Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. apríl 1991 Tím'nn 5 í grein í Time kemur fram að kókaínbarónar frá Kólumbíu hlakka ákaflega til næsta árs þegar landamærin falla í Evrópu: Verður Evrópubandalagið ein stór kókaíndolla? í nýlegu tölublaði vikurítsins Time kemur fram að kókaínbarónar frá Kólumbíu hugsa sér gott til glóðarinnar þegar innri markaður Evr- ópubandalagsins opnar á næsta árí og landamærín falla. Þeir segja að EB sé markaður framtíðarinnar, markaðurínn í Vestur-Evrópu sé stærrí en Bandaríkjamarkaður og fjárhagslega sé fólk þar betur stætt en í Bandaríkjunum. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að þeir gerðu sér fylliiega grein fyrír þess- arí hlið bandalagsins og dómsmálaráðherrar Norðurlanda hefðu sér- staklega fundað um þetta mál og leiðir til að bregðast við því. Smygl á kókaíni til Evrópu hefur margfaldast á síðustu fimm árum. Sí- fellt erfiðara er að smygla til Banda- ríkjanna og verð þar er mun lægra en í Evrópu. Arnar Jensson hjá fom- vamadeild lögreglunnar í Reykjavík sagði að þeir merktu greinilega aukn- ingu í neyslu og innflutningi kókaíns hingað til lands á síðustu fimm árum. Aðspurður sagði hann að þeir hefðu ekki fengið neina beina aðvörun frá alþjóðlegu Iögreglunni Interpol vegna þessa, en það hefði komið fram í skýrslum frá þeim hver þróunin væri. í greininni í Time segir að strand- lengja þjóða EB sé löng og illa varin og því séu leiðimar til að smygla efn- inu til Evrópu frá Suður-Ameríku og Bandaríkjunum nær óendanlegar. Markaðurinn í Vestur- Evrópu einni sé stærri en Bandaríkjamarkaður, svo ekki sé talað um löndin í Austur-Evr- ópu og Sovétríkin, segir í greininni. Kókaínbarónar í Kolumbíu hlakka ákaflega til sameiningarinnar 1992 og fyrirhugaðrar tilslökunar í landa- mæravörslu og fjármagnsflutning- um. Sum aðildarlönd EB eru hrædd um að minna eftirlit í öðrum EB Iöndum geti grafið undan baráttu þeirra gegn því að halda fíkniefnum fyrir utan landið. Möguleikinn á mik- illi aukningu í glæpum sem teygja sig til margra landa er svarta hliðin á sameiningu Evrópu í eina heild, segir í greininni. Ljóst er að eftirlit með flutningum milli landa í Evrópu mun minnka með sameiningunni og dreifing fíkni- efna milli EB landa verður því auð- veldari. Dómsmálaráðherrar Norður- landa héldu fund fyrir nokkru þar sem þetta vandamál var rætt. Eins og kunnugt er þá eru Danir aðilar að EB og var að sögn Óla Þ. Guðbjartssonar ákveðið á fundi ráðherranna að stór- auka eftirlit með fíkniefnum við dönsku landamærin, þar sem leiðin til annarra Norðurlanda er greiðari frá Danmörku en öðrum EB löndum. „Okkur er það ljóst að þegar samein- Spænskur fíkniefnaneytandi. ingin verður 1992 þá þarf sérstaklega að hafa viðbúnað í Danmörku, því Danmörk er með opin landamæri gagnvart okkur að verulegu leyti og verður það einnig gagnvart EB-lönd- um,“ sagði Óli. Hann sagðist ekki vera búinn að sjá nákvæma útfærslu á þessu samkomulagi en kjami þess væri sá að sérstakur viðbúnaður yrði við dönsku landamærin vegna þessa. Óli sagði að einnig þyrfti að efla toll- gæslu og löggæslu hér á landi og sagði hann að í sinni ráðherratíð hefði fíkniefnahundum verið fjölgað úr ein- um í sex sem væri þróun í rétta átt. Óli sagði að það væri engin spuming að eftirlit yrði eflt hér á landi, m.a. með þeim gífurlega fjölda lítilla