Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn fl I Föstudagur 22. mars 1991 Föstudagur 22. mars 1991 Tíminn 9 I' - J . • •••;;>.: Wm Ríkisendurskoðun skoðar rekstur ríkisspítalanna: Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um rekstur ríkisspítalanna, en skýrslan er unnin í samræmi við lög um stofnunina þar sem segir að Ríkisendurskoðun eigi að kanna meðferð og nýtingu opinbers Ijár. Einnig að vekja athygli á því sem úrskeiðis fer í rekstri og gera tillögur um úrbætur. Meginniðurstaða Rikisendurskoð- unar er að ríkisspítölunum hafi gengið „nokkuð vel“ í þeirri viðleitni sinni að hafa aðhald á út- gjöldum síðastliðið ár. Oft hefur það þó einungis reynst mögulegt með lokun deilda, ekki síst yfir sumarmánuðina þegar að auki hefur verið skortur á hjúkrunarfólki vegna lögboðinna sum- arfría. Þá virðist þetta aðhald einnig hafa bitnað að einhverju leyti á nauðsynlegum tækjakaup- um. Tekist hefur að halda útgjöldum innan ramma íjárlaga Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, sagði að í sínum huga væri mikilvægast í skýrsl- unni að Ríkisendurskoðun viðurkennir að rík- isspítölunum hafi tekist nokkuð vel að gæta að- halds og að þeir hafi lagt sig fram um að halda sig innan ramma fjárlaga. Hann sagði jákvætt að kostnaður á legudag hefur farið lækkandi og kostnaður á hvem sjúkling sömuleiðis. Athyglis- vert væri að samanburður milli sjúkrahúsanna í Reykjavík leiddi í ljós að kostnaðurinn er lægst- ur hjá ríkisspítölunum, en það gengur þvert á það sem ýmsir hafa haldið fram. Heildarkostnaður við rekstur ríkisspítalanna var 5.318,7 milljónir króna á árinu 1989. Þar af nam kostnaður vegna launa 3.451,5 milljónum króna eða 65%. Ríkisspítölunum hefur tekist allvel að halda sig nálægt ramma fjárlaga síðastliðin þrjú ár. Mis- munur á fjárveitingum og rekstri var innan við 1%. Það eru fyrst og fremst launagreiðslur sem fara fram úr áætlun, mest árið 1988 4,3% eða sem nemur 128 milljónum króna. Ýmis önnur útgjöld voru vel innan fjárlagarammans á þess- um þremur árum. Útgjöld ríkisspítalanna lækkuðu milli áranna 1987-1989 um 2,2%. Mest minnkuðu útgjöld milli áranna 1988 og 1989 eða um 4% og segir í skýrslunni að það skýrist að verulegu leyti af lok- un deilda og afleiðinga verkfalls BHMR vorið 1989. Útgjöld jukust milli áranna 1987 og 1988 um 1,9%. Kostnaður á legudag og sjúklings á ríkisspítölunum 1987 1988 1989 Kostnaður á legudag 13.922 13.746 13.440 Eftir Egil Ólafsson Kostnaður á sjúkling 269.282 238.951 213.918 Kostnaður á legudag og sjúklings 1989 Ríkisspítalar Borgarspítali Landakot Kostn.pr kostn.pr legud. sjúkling 13.440 213.918 14.275 249.765 20.275 203.073 Þessar tölur sýna að kostnaður við hvern sjúk- ling hefur minnkað um 20% milli áranna 1987 og 1989. í skýrslunni segir að þótt vara beri við að draga almennar ályktanir af þessum tölum þá beri þær með sér að árangur hafi orðið af að- haldsaðgerðum á spítölunum. Varðandi mikinn kostnað við sjúklinga á Landakoti má skýra það með að sjúklingar liggja þar almennt skemur en á hinum sjúkrahúsunum og hlutfallslega meira er þar um dýrari aðgerðir. Spamaður af sumarlokunum orfcar tvímælis Kannanir hafa leitt í ljós að kostnaður við heil- brigðisþjónustu í velferðarþjóðfélögum nútím- ans hefur aukist meira en sem nemur aukningu þjóðaríramleiðslu þessara landa. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að stemma stigu við þess- ari þróun en með misjöfnum árangri. Hér á landi hefur verið beitt ströngu aðhaldi við fjár- lagagerð, sem oft hefúr leitt til þess að einstök- um deildum sjúkrahúsa hefúr verið lokað tíma- bundið. Þær athuganir sem gerðar hafa verið á lokunum deilda benda þó til þess að sparnaður einstakra sjúkrahúsa sé minni en áætlað hefur verið og endanlegur spamaður ríkisins orki tví- mælis. í skýrslunni er tekið dæmi um sparnað af lok- un langlegudeilda í Hátúni á ámnum 1989 og 1990. Áætlað að deildin hafi sparað um 10,4 milljónir. Lokun Hátúns