Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. mars 1991 Tíminn 15 IÞROTTIR Badminton: Sex keppa á opna franska mótinu Sex íslenskir badmintonspilarar taka þátt í opna franska mótinu í badminton um helgina. Það eru þau Broddi Kristjánsson, Ámi Þór Hallgrímsson, Guðmundur Ad- olfsson, Jón P. Zimsen, Elsa Nielsen og Bima Petersen. Broddi og Ámi Þór fara beint í aðalmótið, en öll hin byrja í undanrásum. í tvíliðaleik leika saman Ámi/Broddi, Guðmundur/Jón og Bima/Elsa og byrja öli í undanrásum. í tvenndarleik leika saman Guðmundur/Bima og Jón/Elsa og byrja einnig í undanrásum. BL Knattspyma — Drengjalandslið: Á sterkt mót á Möltu um páskana Drengjalandsliðið í knattspymu, sem skipað er leikmönnum 16 ára og yngri, tekur um páskana þátt í stericu móti á Möltu. íslenska liðið leikur í riðli með Grikklandi og Möltu á mót- inu. Á leiðinni til Möltu verður komið við í London og leikið gegn unglingaliði Arsenal. Drengjalandsliðið undirbýr sig nú fyrir úrslitakeppni Evrópumóts lands- liða sem fram fer í Sviss 6.-13. maí nk. Eftirtaldir leikmenn skipa drengja- landsliðið: Gunnar Egill Þórisson Víkingi Ámi Arason LA EinarBaldvinÁrnason KR Viðar Erlingsson Stjömunni Alfreð Karlsson ÍA Lúðvík Jónasson Stjömunni Orri Þórðarson FH Hrafnkell Kristjánsson FH Þorvaldur Ásgeirsson Fram Pálmi Haraldsson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA Stefán Þórðarson ÍA ívar Bjarklind KA Guðmundur Benediktsson Þór Jóhann Steinarsson ÍBK Helgi Sigurðsson Víkingi Þjálfarar liðsins em Þórður Lámsson og Kristinn Bjömsson, en fararstjórar í ferðinni verða Sveinn Sveinsson, Sigmundur Stefánsson og Snorri Finnlaugsson. Læknir liðsins verður Einar Jónsson. BL Körfuknattleikur — Urslitakeppnin: Fyrsta skref UMFN Frá Margréti Sanders fréttaritara Tímans á Suðumesjum: Njarðvíkingar sigmðu Grindvíkinga 86-69 í úrslitakeppni íslandsmóts- ins í körfuknattleik í Njarðvík í gær- kvöld. Annar leikur liðanna verður á laugardag í Grindavík. Sigri Grind- víkingar þá, verður að fara fram þriðji leikur liðanna, en að öðmm kosti komast Njarðvíkingar í úrslita- leikina um titilinn. Mikil spenna var í byrjun leiksins í gær og greinilegt að mikið var í húft hjá báðum liðum. Grindvíkingar komust í byrjun í 3-7, en þá kom góður kafli hjá Njarðvíkingum og skoruðu þeir þá 14 stig í röð. Grind- víkingar tóku þá við og minnkuðu forskotin 19-16, síðan var jafnt 25-25 um miðjan hálfleikinn. Njarðvíking- ar juku forskotið síðan jafnt og þétt NBA-deildin: Portland á ný í efsta sætið — í Kyrrahafsriðlinum Los Angeles Lakers tapaði 114- 106 fyrir Seattle Supersonics á úti- velli í fyrrinótt og missti þar með toppsætið í Kyrrahafsriðlinum á ný til Portland. Lakers var aðeins efst í 24 tíma. Úrslin í fyrrinótt urðu þessi: Boston Celtics-Washington Bul. 102- 81 NY Knicks-Cleveland Cavaliers 102- 97 NJ Nets-Minnesota Timber.frl. 118-111 Philadelphia-Detroit Pistons 107-101 Indiana Pacers-Miami Heat 117-107 Chicago Bulls-Atlanta Hawks 129-107 Dallas Mavericks-Phoenix Suns 110- 96 Denver Nuggets-Utah Jazz 98-108 Seattle Supers.