Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 3. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofiirLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöidsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ti’aust kvótakerfi Skoðanakönnun sem Gallup á íslandi gerði fyrir páska á vegum tímaritsins Sjávarfrétta leiðir í ljós að gildandi fyrirkomulag á fiskveiðistjórn nýtur fylgis mikils meirihluta þjóðarinnar. 62% þeirra sem tóku afstöðu til málsins sögðust styðja núverandi kvóta- stefnu. Þeir sem ekki lýstu stuðningi við gildandi kvótareglur dreifðu fylgi sínu á ýmsar og ólíkar minnihlutaskoðanir eða tóku enga afstöðu. Þessi skoðanakönnun ber ótvírætt með sér að sú stefna, sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra hefur haft forystu um að sameina stjórnvöld og hagsmunaaðila um, á mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þjóðin ber traust til fiskveiðistefnu sjávarútvegsráðherra á sama hátt eins og Alþingi hefur allt frá því að Halldór Ásgrímsson tók við for- ystu sjávarútvegsmála fyrir átta árum virt forgöngu hans um þróun fiskveiðistjórnar með samþykkt lög- gjafar á því sviði. Fyrstu heildarlög um stjórn fiskveiða voru sett árið 1984. Þau hafa að sjálfsögðu þróast í ljósi reynslunn- ar og tekið breytingum sem nauðsynlegar þóttu. En þar sem enn eru fýrir hendi sömu meginaðstæður um lífríki sjávarins og voru fyrir átta árum, að gæta yrði varúðar í sókn á nytjastofnana og haga veiðum í samræmi við lífvæna viðhaldsþörf þeirra, er það ekkert deilumál að fiskveiði á íslandsmiðúm verður að lúta ströngu aðhaldi. Um það deila menn heldur ekki að þetta aðhald verður að vera undir yfirstjórn sjávarútvegsráðherra samkvæmt stoð í lögum frá Alþingi. Um það verður heldur ekki deilt að sjávarútvegsráðherra hlýtur að haga valdbeitingu sinni í eðlilegum samráðum við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Alls þessa hefur Halldór Ásgrímsson gætt af mikilli fyrirhyggju sem nýtur trausts þjóðarinnar. Ekkert sýnir það betur en nið- urstaða skoðanakönnunar Gallups og Sjávarfrétta. í sambandi við þetta skiptir auðvitað höfuðmáli að meta árangur fiskveiðistjórnar þetta 7-8 ára tímabil sem um er að ræða. Hvort sem litið er á árangurinn frá sjónarmiði heildarafkomu sjávarútvegs og þjóð- arbús eða verndunar- og viðhaldsstefnu fiskistofna og lífríkis sjávar almennt er ljóst að vel hefur til tek- ist. Heildarafli landsmanna hefur verið tiltölulega jafn og stöðugur þessi ár. Stórlega hefur dregið úr offjárfestingu í sjávarútvegi. Fyllstu aðgæslu er framfýlgt um sókn á fiskistofnana og varað við of- veiðihættu hvar sem hún sýnir sig. Til þess að meta árangur íslenskrar fiskveiðistefnu og fiskveiðistjórnunar er e.t.v. öruggast til skilnings að kynna sér fiskveiðistjórnun í Evrópubandalaginu og bera saman við það sem gerist hér á landi. Sá samanburður leiðir í ljós muninn á rányrkjustefnu Evrópubandalagsins og lífvænni fiskveiðistjórn á ís- landi. Almenningur á íslandi þekkir þennan mun og treystir þess vegna forystu núverandi sjávarútvegs- ráðherra um árangursríka fiskveiðistjórn og al- menna fiskveiðistefnu. &&&&V888Í m mmmmm %:í:; " > ííÝiíííííííS ■■ ■■ ■ mmMmmmmmmmm mmrnm Flugleiöir og Eimsfcipafélag ís- lands eru saretengd fyrirtæki. Því ráöa hlutabréfm og eigendur þeirra, þar sem má fínna frfðan flofcfc úr Qölskyldunum íimmtán. Þessir eigendur fcaupa efcki hluta- bréf í fyrirtaefcjum sem hafa lítið umleiids, eða þeim sem byggst hafa öðrum þræði upp á félags- hyggju. Ailt slífct er þessure eig- endure hlutabréfa í Flugleiöure og Eimskip heidur á móti skapi. Þeir vilja eiga það sere stórt er, eins og skíp og flugvélar. En slfkar eignlr fæla þá ektó frá aö ræöa fjálgíega rim óþolandi einkaaöstööu ann- arra, jalhvel þótt slík samtök séu byggö upp af fimmtíu þúsund meðlimum. Þá er aðeins um að ræða