Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14. mars 1991
Tíminn 19
ÍÞRQTTIR
Handknattleikur-Kvennalandslið:
Stelpurnar mæta
þeim ítölsku í dag
íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik er nú statt á Ítalíu þar
sem liðið mun taka þátt í Evrópu-
riðli heimsmeistarkeppni kvenna í
C-flokki. Mótið fer fram í bænum
Cassano Magnago, sem er skammt
norður af Mflanó.
Fimmtán stúlkur skipa íslenska
liðið, en það er þannig skipað:
Markverðir
Kolbrún Jóhannsdóttir Fram
Halla Geirsdóttir Bodö
Útileikmerm
Guðríður Guðjónsdóttir Fram
Ósk Víðisdóttir Fram
Erla Rafnsdóttir Stjörnunni
Guðný Gunnsteinsdóttir Stjörnunni
Guðríður Guðjónsdóttir leikur nú
á ný með landsliðinu.
Herdís Sigurbergsdóttir Stjörnunni
Inga Lára Þórisdóttir Víkingi
Heiða Erlingsdóttir Víkingi
Halla M. Helgadóttir Víkingi
Svava Sigurðardóttir Víkingi
Björg Gilsdóttir FH
Rut Baldursdóttir FH
Erna Lúðvíksdóttir Amicitia
Þjálfari liðsins er Gústaf Björns-
son, liðsstjóri er Björg Guðmunds-
dóttir, sjúkraþjálfari er Sólveig
Steinþórsdóttir, aðalfararstjóri er
Gunnar Gunnarsson og fararstjóri
er Margrét Theodórsdóttir.
ísland leikur í riðli með Hollandi,
Portúgal, Belgíu, Ítalíu og Finn-
landi. í hinum riðlinum eru Tékkó-
slóvakía, Ungverjaland, Spánn,
Sviss, Grikkland, Tyrkland og Israel.
Fjórir leikir í keppninni verða sýnd-
ir í beinni útsendingu ítalska sjón-
varpsins RAI, þeirra á meðal leikur
Ítalíu og íslands í dag kl. 15.45 að
staðartíma.
Annar leikur íslenska liðsins verður
á sunnudag gegn Portúgal, liðið
mætir Finnlandi á mánudag, Hol-
landi á miðvikudag og Belgíu á
fimmtudag í næstu viku. Að riðla-
keppninni lokinni verður Ieikið um
sæti 22. og 23. mars.
íslenska liðið hefur æft vel fýrir
þessa keppni og stefnir að því að
komast í næstu B-keppni, en 5 efstu
liðin í keppninni nú færast upp í B-
keppnina.
Kostnaður við þátttöku Iiðsins í
keppninni er um 2,5 milljónir króna
og hefur um helmingi þeirrar upp-
hæðar verið safnað með áheitum og
vegna stuðnings Búnaðarbanka ís-
lands. BL
Körfuknattleikur:
Guðjón löglegur
með Keflvíkingum
Dómstóll KKÍ hefur komist að
þeirri niðurstöðu að Guðjón
Skúlason sé löglegur með liði
ÍBK. Guðjón hefur leikáð með
háskólaliði Aubum Montgomery
í Bandaríkjunum á þessu keppn-
istímabili, en er nú kominn til
íslands og mun leika með liði
Keflvfldnga.
Guðjón kom til landsins fýrir
nokkru og lék með með C-liði
ÍBK í 1. flokki gegn Reyni 5. mars
síðastliðinn. Úrslit þess leiks voru
kærð á þeim forsendum að Guð-
jón væri ólöglegur þar sem hann
hefði leikið með háskólaliði í
Bandaríkjunum á keppnistíma-
bilinu.
Álit dómstólsins er eftirfarandi:
„Guðjón Skúlason var áður en
hann fór erlendis leikmaður með
ÍBK. Engin félagaskipti áttu sér
stað til Auburn University og því
verður ekki séð að umræddur
leikmaður hafi orðið ólöglegur
með ÍBK þótt hann hafi leikið
með skólaliði Auburn University."