-LA Lakers 106-114 BL — í úrslitaleikina um titilinn — sigruðu UMFG 86-69 í gærkvöld Handknattleikur — Úrslitakeppnin: „Verjan sprakk“ og voru yfir 48-31 í hálfleik. Njarðvíkingar bættu enn við í upp- hafi síðari hálfleiks og mestur var munurinn 23 stig. Þá skiptu Grind- víkingar yfir í svæðisvöm og tókst það vel. Þeir söxuðu á muninn, en þó ekki nóg til þess að sigur Njarðvík- inga væri í hættu. Njarðvíkingar sigruðu eins og áður segir með 17 stiga mun 86-69. Teitur Örlygsson og Ronday Robin- son voru bestir hjá Njarðvíkingum. Sá (yrrnefndi átti fjöldamörg fráköst og stoðsendingar, auk þess að skora mikið og berjast vel. Robinson tók 23 fráköst, þar af 11 sóknarfráköst og gætti Guðmundar Bragasonar vel. Annars var það liðsheildin sem stóð sig vel, sér í lagi í fyrri hálfleik. Dan Krebbs var bestur Grindvíkinga, en einnig áttu Hjálmar Hallgrímsson og Jóhannes Kristbjörnsson góða kafla. Athygli vakti hve daufur Guð- mundur Bragason var í sókn, en hann stóð sig oft á tíðum mjög vel í vörn. Dómarar voru Kristinn Albertsson og Leifur Garðarsson. Stigin UMFN: Robinson 25, Teitur 24, Friðrik 10, ísak 9, Hreiðar 7, Kristinn 6 og Gunnar 5. UMFG: Krebbs 24, Jóhannes 11, Hjálmar 9, Rúnar 7, Guðmundur 7, Marel 7 og Sveinbjörn 4. MS/BL — og allt Það var fátt um vamir hjá Stjömumönnum í gærkvöld er þeir fengu Kyjamenn í heimsókn í Garðabæinn. Hin annars sterka Stjömuvöm fékk á sig 37 mörk í leiknum og þarf að leita langt aft- ur í tímann til að finna hlið- stæðu. Það var sama hvað á markið kom, allt lak inn. Mark- varslan var líka á núlli og Stjömuliðið mátti sætta sig við 14 marka tap 23-37. Það var eins og Stjömumenn hafi haldið að leiknum hefði verið frestað aftur, þeir komu til leiks eins og þeir væm að fara að leika gegn kvennaliði Stjömunnar æf- ingaleik, en ekki gegn nýkrýnd- um bikarmeisturum. Með hug- ann heima tókst liðinu aðeins að halda í við spræka Eyjamenn fyrstu mínúturnar. í stöðunni 5-5 settu Eyjamenn í gír og keyrðu yf- ir Stjörnuliðið, breyttu stöðunni í 5-9 og í leikhléi var staðan 12-17. lak inn í síðari hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og með smá heppni hefðu Eyjamenn getað brotið 40 marka múrinn. Eyjaliðið lék allt vel í gær, en þó er vert að geta frammistöðu Sig- mars Þrastar Óskarssonar mark- varðar, sem átti enn einn stórleik- inn. Að þessu sinni varði hann 23/2 skot. Hjá Stjömunni var fátt um fína drætti, enginn uppúr í mjög slöku liði. Leikinn dæmdu þeir Guðjón Sig- urðsson og Hákon Sigurjónsson. Þeir leyfðu harðan leik, en höfðu þó góð tök á Ieiknum. Mörkin Stjarnan: Axel 5, Sigurð- j ur 5, Patrekur 4, Magnús S. 4/2, Magnús E. 2 og Hilmar 2, ÍBV: Guðfinnur 8, Gylfi 8/3, Sigurður F. 5, Erlingur 5, Jóhann 5, Sigurð- ur G. 2, Helgi 2 og Haraldur 1. Önnur