Tíminn - 16.03.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. mars 1991
HELGIN
19
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Leroy Bullock leiddur til yfirheyrslu af lögreglu. Hann bar það fyrir sig að hann hefði verið viti sínu fjær af neyslu áfengis og fíkniefna.
Vinir, ættingjar og nágrannar fóm-
arlambanna slógu nú saman og
buðu 17 þúsund dollara verðlaun
hverjum þeim sem gefið gæti upp-
lýsingar sem leiddu til handtöku
morðingjans. Upp úr því bárust
margar símhringingar, fáar vísbend-
ingar en engin handtaka.
Þegar hér var komið sögu voru yfir
20 lögreglumenn starfandi við rann-
sókn morðanna. Allir voru þeir sam-
mála um að öll morðin fjögur væru
framin af einum og sama mannin-
um.
En þrautþjálfaður morðinginn
skildi ekki eftir sig eitt einasta sönn-
unargagn. Ekkert vopn fannst og
engin fingraför voru skilin eftir í
stolnu bílunum eða á morðstöðun-
um. Þrátt fyrir nákvæma og fag-
mannlega rannsókn var ekkert sem
leiddi lögregluna á slóð morðingj-
ans.
Morðin höfðu nú vakið athygli um
þver og endilöng Bandaríkin. Fyrir-
spurnir bárust frá Missouri, Alab-
ama, Oklahoma, Florida, Texas og
Virginiu en lögreglan á öllum þess-
um stöðum var að kljást við óupplýst
morð sem framin höfðu verið með
svipuðum hætti. Allar fáanlegar upp-
Iýsingar voru bomar saman og safn-
að í eitt mikið skjalasafn. í heilt ár
voru morðin fjögur í Arkansas í
skránni um óupplýst mál.
Loks eru kennsl borín
á morðingjann
Þann 19. desember 1989, einu ári og
fimm dögum eftir að Jones-hjónin
voru myrt, voru tvær rosknar konur
myrtar í Falmouth í Virginiu. Eldri
maður var skotinn og særður hættu-
lega og annar meðlimur fjölskyld-
unnar slapp naumlega, en það var
kona.
Karlmaðurinn, sem lifði árásina af,
skýrði lögreglunni frá því að maður-
inn hefði komist inn á heimilið með
því að nota nöfn ættingja þeirra.
Hann sagði að sér hefði þótt hann
grunsamlegur frá fyrstu stundu.
Þegar hann var kominn inn í húsið
dró morðinginn upp skammbyssu
og skaut 72 ára gamla eiginkonu
mannsins sem lifði af, Veronicu Pe-
titt, og einnig bókhaldara þeirra
hjóna, Velmu Rexrode, sem einnig
var 72 ára.
Eiginmaðurinn var skotinn tvisvar í
hálsinn en skotin geiguðu þegar þau
lentu á málmhlutum stuðnings-
kraga sem maðurinn bar um háls-
inn.
Meðan á skothríðinni stóð flúði ung
frænka þeirra hjóna yfir í næsta hús.
Morðinginn elti hana á flóttanum en
doberman hundur hjónanna stöðv-
aði hann og hann flúði. Lögreglan
var mætt á staðinn innan fárra mín-
útna.
Samstundis voru settir upp vega-
tálmar og leitað í öllum bifreiðum en
án árangurs. Enn einu sinni hafði
morðinginn sloppið frá ódæðisverk-
um sínum. En áður en hann flúði
hafði hann dregið hring af fingri líks
Veronicu Petitt sem metinn var á
150 þúsund dollara.
Þau sem Iifðu af þetta tilræði gáfu
góða lýsingu af morðingjanum.
Bowler lögreglumaður, sem yfirleitt
starfaði í eiturlyfja- og siðgæðisdeild
lögreglunnar en aðstoðaði nú morð-
deild um tíma, fékk skyndilega hug-
dettu. Hann leitaði í fjölskyldual-
búmum hjónanna og fann þar mynd
sem gat átt við lýsinguna sem gefin
hafði verið á morðingjanum.
Myndin var nú stækkuð og Iögregl-
an sýndi hana vitnunum ásamt
myndum af öðrum glæpamönnum.
Petitt og frænka hans báru kennsl á
manninn sem hinn 46 ára gamla
Leroy Bullock sem hafði verið giftur
fjarskyldri frænku þeirra um tíma
fýrir um það bil fimm árum. Nú
hafði lögreglan bæði mynd af morð-
ingjanum og nafn hans.
Nú hafði blóðug slóð morðingjans
legið í hring og var nú komin aftur á
nær sama stað og hún hafði staðið,
en á þeirri leið lágu að minnsta kosti
sex lík.
Þann 9. febrúar 1990 komu tveir
menn inn í skartgripaverslun í Par-
agould og báðu afgreiðslumanninn
að meta fyrir sig mjög óvenjulegan
hring sem þeir höfðu meðferðis og
kváðust hafa keypt hjá veðlánara. Af-
greiðslumaðurinn bað þá um að
skilja hringinn eftir til þess að eig-
andi verslunarinnar gæti metið
hann. Þeir fóru að þeim tilmælum
hans, en tregir þó.
