Tíminn - 03.04.1991, Síða 5

Tíminn - 03.04.1991, Síða 5
Miðvikudagur 3. apríl 1991 Tíminn 5 Fjögurra ára fjölgun kjósenda nær öll í Reykjaneskjördæmunum, þrátt fyrir: Um 40% nýrra kjósenda búandi á landsbyggðinni Af þeim, sem voru á kjörskrám í landsbyggðarkjördæmunum sex í alþingiskosningunum árið 1987, hafa síðan á fímmta þúsund manns fíust á kjörskrár í Reykjaneskjördæmunum tveim — þ.e. í kringum 4.100 kjósendur umfram þá sem flust hafa þaðan og út á land. Þótt um 6.560 nýir kjósendur séu nú á kjörskrám landsbyggð- arkjördæmanna hefur kjósendum þar aðeins fjölgað um 490 á þess- um fjórum árum. í R-kjördæmunum fjölgar kjósendum aftur á móti mun meira (920) en sem nemur fjölda nýrra kjósenda. Samkvæmt kjörskrárstofni Hag- brottfall og nær þúsundi betur hefur stofunnar hefur kjósendum í Reykjavík fjölgað um rúmlega 6 þúsund (8,9%) frá kosningunum 1987 og kjósendum í Reykjaneskjör- dæmi um rúmlega 5 þúsund (12,8%), en í hinum kjördæmunum sex er fjölgunin aðeins 490 saman- lagt (0,8%), sem fyrr segir. Kjörskrárstofn Hagstofunnar telur nú alls um 182.950 íslendinga. Þar af eru nýir kjósendur um 16.700 (um 9,1% allra kjósenda). Fjölgun á kjörskrá er aftur á móti 11.550 manns. Það þýðir að um 5.150 kjós- enda 1987 (3%) hafa fallið út af kjör- skrá á þessum fjórum árum. Allt það orðið í landsbyggðarkjördæmunum. Athygli vekur hve nýir kjósendur eru hlutfallslega mun fleiri í lands- byggðarkjördæmunum (10,1% allra kjósenda) heldur en í Reykjavík (7,8% kjósenda). Hæst er hlutfall nýrra kjósenda á Suðurlandi (10,6%). Þessir nýju ungu kjósendur duga landsbyggðarkjördæmunum þó skammt til að viðhalda fjölda á kjör- skrá. Vesturland á t.d. um 1.020 nýja kjósendur á kjörskrá. Þrátt fyrir það eru kjósendur í kjördæminu nú um 120, eða 1,2% færri en í síðustu al- þingiskosningum, sem bendir til Sérkennileg vinnubrögð: Sjálfstæðisflóð* Ijós frá Framsókn Borgarráð samþykkti í gær að setja stæðismenn fluttu tillögur um að þess að umfram eðlilega fækkun vegna dauðsfalla hafi um 800 af eldri kjósendum flust „suður“ á kjörtíma- bilinu. Fækkun á kjörskrá er þó hlutfalls- lega enn meiri á Norðurlandi vestra (1,8%) og allra mest á Vestfjörðum. Þrátt fyrir um 660 nýja kjósendur á Vestfjörðum eru kjósendur þar nær 240 færri (3,5%) heldur en í kosn- ingunum 1987. Það bendir til brott- flutnings hátt í 700 fyrri kjósenda frá Vestfjörðum. ísafjörður og Tálknafjörður eru einu sveitarfélög- in á Vestfjörðum þar sem kjósend- um hefur fjölgað á kjörtímabilinu. í hinum þrem landsbyggðarkjör- dæmunum fjölgar kjósendum hins vegar nokkuð frá kosningunum 1987: Nl. eystra (2,9%), Austurlandi (1,1%) og Suðurlandi (2,6). Á Akur- eyri og Dalvík fjölgaði kjósendum samtals um nær 670, sem var 150 manns fleira en í kjördæminu í heild. Á Austurlandi er veruleg fjölg- un kjósenda á Egilsstöðum, Fella- hreppi, Höfn og í Nesjahreppi. Á Suðurlandi fjölgaði kjósendum samtals um rúmlega 500 í Vest- mannaeyjum, Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn, en aðeins 360 í kjör- dæminu í heild, þar sem um fækkun var að ræða í flestum öðrum sveitar- félögum. Yfir landið í heild skiptast kjósend- ur nærri því jafnt milli kynja. Aftur á móti munar þar verulega á milli kjördæma. í Reykjavík eru konur á kjörskrá nær 3 þúsund (rúmlega fleiri. Kjósendur 1987 og 1991 Reykjavík 67.387 73.411 Reykjanes 39.354 44.387 Fjölgun: 11.057 +10% Nýir kjósendur 10.138 Vesturl. 10.010 9.889 Vestfirðir 6.812 6.576 Nl. vestra 7.293 7.160 Fækkun: 490 -2% Nýir kjósendur 2.376 Nl. eystra 17.917 18.434 Austurl. 