Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. mars 1991 Tíminn 5 Sakadómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Töggs hf.: Fyrrum stjórnar- formaður dæmdur í 18 manaða fanoolsi Ingvar Sveinsson, fyrrum stjómarformaður og framkvæmda- stjóri Töggs hf„ var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til ævi- langrar sviptingar verslunaratvinnu í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Hann er m.a. sakfclldur fyrir fjárdrátt og í dómnum segir að hann hafi komið því tii leiðar að gífurlegir fjármunir nýttust ekki þegar þrotabú Töggs hf. var tekið til gjaldþrotasldpta. Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri og Katrín Pálsdóttir deúdar- stjóri hjá SPRON voru sýknuð, en ákvörðun um refsingu tveggja stjómarmanna og eins starfs- manns Töggs hf. var frestað og sfeal hún faJIa niður eftir 3 ár, haidi þau skilorðið. Ingvar Bjömsson iögmaður var dæmdur í 3 mánaða fangelsi sfeilorðsbund- Ið í þrjú ár og til svíptingar mál- flutningsleyfis f 6 mánuöi. Töggur hf. var stofnað 18. maí 1979 og starfaði frá upphafi við innflutning og sölu á nýjum og notuðum bifreiðum og hafði einkaumboð iyrir Saab-bifreiðar hér á landi. Árið 1983 var farið að halla undan fæti hjá fyrirtækinu og snemma á árinu 1987 fór stjóra fyrirtældsins þess á leit við sfeiptaráðanda í Reykjavik að fé- laglnu yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar í alit að þrjá mánuði vegna fjárhagsörðugleika. Heimild tii greiðslustöðvunar var tvívegis framlengd og rann hún út 15. júní 1987 og daginn eftir var bú félagsins tekið til gjaldþrota- skipta. Við gjaldþrotameðferðina þótti koma í Ijós að ýmis atriði varðandi fjármál félagsins þyrftu nánari sfeoðunar við. Bófehald fé- lagsins var ekki að öllu leyti upp- fært og af sfejölum, sem þar fund- ust, taldi sfeiptaráðandi ýmsar hæpnar ráöstafanir hafa verið gerðar. Skiptaráðandinn í Reykja- vík vaktl síðan athygli á því í bréfi tíl ríkissaksóknara dagsettu 24. mars 1988, að við athugun á mál- efnum þrotabúsins hafi komið fram að ástæða væri til að ætla að forsvarsmenn Töggs hf., sem og nokkrir aðrir tilgreindir, hafi gerst sekJr um refsiverða háttsemi. Rífe- issaksóknari sendi RLR fyrirroæli í aprfi 1988 um opinbera rann- sókn af þessu tilefni. RLR lauk rannsókn á málinu í febrúar 1990 og 10. apríl sama ár var gefin út ákæra. Þeir sem vom ákærðir vom Ingvar Sveinsson, stjómar- formaður Töggs hf., stjómar- mennimir Bjöm Sveinsson og Hanna Elíasdóttir, Ágúst Ragn- arsson delldarstjóri hjá Tögg hf., Ingvar Bjömsson lögmaður, Bald- vin Tryggvason sparisjóðsstjóri og Katrin Pálsdóttir deiidarstjóri hjá SPRON. í dómi Sakadóms Reykjavíkur voru Baldvin Ttyggvason og Katr- ín Pálsdóttir sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins. Stjóraar- mennimir þrír vom einnig sýkn- aðir af nokkmm liðum ákærunn- ar, en allir fundnir sekir um skila- svik. Ingvar Sveinsson var fund- inn sekur um stórfeUdan fjárdrátt og segir í dómnum að ástæður mikiis fjármagnskostnaðar hjá fé- laginu hafi fyrst og fremst verið slæm lausaQárstaða þess, sem versnaði verulega undir lokin vegna mlkilla úttekta Ingvars Sveinssonar. Tngvar var einnig sakfelldur fyrir að hafa tnismunað lánardrottnum og í