ferju- flugvéla, sem lenda á Reykjavíkur- flugvelli ár hvert. ÓIi sagðist þekkja það frá því að hann var í Bandaríkjun- um fyrir tíu ámm að mest af því kóka- íni sem smyglað var frá Mið- og Suð- ur-Ameríku til Flórída, hafi einmitt komið með litlum flugvélum. Sam- kvæmt upplýsingum frá samgöngu- ráðuneytinu þá fara 1500 til 2000 er- lendar einkaflugvélar og þotur um Reykjavíkurflugvöll, þar af 1200-1500 smáflugvélar sem verið er að ferja yfir N-Atlantshafið, frá Kanada eða Bandaríkjunum. Óli sagði að hann hefði mjög hugsað til þeirra hluta sem gerðust í Evrópu árið 1992 og það væri ljóst að menn væm ekki búnir að gera sér fyllilega grein fyrir því sem þá myndi gerast, m.a. í sambandi við fíkniefnin. Hann sagði að þeir undirbyggju sig á fullu undir hugsanlega holskeflu fíkniefna: „Allt sem við getum í þessari baráttu leggjum við fram og er það fyllilega ómaksins vert,“ sagði Óli Þ. Guð- bjartsson. —SE Ríkisstjórnin fjallar um atvinnuástand á Siglufiröi Ríkisstjómin ræddi í gær um at- vinnuástand á Siglufirði og fjár- hagsstöðu Sildarverksmiðju rílds- ins. Engin ákvörðun var tekin, en málið verður skoðað frekar næstu daga. Stjóra Síldarverksmiðju ríkis- ins hefur mælt með því að þriðjung- ur af 120 starfsmönnum sem sagt var upp störfum verði endurráðinn. Þetta þýðir að aðeins um helmingur af þeim sem sagt var upp störfum á Siglufirði verður endurráðinn, en atvinnuástand á staðnum er við- kvæmt um þessar mundir. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði að hann hefði gert sér vonir um að stjóm Síldarverk- smiðju ríkisins teldi sér fært að end- urráða fleiri starfsmenn. Hann sagði að í ríkisstjóminni hefði komið fram vilji til að skoða allar leiðir til að gera fyrirtækinu fært að ráða fleiri. M.a. verður að skoða hvort hægt er að skuldbreyta lánum, en samkvæmt Iánsfjárlögum er heimild til að gera það. Fjárhagsstaða Síldarverksmiðju ríkisins er mjög slæm, svo slæm að rætt hefur veriö að loka einstökum verksmiðjum og jafnvel að óska eftir greiðslustöðvun. Skuldir em miklar og fyrirtækinu gengur illa að standa í skilum. Landsbankinn þrýstir m.a. á að fjármál þess verði tekin fastari tökum. Fyrirtækið hefur ráðist í all- miklar fjárfestingar á undanförnum misserum. Eftir lélega loðnuvertíð í vetur hafa brostið þær áætlanir sem gerðar vom áður en farið var af stað með þessar fjárfestingar. Stjóm fyrirtækisins kom saman í síðustu viku til þess m.a. að taka ákvörðun um hvort ætti að endur- ráða eitthvað af því fólki sem sagt var upp fyrr í vetur. Ágreiningur varð um málið í stjórninni. Meirihlutinn vildi endurráða 33 menn, en áður höfðu 8 verðið endurráðnir. Minni- hlutinn vildi hins vegar endurráða heldur fleiri starfsmenn og vísaði hann í því sambandi til þess að viiji hefur komið fram hjá stjórnvöldum til þess að gera það. Gangi þessi ákvörðun meirihlutans eftir verður aðeins þriðjungur af þeim sem sagt var upp endurráðinn. Steingrímur Hermannsson mætti á fund með starfsfólki Sfldarverk- smiðju ríkisins á Siglufirði og full- trúum frá verkalýðsfélaginu á Siglu- firði um síðustu helgi. Á fundinum lýsti starfsfólk áhyggjum sínum með eigið atvinnuöryggi. Forsætisráð- herra kvaðst reiðubúinn til að skoða allar hliðar málsins og sagðist myndi ræða málið í ríkisstjóminni. -EÓ Ferðamálanám verður í M.K. í gær var undirritaður samningur milli Kópavogskaupstaðar