Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 14. mars 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjörar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Læknisþjónusta í Reykjavík Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu er áætlað að um tólf þúsund Reykvík- ingar séu án heimilis- eða heilsugæslulæknis. Sem ljóst má vera er þetta óviðunandi ástand, en hefur eigi að síður verið að skapast um áraraðir án aðgerða og eft- irrekstrar af hálfu borgaryfirvalda, sem var þó þeirra mál. Það er íyrst í tíð núverandi heilbrigðisráðherra, Guð- mundar Bjamasonar, að farið er að vinna markvisst að úrbótum í heilbrigðisþjónustu og læknamálum höfuð- borgarbúa, enda hefur orðið sú breyting á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga að heilbrigðisþjónustan er öll flutt yfir á ríkið. Er augljóst að skyldur ráðherra við Reykvíkinga em miklar, formlega og efhislega. Þegar verkaskiptingarmálin vom komin í þetta horf, sem er samkomulagsmál milli ríkisins og samtaka sveitarfélaga, tók heilbrigðisráðherra að vinna að stefnumótun um uppbyggingu heilsugæslunnar í Reykjavík. Það var í verkahring ráðherra að sinna þess- um málum og honum bar að fylgja þeim eftir. Sú stefhumótun, sem ráðherra lagði fyrir ríkisstjómina um mitt síðasta ár, var m.a. í því fólgin að opna skyldi nýja heilsugæslustöð í Vesturbænum og flytja þá heilsugæslustöð sem starfrækt er í þrengslum í Borg- arspítalanum í rýmra og betra húsnæði í grennd við spítalann og koma upp heilsugæslustöð í Mjóddinni sem ætluð væri Breiðholtshverfi. Einnig er unnið að miklum endurbótum á rekstri heilsugæslustöðvar í Ár- bæ og því að koma upp sérstakri stöð fyrir Grafarvogs- hverfið. Stefnan er með öðmm orðum sett á það að fjölga heilsugæslustöðvum á borgarsvæðinu, stórbæta rými og rekstraraðstöðu og sjá til þess að þær tólf þúsundir borgarbúa, sem eru án heimilis- og heilsugæslulæknis, nái smám saman rétti sínum. Þrátt fyrir þær stórfelldu endurbætur, sem heilbrigð- isráðherra er að framkvæma í heilbrigðisþjónustu Reykvíkinga, stendur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir úr- töluherferð gegn því sem verið er að gera. Meðal ásak- ana á ráðherra er sú að hann hugsi ekki um annað en að „auka miðstýringu" í heilbrigðiskerfmu, sem ekki á við nein rök að styðjast. Það leiðir af heilbrigðiskerfmu sem slíku og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, að heilbrigðisráðherra er æðsti yfirmaður heilbrigðis- þjónustunnar. í því sambandi skiptir engu máli hvað ráðherrann heitir eða í hvaða flokki hann er. En þrátt fyrir það gera reglur ráð fyrir að stjómunar- valdi í heilbrigðiskerfmu sé dreift. M.a. fólst valddreif- ing innan heilbrigðisþjónustunnar í þeirri breytingu sem gerð var í verkaskiptingamálum ríkis og sveitarfé- laga. Verkefni sem áður voru í heilbrigðisráðuneytinu eða á skrifstofu borgarstjómar í Reykjavík hafa verið flutt yfir til sérstakra stjóma heilsugæslustöðva. Þetta þras markaðshyggj uoffaranna í læknastétt um vaxandi miðstýringu í heilbrigðisþjónustunni á ekki við nein rök að styðjast. Heilbrigðisráðherra stendur rétt að framkvæmd þessara mála og í fullu samræmi við lög og hefðir í stjómsýslu á þessu sviði. Úrbætur í heilbrigðis- þjónustu Reykjavíkur em nauðsynlegar og áætlanir ráðherra í því efhi mjög til fyrirmyndar. GARRI Þ*gar aðstoðarmaður viðsldpta- ráðhem er ekki að skammast út í samstarfsflokka ráöherrans í rík- Isstjom í AlþýdublaÖinw, er blaðið að reyna að koma því inn hjá til- fallandi iesendum sínum, að Al- þýðuflokkurinn sé í sérstökum kjötílokki. Blaðið kaliar krata- flokkinn A-floktónn af ást sínní á sauðkindinni, en dilkakjöt er eins og almennt er vitað flokkað eftir bókstafsheitum. Besta kjötið fer í A-flokk o.s.frv. Nú hefur Alþýðu- flokkurinn gert að kjörorði sínu fyrir þessar kosningar, að hann sé í A-flokki íslenskra stjórnmóla- flokka. Var mikið lán að hug- myndafræðingar