Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 22. mars 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Steingrimur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Lífvæn fiskveiðistefna Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði nýlega í ræðu að ágreiningur um stjórn fiskveiða væri ekki deila um „kvóta“ heldur „hvers konar“ kvóta. Eins og hverjum manni má vera ljóst er naumast hægt að orða betur í einni setningu hver sé kjarni ágreinings um fiskveiðistjórnun. Vandinn felst í því að velja leiðir til þess að takmarka veiðar á veiði- stofna, sem ekki þola ótakmarkaða sókn. Vissulega er hægt að hugsa sér ýmsar aðferðir til þess að tak- marka veiðar á tegundum sem eru í ofveiðihættu. Það hefur heldur ekki staðið á því að hinar ýmsu hugmyndir væru þrautræddar, hins vegar hefur raunveruleikinn krafist þess að stjórnvöld veldu á milli hugmynda. t>ær hugmyndir sem uppi eru um fiskveiðistjórn eru reyndar ekki ýkja margar þegar vel er að gætt. Þar er aðallega um að ræða tvær til þrjár leiðir sem mönnum hefur komið til hugar að fara megi. Ein þessara leiða er sú að selja veiðileyfi á eins konar uppboðsmarkaði, sem formælendur þessarar hug- myndar útiloka ekki að yrði alþjóðleg viðskipti fyrr eða síðar. Hér er um afar áhættusama leið að ræða, sem fáir vilja láta leggja nafn sitt við, enda neðst á umræðulistanum. Veiðileyfakerfið myndi fyrr eða síðar opna útlendingum leið inn í íslensku land- helgina. Að veiðileyfahugmyndinni afgreiddri sem fráleitu máli eru þeir sem aðhyllast kvótakerfi að ýtast á um „hvers konar kvóti“ eigi að vera við lýði, svo enn sé minnt á orð Halldórs Ásgrímssonar. Þetta hefur m.a. komið fram í máli 15 alþingismanna sem fluttu í vetur tillögu til þingsályktunar um endur- skoðun fiskveiðistefnunnar. Þar er fyrst og fremst um að ræða málflutning sem stefnir að því að of- gera galla á ríkjandi kvótastefnu, því að flutnings- menn tillögunnar eru hlynntir takmörkunum á veiðum sem í innsta eðli er reist á kvótaúthlutun, þó ekki sé með sama hætti og þróast hefur síðan fyrstu lög um stjórn fiskveiða tóku gildi fyrir sjö ár- um. Hvað sem líða kann einstökum göllum núverandi kvótakerfis stendur nær að meta þann góða árang- ur sem orðið hefur af fiskveiðistjórn síðustu ár. Þeim megintilgangi hefur verið náð að halda uppi skynsamlegri nýtingu veiðistofna miðað við vernd- ar- og viðhaldsþörf þeirra. Við nýtum auk þess fleiri tegundir sjávaraflans og gerum verðmæti úr þeim frekar en oft áður. Heildarafli landsmanna hefur verið jafn og stöðugur þessi ár, þótt fyllstu aðgæslu hafi verið framfylgt um veiðiheimildir. Við mat á árangri fiskveiðistjórnar hér á landi er nauðsynlegt að bera hann saman við ástandið í þeim efnum í Evrópubandalagslöndum. Sá saman- burður leiðir umfram allt í ljós að íslensk fiskveiði- stjórn er lífvænleg verndar- og viðhaldsstefna, en fiskveiðipólitík Evrópubandalagsins er rányrkju- stefna, sem er m.a. að eyðileggja gjöfulustu fiski- mið Evrópu, Norðursjóinn. wjmm GARRI Glundroöi íhaldsins Alþingi er loksins fariö hcim eftir mikiö japl, jaml og fuöur. Eins og nær alltaf þegar hlé & að gera á þinghaidi varö mikiö uppistand og læti í Alþingishusinu síöustu dag- ana fyrír þingslit og í því mikia sjónarspiii léku þingmenn Kvenna- listans og HjÖrleifur Guttormsson aðalhlutveridn lengst af. í ieiöara Morgunblaösins í gær er fjallað um þessa síöustu daga þingsins og hreint ótrúlegasta tilraun gerö til aÖ blása bT» f glundroðagfylu vinstri- og míðjuflokkanna. Leið- arahöfundur segir m.a.: „Stjómar- flokkamir hafa hamast við að reka rýtínga í bak hvers annars. Þeir hafa beitt málþófi hver gegn öðr- um, þeir hafa beitt hvers kyns of- beldis- og kúgunaraðgerðum gagn- vart samstarfsflokkum tll þess að námálum frameða komafveg fyr- ir framgang máia. Gludroðinn í röðum vinstri manna er aigjðr.