hafði hins vegar í för með sér aukinn kostnað hjá ríki og borg vegna heimahjúkrunar og heimilishjálpar. Sé tekið til- lit til þessa og bráðainnlagningar þess sama fólks á legudeildir, hjálpartækja- og öryggisþjónustu, er áætlað að heildarsparnaðurinn hafi varla ver- ið meiri en 2 milljónir króna. Þá er ekki tekið til- lit til vinnutaps aðstandenda, sem hafa orðið að vera heima til að hugsa um sjúklinginn. Heilbrigðisráðherra sagði að þessi niðurstaða kæmi sér ekki á óvart. Hann sagðist oft hafa bent á að erfitt sé að spara einungis með því að loka sjúkradeildum yfir sumarið. Fastur kostnaður spítalanna sé hár og aukið álag á aðrar deildir út- heimtir gjarnan dýrar aukavaktir starfsfólks. Guðmundur sagði að með því að auka samstarf sjúkrahúsa væri mun líklegra að hægt væri að ná fram raunverulegum spamaði með sumar- lokunum. Annar hver hjúkrunar- fræðingur er yfirmaður Frá árinu 1982 til 1989 hefur stöðuheimildum hjúkrunaríræðinga fjölgað um 26%. Á sama tíma hefur stöðuheimildum yfirmanna í þeirri stétt fjölgað um 125%, en stöðuheimildum al- mennra hjúkmnarfræðinga virðist hafa fækkað um 7%. Deildum og sérsviðum hefúr fjölgað nokkuð en engu að síður er hlutfall yfirmanna í hjúkrunarstétt hátt miðað við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Gæti skýringin að hluta til legið í minni deildum hér á landi. Þó virðist ljóst að þessi mikla breyting á starfsheit- um hefur haft í för með sér að mun fleiri hjúkr- unarfræðingar hafa horfið frá hjúkrun og stunda nú stjómunar- og skrifstofustörf á með- an skortur er á almennum hjúkmnarfræðing- um. Má ef til vill rekja þessa þróun til breytinga á menntun hjúkmnarfræðinga og árangurs kjarabaráttu þeirra. Almennt hjúkmnarfræði- nám tekur nú 4 ár á háskólastigi en á hinum Norðurlöndunum tekur námið yfirleitt 3 ár. í Ijósi þessa telur Ríkisendurskoðun að skoða beri þann möguleika að bjóða þeim sjúkraliðum sem þess óska upp á viðbótamám í hjúkmnarfræö- um. Sem dæmi um röðun starfsmanna í launa- flokka má nefna að af 487 heimiluðum stöðum hjúkmnarfræðinga árið 1988, vom 221,5 yfir- mannsstöður eða 45%. Stöður lækna vom 197,15 og þar af vom stöður yfirlækna 50 eða um fjórðungur lækna. Að fá greiddar 51 milljón fyrir aukavinnu Sérfræðingar sem og annað starfsfólk em ým- ist ráðnir í fullt starf eða hlutastarf. Flestum sér- fræðigreinum fylgir kvöð um vaktir. Það er al- gengt að starfandi sérfræðingar á ríkisspítölun- um vinni auk þess að sérgrein sinni á einkastofu. Ennfremur þiggja margir þessara sömu sér- fræðinga laun frá öðmm stofriunum. Á þetta fyrst og fremst við um þá sem ráðnir em í hluta- starf en þó er alls ekki óalgengt að sérfræðingar í fullu starfi hafi umtalsverðar tekjur frá TVygg- ingastofnun ríkisins. Ríkisendurskoðun gerði könnun á hcildarlaun- um nokkurra tekjuhæstu sérfræðinga sem vom í starfi á ríkisspítölunum á árinu 1988. Kom í ljós að meðalverktakagreiðslur frá TVygginga- stofnun ríkisins til þeirra sérfræðinga sem um ræðir og vom í 100% starfi námu að meðaltali 4,4 milljónum króna og sérfræðinga í 75% starfi 3,5 milljón króna. Að auki námu meðallauna- greiðslur frá öðmm en ríkisspítölum til sérfræð- inga í 75% starfi u.þ.b. 2 milljónum króna. Einn sérfræðingur í 75% starfi hafði sérstöðu að því leyti að auk launatekna hjá ríkisspítölum hafði hinn sami, þar fyrir utan, 51 milljón króna í verktakagreiðslur frá Tryggingastofnun. Um- ræddur aðili sem er sérfræðingur í meinatækni og er með rannsóknarstofu hefur gagnrýnt Rík- isendurskoðun fyrir að taka ekki tillit til þess að kostnaður komi að hluta á móti þessum tekjum. Ríkisendurskoðun segist ekki fá séð hvernig hátt vinnuhlutfall á ríkisspítölunum, auk vakta í mörgum tilvikum, geti gefið möguleika á jafri- mikilli aukavinnu utan stofnunarinnar og raun ber vitni. Meðal annars í ljósi þessa telur Ríkisendurskoð- un brýnt að taka í notkun stimpilklukku á öllum deildum ríkisspítalanna. Að auki telur Ríkisend- urskoðun