Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 14. mars 1991 hins óvinsæla Maöurinn virðist vera af kínversku, eða a.m.k. asísku bergi brotinn. Hann virðir gaumgæfilega fyrir sér fyrirsagnirnar í tímaritunum gegn- um sporöskjulöguðu gleraugun. Þar stendur „Sprengjur í Les Halles- hverfinu", ,Arás á Orly-flugvellin- um . í einum vagni hraðlestarinnar TGV fylgist kona náið með ferðafélaga sínum þegar hann dregur skæri upp úr vasanum og klippir greinina snyrtilega út. „Ó, herra, stynur kon- an og hefur sýnilega létt, „mér þykir gott að þér eruð í lestinni. Þá verð- um við líklega ekki sprengd í loft upp.“ „Ég elska byltinguna eins og Don Juan elskaði konur“ Jacques Verges lögfræðingur fyrtist ekki við þessa athugasemd — þvert á móti. Hann hefur aldrei farið dult með að hann lítur á sjálfan sig sem Don Juan byltingarinnar. „Ég elska byltinguna eins og hann elskaði konur," segir hann. Og hann segir líka: „Ég elska að skipta frá einni til annarrar, vegna þess að ég elska byltinguna sem er fersk." Hann hefur varið palestínska hryðjuverkamenn fyrir frönskum dómstólum og alsírskar frelsishetj- ur, þ.á m. norður-afríska konu sem kærð var fyrir að hafa komið fyrir sprengju. Henni giftist hann síðar. Verges þekkti Nelson Mandela þegar áður en kynþáttahatarar í Suður- Afríku píndu hann í dýflissum sín- um. Hann var áróðursmeistari kenninga Maós og hefur sérstakar mætur á heimspeki hans um „Skiln- ing á mótmælum og stöðugri end- umýjurí'. Og Saddam Hussein er í augum þessa Frakka ekkert annað en arabískur Bismarck, sem leitast við að sameina Arabíu. Jafnt hægri- sem vinstrisinnar komast í uppnám þegar Stalín geng- ur í bræðralag með nasistum. Ekki Verges. Hann segir um íraska ein- ræðisherrann: „Loksins er maður sem kann að standa einn og er reiðubúinn að synda gegn straumn- um.“ Stendur einn og syndir gegn straumnum Nákvæmlega þetta, að standa einn og synda gegn straumnum varð lífs- speki Jacques Verges, 64 ára gamals og trúlega umdeildasta lögmanns í Frakklandi. Hann ræktar beinlínis „listina að vanþóknast", skrifar Jean- Louis Remilleux í nýútkominni bók, „Le salaud lumineux" (Þrjóturinn sem skiptir litum). Remilleux segir að lögfræðingurinn dragi vísvitandi hatrið að sér. Verges er friðarþjófur franskrar sjálfsánægju — óþægilegur, lævís, ögrandi, ánægður með sjálfan sig, ja reyndar gott betur. „Ég elska sjálfan mig,“ segir hann, „ég stunda ég- dýrkunina". Og einnig ögrunar- dýrkunina. Hann fordæmir franska andspymu- menn, a.m.k. þá sem skipuðu sér í raðir andspyrnuhreyfingarinnar seint og síðar meir. Þeir sem sitja við völd em í hans augum „gengi óhæfra, þjófóttra og ábyrgðar- lausra". Hann skýrði Remilleux frá því að hann hefði aldrei gengið að kjörborði og hann sjái aðeins einn mun á hægri- og vinstriflokkum, hann liggi í því hvort virðisauka- skatturinn er ívið hærri eða lægri. Lögfræðingurinn hafnar því að vera með í „Who’s Who“ á þeirri forsendu að hann gæti „ekki lengi afborið" ná- vistina við helminginn af þeim per- sónum sem eiga inni í því riti. Sartre sé fýrir Frakka „dvergur" í saman- burði við Heidegger. Höfðar til fyrirlitning- ar og aðdáunar Verges er sinn eigin áróðursmeist- ari. Hann er alltaf tilbúinn að koma fram í sjónvarpi til að fara í taugarn- ar á sjónvarpsfólkinu, sem virðist ekki alveg vita hvort það eigi að fyr- irlíta þennan verjanda öfgasinna eða dást að honum vegna víðfeðmra Jacques Verges á litríka ævi. Hann er af blönduðum kynþætti og ólst upp við óvenjulegar kríngumstæður. Hann hefur alltaf staðið uppi í hárínu á þeim sem ráða og dáðst að byltingarmönnum. Og hann þyk- ir afburðagreindur. Eitt af óvinsælum verkum Verges var að verja þýska stríðsglæpa- manninn Klaus Barbie fyrir rétti í Lyon 1987. gáfha. Hvergi er hann eins í essinu sínu og í réttarsalnum. Réttarsalurinn er leiksvið hans. Því vonlausara sem honum virðist eitthvert mál, því heillaðri er lögfræðingurinn. Sér- staklega er hann hrifinn af því að taka upp vörn fyrir hermdarverka- menn, vegna