dómnum segir að með ráöstöfunum sínum hafi Ingvar komið því til leiðar að gíf- urlegir fjármunir nýttust ekki þrotabúinu við gjaldþrot þess. Þá var Ingvar sakfeildur fyrir að hafa slegið eign sinni á nýja Saab-bif- reið þremur dögum fýrir gjaldþrot félagsins og fyrir að hafa ívilnaö tilteknum kaupcndum bifreiða með afslætti frá gildandi verðskrá Tðggs hf. Meðal þeirra, sem fengu þennan óeðlUega afslátt, voru Ing- var Bjömsson lögmaður, sem var ráðinn sem aðstoðarmaður hluta- félagsins á greiðslustöðvunartím- anum. Ingvar Bjömsson er sak- feUdur fyrir að hafa misnotað sér aðstöðu sína meö þessum hætti, en bróðir hans, Bjöm Bjömsson, fékk einnig bfl með afslætti, sem og Pétur Kjerúlf, samstarfsmaður Ingvars. Ingvar, Pétur og Bjöm keyptu sér allir bfla af gerðinni Saab 9005 og fengu 80 þúsund krónur í afslátt hver. Bflamir em alUr keyptir nokkmm dögum áður en fyrirtækið er tekið til gjald- þrotaskipta. Ingvar Sveinsson er einnig sakfeUdur tyrir að hafa selt Ingiríði Oddsdóttur 5- dyra Saab 9000 Turbo með 150 þúsund króna afslætti 12. júní 1987, nokkrum dögum áður en fyrir- tækið var tekið til gjaldþrota- skipta. Þá vom Ingvar Sveinsson og Ág- úst Ragnarsson fundnir sekir um að hafa selt veðsetta lyftara og leynt kaupendur veðsetningunni og hvorki greítt veðskuldina né af- lýst henni. Dóminn kváðu upp HjÖrtur O. Aðalsteinsson sakadómari og meðdómendur hans, Stefán Daní- el Franklín, iöggiitur endurskoð- andi, og Stefán Már Stefánsson prófessor. —SE Grímseyingar fá rafmagnið aftur Grímseyingar fengu rafmagn aftur í gær eftir að hafa verið án þess í tvo sólarhringa. Fólk í eyjunni þurfti að flýja til vina og ættingja sem höfðu rafmagn, en gat loks í gær snúið aftur til síns heima. Vonskuveður gekk yfir eyjuna á þriðjudagskvöldið. Henni fylgdi mikil ísing sem orsakaði að raf- magnslínur slitnuðu niður. í gær komust viðgerðarmenn með báti út í eyna og komst rafmagn aft- ur á síðdegis í gær. Þá kom báturinn með mjóik, en á henni var orðinn skortur í Grímsey. -sbs. Leiknar aug- lýsingar ekki á Ijósvakanum Fulltrúar stjómmálaflokkanna, sem sæti eiga á Alþingi, hafa gert með sér samkomulag um aö þeir muni ekki birta leiknar stjómmála- og kynningarauglýsingar í ljósvaka- fjölmiðlum fram til kosninga. í sjónvarpi mun heimilt, sam- kvæmt samkomulaginu, að birta skjáauglýsingar um fundi eða sam- komur flokkanna. í auglýsingunum mega auk þess koma fram merki eða vígorð flokkanna. í hljóðvarpi er heimilt að flytja aug- lýsingar lesnar af þul. Þeim auglýs- ingum má fylgja bakgrunnstónlist viðkomandi hljóðvarpsstöðvar eða bakgrunnsstef að vali auglýsenda. -sbs. Rannsóknarsjóður ríkisins: Flestar umsókn- ir vegna fiskeld- is og -vinnslu Uppþvottalögur er ekki allur þar sem hann er séður: Raunverulegt verð fer eftir sápuinnihaldi Fljótandi veitingahús í sumar ætla menn á Höfn í Homa- firði að ýta úr vör fljótandi veitinga- húsi. „Þetta er gamall eikarbátur, Hrísey SF. Það er meiningin að setja hann við stjóra í höfninni til minningar um þessa gerð af skipum, sem Iengi hafa verið gerð út frá Höfn, en eru nú að hverfa. Við ætlum að byggja yfir dekkið á honum og hafa þar veitingasal. Síðan ætlum við að hafa koníakstofu í brúnni og jafnvel tónleikasal undir