Þessar niðurstöður staðfesta áð-
urgenginn dóm í héraði.
Guðjón mun því að öllum lík-
indum leika með ÍBK gegn KR í
bikarúrslitaleiknum gegn KR á
sunnudaginn kemur, svo og í úr-
slitakeppninni um íslandsmeist-
aratitilinn, en hún hefst í næstu
viku.
Tilkoma Guðjóns f lið ÍBK styrk-
ir liðið verulega, en ÍBK hefur
ekki verið í neinum vandræðum
með bakverði í vetur, þeir Jón Kr.
Gíslason og Falur Harðarson hafa
leikið mjög vel saman og verið
besti bakvarðadúett deildarinnar.
BL
Guöjón Skúlason löglegur með IBK.
Timamynd PJetur.
Valdimar Grímsson skoraði 6 mörk gegn Stjömunni í gær í 20-24 sigri Valsmanna. Timamynd Pjetur.
w Handknattleikur-Urslitakeppnin:
Afram heldur einvígi
Valsmanna og Víkinga
Valur vann Stjömuna í mjög spenn-
andi leik í Garðabæ í gærkvöld, 24-
20. Valsmenn gerðu út um lcikinn
með því að skora 4 síðustu mörk
leiksins. f leikhléi var jafnt, 12-12.
Leikurinn var mjög fjörugur og
NBA-deildin:
Sixers vann eftir
tvær framlengingar
Tvær framlengingar þurfti til áður
en Philadelphia 76ers náði að leggja
Atlanta Hawks að velli í bandarísku
NBA-körfuknattleiksdeildinni í
fýrrinótt.
Leiknum, sem fram fór á heima-
velli Atlanta lauk með 129-133 sigri
Sixers.
Úrslitin í fýrrinótt urðu sem hér
segir:
Charlotte Homets-Wash. 100-103
Miami Heat-LA Lakers 95-102
Atlanta Hawks-Philadelphia 129-133
Chicago Bulls-Minnesota TVv. 131- 99
Houston Rockets-Seattle Sup. 93- 91
Denver Nuggets-LA Clippers 123-126
Golden State Warr.-Indiana 129-117
Sacramento Kings-Boston 95-110
BL
Knattspyrna:
Reuter til liðs
við Juventus
Samningar milli þýska félagsins
Bayera Múnchen og ítalska félags-
ins Juventus um sölu á þýska
landsliðsmanninum Stefan Reuter,
eru nú á lokastigi. Verðið sem Ju-
ventus þarf að greiða fýrir Reuter er
217 milljónir ísl. króna.
Gert er ráð fýrir að skrifað verði
undir samning milli aðilanna í
næsta mánuði, en samningur hins
24 ára gamla Reuters við Bayern,
rennur út í lok yfirstandandi keppn-
istímabils.
Ef af flutningi Reuters til Ítalíu
verður, þá verður hann 8. liðsmaður
heimsmeistaraliðs Þjóðverja til að
leika á Ítalíu. Fyrir hjá Juventus er
Thomas Haessler. Lothar Mattheus,
Jörgen Klinsmann og Andreas
Brahme leika með Inter Mílan, Rudi
Völler og Thomas Berthold leika
með Roma og Karlhainz Riedle leik-
ur með Lazio. BL
hart barist. Liðin skiptust nokkuð á
um að hafa forystu, en í upphafi síð-
ari hálfleiks virtist sem í stórsigur
Stjörnunnar stefndi er liðið komst í
16-13. Þá fór Valsvörnin í gang, sem
og Einar Þorvarðarson í markinu og
Brynjar Harðarson í sókninni. Þetta
var Stjörnunni um megn og Vals-
menn unnu mikilvægan sigur.