þess að Verges gengur upp í „baráttunni fyrir kúgaðar þjóð- ir“. Vill alltaf vera að gera upp reikningana við þjóðfélagið Jafhvel þegar hann verður að borga úr eigin vasa hluta kostnaðarins — eins og við réttarhöldin yfir Klaus Barbie, fyrrum höfuðsmanni í SS, í Lyon 1987 — sleppir hann ekki tækifærinu til að gera upp reikning- ana við þjóðfélagið. Réttarhöldin yfir Barbie, þar sem Verges talaði um Verges er sannfærður um það, byggjast gerðir byltingarmannsins ekki á viljanum til að eyðileggja, „hann er enginn skemmdarvargur," heldur stefni hann að meira réttlæti. Þeir sem gagnrýna Verges fullyrða að hann hljóti að vita um hvað hann er að tala. Þeir gruna hann nefnilega um að hafa verið bardagabróðir Pols Pot, sem hrúgaði upp mörg hundr- uð þúsund líkum í Kambódíustríð- inu sínu. Þessari ásökun svarar Ver- ges: „Ég er djöfull, þess vegna hlýt ég að eiga heima í helvíti." Uppruni og uppeldi Faðir hans, kreóli sem starfaði sem ræðismaður í Tælandi, varð að ganga úr utanríkisþjónustu ný- lenduveldisins Frakklands eftir að Umdeildi, en af mörgum dáöi franski lögmað- urínn Jacques Verges, telur Saddam Hussein baráttuleiðtoga hinna kúguðu. „svo ákafa kröfu um hefnd, svo mikla djöfulsútmálun á einmana öldungi", leit Verges á sem tilraun þeirra sem ráða til að „klappá' frönskum Gyðingum, til að vinna velvilja þeirra fýrir kosningar—sem sagt ekkert annað en pólitískan út- reikning sem feli sig „á bak við stór orð og stórar meginreglur". Hann lýsir því yfir í „Litauðuga þrjótnum" að hann eigi erfitt með að þola siðferðilega þá aðferð að koma fyrir sprengjum. En hann spyr jafn- framt hver hafi svo sem dregið flug- mennina fyrir rétt sem helltu sprengjum sínum yfir Dresden eða Nagasaki. Remilleux nýr lögfræðingnum um nasir að styðjast við „fegraða útgáfu af ógnurí'. í raunveruleikanum, og hann gekk að eiga víetnamska konu. Hjónaband með maka af öðr- um kynþætti var illa séð og álitið fyrir neðan virðingu ríkisins að umbera starfsmönnum sínum slíkt. Á nýlendutímanum segir Ver- ges að hans „eigin viðkvæmni" hafi orðið fyrir áfalli. Eftir að faðir hans var látinn yfir- gefa ríkisþjónustuna fluttist hann til frönsku eyjarinnar Réunion sem varð síðan heimkynni fjölskyld- unnar. Þar skipulagði hann komm- únísku hreyfinguna CGT sem hafði samúð með kínversku byltingunni. Sama gerði sonurinn. Þegar al- þýðuher Maós fagnaði sigri 1949 var Verges „fullur hrifningar". ,Á sérhverju skeiði ævi minnar hef ég tekið þátt í einhverri bar- áttu, þeirri sem ég álít baráttu líð- andi stundar," viðurkennir hann. Á sínum tíma var hann fýlgjandi de Gaulle hershöfðingja og stríðssjálf- boðaliðum hans, þar áður var hann stalínisti, síðan kommúnisti, í eina tíð vinur Alsír og baráttunni fyrir frelsinu. Kannski á næstunni bar- áttumaður fýrir Palestínu og enda- lokum ísraels? ,Álveg eins og ég var á móti hernámi Þjóðverja í Pól- landi er ég andstæðingur hemáms zíonista á palestínsku landi.“ Dáist að hveijum þeim leiðtoga sem „hristir musterissúl- umar“ Andzíonisti, já, Verges samþykkir það. Hins vegar vill hann ekki að litið sé á sig sem Gyðingahatara. Hann segist telja Proust til eftir- • lætishöfunda sinna og fyrir svefn- inn lesi hann ritgerðir Montaigne. En — hann hefur líka samúð með harðstjóranum Saddam Hussein. Hann vildi óska að Bandaríkja- menn yrðu ærulausir og yrðu að éta sand. í augum Verges er stjóm íraks nefnilega ekki aðeins að berj- ast fyrir réttlátri deilingu olíugróð- ans og einingu Araba, heldur er hún líka fulltrúi kúgaðra þjóða gegn heimssigurvegaranum, Am- eríkönum. Verges trúir að Saddam Hussein sé tákn þess, að „eitthvað sé að hrærast og við öll undirgöngumst ekki fyrirskipanir frá Washington, París, Berlín eða Moskvu". Þó ekki væri það annað er það í hans aug- um „örvandi". Stuðningsmaður Ir- aka dáist einfaldlega að hverjum þeim ríkisleiðtoga sem „hristir musterissúlurnar". Umdeildur lögmaður sem tekur yfirleitt málstað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.