þ.e. umfram það sem hjónin fengu meðan þau voru gift. Tölur þær sem hér er miðað við er að finna í skýrslu Landssamtaka heima- vinnandi fólks: „Hver er staða fjölskyld- unnar og heimavinnandi fólks á íslandi í dag?“ I skýrslunni er tekinn fjöldi dæma um samspil tekna, skattamála, bótagreiðslna og kostnað af baraagæslu út frá mismunandi fjölskyldustærðum og hjúskaparformum. Eitt þeirra fjöl- skylduforma eru hjón/sambúðarfólk sem eingöngu „skilja á pappíraum" til þess að krækja í framangreindar viðbót- argreiðslur úr ríkissjóði og bæjarsjóði. Fyrmefndur viðbótarkostnaður ríkis og bæjar vegna hjónaskilnaðar í 3ja baraa fjölskyldu (hvort sem hann er ekta eða „gerviskilnaður") getur þó með ýmsu móti orðið mun hærri en sú milljón króna (tæplega eða rúmlega) sem ráða má af tölum í skýrslunni. Svo dæmi sé tekið nýtur drjúgur hluti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.