“ Ef Garri vissi ekki betur hefði hann . Aiv»V.ur.ReV>ll»v,k uaraldor Sve>r'*sor' (,«*»•**•«**' Ha )0hano«ssa". Rus»|6*»' T* Qunnarsson fo'Urua* rrts»|0,• B(0tn 10hannsson. Sla»r>00V-S.0UWi —:r^r »»UJ "OO k' -------- Glundroðivinstri flokkanna • í;?,,,--— i '■■** .**. &£%$£ póiitísku samstarfi striðandi afla í Beirút eða Lfbéríu svo mikið er Mogga í mun að draga upp mynd giundroöans. Að fela málefnafátækt Enduríífgun glundroðagrýlunnar er Morgunblaðinu og Sjálfstæðis- flokknum nauðsynieg nú fyrir kosningar af ýmsum ástæðum og skulu tvær tiigreindar hér. í fyrsta fagi er i'haidsöflunum nauðsyniegt að reyna hjartahnoð á glundroða- giýlunni til að breiða yfir glundroð- ann innan eigin raða. Sjálfstæðis- flokknum tókst ekká að útbúa nagl- .. v,.jia iðnaflarw"""- Hemwnniwo". 1 '"rL | itmibnu »*ru í !unn IfrA bvl h»nn m>n, .juiiuka 1 tH,U <iMWa'ði»manr íínahU.ði98H.lKUapðl>»W^ roðakenmngtcn Liarkmiö v»r 1 um.rí ^ (ifarl,.„a á '>\að» 1 líX m. fastan málefnasamning stríðandi lýlkinga og sjónarmiða á iands- fondi sínum um daginn og nauð- lenti með stefnoskrá sem er iftið annað en aimennt hjal um að frelsi og mannúð sé hið besta máL Til að gæta fyllstu sanngimi er þó rétt að nefna þau tvö þjóðfélagsmál þar sem íhaldið hefur skýra stefnu. Þeir vilja se|ja rás 2 og þeir viija fa lyklana aö sjávarútvegsráöuneytinu þó enginn vití hvort það sé tii að framkvæma nýja sjávarútvegs- stefnu eða til að innrétta þar ein- hverjar skrifstofur upp á nýtt. Um það hefur ekkert verið gefið upp. Þess vegna verður íhaldið að grípa það sem gefst, og einn af fáum val- kostum Sjálfstæöisflokksins er glundroðagtýlan. Að fela forystuerfiðleika I öðru iagi er enduriífgun glundroðagíýiunnar heppileg fyrir Morgunblaðið til að kasta rýrð á banamann bennar. Steingrímur Hermanusson forsætisráðherra hefur sýnt óvenjulega hæfiieika tii forystu og verkstjómar í ríkis- stjórn. Þeirri verkstjóm er fyrst og fremst að þakka að tekist hefur að sigia íslensku efnahagslífi út úr þeko krappa dansi sem það var komið í haustið 1988 og á fygnan sjó. Morgunbiaðið og Sjálfstæðís- flokkurinn á hins vegar við for- ystuvandamál að glíma þar sem ungir og óreyndir menn eru kall- aðir til formennsku áður en þeir hafa lært að stíga öiduna í umróti landsmálanna. 1 örvæntingu sínni grípur því ieiðarahöfundur Morg- unblaðsins tii blástursaðferðar- innar í von um að glundroðagtýl- an nái að skyggja á forystuhæfi- ieika forsætisráðhem og gera samanburðinn við sjóveika sjálf- stæðisformenn hagstæðari. Hjálp í viðlögum mun þó tæpast duga á giundroðagrýluna úr þessu. Sannleikurinn er einfaid- iega sá að giundroðinn á stjómar- heimilinu er ekki meiri en eðlilegt getur talist. E.t.v. er ástæöa tii að minna Morgunblaðið á að Kvenna- Hstinn er f stjómarandstöðu og hefur starfað þar með Sjálfstæðis- flokki undanfarin tvö ár. Sérstaða Hjörleifs Guttormssonar er langt frá því að vera fréttnæm og það er raunar til vitnis um þann styrkog ábyrgð sem þessi stjóm hefur sýnt að þrátt fyrir Hjörieif hefur tekist að bana glundroðagrýlunni. Garri ■ VÍTT OG BREITT WMMÆISk ÍMSMfSSS^S Ríkisrekinn einkaáróöur Löngum hafa fulltrúar hagsmuna- hópa hímt lengur og skemur í göngum Alþingishússins til að vekja athygli þingmanna á sérþörf- um sínum, sem undantekningar- lítið eru að kría út fé úr lands- sjóðnum eða svifta hann tekju- stofnum. Allt þetta lið vafrar um og situr fyrir þingmönnum og grípur þá glóðvolga þegar þeir þurfa að bregða sér á afvikna staði innan hússins og eiga yfirleitt leið um þá almenninga en þinghelgin verndar vinnustaðinn, sem eru þingsalir og þingflokkaherbergi. Svona hagsmunaaðilar eiga ýmist erindi sem erfiði eða ekki