og mennta- og fjármálaráðuneytis um að Menntaskólinn í Kópavogi og Hótel- og veitingaskóli íslands sam- einast undir einu þaki hins fyrr- nefnda. Jafnframt um að hús M.K. verði stækkað til samræmis við aukna starfsemi. Árið 1983 var gerður samningur um að verknámsskóli í matvæla- greinum skyldi stofhaður í Kópa- vogi. Að því hefur verið unnið og í dag er við skólann ferðamálabraut auk fjölda námskeiða á þessum vett- vangi. Næsta haust mun Leiðsögu- mannaskólinn verða hluti af M.K. í samningnum sem skrifað var undir í gær er kveðið á um bygging- arframkvæmdir við skólann sem verða í tveimur áföngum. Annars vegar stjómunarálmu sem verður byrjað á í sumar og væntanlega lok- ið innan tveggja ára. Hins vegar er svo um að ræða álmu fyrir kennslu í veitinga- og matvælaiðngreinum og samkvæmt samningnum verður hún tekin í notkun árið 2000. Ingólfur A. Þorkelsson, skólameist- ari M.K., sagði að með þessu næðist fram mikil hagræðing með samnýt- ingu húsnæðis, kennara og yfir- stjómar. Hann sagði M.K. nú verða bæði bók- og verknámsskóla og nokkurs konar „mekka" menntunar á sviði ferðamála á íslandi. -sbs. Úthlutun á styrk vegna loðnubrests í endurskoðun Rfldsstjórain hefur samþykkt fjarðar eða Blönduóss. Þær hafa tillögur Steingríms J. Sigfússon- valdið mestum dellum. ar samgönguráðherra um úthlut- Steingrímur J. leggur hins vegar un á 100 miHj. króna styrk tíl til að Bolungavík fál 15 míllj., bæjarfélaga sem urðu ÍÚa úti Sigluíjörður 8 millj., Raufarhöfn vegna loðnubrests. Jafnframt var 7 millj., Þórshöfn 8 miljj., Reyð- samþykkt að hvetja fjárveitingar- aríjörður 20 millj. og Grindavík nefnd Alþingis til að koma saman 15 millj. og endurskoða úthlutun sína. Steingrímur hefur lýst sig reiðu- I tíUögum Steingríms J. Sigfús- búinn til viðræðna við fjárveiting- sonar er ekki gert ráð fyrir tjár- amefhd Alþingis þannig að sátt veitingu til Ólafsvflcur, Patreks- geti orðið um málið. -aá. Þróunarsamvinnustofnun íslands: HYGGST LEIGJA FENG VEGNA PENINGALEYSIS Þróunarsamvinnustofnun íslands mun í dag væntanlega fá svar frá þýskum aðilum sem hafa í huga að taka skip stofnunarinnar, Feng, á leigu. Þessir aðilar hyggjast vinna verkefni fyrir þýsku þróunarstofn- unina við strendur Alsír og Marokkó í 15 til 18 mánuði. Að sögn Björns Dagbjartssonar, framkvæmdastjóra ÞSSÍ, hefur Fengur staðið verkefna- laus við bryggju síðustu mánuði vegna fjárskorts. Þýska þróunarstofnunin býður verkefni sín út. í hennar umboði á að vinna að fiskirannsóknum úti fyr- ir ströndum Alsír og Marokkó. Fyrir nokkru sendu verktakar hennar ÞSSÍ beiðni um að fá Feng á leigu. Björn Dagbjartsson sagði, í samtali við Tímann, að Þjóðverjarnir myndu í dag væntanlega gefa svar, af eða á, hvort þeir tækju skipið. Að sögn Bjöms hefur ÞSSÍ lítið fjár- magn til ráðstöfunar í dag og sér stofh- unin ekki fram á að hún geti komið Feng í rekstur fyrr en síðla á næsta ári. Nýlega barst ÞSSÍ beiðni frá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna um að fá skipið með áhöfn til starfa í Nígeríu. Þvf var synjað vegna þess að hún varð sjálf aö leggja nokkurt fjármagn til og því hefur ÞSSÍ ekki til að dreifa. Sagði Björn að í núverandi stöðu væri því besti kosturinn að leigja skipið. Dýrt væri að láta það liggja aðgerðalaust við bryggju hér heima. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.