Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. mars 1991 Tíminn 15 DAGBÓK Borgarlandslag í dag, 14. mars, opnar Ásgeir Smári Ein- arsson sýningu á olíumálverkum í Gall- erí Borg við Austurvöll. Sýninguna nefn- ir hann Borgarlandslag, en viðfangsefni Ásgeirs eru húsin og fólkið í borginni. Ásgeir Smári er Reykvíkingur, fæddur 1955. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla fslands 1974 til 1979, og er þessi sýning nú 9. einkasýning hans. Fyrir réttu ári sýndi Ásgeir Smári vatns- lita- og olíumyndir í Gallerí Borg. Mjög mikil aðsókn var að þeirri sýningu og seldust þá allar myndimar sem sýndar voru. Sýning Ásgeirs Smára stendur til 26. mars. Virka daga er sýningin opin á milli klukkan 10.00 og 18.00 og frá kl. 14.00 til 18.00 laugardaga og sunnudaga. Ljósmyndasamkeppni Hugmyndar ‘81 og Sólar hf. Þann 1.3. ‘91 undirrituðu Vilmundur Kristjánsson, formaður Hugmyndar ‘81, og Davíð Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sólar hf., samning um ljósmyndasamkeppni. Hugmyndin er að taka myndir fyrir Sól hf., sem nýst gætu sem auglýsingamynd- ir, en færu jafnframt uppá vegg í fyrir- tækinu. Samkeppnin fer þannig fram að félags- maður Hugmyndar ‘81 skilar inn mynd- um, hvort sem er f svart/hvftu eða á sli- des. Þá tekur við myndunum dómnefnd þar sem tveir menn eru skipaðir af Hug- mynd ‘81 en einn af Sól hf. og velja þeir síðan 10 bestu myndimar. Þær myndir sem lenda í þrem efstu sætunum njóta síðan sérstakrar viðurkenningar frá Hugmynd ‘81. Skilafrestur mynda í Ijósmyndasam- keppnina er 30. mars og eru allir félags- menn Hugmyndar ‘81 hvattir til að taka þátt í keppninni. Upplýsingar um keppn- ina eru veittar að Klapparstíg 26, næstu fimmtudagskvöld frá kl. 20.30 til 23.00. Fyrirlestur í Odda: Þjóóernisdeilur og öryggismál í Evrópu Föstudaginn 15. mars nk. mun dr. J.D. Sandole, prófessor í lausn milliríkja- deilna (conflict resolution) og alþjóða- samskiptum við George Mason Univers- ity í Bandaríkjunum, flytja fyrirlestur um þjóðemisdeilur og öryggismál í Evr- ópu í Odda, hugvísindahúsi Háskóla ís- lands, á vegum Alþjóðamálastofnunar háskólans og Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Mun dr. Sandole ræða um þjóðernisdeilur þær sem sprottið hafa upp í Austur-Evrópu og Sovétríkj- unum, þau áhrif sem þessar deilur kunna að hafa á samskipti austurs og vesturs, og hvernig unnt er að bregðast við þeim á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins, Evrópubandalagsins og Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Fyrirlesturinn hefst khikkan 15.30 í stofu 101 í Odda og eru allir vel- komnir. Kársnessókn Starf með öldruðum í Borgum í dag kl. 14. Æskulýðsstarf 10-12 ára bama í Borg- um í dag kl. 17.15. ERASTUS — íslenskt launaforrit Hugbúnaðarfyrirtækið M. Flóvent hef- ur nýlega sett nýtt íslenskt launaforrit á markaðinn sem ber nafnið ERASTUS. Engin takmörk eru á fjölda þeirra laun- þega sem hægt er að vinna með í forrit- inu, hentar það því bæði litlum sem stór- um fyrirtækjum. Þá er forritið einnig til í svokallaðri fjöl- fyrirtækjaútgáfu sem er