Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 22. mars 1991 | UTLOND IpmMA / -~ríTí iraskir stríðsfangar bandamanna. Fangaskiptin hafa gengið treglega. (rakarsleppa 1.500 Kúvætum: 92 hermenn frá Senegal farast Þjóðaratkvæðagreiðslan í USSR: Niðurstöður birtar f gær Niöurstöður úr þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sovétríkjunum, sem fram fór á sunnudag, voru birtar í gær. Yfirmaður nefndar, sem sá um atkvæðagreiðsluna, kynnti sovéska þinginu niðurstöðumar, en hann sagði að einhverjar smávægiiegar breytingar ættu eftir að verða á tölunum, en nákvæmar niðurstöður munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga. Níutíu og tveir senegalskir hermenn létust í gær þegar C-130 Hercules flutningavél þeirra fórst skammt sunnan við bæinn Khafji í norðaust- urhluta Saudi-Arabíu. Hermennirnir voru í hópi fimm hundruð manna liðs frá Senegal sem var hluti af fjölþjóðahernum sem hrakti íraka úr Kúvæt. Stjórnvöld í Senegal hafa skipað átta daga þjóðarsorg vegna slyssins. Nú á síðustu dögum hafa írakar gefiö um 1.500 kúvæskum stríðs- föngum frelsi. Þeir slepptu um 1.200 manna hóp 8. mars og nú telja kú- væskir lögfræðingar, sem hafa tekið saman lista yfir þá sem eftir eru í ír- ak, að þeir séu a.m.k. 2.000. Kúvætarnir 1.500 dvöldu í norð- vesturhluta Saudi-Arabíu í nótt, en í dag mun verða flogið með þá til Kú- væts. Rauði krossinn sá um að fiytja þá til Saudi-Arabíu og þar sá kúvæski herinn um að flokka þá úr sem ekki mega koma til Kúvæts. Yfirvöid í Kúvæt hafa nefnilega ákveðið að fækka mönnum af er- lendu þjóðerni í landinu, þannig að menn af kúvæskum uppruna verði ávallt í meirihluta. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka vilja írakargefa þeim Kúvætum, sem eftir eru í Irak, frelsi sem fyrst, en þessi flokkun kúvæskra yfirvalda hefur tafið mjög fyrir. Daglega eru farnar mótmælagöngur fyrir framan bústað forsætisráðherra Kúvæts og hóteliö sem flestir erlendir frétta- menn dveljast á til að mótmæla hve hægt gengur að fá Kúvætana heim frá Irak. Reuter-SÞJ Kjósendur voru spurðir hvort þeir teldu nauðsynlegt að varðveita sov- éska ríkjasambandið sem nýtt sam- band fullvalda ríkja. Niðurstaðan var sú að um 58% allra atkvæðisbærra manna svöruðu spurningunni ját- andi. Þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni var 80%, en 76% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já. í einu lýðveldanna, Kazakhstan, var spurningunni breytt þannig að meiri áhersla var lögð á sjálfstæði ríkisins. Sex lýðveldi af fimmtán sniðgengu þjóðaratkvæðagreiðsl- una: Lettland, Litháen, Eistland, Georgía, Armenía og Moldóva. Niðurstöður úr ýmsum atkvæða- greiðslum, sem fóru fram í einstök- um lýðveldum samhliða allsherjar- atkvæðagreiðslunni, liggja ekki fyr- ir. Fyrir þeim atkvæðagreiðslum stóðu róttækir umbótasinnar í óþökk við Kremlarvaldið. Meðal annars var spurt í Rússlandi hvort menn vildu velja forseta landsins beint og bráðabirgðatölur benda til að 70% þeirra sem greiddu atkvæði hafi svarað því játandi. Menn hafa öðrum þræði litið á at- kvæðagreiðsluna sem baráttu milli Mikhails Gorbatsjov, forseta Sovét- ríkjanna, og helsta stjórnmálaand- stæðings hans, Boris Jeltsin, forseta Rússlands. Ljóst þykir af þessum niðurstöðum að Gorbatsjov hafi ekki fengið þann stuðning sem hann vænti. Jeltsin er ótvíræður sigur- vegari kosninganna. En margir stuðningsmanna Jeits- Fréttayfirlit DHAKAR - Níutiu og tveir sene- galskir hermenn létu lífið í gær þegar C-130 Hercules fiutninga- vél, sem þeir voru f, fórst rétt sunnan við bæinn Khafji f norð- austur Saudi-Arabíu. Þeir voru hluti af fjölþjóðahemum sem hrakti (raka frá Kúvæt. DAMASKUS - Kúrdfskir upp- reisnarmenn í (rak sögðust f gær vera að berjast um yfirráð borgar- innar Monsul í Kúrdistan, en Monsui er eina borgin í Kúrdistan sem þeir sögðust ekki hafa á valdi sinu. Þeir sökuðu stjórnarherinn um að dreifa sýru úr þyrium yfir óbreytta borgara. ANKARA - Forseti Tyrklands, Turgut Ozal, sagðist f gær ekki búast við að Saddam Hussein, fbrseti fraks, verði mikið lengur við völd. KÚV/ET - (rakar hafa sieppt 1.500 Kúvætum til viðbótar þeim 1.200 sem þeir slepptu 8. mars. Þeir voru f Saudi-Arabíu f nótt, en það verður flogiö með þá tH Kú- væts f dag. AMMAN - Erlendír læknar, sem komu til Sýrlands frá (rak í gær, sögðu að hungursneyðin í (rak minnti þá á hungursneyðina f Súdan. Þeir sögðu brýnt að (rök- um yröi veitt alþjóðleg hjálparað- stoð, sérstaklega til að koma f veg fyrir