Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 22. mars 1991 Orkumálastjóri sér fyrir sér mikla aukningu í raforkuframleiðslu vegna stóriðnaðar og útflutning um sæstreng: Raforkuframleiðsla tí- faldast næstu 40 árin Jakob Bjömsson orkumálastjóri gerir ráð fyrir að árið 2030 verði búið að taka til notkunar öll helstu virlgunarsvæði vatnsorku og helstu háhitasvæði. Um 74% orkunnar verði framleidd í vatnsafls- virkjunum, en um 26% í jarðgufuvirkjunum. Uppsett raforkuafl hériendis þá yrði alls 5810 megavött. Þetta kom meðal annars fram í erindi sem Jakob fiutti á ársfundi Orkustofnunar í gær. Frá ársfundi Orkustofnunar í gær. Tímamynd: Pjetur Jakob dró upp í erindi sínu hugsan- lega mynd af stöðu í orkumálum ef stefna stjórnvalda í raforkumálum og stóriðnaði myndi bera svipaðan árangur og stefnt er að. Jakob reikn- ar með aukningu í orkufrekum iðn- aði, útflutningi raforku um sæ- streng auk almennrar notkunar. Hann gerir ráð fyrir að orkufrekum iðnaði verði komið á fót í svipuðum mæli á fjórum stöðum á landinu: á Reykjanesi, Vestur-, Norður- og Austurlandi. Samtals næmi orku- þörf þess iðnaðar, að núverandi stór- iðju meðtalinni, 23,1 TWh. Hann segir dreifingu iðnaðarins um landið hafa afgerandi áhrif á hvernig raforkukerfið verði árið 2030. Hann sér fyrir sér að 11,2% fari til almennrar notkunar, 53,9% verði notuð í orkufrekan iðnað og 34,9% verði flutt út um sæstreng. Út frá þessu yrði raforkunotkunin hér á landi árið 2030 42,9 TWh, en til samanburðar er hún nú 4,4 TWh. Og til að flytja þessa orku út um landið segir Jakob að stórefla þurfi flutningskerfið út um landið. Til viðbótar við núverandi 132 og 220 kílóvatta línur þurfi fleiri 220 KWh línur að koma, auk lína af nýju spennustigi sem er 400 KWh. Mest yrði aflstreymið austanlands, næst Berufirði, þaðan sem ráðgert er að 2000 MW leggi upp í ferð til útlanda. Orkumálastjóri telur að sölutekjur af raforku í heildsölu og til stórnot- enda geti orðið nærri 45 miljörðum króna árið 2030, miðað við núgild- andi verðlag. Hann minnti á að vatnsaflstöðvar væru afskrifaðar á 40 árum, en gætu með góðu móti enst í heila öld. Jarðgufustöðvar væru afskrifaðar á 30 árum og gætu einnig enst lengi. Þegar kæmi fram á síðari hluta 21. aldar og kostnaður vegnavirkjana, sem reistar væru um og eftir komandi aldamót, hefði ver- ið afskrifaður, gætu hreinar tekjur þjóðarbúsins af nýtingu orkulind- anna numið 30-40 miljörðum króna. Jakob sagði að auðvitað væri þessa langt að bíða. „En hugsum okkur að forfeður okkar og -mæður hefðu í byrjun þessarar aldar skilið okkur eftir þvílíka orkulind," bætti hann við. Þá ræddi Jakob um þær miklu und- irbúningsrannsóknir, sem þyrfti að vinna ef hefja ætti nýtingu orkulind- anna í stórum stíl. Mikilvægt væri að fara hægt af stað en ekki með æðibunugangi með framkvæmda- mennina á hælunum. Hann sagði átak í vatnsorkurannsóknum, sem hefst í ár og stendur til 1995. vera fyrsta skrefið í þeim undirbúningi. Tilsvarandi rannsóknir í rannsókn- um háhitasvæða til raforkuvinnslu sagði hann vera í undirbúningi. A síðasta ári námu fjárveitingar til Orkustofnunar 212,5 miljónum króna, sem er að raunvirði 7,8% lægri upphæð en árið áður. Orku- málastjóri telur það vera öfuga þró- un að fjárveitingar til stofnunar dragist saman að raunvirði frá ári til árs á sama tíma og stjórnvöld marka þá stefnu að vinna að aukinni nýt- ingu orkulindanna í þágu þjóðar- búsins. -sbs. Aðalfundur Flugleiða í gær: NÝJU FLUGVÉLARNAR TRYGGJA AFKOMUNA Aðalfundur Flugleiða var haldinn í gær. Þar kom fram að á síðasta ári hefur afkoma félagsins stórbatnað. Forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, þakkar það nýjum flug- flota, stöðugleika í efnahagsmálum og hagstæðri gengisþróun. A síðasta ári var heildarhagnaður af rekstri Flugleiða 401 millj., þar af er hagnaður af sölu eigna 348 millj. Er það í fýrsta skipti í 4 ár, sem hagnað- ur er af reglulegri starfsemi. Rekstr- artekjur Flugleiða eru um 12.000 millj., og gjöld 11.500 millj. Rekstr- arhagnaður af reglulegri starfsemi án fjármagnsliða og skatta er 506 millj., um 4% af veltu. Vaxtagjöld og verðbætur eru 838 millj. Þau hafa hækkað mikið vegna lántöku til kaupa á nýjum flugvél- um. Hagstæð gengisþróun á árinu, lágt gengi dollars, hefur hins vegar komið til lækkunar. Hagnaður af reglulegri starfsemi