sýnt að yfirlæknar veiti samstarfs- mönnum sínum ekki nægilegt aðhald. Kostnaður fylgir ströngu aðhaldi Ríkisendurskoðun telur að endurskoða verði stöðuheimildir ríkisspítalanna. Bent er á að á síðustu árum hafi 15-20% fleiri stöður verði setnar en heimild er fyrir. Um og yfir 50% fleiri skrifstofustöður (ritarar, fulltrúar og skrifstofu- fólk) eru setnar en heimilar eru. Bent er á að reksturskostnaður yfirstjómar hefur hækkað mikið. Guðmundur Bjamason sagði að ríkisspítalam- ir hefðu á síðustu árum lagt sig fram um að byggja upp öflugt upplýsinga- og eftirlitskerfi og því væri ekki óeðlilegt að skrifstofúkostnaður hækkaði. Hann benti á að góðar upplýsingar og öflugt eftirlit væri ein meginástæðan fyrir því að ríkisspítölunum hefúr tekist að gæta aðhalds í rekstri. Að ráða sig í hlutastarf og fá greidda yfirvinnu Sé launakostnaður ríkisspítalanna skoðaður kemur í ljós að álagsgreiðslur ýmiss konar hafa hækkað ár frá ári. Þar er átt við afleysingar, yfir- vinnu og vaktaálagsgreiðslur. Álagsgreiðslur sem hlutfall af dagvinnulaunum hækkuðu um 82% árið 1988. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að kostnaður vegna afleysinga hefúr aukist og yfir- vinna hefur einnig aukist. Yfirborganir tíðkast í allnokkrum mæli hjá rík- isspítölunum. Þær leiðir sem em famar til að hækka laun em ráðningar starfsmanna í hluta- starf þrátt fyrir að viðkomandi vinni að jafnaði meiri vinnu, en samkvæmt ákvæðum kjara- samninga er slík vinna greidd sem yfirvinna. í sumum tilvikum er starfsfólki raðað í hærri launaflokka en svarar til þeirra starfa sem það leysirafhendi. Heilbrígðisráðuneytið hefur haft frumkvæði að því að auka samstarf spítalanna Um tveggja ára skeið hefur starfað þróunardeild á ríkisspítölunum. Eins og nafnið gefur til kynna er henni ætlað það hlutverk að koma með stefnumótandi tillögur um starfsemi spítalanna. Hvert eigi að vera hlutverk ríkisspítala í framtíð- inni, hvert beri að stefna og hvaða verkefnum eigi að sinna. f því sambandi hefur verið ákveðið að fá erlent ráðgjafalyrirtæki til að vera stjóm- endum spítalans til ráðuneytis. Hafa verið skip- aðir starfshópar á hinum ýmsu sviðum stjóm- endum spítalans til ráðuneytis. Ríkisendurskoð- un telur að hér sé um nauðsynlega og mikilvæga vinnu að ræða, en að hún sé ekki tímabær vegna þeirrar óvissu sem ríkir um frekari samvinnu eða jafnvel sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík. Minnt er á að frumkvæðið að stefnumótun eigi að koma frá heilbrigðisráðuneytinu. Guðmundur Bjarnason sagði að í sinni ráð- herratíð hefði verið reynt að byggja upp öflugara heilbrigðisráðuneyti. T.d. væri búið að koma upp í ráðuneytinu nokkuð öflugri fjármálaskrifstofú, en hún var ekki til þegar Guðmundur kom í ráðuneytið. „Ég hef lagt mig fram um að koma á betra samstarfi milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mér tókst, eftir mikla baráttu, að fá samþykkt á Alþingi lagabreytingu sem felur í sér að stofnað verður sérstakt samstarfsráð sjúkrahúsanna. Það er nú að hefja störf. Við höfum því haft frumkvæði í þessum málum. Hins vegar hafa menn oftar en ekki gagnrýnt það að ráðuneytin væru að fjölga starfsfólki og þenja sig út Ríkis- endurskoðun telur að vísu að sá kostnaður væri réttlætanlegur. Fjárveitingar til heilbrigðisráðuneytisins eru 100 milljónir króna á fjárlögum þessa árs, sem er eins og lítið hjúkrunarheimili út á landi. Rík- isspítalamir fá hins vegar 6 milljarða. Það hlýtur því að vera eðlilegt að þeir hafi öfluga skrifstofú og fylgist vel með sínum kostnaði. Við höfum beint því til stofnananna að það verði að vera þeirra sjálfra að meta það hvemig þær beita að- haldi og hagræða. Ég tel að ráðuneytið eigi ekki að gefa tilskipanir um það. Túttugu manna starfslið ráðuneytisins hefúr ekki bolmagn til að stjórna eða leiðbeina þessum stofnunum," sagði heilbrigðisráðherra. 'sáiiii&i&xéS&sééiSSS&sS&siéiSsSSSi^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.