úrslit: ÍR-Selfoss..............20-22 BL íslenskar getraunir: FJORIR HOPAR SKIPTU MEÐ SÉR ÞREFALDA POTTINUM — fengu um 600 þúsund hver í sinn hlut Frjálsar íþróttir: Sigurður og Vésteinn keppa á háskólamóti Sigurður Einarsson spjótkastari og Vésteinn Hafsteinsson íslands- methafi í kringlukasti keppa um helgina á opnu bandarísku há- skólamóti sem haldið verður í Al- abama. Þeir Sigurður og Vésteinn hafa æft í vetur í Alabama við mjög góðar aðstæður og hefur undirbúningur þeirra gengið vonum framar. Að sögn Sigurðar þá eru þeir báðir í betri æfingu núna, heldur en nokkru sinni fyrr og hafa báðir ver- ið að kasta mjög langt á æfingum undanfarið. Það verður því spenn- andi að sjá hvernig þeim gengur á þessu fyrsta móti. Þeir Sigurður og Vésteinn koma til með að keppa á nokkrum mót- um í Bandaríkjunum næstu tvo mánuði og svo byrjar keppnistíma- bilið í Evrópu um mánaðamótin maí/júní. Mótin í Bandaríkjunum eru mikið til liður í undirbúningi þeirra fyrir mótin í Evrópu. GÞ/BL Þrefaldi potturinn um síðustu helgi gekk út. Fjórir seðlar komu fram með 12 rétta og tilheyrðu þeir allir hópum í Vorleik ‘91. Úrslit leikj- anna voru flest eftir bókinni og því margir sem náðu sér í vinning. Alls komu 89 raðir fram með 11 réttum og 872 raðir með 10 réttum. AUir hóparnir notuðu kerfi til þess að fá 12 rétta. WEMBLEY hópurinn notaði sparnaðarkerfi sem heitir S 6- 2-324 og fékk 595.711 kr. í sinn hlut. Hópurinn studdi Fram. SIGURFARI notaði líka þetta sama sparnaðarkerfi og fékk sömu upp- hæð í vinning. Þessi hópur styður Víði úr Garði. GÁSS frá Akranesi notaði tölvu til að tippa. Engin ellefa fýlgdi með tólf- unni og er því líklegt að hópurinn hafi notað LITLA FASTA, forrit sem heldur eftir 33% af þeim röðum sem tippað er. GÁSS, sem fékk 573.420 kr. í sinn hlut, studdi ÍA. ÖSS notaði útgangskerfi sem heitir Ú 7-2-676. ÖSS fékk 612.699 kr. í sinn hlut og studdi Val. Hóparnir fá mismunandi upphæð í vinning, þar sem mismunandi fjöldi af ellefúm og tíum fylgja með tólfunni. Eftir þennan góða árangur er ÖSS komið í annað sætið í Vorleik ‘91, hefur 101 stig. BOND hefur enn ör- ugga forystu með 104 stig. í þriðja sætinu kemur BÓ með 100 stig, SÆ- 2 hefur 99 stig, EMMESS hefur 98 stig, WEMBLEY 97 stig og Þróttur FA, RÖKVÍS og SÍLENOS hafa 96 stig í 7.-10. sæti. Fram var sem fyrr efst í áheitunum með tæplega 26 þúsund raðir. KA og Þór saman urðu í öðru sæti og Fylk- ir skaut sér upp í þriðja sætið. í næstu sætum komu KR, Valur, Sel- foss, ÍA, Víkingur, Haukar og UBK. RÚV og DV náðu bestum árangri í fjölmiðlaleiknum um síðustu helgi, 7 réttum. Aðrir miðlar voru með 3-6 rétta. Staðan í leiknum er nú þessi: Morgunblaðið 53, Þjóðviljinn 52, Bylgjan og RÚV 50, Stöð 2 46, Dagur 45, DV 43, Alþýðublaðið 42 og lestina sem stendur reka Tíminn og Lukku- lína með 39 stig. Sjónvarpsleikur helgarinnar í Rík- issjónvarpinu er leikur Sunderland og Aston ViIIa á Roker Park