dagaskipti. Þennan daginn er barist með fcjafti og klóm fyrir einokunaraöstöðu í flugi til og frá landinu, eöa farmflutningum reeð skipum. Hinn daginn er fárast útí ímyndaða einkaaðstööu voldugra félagasamtaka, sem hafa náð þehn árangri, að verða umsvifamildl í verslun og framieiðslu. Frumskógur farmiða Um páskana var víða ferðast. Mikill fjöldi notfærði sér greiðar flugsamgöngur við staði innan- Jands og erlendis. Vegna þess að páskahátfðin er lengsta frí, sem fólk yfírleitt fær fyrir utan sumar- fri, vildu sumir spara sér í far- gjöldum með því að velja úr frum- skógi farmiða, þar sem boðið er upp á afslátt fái flugféiagið að ráöa ferðatilhögun. Nú gerðist það að veður var heldur ótryggt og á surea staði varð ekki flogið sam* kvæmt áætlun. Þeir sem höfðu lent í frumskóginum vildu þá breyta til og fljúga á næstu staði við áfangastað. Þá kom í Ijós að afsláttarmiðure var ekki hægt að breyta, Annað hvort var að fljúga reeð afsláttarmiðanum á áfangastað, þótt það yrði ekki fyrr en á annan í páskum, eða skila miðanum og kaupa nýjan á næsta stað viö áfangastaðinn. Sá galli var þó á þeim skiptum, að kaup- andinn fékk ekki nema 50% end- urgreidd af afsláftarmiðanum. Sldpti engu máli þótt hann gæti veðurs. I þessu tiifelU var yeðrið farþeganum að kenna og fyrfr ábyrgð hans á veðrinu var honum sMt að þola 50% afföll á afslátt- anniðanum, víidi hann eða gætí hann ekki notað hann. Afföll vegna ófærðar Bissness er bissness segja fjöl- skyldumar flmmtán og blaða í hiutabréfum sínum í Fiugieiðum og Eimskip. Hvað Flugleiðir snertir hefur verið komið upp margbrotnu og flóknu farmiða- kerfí, sem vel má vera að standist nokkuð í millilandaflugi. í innan- landsflugi virðast veðurguðimir grípa stundum inn í ferðaáætlan- ir, með þeire hætti að Flugleiðir segja farþegure sínuœ nánast að éta skít. Vitað mál er aö veðri er þannig háttað hér á landi, að oft teppast lendingarstaðir sfcyndi- lega. Engu að síður hafa Flugleið- ir komið upp kerfi, þar sem það er á ábyrgð farþega hvort flugvöllur lokast eða ekfci. Að minnsta kosti er ljóst af fcröfunni um að sé af- sláttarmlði ebki notaður vegna ófærðar, skull farþegi ekfci fá nema 50% hans endurgreidd vilji hann sfcipta um miða. Svona er að vera stór og sterkur og hafa einok- nnaraðstöðu. Hún nær ekki ein- ungis til áætlunarferða heldur Ííka til ófærðar, sem norðanhríðin ber með sér. Þó eiga flölskyldumar fímmtán engin hlutabréf í henni. Samt má reyna að græða á henni. Óskaböm t einkaeign En þeir sem tóku sér far með Flugleíðum um páskahelglna vom ekki að hugsa um farmiðana sína, eftlr að þeir vom koronir af stað. Þeir veltu jafnvei efcfci fyrir sér hveraig þehr myndu fcomast heim aftur. Veðurfari er yfirleitt þannig háttaö á þessum árstíma að flug- farþegar ráða stundum efcki sín- um næturstað, þótt ekld sé tefcið tilHt til þess á afsláttanniðum. Á meðan stuðst var við skipaferðlr elnvörðungu, og á meðan Eimsfcip gefck undir nafninu „Ósfcabam þjóðarinnar" var ekfci þessum ferðakvíða til að dreifa. Ósfcabara- ið hélt sfna leið hvemig sem viðr- aði og skiiaöi sínum farþegum á iand án mifcils umstangs. Farmið- inn var einn og þurftl aldrei að þrefa um gildi hans. Nú er þetta allt orðið flóknara og erfiðara við- fangs. En útgerð flugs og sfcips hefur styjfcst. Hlutabréfin hafa hækfcað « verði. Að vísu er fyrir löngu hætt að tala um ósfcabam þjóðarinnar. Það var of félagslegt og benti til að of margir eigendur væru að flugvélum og skipum. Fjölsfcyldumar fimmtán kæra sig efcld um ósfcaböm í bissness. Þaö minnkar forréttindin. Heldur fcjósa þær að fljúga með Eimsfcip. VITT OG BREITT HASKOLAR OKKAR Sagnabálkurinn sem rithöfundur- inn Maxim Gorki skrifaði um upp- vaxtar- og mótunarár sín er með glæsilegustu bókmenntaafrekum þessarar aldar. Eitt bindi þess mikla verks nefndi höfundurinn Háskólar mínir. Þar segir