Eigandinn þekkti hringinn sam-
stundis sem þann sem Jonnie Jones
hafði átt. Hann hafði sjálfur smíðað
hann og síðar sett á hann klemm-
urnar svo hún gæti notað hann þrátt
fyrir liðagigtina. Eigandinn hafði
strax samband við lögregluna.
Lögreglumenn biðu í versluninni
eftir því að mennimir kæmu aftur til
að sækja hringinn og handtóku þá.
Mennimir sögðust hafa keypt
hringinn af manni í Flórída. Þeir
gáfu upp nafn hans. Þeir sögðust
ekki vita hvar hann væri nú niður-
kominn en hann byggi í hjólhýsi og
væri mikið á ferðinni.
Eiturlyíjahringur
upprættur
Lögreglan þefaði nú manninn uppi
og hann var handtekinn í Malvem í
Arkansas. Við leit í húsvagninum
fannst sjálfvirk byssa og þó nokkrar
skammbyssur. Einnig vom þar
skartgripir að andvirði um það bil
250 þúsund dollara. Lögreglan fann
líka 27 þúsund dollara í reiðufé, fjór-
ar únsur af kókaíni og töluvert magn
af marihuana.
Annar maður var handtekinn um
leið og í Ijós kom að hann var eftir-
lýstur fyrir eiturlyfjasölu í Kaliforn-
íu. Hann hafði verið eftirlýstur í 10
ár. Hann var framseldur til Kalifom-
íu. Þessar handtökur bundu enda á
starfsemi umfangsmikils fíkniefna-
hrings sem starfað hafði um öll
Bandaríkin.
Skartgripimir þekktust sem þeir
sem stolið hafði verið á heimili Jo-
nes-hjónanna, Ruth Nisenbaum og
Syble Cooksey. Sá gmnaði játaði að
skartgripirnir væm fengnir hjá
manni að nafni Leroy Bullock. Fíkni-
efnasalinn neitaði öllum tengslum
við morðin. Hann sagði lögreglunni
samstundis hvar hann teldi að Leroy
Bullock væri að finna.
Að því er virtist hafði hinn gmnaði
lifibrauð sitt af því að ferðast um
Bandaríkin í hjólhýsinu sínu og fara
á flóamarkaði og til veðlánara og
kaupa og selja skartgripi. En við
nánari athugun kom í ljós að hann
rak stórfellda verslun með eiturlyf.
Loks sást til Leroy Bullock á hliðar-
vegi í TUcson Arizona. Þetta var
klukkan 11.35 að morgni hins 13.
febrúar 1990. Hann var samstundis
umkringdur lögreglu og gafst upp
baráttulaust.
Sama dag var hann ákærður fyrir
morðin f Virginiu. Hann var fram-
seldur þangað samstundis. Þau fórn-
arlömb sem hans, sem lifað höfðu af,
bám samstundis kennsl á hann.
í margar vikur reyndu Bullock og
löfræðingur hans að semja við emb-
ætti saksóknara í því skyni að forða
honum frá rafmagnsstólnum. Hluti
af þeim samningum var tilboð
Bullocks um að gefa fullkomna játn-
ingu á öllum morðunum ef hann í
staðinn fengi aðeins lífstíðardóm.
Stórfelldar játningar
28. júlí afhendi Leroy Bullock lög-
reglunni í Jonesboro skriflega játn-
ingu upp á nítján síður.
Hann viðurkenndi að hafa myrt Jo-
nes-hjónin og tilefnið var rán. Hann
kvaðst hafa séð frú Jones með skart-
gripina sína svo hann elti hana og
komst að því hvar hún bjó.
Hann varð sér síðan úti um blóma-
körfu og hélt aftur til hússins eftir
myrkur. Þegar hann kom þangað var
dr. Jones að koma út um bakdymar.
„Ég sagðist vera að afhenda blóma-
sendingu og hann sagði mér að
koma inn,“ sagði Bullock.
Bullock dró upp byssu sína og
neyddi dr. Jones til að opna peninga-
skápinn. Þjófurinn setti feng sinn í
koddaver. Síðan batt hann dr. Jones
og skildi hann eftir niðri.
Þegar hann var á leiðinni út kom
frú Jones inn. Bullock kvaðst hafa
óttast að hún gæti borið kennsl á
hann síðar og því farið með hana
upp í svefnherbergið, lagt hana á
rúmið og skotið hana í hnakkann.
Þá fór hann aftur niður og sótti dr.
Jones, fór með hann inn f annað
svefnherbergi og tók hann af lífi á
sama hátt og konu hans — með
hnakkaskoti.
Bullock tók síðan blómakörfuna
sína og ránsfenginn og ók burt á
bflnum sínum. Vopnið var .38 kali-
bera hlaupstutt skammbyssa sem
hann hafði átt í tvö eða þrjú ár.