flokksins skyldu ekki kalia flokkinn klárhest með tölti, en það er eitt eigindarheitiö á kostum hesta. Heitir flokkurinn því orðið einum þremur nöfnum. Hann nefnist Alþýðuflokkur, A- flokkur og Jafnaðarmannaflokkur fslands. Þegar þetta hefúr ailt ver- ið hakkað saman eins og mataraf- gangar hjá hagsýnni húsmóður, sem er eitt póiitíska fyrirbærið, má með sanni segja að fengin sé kjötkássa í A-flokki. Á jakahlaupi til krata Reynt er að bragðbæta þessa kjötkássu í A-flökki með laukum úr garði Alþýðubandalagsins. Það gengurþó erfiðlega, vegna þess að einn laukurinn skreppur bara til fjósverka í A-flokk en teiur sig að Öðru leyti heimiiisfastan hjá AJ- þýðubandaiaginu. Þessi iaukur heitir Krístín Óiafsdóttir og fflar sig vel f tveimur flokkum. Er henni öðruvísi farið en Leifi heitnuro Haraldssyni, sem vakti upp um miðja nótt hjá Þjóðvarn- arflokknum sáluga til að fá aðstoð við að segja sig úr flokki sem hann hafði verið í, og gaf þá skýr- ingu að hann gæti ekki soflð í tveimur flokkum. Ekki veröur séö á Krístinu, sem er hress kona, að hún þjáíst af svefnleysi. Eftir að Alþýðuflokkurinn varö kjötkássa í A-flokki hefur Alþýðu- blaðið tíundað hvem þann mann, sem kemur utan af túndru pólit- ískrar flokkavillu og gengur f A- flokkhm. Sfðastur í þeirri lest nefnist Jóhannes Guðnason, Dagsbrúnarmaður sem ætlaði sér að fara að ástunda jakahlaup í Dagsbrún, en datt f sjóinn eins og við strákamir í gamia daga, og hefur nú náð ströhd hillinganna. Hann hefur sagt að dágóður fjöldi Dagsbrúnarmanna muni fyigja í kjölfarlð og bætast við í kjötkáss- una í A-flokknum. Laukar að láni Alþýðuflokkurinn er að verða einskonar flóttamannabúðir fyrir þá, sem ætluðu að frelsa heiminn f öðmm flokkum, einkum í Al- þýðubandalaginu, en þar fyrir- fundust og flnnast fleiri mann- kynsfweðarar en í öðrum flokkum saroanlagt. Það er eðli kjötkássu, hvorí heldur hún er íA- flokki eða flokkast verr, að hún geymist illa. Þó stutt sé til kosninga getur Al- þýðubandalagið varla látið það við- gangast, að Alþýðufiokkurinn fái endalaust að bragðbæta A-flokk- inn með viðbótum frá bandalag- inu. Þá er þess Iflea að gæta, fyrst Alþýðuflokkurinn er kominn íað- stöðu flÓttamannabúða, al hafa filhneigingu til að yflrfyllast og verða dýrar f rekstri. Fari gaml- ir kommúnistar að keppast við að breiða yflr fyrrí syndir með þvf að flykkjast í ýötkássuna í A-flokki, dugir iftíð að leita tíi Flótta- mannahjálpar S.Þ., hún sinnir ekki þessari tegund flótta. Þá þýð- ir ekki heldur að senda peninga, því eins og alþjóð veit er formanni Alþýðuflokksins ckki trúandi fyrir tösku. „Hvar eru fuglar...?“ En Alþýðuflokkurinn er vei tnannaður. Hann hefur á að skipa aöstoðarmanni viðskiptaráðherra. Sá maður er kominn úr öðrum floldd og var reyndar þingmaður um skeið. Nú er hann sendur af ráðherra út i hlaðvarþann tíl að gelta að samstarfsaðilum ráðherr- ans, Flokkurinn hefur ritsfjóra sinn, sem um tíma var álfka hátt skrifaður hiá kommúnistum og „meistari“ Megas, söngvarinn með króníska kvefið, sem Davíð gerði að borgariistamanni, og flokkurinn hefur náð sér í sér- fræðing f kynlífi laxa og skákað honum f þriðja sætið á framboðs- lísta flokksins f Reykjavík. Aflir vfta hverjir eru fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viljí einhver spyrja hvar raunveruiega krata sé að finna verður fátt um svör. „Ekki líía á mig," stendur í dægurlaginu. En eflaust eru ein- hverjir ánægðir með Alþýðuflokk- inn „sinn“. Kjötkássa í A-flokki getur Ieynt ýmsu. Þar gætu jafn- vel fundist nærföt af gömlum krata, ef þeir eru ekki allir komnir í aðra flokka, Garri VITT OG BREITT Oryggisleysi og kreppa í listinni í Borgarleikhúsinu er verið að sýna leikrit um kreppu og tilburði örvæntingarfulls verkalýðs til að' krefjast vinnu og lífsöryggis. Gút- tóslagurinn 1932 og fleiri fræg slagsmál koma við sögu og leitast er við að draga upp mynd af kjörum þeirra og vonum sem bjuggu við sultarkjör