fyrir þá sem sjá um launaútreikninga margra fyrirtækja í senn. í launaforritinu ERASTUS er með ein- földum hætti haldið utan um orlof, skatta, staðgreiðslu, bílastyrk, dagpen- inga, greiðslur til lífeyrissjóða og stéttar- félaga, uppsöfnun á persónuafslætti svo eitthvað sé nefnt. Forritið inniheldur lista yfir alla lífeyrissjóði og stéttarfélög. Allar tölur geymast og í árslok er auðvelt að fá samtölur ársins og ganga frá launa- miðum. Hvers kyns skýrslugerð á grund- velli launaútreikninga er því fljótunnin og launabókhaldið ætíð aðgengilegt. Framleiðandi launaforritsins ERASTUS aðlagar það jafnóðum öllum þeim breyt- ingum sem kunna að verða gerðar á fýr- irkomulagi tryggingagjalda, skattalög- gjöf, hlutfalli gjalda, skattleysismörkum og öðru því sem hefur áhrif á gerð launa- útreikninga. f þessu felst framtíðaröryggi fyrir þá sem hefja notkun á ERASTUS launafor- ritinu. Launaforritið ERASTUS kostar aðeins 19.920 kr. Allar upplýsingar um ERASTUS eru veittar hjá M. Flóvent, Ármúla 38, Reykjavík, síma 688933. Kirkjulistavika 1991 Kirkjulistavika 1991 er haldin í annað sinn í Akureyrarkirkju 21.- 28. apríl 1991. Þar sameinast kraftar margra aðila sem standa að menningarmálum hér í bæ. Má þar nefna Kór Akureyrarkirkju, Tónlistarfélag Akureyrar, Leikfélag Akur- eyrar, Kammerhljómsveit Akureyrar og fleiri. Að þessu sinni verður Sinfóníu- hljómsveit íslands einnig þátttakandi og flytja þau m.a. verk fyrir sinfóníuhljóm- sveit og orgel og kemur þar að góðum notum stærsta orgel landsins (45 radda) sem á þar að auki 30 ára afmæli í ár. Dagskrá vikunnar er þannig: Sunnudag 21. aprfl kl. 11: Fjölskyldu- messa. Helgileikur skólabama. Kl. 14: Hátíðin formlega sett og myndlistarsýn- ing í Safnaðarheimilinu opnuð. Fimm konur, ein úr hverri grein myndlistar, reyna að höndla hugtakið „Trú“ og festa það í efni. Kristín G. Gunnlaugsdóttir málverk. Anna G. Torfadóttir grafík. Margrét Jónsdóttir leirlist. Ragnheiður Þórsdóttir vefnaður. Sólveig Baldurs- dóttir skúlptúr. Kl. 17: Tónieikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Flutt verður m.a. sinfónía nr. 3 eftir Camille Saint-Saéns fyrir sinfónfuhljómsveit og orgel. Ein- leikarar eru Bjöm Steinar Sólbergsson orgel, Kristinn Öm Kristinsson píanó, Sólveig Anna Jónsdóttir píanó. Stjórn. Petri Sakari. Þriðjudagur 23. aprfl kl. 17: Hringborð- sumræður. Tengsl hinna ýmsu greina lista við kirkju og guðfræði. Fyrirlestur sr. Kristján V. Ingólfsson, þátttakendur m.a. Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld, listfræðingur, myndlistarfólk. Umræður. Safnaðarh. Miðvikudagur 24. aprfl kl. 21: Sýning Leikfélags Akureyrar á leikriti Björgvins Guðmundssonar í tilefni 100 ára afmæl- is hans, „Skrúðsbóndinn" í leikgerð Jóns Stefáns Kristjánssonar. Einnig flutt fimmtud. 25. og föstud. 