Fjöldamorðinginn átti í erfiðleikum
með að muna einstök atriði glæp-
anna sem hann hafði framið. Hann
kvaðst hafa verið drukkinn og undir
áhrifum fíkniefna þegar hann framdi
morðin, hann hefði verið að reykja
marihuana blandað með kókaíni.
„Ég var í verra ástandi í Paragould
eni ég var f í Jonesboro," sagði hann.
í Jonesboro sagðist hann einfald-
lega hafa gengið upp áð húsi fyrra
fómarlambsins. „Ég held að það haf-
ir verið frú Cooksey. Ég barði að dyr-
um og sagðist vera veikur og þarín-
ast hjálpar. Hún hleypti mér inn í
eldhúsið, ég dró upp byssuna en hún
sýndi mér mótspymu.“ Gamla kon-
an hafði verið svo ákveðin í að streit-
ast á móti að henni tókst að klóra
árásarmann sinn í andlitið.
Bullock batt gömlu konuna og lagði
hana á rúmið. Hann leitaði síðan í
húsinu og stal því sem hugurinn
girntist, þar á meðal lítilli skamm-
byssu.
Á meðan Cooksey var enn á lífi
kvaðst Bullock hafa þvegið henni um
hendumar með þvottapoka og skafið
undan nöglum hennar til þess að
ekki fyndust þar skinntætlur úr and-
liti hans. Síðan skaut hann hana
með hennar eigin byssu.
„Ég skaut hana tvisvar eða þrisvar.
Ég man ekki hvort ég leysti af henni
böndin eða ekki.“
Bullock stal síðan bfl Syble Cooksey
og ók honum á bflastæði í grennd-
inni og skildi hann þar eftir. En þá
mundi hann að hann hafði verið
hanskalaus þegar hann opnaði úti-
dyrnar á húsi hennar svo hann sneri
aftur til að þurrka fingraför sín af
hurðarhúninum.
Bullock skýrði síðan frá því að hann
hefði áður fengið augastað á húsi Ni-
senbaum hjónanna skammt frá. Nú
var aðeins einn bfll í innkeyrslunni,
svo hann gerði ráð fyrir að fómar-
lamb hans væri eitt heima, því það
höfðu verið tveir bílar við húsið
skömmu áður.
Bullock barði þar að dyrum og þeg-
ar Ruth Nisenbaum kom til dyra ýtti
hann upp hurðinni og miðaði á hana
byssu. Hann þvingaði hana til að fara
um allt húsið með sér á meðan hann
rændi það. Hann tók af henni 150
þúsund dollara hring og alla þá pen-
inga sem hún hafði handbæra.
Enn var hann stjarfur af neyslu
áfengis og fíkniefna og var ekki viss
um hversu mörgum skotum hann
hefði skotið gömlu konuna. En hann
mundi eftir að hafa skotið hana með
.38 byssunni sem hann átti sjálfur og
einnig annarri byssu sem hann hafði
stolið.
Hann stal síðan Cadillac bifreið frú
Nisenbaum og ók henni á bifreiða-
stæðið við verslunarmiðstöð
skammt frá. Þar skildi hann bflinn
eftir. Hann faldi sig síðan á bak við
ruslagám og fór þar úr peysunni og
vafði þýfið inn í hana. Að því loknu
gekk hann yfir götuna og ók burt á
sínum eigin bfl.
Bullock játaði einnig að hafa ráðið
bana 72 ára gamalli konu, Dixie
Drago Johnson, í Memphis, Tenn-
essee. Það morð var framið þann 3.
mars 1989, milli morðanna sem
fjallað er um hér að framan.
Aðferðin sem Bullock notaði þar var
sú sama og við hin morðin. Hann
barði að dyrum og þegar Johnson
opnaði dró hann upp byssu, ruddist
inn, rændi öllu sem hann fann bita-
stætt og stal bflnum hennar. Hann
fann byssu í húsinu sem hann notaði
síðan til að drepa konuna.
Rannsókn á byssukúlum sem fund-
ust í líkum Dixie Johnson og Ruth
Nisenbaum leiddi í ljós að þær voru
höfðu verið drepnar með sömu byss-
unni.
Byssunni kvaðst hann síðan hafa
kastað í gruggugt Mississippi fljótið
á einni af mörgum ferðum sínum á
milli Arkansas og Tennessee.
Óværan
loks upprætt
í ágúst 1990 var Bullock dæmdur
sjö sinnum í lífstíðarfangelsi og
hlaut að auki einn 16 ára fangelsis-
dóm.
Lögreglan í Memphis á eftir að yfir-
heyra hann vegna fjögurra óupp-
lýstra morða, en aðferðir sem þar
voru notaðar benda sterklega til að
Bullock hafi verið þar að verki.
Yfirvöld í Flórída, Missouri og Col-
orado bíða þess þolinmóð að röðin
komi að þeim að fá Bullock til yfir-
heyrslu.
Aðeins tíminn mun leiða í ljós
hversu mörg lík liggja í slóð þessa
klóka og kaldlynda morðingja.