að viðbættum fjármagnsgjöldum er 362 millj. Bókfært verð eigna Flugleiða er um 18.600 millj. Heildarskuldir eru 14.400 millj. Erlend langtímalán eru 11.300 millj. Bókfært eiginfé er 4.200 millj. Sigurður Helgason forstjóri sagði í ræðu sinni, að staða félagsins hefði aldrei verið sterkari. Auk nýrra flug- véla og hagstæðrar gengisþróunar, þakkaði Sigurður það stöðugleika í efnahagsmálum á íslandi. Hann sagði: „Það náðist verulegur árang- ur í baráttunni við verðbólgu fýrst og fremst vegna áhrifa hinnar svo- kölluðu þjóðarsáttar. Sá vaxandi stöðugleiki, sem fylgt hefur í kjölfar- ið, hefur jákvæð áhrif á rekstur fyr- irtækis á borð við Flugleiðir." Sigurður Helgason lætur nú af störfum sem stjórnarformaður Flugleiða. Með honum ganga úr stjórn Árni Vilhjálmsson, Hörður Sigurgestsson, Kristjana Milla Thor- steinsson og Páll Þorsteinsson. Fyrir aðaifundi lá tillaga um að auka hlutafé um 400 millj. að nafn- virði og gefa út 10% jöfnunarhluta- bréfa. Með því skal eiginfjárstaða fyrirtækisins enn bætt. Á þessu ári ætla Flugleiðamenn að endurnýja innanlandsflugflota sinn. Með því vilja þeir snúa viðvarandi tapi í hagnað. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra eru líkur á að rekstur Flugleiða gangi vel á þessu ári, ef tekst að viðhalda þeim stöð- ugleika sem verið hefur í efnahags- málum. Breytingar í stjóm Flugleiða: Höröur Sigurgestsson nýr stjórnarrormaður Hörður Sigurgcstsson, forstjóri hefur að flugrekstri í 38 ár. f stað Eimskips, var kjörinn stjóraar- Sigurðar var Benedikt Sveinsson formaöur Flugieiða á aðalfundi kjörinn í aðalstjóm Flugleiða. félagsins í gær. Þá samþykkti að- alfundurinn að auka hlutafé fé- lagsins um 400 milljónir króna að nafnvirði. Gert er ráð fyrir að bréfln seljist fyrir um 1 miiljarð króna á markaðnum. Hörður Sigurgestsson starfaði hjá Flugieiðum frá 1974-1979 og hefur verið í sfjóra félagsins frá árinu 1984. Hann varð vara- formaður stjóraar árið 1986 og tekur nú við stjómarformennsku af Sigurði Helgasyni, sem starfaö Varaformaður stjóraar var krjör- inn Grétar Br. Kristjánsson, en hann gegndi því embætti frá 1981-1986. í varastjóm voru kosnir Jóhann J. Ólafsson, Björa Theódórsson og Haildór Þór Halldórsson. Tveir síðastnefndu eru nýir menn í varasfjóm félags- ins. Aðalfundurinn samþykkti til- lÖgu um útgáfu 10% jöfnunar- hlutabréfa og um greiðslu 10% arðs til hluthafa. —SE Verkalýðsfélag Borgarness 60 ára í dag: Félagsmenn upphaflega 39 en eru nú um sjö hundruð í dag eru liöin 60 ár síðan 39 verka- menn í Borgaraesi stofnuðu með sér Verkalýðsfélag Borgamess og í kvöld klukkan hálf níu hefst hátíð- ardagskrá á Hótel Borgamesi í til- efni afmælisins. Mikið verður um dýrðir á hátíðinni og eru allir vel- komnir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan verkamennirnir 39 stofnuðu félagið. í dag eru í félaginu um 700 manns: verkamenn, byggingamenn og járniðnaðarmenn. Félagið hefur á undanförnum árum lagt áherslu á fjölbreytta starfsemi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á fræðslu- starfið og hafa verið haldin um 50 námskeið með alls um 1000 þátttak- endum. Félagið hefur haft góða samvinnu við MFA um fræðslustarfið. Þá hefur félagið haldið fjölmenna borgara- fundi í samvinnu við Neytendafélag Borgarfjarðar. Stjórn félagsins árið 1991 er skipuð þeim Jóni Agnari Eggertssyni, sem er formaður, Sig- rúnu D. Elíasdóttur, Baldri Jónssyni, Agnari Ólafssyni, Karli Á. Ólafssyni, Svövu Halldórsdóttur og Áslaugu Pálsdóttur. í fyrstu stjórn þess voru Daníel Eyjólfsson formaður, Guðmundur Sigurðsson ritari, Karl L. Björnsson féhirðir, Friðrik Þorvaldsson fjár- málaritari og Einar F. Jónsson vara- formaður. Eins og áður sagði þá minnist fé- lagið afmælisins með hátíðardag- skrá á Hótel Borgarnesi í kvöld. Klukkan 20.15 leikur Lúðrasveit Borgarness, en stjórnandi hennar er Björn Leifsson. Samkoman verður sett klukkan 20.30. Kveldúlfskórinn syngur nokkur lög, stjórnandi er Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfé- lags Borgarness, flytur ræðu, Óperusmiðjan sér um blandaða söngdagskrá og fram koma m.a. Sig- urður Bragason, Jóhanna Þórhalls- dóttir og Inga Bachmann. Flosi Ól- afsson flytur hugleiðingu og Þorkell Guðbrandsson syngur gamanvísur. Þá verða nokkrir aldraðir félags- menn heiðraðir. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.