kreppunnar og öryggis- leysis í atvinnumálum. í Þjóðleikhúsi var haldið upp á fækkun svala og dýrkeyptrar endur- reisnar með því að setja upp fjölda- uppsagnir leikara með eins dramat- ískum hætti og hæfir leikhúsi og leikhúsfólki. Nýráðinn þjóðleikhússtjóri skefur ekkert utan af því að það sé lista- fólki hollt að horfa framan í alvöru lífsins og að makindi og starfsör- yggi hæfi ekki sannri og rismikilli listsköpun. Þetta sjónarmið heyrðist á árum áður þegar sumir töldu að kvið- dregin skáld með sultardropa settu saman svo miklu betri kvæði og sögur en þeir sem þjónuðu andan- um í hlýjunni yfir fullum grautar- diskum. Harðræði skapar sem sagt listina. Skáldverk og veruleiki Þjóðleikhússtjóri er frjáls að þeirri skoðun sinni að öryggi og list fari ekki saman og það sýnir manndóm að hann stendur við þá sannfær- ingu. Hins vegar er svolítið erfiðara að átta sig á að höfundur kreppubar- daganna 1932 skuli vera sammála þjóðleikhússtjóra um fánýti starfs- öryggis, eins og fram kemur í helg- armenningu Þjóðviljans s.l. föstu- dag. Hann telur meira að segja ákvörðun þjóðleikhússtjóra „af hinu góða“. 1UELG ARMENNINGir 1 1932 arsur*-'- — -Zgzzzvp. sassggy* f I m* SgpgKáS * y M Kreppuárin fara vel á leiksviði. Auk leikrita sem um þau eru samin eru búin til leikrit eftir skáldsögum um tímabilið þar sem baráttan um brauðið og lífsöryggið er blandað mátulegri rómantík og huggulegu tildragelsi og stjórnmálaviðhorfið í þeim öllum er eins. Bogesenar og Þríhross varna fólki brauðs og at- vinnu og skammta kaupið að geð- þótta, og eru það smáir skammtar. Spélegt er það að það ber upp á sama tíma og hreinsað er til í Þjóð- leikhúsi og góðum slatta af leikur- um er kastað út með gömlu mubl- unum og svölunum, að í Borgar- leikhúsinu er sviðsett hvernig vondu karlarnir og andfélagslegar aðstæður meina fólki vinnu, hýru- draga það og kasta út á kaldan klaka. Til að farsinn kafni ekki undir nafni lýsir höfundur kreppubardag- ans mikla í Borgarleikhúsi yfir sam- úð og samstöðu með fjöldaupp- sögnum leikara í Þjóðleikhúsinu. Helgarmenning Þjóðviljans hefur að sjálfsögðu ekkert við spaugið að athuga. Örlagaskortur Vafalaust er eitthvað til í því að ær- leg sköpun hefur ekki nema gott af því að listamenn hljóti einhverja eldskírn og hrekist um í lífsins ólgusjó. Þótt ekki sé til annars en að hafa frá einhverju að segja. Á sínum tíma hafði Steinn Stein- arr orð á því að ekki væri von á öðru en flatneskju í listinni. „Það verða engin örlög á íslandi lengur." Bókmenntanemar munu ekki finna þessa tilvitnun á prenti, því hún er höfð eftir vini Steins, Bergi Pálssyni, og óþarfi að leita eftir henni annars staðar. Hvort Steinn orti betur eða verr vegna þess að lengi ævinnar átti hann ekki vísa næstu máltíð og at- vinnuöryggi var utan hans hugar- heims. En hann átti einnig því at- læti að fagna að örbirgðin stóð ris- mikilli listsköpun hans ekki fyrir þrifum. Það fæst aldrei úr því skorið hvort veraldargengi skáldsins var honum styrkur eða baggi við ljóðagerð. Enda skiptir það engu máli þegar upp er staðið. Uppsagnir leikara og atvinnuör- yggi listamanna er hluti af þeim séríslenska hugarheimi að list eigi að vera ríkisrekin. Þetta kemur fram í ótal myndum og er kallað stuðningur við listir og íslenska menningu og hver veit hvað. Ríkið á að styðja, styrkja og veita atvinnu við menningarframleiðslu og eru styrkveitingar, aukastyrk- veitingar, starfsstyrkveitingar, verð- launaveitingar og rekstur menn- ingarstofnana á vegum ríkisins eins sjálfsagður hlutur í augum íslend- inga og eignarhald ríkisins á listum og listsköpun er í kommúnistaríkj- um. Annars staðar lætur ríkisvaldið listir í friði. Kreppan í Borgarleikhúsinu og uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu sýna þó altént að eitthvað er um að vera í menningarlífinu, þótt örlagaglím- an rísi ekki tiltakanlega hátt. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.