9.021 9.122 Suðurland 13.608 13.968 Fjölgun: 978 +2% Nýir kjósendur 4.180 Samkvæmt þessum tölum býr nú aðeins 35,6% kjósenda orðið utan Reykjaneskjördæmanna, borið sam- an við 37,7% í síðustu alþingiskosn- ingum. Á landinu vestan- og norð- vestanverðu hefðu nýir kjósendur þurft að vera hátt í 3 þúsund aðeins til að koma í veg fyrir fækkun kjós- enda þar á kjörtímabilinu. Á Reykja- nessvæðinu fjölgar kjósendum hins vegar langt umfram fjölda nýrra kjósenda. Að sögn Hagstofunnar stafar hluti fjölgunar á kjörskrá af breyttum reglum um kosningarétt íslendinga erlendis. Heimiluð búseta (lögheim- ili) erlendis án missis kosningarétt- ar hefur verið lengd úr fjórum í átta ár. Á kjörskrá eru nú um 5.880 ís- lendingar með lögheimili erlendis (t.d. litlu færri en kjósendur á Vest- fjörðum), sem er 66% fjölgun frá síðustu alþingiskosningum. Meira en þriðjungur þeirra (36%) býr í Svíþjóð, álíka fjöldi í Danmörku og Noregi og nær 570 í Bandaríkjun- um. Drjúgur þriðjungur þeirra (37%) er á aldrinum 18-30 ára, fjórðungurinn 31-35 ára og hinir ennþá eldri. Aðeins um hálft hundr- að hafa þó náð lífeyrisaldri. - HEI upp flóðljós á Laugardalsvöll. Til- lagan var flutt af meirihluta Sjálf- stæðisflokks í ráðinu. Fyrir mánuði felldi þessi sami meirihluti — að viðhöfðu nafnakalli — þessa sömu tillögu, sem þá var flutt af Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins flytja og samþykkja tillög- ur, sem þeir höfðu áður fellt þegar Sigrún bar þær fram. Borgarráð lagði sérstaka áherslu á að framkvæmdum við flóðlýsingu Laugardalsvallar yrði hraðað sem frekast má. Engin fjárveiting er fyrir framkvæmdinni á fjárhagsáætlun borgarinnar og þess vegna var ákveðið að fela Rafmagnsveitu Reykjavíkur að koma flóðljósunum upp og fjármagna þau. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 14 milljónir. íþróttafélögin hafa margoft skorað á borgaryfirvöld að koma upp flóð- ljósum á Laugardalsvelli. Góð lýsing á vellinum er forsenda fyrir því að hægt sé að sjónvarpa knattspyrnu- leikjum til annarra landa þegar um Evrópuleiki er að ræða, en talið er að slíkar beinar sjónvarpsútsendingar geti aflað Knattspyrnusambandi ís- lands verulegra tekna. Við afgreiðslu málsins í borgarráði í gær lét Sigrún Magnúsdóttir bóka eftirfarandi: „Ég fagna sinnaskiptum sjálfstæðismanna varðandi flóðlýs- ingu á Laugardalsvelli. Fyrir mánuði síðan höfnuðu allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að viðhöfðu nafnakalli í borgarstjórn, tillögu Framsóknarflokksins um flóðlýs- , ingu. Þau eru harla sérkennileg vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík." Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sjálfstæðismenn endurflytja tillögur Framsóknarflokksins, sem þeir hafa áður fellt. Ekki er langt síðan sjálf- byggja áhorfendastúku í Laugardal og kaup á umhverfisvænum stræti- svögnum. Báðar þessar hugmyndir eru komnar frá framsóknarmönnum og flutti Sigrún Magnúsdóttir á sín- um tíma tillögur um hvorttveggja í borgarstjórn, en sjálfstæðismenn felldu þær. Að fáum vikum liðnum voru þeir hins vegar búnir að gera tillögurnar að sínum. -EÓ En hlutfallið er öfugt í öllum hin- um kjördæmunum. Á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi eru karl- ar 13-14% fleiri á kjörskrá en kon- ur. Kjósendur 1987 og 1991 Landið 171.402 182.947 +9% Þ.a. nýir kjósendur 16.694 Ingibjörg Pálmadóttir Siguröur Þórólfsson Ragnar Þorgeirsson VESTLENDINGAR! Hellissandur - Rif - Snæfellingar Almennur fundur verður með frambjóðendum B- listans á Hellissandi föstudaginn 5. apríl kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjómin kemur út á föstudag T í iui■ iiii

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.