eins og gengur og er enda misjafnlega lag- ið að vekja athygli á sér og kröfu- gerð sinni. Þegar bestu, skemmtilegustu og ástsælustu eftirlæti skemmtana- geirans leggjast í víking og gerast kröfuharðir hagsmunaaðilar í þinghúsinu opnast allar fjölmiðla- gáttir til að auglýsa upp göfug- mannlegar hvatir þeirra og hags- muni og árangurinn lætur ekki á sér standa, þingmenn bráðna eins og smjör og lofa þjóðinni brauði og ódýrum leikjum. Hugðarefni fjölmiðlanna í mörgum fjölmiðlanna fékk lík- lega ekkert annað þingmál eins mikla umfjöllun tvo síðustu daga þinghaldsins eins og tillaga um að fella skyldi niður virðisaukaskatt af íslenskum hljómplötum eins og gert var áður varðandi bækur. Tveir ástsælustu, bestu og skemmtilegustu tónlistarmenn þjóðarinnar dvöldu langtímum saman í þinghúsinu og stálu sen- unni frá smámálum svo sem mikl- um breytingum á stjórnarskrá, lánsfjárlögum upp á tugi milljarða, byggingu virkjana og stóriðju, og Ólafur Þ. Valgelr Þórðarson Guöjónsson alþinglsmaður. skemmtanamaður. vegaáaætlun til nokkurra ára, svo að eitthvað sé nefnt. Hagsmunaað- ilarnir unnu að því að fá felldan niður virðisaukaskatt af útgáfu tónmenntarinnar. Þeim varð svo vel ágengt að örfá- ir alþingismenn sáu sér leik á borði að stinga meðfram tillög- unni hagsmunamálum annarra hópa. Þannig var lagt til að sjón- dapurt fólk gæti fengið endur- greiddan virðisaukaskatt af sér- stökum sjóntækjum með framvís- un læknisvottorðs. Önnur viðbót var að flotgallar sjó- manna yrðu undanþegnir virðis- aukaskatti. Ólafur Þ. Þórðarson lagði þá breytingartillögu fram. Fullyrðingar og aðdróttanir í írafári síðasta þingdagsins varð uppáhaldsþingmál ljósvakamiðl- anna utanveltu ásamt fjölmörgum öðrum frumvörpum og tillögum. Svo bar við í síðari fréttum ríkis- sjónvarpsins á miðvikudagskvöld að sagt var frá þingslitum og þykir engum mikið. En aðalmál starfsfólks fréttastofu ríkissjónvarpsins var viðtal við innanhúsmann í ríkissjónvarpinu þar sem honum leiðst að ausa úr skálum reiði sinnar og ráðast harkalega og með einstaklega ósmekklegum hætti að Ólafi Þ. Þórðarsyni alþingismanni fyrir að hafa eyðilagt hagsmunamál tón- listarframleiðenda um að létta virðisaukaskatti af innlendum hljómplötum. „Lobbyistinn“ og eftirlæti dag- skrárgerðarmanna og fréttamanna ríkisins, Valgeir Guðjónsson, ákvað upp á einsdæmi að allir ráð- herrar og þingmenn að Ólafi Þ. Þórðarsyni undanskildum, hafi staðið með sér í að afnema virðis- aukaskatt af hljómplötum. En sú ósvífni Ólafs, að leggja einnig til að skattinum væri aflétt af öryggis- búnaði sjómanna, hefði eyðilagt málið fyrir hljómlistarmönnum. Valgeir Guðjónsson hefur staðið sig vel í þessu máli. Hann og hags- munahópurinn, sem hann er tals- maður fyrir, notfæra sér vinsældir hans og kunnáttu til að koma sér á framfæri til að vekja athygli á hagsmunanamálinu og hefur hann vafið þingmönnum og umfram allt starfsfólki fjölmiðla um fingur sér. Betri erindreka getur hagsmuna- hópur tæpast fengið. Reiðilestur hans og óbótaásakan- ir á hendur Ólafi Þ. Þórðarsyni al- þingismanni láta áreiðanlega vel í eyrum plötuútgefenda, hvað svo sem sjómenn hafa um þær að segja. En hvað kemur fréttastofu ríkis- sjónvarpsins til að hleypa innan- húsmanni að með þessum hætti og líða honum að hafa í frammi órökstuddar fullyrðingar um þing- mál og glórulausar ásakanir á hendur þingmanni er meira en lít- ið vafasamt. Þegar svona vinnubrögð eru við- höfð gæti maður freistast til að taka undir með sjálfstæðismönn- um að réttast væri að selja einka- aðilum rás tvö, og mætti þá ríkis- rás sjónvarps fylgja með. Þetta er hvort sem er vettvangur fyrir einkaskoðanir starfsfólksins og er engin ástæða til að ríkisreka þær. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.