útbreiðslu farsótta. SAN DIEGO, Kaliforníu - Tvær P-3 Orion kafbátaleitarflug- vélar bandarfska sjóhersins rák- ust saman norövestur af San Di- ego í gær. Aliir tuttugu og sex, sem voru um borð í fiugvélunum, létust. LONDON - Breska rikisstjómin tilkynnti i gær að hún mundi af- nema nefskattinn óvinsæla. MOSKVA - Opinberar tölur um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Sov- étrfkjunum voru birtar f gær með fyrirvara um smávægilegar breyt- ingar. Samkvæmt þeim vildu 58% atkvæðisbærra manna halda rfkjabandalaginu áfram. BÚKAREST - Stjómarandstaö- an ( Rúmenfu þrýsti á forsætis- ráðherra landsins, Petre Roman, um að breyta um stefnu f kjölfar afsagnar tveggja ráðherra og óláta meðal verkamanna vegna efnahagsumbótanna sem hrint var í framkvæmd í fyrradag. BRUSSEL - Vaclav Havel, for- seti Tékkóslóvakfu, skoraði í gær á leiðtoga Atlantshafsbandalags- ins (NATO) að verja hina við- kvæmu lýðræðishreyfingu, sem væri aö þróast meðal þjóða Aust- ur-Evrópu, f stað þess að fara I varnarstöðu gagnvart þessum þjóðum. PEKING - Fulltrúi Kína í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að Kínverjar vildu að efna- hagsþvingununum gegn (rökum yrði fljótlega hætt. Kína er eitt þeirra fimm ríkja sem hafa neitun- arvaid i ráðinu. SHARPEVILLE, Suður-Afr- Iku - Þúsundir manna í Sharpe- ville voru heima í gær og fóru ekki til vinnu til að mlnnast þess að 31 ár eru liðin sfðan lögreglan myrti 69 blökkumenn sem voru að mót- mæla kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjómvalda. Reuter-SÞJ Saudi-Arabía: Sænskt hjálparlið snýr heim Sænskur herspítali með 525 manna starfsliði, sem var settur upp í eyðimörk Saudi-Arabíu vegna átakanna um Kúvæt, verður fluttur aftur til Svíþjóðar í næsta mánuði. Herspítalinn var sendur til Saudi- Arabíu 12. febrúar að beiðni Breta og var það í fullu samræmi við stefnu Svía í stríði sem þessu. Þeir fylgja yfirleitt hlutleysis- stefnu, en veita oft víðtæka hjálpar- aðstoð. Tæplega tvö hundruð manns hafa notið aðhlynningar á spítalanum, flestir írakar en einnig nokkrir Bret- ar. Um 150 manns dvelja enn á spít- alanum, en að sögn talsmanns utan- ríkisráðuneytis Svía þá munu þeir ins óttast afleiðingar baráttu þessara stjórnmálaleiðtoga. Stepan Ki- selyov, umbótasinni og stuðnings- maður Jeltsins, lýsti þessum ótta í grein sem hann birti í Moskvufrétt- um í þessari viku. Þó hann styðji Jeltsin telur hann Gorbatsjov mjög mikilvægan fyrir allar umbætur í landinu. Gorbatsjov kemur, að hans áliti, í veg fyrir að harðlínumenn innan kommúnistaflokksins komist til valda og stöðnun verði á umbót- um eða jafnvel afturför til fyrri stjórnarhátta. Hann óttast að ef Gor- batsjov verði hrakinn frá, þá verði Jeltsin auðveld bráð fyrir harðlínu- kommúnista. Gorbatsjov brúar þannig bilið, að hans áliti, milli hinna róttæku og íhaldssömu og kemur í veg fyrir baráttu á milli þessara afla sem Kiselyov telur að hinir íhaldssömu mundu sigra auð- veldlega. Reuter-SÞJ verða útskrifaðir eða fluttir á aðra spítala fyrir næstu viku. Sænsk yfirvöld hafa boðist til þess að láta flytja spítalann til Kúvæts, en því hafa kúvæsk yfirvöld hafnað. Reuter-SÞJ John Major boðar mýkrí íhaldsstefnu. Bretland: Nefskattur- inn afnuminn Ein mesta stefnubreyting, sem gerð hefur verið í breskri pólitík, var gerð í gær þegar ríkisstjóm íhalds- manna sagðist ætla að afnema skatt sem kallaður hefur verið nefskatt- urinn. Nefskatturinn var hom- steinn þeirrar félagslegu stefnu sem Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður íhaldsflokksins, hafði mótað. Hlutverk nefskattsins var að skapa fjármagn fýrir sveitarstjórnir sem þær síðan veittu í félagslega aðstoð. Nefskatturinn vakti gífurlega óánægju meðal almennings, af því að hann kom jafnt niður á fátækum og efnuðum. Kjarninn í stefnu Thatchers var að allir ættu að greiða jafnt fýrir félagslega þjónustu. Það var Michael Heseltine, um- hverfismálaráðherra í ríkisstjórn Johns Major, sem tilkynnti breytta stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði að sveitarstjórnum yrði séð fýrir fjármagni til félagslegrar að- stoðar með nýjum skatti, eigna- skatti, sem mundi taka tillit til fjöl- skyldustærðar. Það hljómar líkt því kerfi sem var áður. Bryan Gould, þingmaður Verka- mannaflokksins, réðst harkalega á ríkisstjórnina og sagði m.a. að það gætti engrar iðrunar í yfirlýsingu hennar. Hann taldi þetta vera ein mestu mistök í breskri stjórnmála- sögu. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.