Einar varði alls 13 skot í leiknum
og átti þar að auki sendingar sem
gáfu hraðaupphlaup. Aðrir leik-
menn Vals léku vel, en þar voru
fremstir í flokki, Valdimar Gríms-
son, Jakob Sigurðsson, Brynjar
Harðarson, Jón Kristjánsson og
Finnur Jóhannesson. Hjá Stjörn-
Knattspyrna:
Vogst velur reynda
menn í liö sitt
Berti Vogst, landsliðsþjálfari Þjóð-
verja, hefur valið 20 manna lands-
liðshóp fýrir vináttulandsleik gegn
Sovétríkjunum 27. mars nk. Leik-
urinn er upphitunarleikur fýrir EM
leikina gegn Belgum 1. maí og Wa-
les 5. júní.
í liði Þjóðverja er að finna 14 leik-
menn úr heimsmeistaraliði V- Þjóð-
verja frá því á Ítalíu sl. sumar sem og
2 lýrrum landsliðsmenn A- Þýska-
lands.
Liðið er þannig skipað, Markverðir:
Raimond Aumann og Bodo Illgner.
Varnarmenn: Thaomas Berthold,
Manfred Binz, Andreas Brehme, Gu-
ido Buchwald, Thomas Helmer,
Jörgen Köhler og Styefan Reuter.
Miðjumenn: Uwe Bein, Abdreas
Möller, Dieter Eilts, Thomas Haessl-
er, Lothar Mattheus, Matthías
Sammer og Michael Zorc. Sóknar-
menn: Thomas Doll, Jörgen Kilns-
mann, Karlheinz Riedle og Rudi
Völler. BL
Tottenham sagöi nei!
Tottenham hefur hafnað tilboði
ítalska liðsins Lazio í enska Iands-
liðsmanninn Paul Gascoigne.
Tilboðið hljóðaði upp á litlar 682
milljónir ísl. kr. en Tottenham vill fá
sem nemur 850 milljónum ísl. kr.
fýrir kappann. BL
unni lék Skúli Gunnsteinsson
meiddur og kom það niður á leik
liðsins. Patrekur Jóhannesson var
mjög góður í fyrri hálfleik, Sigurður
Bjarnason er óðum að ná sér eftir
meiðslin og Axel Björnsson lék einn
sinn besta leik í vetur. Magnús Sig-
urðsson skoraði 3 glæsileg mörk ut-
an af velli, en sást ekki þess á milli.
Ingvar Ragnarsson lék í markinu
síðustu 15 mín. og varði vel.
Ágætir dómarar voru þeir Stefán
Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson.
Mörkin Stjarnan: Sigurður 5, Axel
5, Magnús 4/3, Patrekur 3, Haf-
steinn 2 og Hilmar 1. Valur: Brynjar
7, Valdimar 6/2, Jón 6, Jakob 3 og
Finnur 2.
Önnur úrslit
Meistarakeppnin:
Haukar-ÍBV 23-24
Fallkeppnin:
KR-ÍR 25-25
Grótta-KA 30-28
Selfoss-Fram 21-22 BL
Handknattleikur:
Þrír leikmenn í 1.
deild í leikbann
Aganefnd HSÍ hefur dæmt þrjá 1.
deildar leikmenn í eins leiks bann.
Þeir sem um ræðir eru Sigurjón
Sigurðsson Haukum, Einar Guð-
mundsson Selfossi og Konráð 01-
avson KR.
Þá var Skarphéðinn ívarsson Völ-
sungi einnig dæmdur í eins leiks
bann. Þjálfari Völsunga, Arnar Guð-
laugsson, var dæmdur í bann frá 14.
mars-21. mars. BL
Unglingastyrkur:
ÍSÍ styrkir fjóra
unglingaþjálfara
Eins og undanfarin ár mun ung-
linganefnd ÍSÍ veita styrki til ung-
lingaþjálfara sem hyggjast sækja
námskeið erlendis.
Að þessu sinni verða veittir fjórir
styrkir að upphæð 40.000 kr. hver.
Sérstök eyðublöð til útfýllingar á
styrkbeiðnum fást á skrifstofu ÍSÍ,
en þangað þurfa umsóknir að berast
fýrir 1. aprfl nk. BL