í Sunder- land. í fyrri umferðinni sigraði Aston Villa á heimavelli sínum 3-0. Leikur- inn hefst kl. 15.00. Sölukerfið lokar kl. 14.55, móttaka PC-raða kl. 13.55 og Getraunafaxa kl. 12.55. BL MERKIÐ Viltugera VIÐ 12 LEIKI 23. mars 1991 1. Chelsea-Southampton naHti] 2. Coventry City-Manch.City OITIEII] 3. Derby County-Liverpool .0000 4. Everton-Notth.Forest Q000 5. Leeds United-Crystal Palace 0 000 6. Manch.United-Luton Town □ 000 7. Norwich City-Arsenal ð rnmm 8. Sunderland-Aston Villa Sjónvarpaö ommm 9. Tottenham-Q.P.R. □ mmm 10. Wimbledon-Sheff.United CD 1 1 II X II 2 1 11. Blackburn-Oldham EQ I 1 II x líTl 12. Portsmouth-Newcastle _E 000 13. Ekki í gangi að sinni. EB 000 J o ■ ■ 0 z z 5 T= IL Z 2 i $ XL | DAGUR | II e CC < tt G 1 £ ffi >1 CN 1 J Z i 3 IS ffi | ÍF BAM H TAI r 1 \í -S | 3 1 I X I 2 | 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 9 1 0 2 1 X X 1 1 X 2 2 X X 3 5 2 3 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 0 1 9 4 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 5 1 1 1 1 X 1 X 1 X 1 7 3 0 6 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 7 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 8 X X X 1 X X 1 X 2 X 2 7 1 9 1 1 1 1 1 1 1 2 1 1 9 0 1 10 1 1 1 1 1 1 1 X 1 X 8 2 0 11 2 2 X 2 2 2 2 X 1 2 1 2 7 12 1 1 2 2 X 2 1 1 2 X 4 2 4 13 STADAN í 1. DEILD Arsenal.....28 18 9 1 51-13 61 Liverpool...28 18 6 4 52-24 60 Crystal Pal.29 16 7 6 39-32 55 Leeds.......27 13 7 7 40-2846 Man.United ..29 11 10 8 42-34 42 Man. City ..28 11 9 8 40-3742 Wimbledon ...28 10 11 7 42-35 41 Chelsea.....29 11 7 11 43-49 40 Tottenham ....27 10 9 8 39-36 39 Norwich.....27 11 4 12 34-42 37 Everton.....28 10 6 12 36-34 36 Nott. Forest ..28 8 10 10 41-39 34 Sheffield Utd. .29 10 4 15 26-43 34 Luton.......30 9 5 16 34-48 32 Aston Villa.27 7 10 10 31-32 31 Coventry ...29 8 7 14 28-35 31 QPR.........28 8 7 13 33-44 31 Southampton 29 8 6 15 43-54 30 Sunderland ...29 6 8 15 30-43 26 Derby ......27 4 8 15 25-48 20 STAÐAN í 2. DEILD Oldham.........34 20 9 4 67-38 69 WestHam........34 19 11 4 47-23 68 Sheffield Wed. „33 16 14 3 60-34 62 Middlesbro.....35 16 8 11 54-35 56 Brighton.......34 16 6 12 52-54 54 Millwall.......35 14 11 10 51-38 53 Bristol City...35 16 5 14 53-50 53 Notts County ...33 14 10 9 51-44 52 Bamsley........32 13 10 9 49-32 49 Wolves.........35 11 15 9 50-46 48 Bristol Rov....36 12 11 13 46-46 47 Charlton ......35 11 12 12 45-46 45 Newcastle .....33 11 12 10 34-36 45 Ipswich........33 10 13 10 42-49 43 Oxford.........35 9 15 11 55-60 42 PortVale.......35 11 8 16 45-52 41 Plymouth.......35 9 14 12 42-52 41 Swindon .......35 9 13 13 46-49 40 Blackbum.......35 10 7 18 37-49 37 Portsmouth....36 9 10 17 42-58 37 Leicester......35 10 6 19 46-69 36 WBA............35 8 11 16 40-48 35 Hull ..........35 8 10 17 48-73 34 Watford........35 5 13 17 30-50 28

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.