frá þeim kafla æv- innar sem hinnar vitru og hjarta- stóru babúsku naut ekki lengur og pilturinn varð að sjá sér farborða meðal umrenninga. Lífsbaráttan var hörð og óvægin og sigurlaunin ekki upp á marga fiska á mælikvarða þeirra sem meta lífsgæði eingöngu til auðsældar. En í háskólum Gorkis sá næmt auga skáldsins glitta í margan gimstein í öllu því manns- orpi sem þar þreifst, og sú menntun sem hann sótti þangað nýttist hon- um til ágætra stórvirkja. Margir aðrir geta státað af háskól- um, þótt misjafnir séu og hafa flestir það framyfir menntasetur Gorkis að hafa aðsetur í húsum eða hverfum og hafa launuðu starfsfólki á að skipa. Og allir háskólar útskrifa menntagráður, nema þeir sem Max- im Gorki sótti þroska sinn í. Háskóli á hverja 50 þúsund Ekkert ríki í veröldinni er eins vel búið háskólum og Lýðveidið ísland. Þeir eru fjórir talsins fyrir utan þau menntasetur sem veita kennslu á háskólastigi, eins og það er kallað. Og nú er fimmti háskólinn að bæt- ast við og þegar hann er kominn á koppinn getum við stært okkur af því að eiga og reka einn háskóla fyr- ir hverja 50 þúsund íbúa. Það gerir 20 háskóla fyrir hverja milljón íbúa og geta talnafróðir gamnað sér við að reikna út hvað þjóðir sem telja svo og svo margar milljónir þurfa marga háskóla til að standa okkur íslendingum jafnfætis á sviði æðri menntunar. Nú er ákveðið að listmenntin fái inni í húsi því sem byggt var sem kjöthöll í Laugarnesi og er allt gott um það að segja. Kjötið verður nú höggvið, hakkað og piprað á Hvol- svelli, en glæsihöll sú sem átti að hýsa þá starfsemi skiptir um hlut- verk og verður þríeinn listaskóli. Svo er hugljómun forstjórafrúar fyrir að þakka að kjöthöllin verður rýmd fyrir listmenntun og Hvols- völlur verður byggður upp fyrir milljarð til að matbúa kjöt. Farið er að undirbúa nýbyggingar í stórum stíl svo ekki þurfi að fara að nýta not- að húsnæði í byggðum austur þar. En í Reykjavík skapast mikil og góð atvinna við eflingu listmenntunar- innar. Fúskinu úthýst En kúltúrtröll gera betur en að breyta kjöthöll í listkennsluhöll. Lofað er að það verði hvorki meira né minna en listaháskóli og verður nú aldeilis munur að koma kennsl- unni upp á sjálft háskólastigið, en að kenna bara í tónlistaskóla, handíða- skóla eða ieiklistarskóla. Háskóli skal það verða með prófess- orum, dósentum og lektorum og fjöld stundakennara. Þegar listahá- skóli rís verður ekkert fúsk í listinni meir. Ekki hefur enn heyrst hvort kúltúr- tröll hugsa að gera einn listaháskóia úr ríkislistaskólunum og er spurn- ing um hvort það er yfirleitt mögu- legt. Eðlilegra væri að hafa listahá- skólana þrjá: konservatorium, aka- demíu fagurra lista og leiklistaraka- demíu. Þegar verðugt húsnæði er loksins fengið er það aðeins framkvæmdar- atriði hvort í því verða einn háskóli eða þrír. Auðvitað endar það ekki nema á þann eina veg að háskólarn- ir verða þrír, því það verður sýnt og sannað að allt annað er rugl og menningarfólki ekki bjóðandi. Það mun líka sýna sig þegar náms- brautum fer að fjölga samkvæmt eðlilegu margfeldislögmáli (skyldi það vera til?), að akademíurnar verða að vera sjálfstæðar og frjálsar hver af annarri. Hvað um það. Listaháskóli verður að veruleika innan tíðar og verður menningarlegum atvinnuvegum slík lyftistöng að allir þeir sem ekki geta lifað af list sinni geta altént lifað af að kenna öðrum og þúsund blóm munu spretta í sporum þeirra sem kenna og nema list á háskólastigi. Maxim Gorki vissi hvað hann söng þegar hann kallaði barninginn milli unglings- og fullorðinsáranna há- skóla sína. Þar öðlaðist hann þekk- ingu og reynslu sem dugðu til slíkra listaafreka að hann hefði jafnvel ekki gert betur þótt hann hafi gengið í tíma hjá prófessorum í ríkisreknum akademíum. OÓ *TkTt/4. t.‘ tfHs t fc.'*4sL.' fc'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.