26. apríl kl. 21. Laugardagur 27. apríl kl. 17: Ljóðatón- leikar í Safnaðarheimilinu. Margrét Bó- asdóttir sópran og Kristinn Öm Kristins- son píanó flytja efnisskrá með trúarleg- um Ijóðum. Sunnudagur 28. apríl kl. 14: Hátíðar- méssa í Akureyrarkirkju. Flutt verður „Missa brevis" í C-dúr kv 259 (orgel- messan) eftir WA Mozart (í tilefni 200 ára ártíðar hans), fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Flytjendur: Kór Akureyr- arkirkju, einsöngvarar úr röðum kóiífé- laga: Dagný Pétursdóttir sópran, Sigrún Amgrímsdóttir alt, Bryngeir Kristinsson tenór, Benedikt Sigurðarson bassi og fé- lagar úr Kammerhljómsveit Akureyrar. Þriðjudagur 23. aprfl kl. 12-13: Hádeg- istónleikar, ritningarlestur og súpa og brauð á eftir. Björn Steinar Sólbergsson orgel, ásamt orgelnemendum Tónlistar- skóla Akureyrar. Einnig á dagskrá á sama tíma miðvikud. 24. og föstud. 26. aprfl. Miðvikudagur 24. aprfl kl. 10-12: For- eldramorgnar þar sem foreldrar ungra bama hittast og ræða saman um börn og málefni. PÓSTFAX TÍMANS 687691 6234. Lárétt 1) Fen 6) Viðgerð 10) Bor 11) Utan 12) Strekkja 15) Meta Lóðrétt 2) Timbur 3) Dýrki 4) Saka 5) Hótar 7) Gubbað 8) Líka 9) Lærdómur 13) Ruggi 14) Andstutt Ráðning á gátu no. 6233 Lárétt 1) Hissa 6) Danmörk 10) Dr 11) Án 12) Ameríka 15) Lamað 70 ára afmæli Jóhann Bjömsson, fyrrv. forstjóri, Vest- mannabraut 42, Vestmannaeyjum, verð- ur 70 ára í dag (14. mars). Jóhann og kona hans, Freyja Jónsdóttir, taka á móti gestum í safnaðarheimili Landakirkju, laugardaginn 17. mars frá kl. 20. Félag eldri borgara Opið hús f Risinu í dag fimmtudag kl. 14, þá hefst félagsvist. Dansleikur kl. 20.30. Ath. að minni sal- urinn er lokaður á fimmtudögum. Neskirkja Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-17. Biblíuleshópur f dag kl. 18, í umsjón sr. Guðmundar Óskars Olafssonar. Ljósmyndaklúbburinn Nesmynd: Fund- ur kl. 20. Laugameskirkju Kyrrðarstund f hádeginu í dag. Orgel- leikur, fyrirbænir, altarisganga. Léttur hádegisverður eftir stundina. Bamastarf 10-12 ára í dag kl. 17. Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Hallgrímskirkja Æskulýðsfélagið Örk heldur fund f dag kl. 17.30. Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18. Fundur hjá Indlandsvinum kl. 20.30. Leikfélag Flensborgarskóla sýnir Keiluspil Leikfélag Flensborgarskóla frumsýnir fimmtudaginn 14. mars leikritið „Keilu- spil“ eftir hinn kunna höfund Sigurjón B. Sigurðsson, öðru nafni Sjón. Leikritið er ærslafullt ævintýri með alvarlegum undirtón. 25 leikendur taka þátt í sýn- ingunni, en leikstjóri er Skúli Gautason. „Keiluspil" er eins og áður segir frum- sýnt fimmtudaginn 14. mars og hefst sýningin kl. 20.30. Ncestu sýningar verða sem hér segir: Sunnudaginn 17. mars kl. 20.30. Mánudaginn 18. mars kl. 20.30. Föstudaginn 22. mars kl. 20.30. Upplýsingar og miðapantanir em í síma 53392. Lóðrétt Inn 3) Sjö 4) Oddar 5) Eknar 7) m 8) Mör 9) Rák 13) Eta 14) fma Kvikmyndin „Stríð og friður“ sýnd á „maraþonsýningu" í bíósal MÍR Sovéska stórmyndin „Stríð og friður", sem gerð var á árunum 1966 og 1967 eft- ir samnefndri skáldsögu Lévs Tolstoj, verður sýnd í heild í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, laugardaginn 16. mars. Leik- stjóri myndarinnar er Sergei Bondart- sjúk og leikur hann jafnframt eitt aðal- hlutverkið (Pierre Bézúkhov), en aðrir helstu leikendur em V. Tikhonov (Andrei Bolkonsky), L. Savelyéva (Natasha Rostova), Boris Zakhava (Kútuzov hers- höfðingi). Allt að 30 þús. aukaleikarar tóku þátt í stærstu fjöldaatriðum mynd- arinnar, t.d. omstunni við Borodino. Kvikmyndin „Stríð og friður" er í fjór- um hlutum og verða þeir allir sýndir á laugardaginn. Sýningin verður því löng, hefst kl. 10 að morgni og lýkur á sjöunda tímanum um kvöldið. Kaffi- og matarhlé verða gerð milli einstakra hluta kvik- myndarinnar og þá bomar fram veiting- ar, m.a. þjóðlegir rússneskir réttir eins og borsj og pelmeni. Kvikmyndin er tal- sett á ensku. Aðgangur að sýningunni er takmarkaður og aðeins gegn framvísun aðgöngumiða sem seldir verða fyrirfram á Vatnsstíg 10. Uppselt hefur jafnan verið á fyrri „maraþonsýningar" MIR á „Stríði og friði". f bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má ringja í þessi simanúmen afmagn: i Reykjavík, Kópavogi og Seltjarn- rnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Kefla- ik 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna- yjar 11321. litaveita: Reykjavik simi 82400, Seltjarnar- es slmi 621180, Kópavogur 41580, en eftir 1.18.00 og um helgar i sima 41575, Akureyri 23206, Keflavik 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar simi 11088 og 11533, Hafn- arfjörður 53445. Simi: Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum til- kynnist (slma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er I sima 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við til- kynningum á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoö borgarstofnana. 13. mars 1991 kl. 9.15 Kaup Sala Kvennalistinn í Reykjavík Kvennalistinn átti afmæli þann 13. mars. Upp á það verður haldið föstudaginn 15. mars í salnum í Síðumúla 35, 2. hæð. Húsið opnar kl. 19.00. Maturinn verður austrænn. Skemmtiatriði. Verð: 2500 kr., fordrykkur innifalinn. Makar vel- komnir. Látið skrá ykkur sem fyrst. Fjölskylduhátíð á vegum Kvennalistans verður haldin í Gerðubergi laugardaginn 13. aprfl. Tekið er við framlögum í kosningasjóð Kvennalistans á ávísanareikning nr. 42430 í Búnaðarbanka, aðalbanka. Samkirkjuleg bænavika Samkoma í Herkastalanum kl. 20.30. Sr. Jakob Rolland, kanslari kaþólsku kirkj- unnar á íslandi, prédikar. ÖLL VINNSLA PRENTVERKEFNA PRENTSMIÐIAN Bandaríkjadollar.......56,770 56,930 Sterilngspund.........105,754 106,052 Kanadadollar...........49,218 49,356 Dönskkróna.............9,4216 9,4482 Norsk króna............9,2520 9,2780 Sænsk króna............9,7989 9,8265 Flnnskt marit.........15,0604 15,1028 Franskurfranki........10,6192 10,6491 Belgiskur franki.......1,7557 1,7606 Svlssneskurfranki.....41,6661 41,7835 Hollenskt gyllinl.....32,1016 32,1920 Þýsktmark.............36,1927 36,2947 Itölsk líra...........0,04848 0,04862 Austurriskursch........5,1445 5,1590 Portúg. escudo.........0,4167 0,4178 Spánskur peseti........0,5812 0,5829 Japansktyen...........0,41645 0,41762 Irektpund..............96,432 96,704 Sórst. dráttarr.......79,1924 79,4156 ECU-Evrópum...........74,3403 74,5498

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.