hvalbaknum. í dag fengum við leyfi heilbrigðis- ráðuneytisins fyrir þessum rekstri. Hafnarstjóm hefur samþykkt erindi okkar, en önnur skipulagsyfirvöld hér á Höfn eiga eftir að afgreiða málið. Við gemm okkur vonir um að geta opnað í sumar," segir Einar Sveinn Ingólfs- son, útgerðarmaður veitingahússins fljótandi. -aá. Merkingar á umbúðum uppþvotta- lagar gefa enga vísbendingu um sápuinnihald hans. Því standa neyt- endur berskjaldaðir þegar gera á raunhæfan verðsamanburð. Þetta kemur fram í könnun sem Verðlags- og Iðntæknistofnun gerðu á upp- þvottalegi á dögunum. Á markaðnum í dag er að minnsta kosti hægt að velja á milli 37 teg- unda uppþvottalagar í 53 umbúðum. Tegundirnar eru mjög misjafnar að gæðum. Sápuinnihaldið reyndist vera allt frá 6% af rúmmáli lagarins upp í að vera 39%. Almennir fram- leiðslustaðlar gera ráð fyrir að sápu sem nemur 10-40% af heiidarrúm- máli. í könnun Verðlagsstofnunar er raunverulegt verð uppþvottalagarins fundið út með af bera saman verð á hverju prósenti af sápuefni í upp- þvottaleginum. Þannig kemur fram að lögur, sem við fyrstu sýn reyndist vera sá ódýrasti, er í raun 10. sá ódýr- asti. Og sá, sem raunverulega er ódýrastur, er sá 5. ódýrasti. Odýrasti lögurinn er Today’s wash- ing up liquid og kostar 5 kr. á hvert prósentafsápuefni. Dýrasti lögurinn er Hreins sítrónu, sem kostar 16,3 kr. á hvert prósent sápuefnis og það er 226% hærra verð en það lægsta. -sbs. Sótt var um stuðning við 138 rann- sóknar- og þróunarverkefni til Rann- sóknarsjóðs rannsóknarráðs ríkis- ins, en umsóknarfrestur þar um rann út um síðustu mánaðamót. í frétt frá ráðinu segir að óvenju margar góðar tillögur hafi borist, þar sem þátttaka fyrirtækja sé veruleg. Heildarkostnaður verkefna, sem sótt var um stuðning við, nemur 765,4 miljónum króna. Sótt er um 325,3 miljónir króna í styrki frá Rannsóknarsjóði. Áætlað framlag fyrirtækja sjálfra til verkefnanna nemur um 200 miljónum króna. Verkefnin 138, sem sótt er um stuðning vegna, skiptast í 13 flokka. Mest er sótt um vegna fiskeldis og fiskvinnslutækja og - búnaðar. Sótt er um rúmar 53 miljónir í báðum þeim flokkum. Gert er ráð fyrir að í byrjun maí liggi fyrir hvaða verkefni hljóti stuðning Rannsóknarsjóðs í ár. Vinnustaðir - Félagasamtök - Áhugafólk Burstagerðin kaupir Frigg Finnur Ingólfsson Ásta R. Jóhannesdóttir Bolli Héðinsson Hermann Sveinbjömsson Samkomulag hefur náöst milli Delta hf, og Burstagerðarinnar hf. um að síðamefndi aðilinn kaupi og taki yfir allan rekstur Sápugerðar- innar Frigg. Delta hf. keypti Frigg fyrir nokkru. Eins og kunnugt er hefur Sápu- gerðin stundað framleiðslu á hreinsiefnum og hreinlætisvörum frá árinu 1929. Burstagerðin hóf starfsemi sína árið 1930. Fyrirtæk- in eru því álíka gömul og starfa bæði á sviði hreinlætismála. Burstagerðin á einnig og rekur fyr- irtækin Besta í Kópavogi og Kefla- vík, sem sérhæft hafa sig í efnum og tækjum til ræstinga. —SE Frambjóðendur B-listans í Reykjavík eru tilbúnir að koma á fundi á vinnu- stöðum, hjá félagasamtökum eða áhugafólki og ræða stefnumál listans og svara fyrirspurnum. Vinsamlega hafið samband við kosningamiðstöðina, Borgartúni 22, sími 620360 og 620361.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.