Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. apríl 1991 Timinn 3 Förum bara fram á að lögum sé framfylgt, segir formaður Kaupmannafélags Vesturlands: Lögregla á Vesturlandi vísar farandsölum brott Góður árangur í baráttu við farandsala og skyndimarkaði aðkomu- manna á Vesturlandi var meðal þess sem formaður Kaupmannafé- lags Vesturlands færði félagsmönnum fregnir af á aðalfundi sam- takanna. „Parandsalar voru mjög mikið hér á ferðinni, en það má heita að hér á Vesturlandi séum við laus við þetta núna. Við fengum bara fógeta og sýslumenn á svæðinu í lið með okkur til að taka á þessu máli. Við förum einfaldlega fram á að lögum sé framfylgt í þessu efni, ekkert umfram það,“ sagði Viðar Magnússon á Akranesi, formaður Kaupmannafélagsins. „Já, farandsala er bönnuð í lög- um, nema hvað hægt er að sækja um landsleyfi, sem gilda svo lengi sem ekki er verslað með sömu vörur innan viss radíus á því svæði sem farandsali er að selja. Menn hafa verið að selja alla skapaða hluti, t.d. bækur, skartgripi og slíkt og matvæli í stórum stíl, svo sem egg, rækjur, kjúklinga, kart- öflur og raunar allt milli himins og jarðar. Við höfum t.d. tvær bókabúðir hér á Akranesi og samt var stöðugur straumur af sölu- mönnum með bækur. Þetta geng- ur ekki upp. Hafi menn ekki formlegt leyfi frá fógeta eða yfirvaldi á viðkomandi svæði, þá er þeim bannað að stunda þessa sölumennsku og þeir látnir hætta. Þegar við verðum varir við að sölumenn eru á ferð- inni þá látum við lögregluna vita og hún bendir þeim á að starfsemi þeirra sé ólögleg og segir þeim að hætta þessu. Við höfum ennþá ekki þurft að kæra neinn form- lega. Menn hafa hætt og farið." Viðar segir þessa farandsölu fyrst og fremst stundaða með því að ganga í hús. Fólk sé líka almennt orðið þreytt á þessum sölumönn- um sem eru að banka upp á hjá því á kvöldin og reyna að selja alla skapaða hluti. Menn vilji hafa frið fyrir þessu. „Við höfum líka stoppað menn sem hafa komið með fatamarkaði og leigt undir þá félagsheimili eða slíkt. Verslun verður að vera stað- bundin og viðkomandi verslun að hafa verslunarleyfi á svæðinu, annars er salan ólögleg. Sævar Karl setti t.d. upp markað í Stykk- ishólmi. Við stoppuðum það. En hann reyndi til hins ýtrasta og hélt að lokum sýningu." Viðar sagði menn lengi hafa reynt að sporna við þessu og oft gengið erfiðlega. „En við höfum nú náð góðum árangri hér á þessu svæði, enda ekki nema sjálfsagt mál að gildandi lög og reglur um þessa hluti séu virtar.“ Aðspurður telur hann algengt að reynt sé að stöðva slíka sölustarfsemi víða um landið, en með misjöfnum ár- angri. Farandsalana segir hann undan- tekningarlaust aðkomumenn. Heimafólk standi ekki í þessu. — En nú hafa t.d. borist fréttir af því að Kolaportið í Reykjavík hyggi á söluferð um landið í sum- ar? „Já, Kolaportið. Það hefur ekki reynt á það ennþá, en ég á ekki von á að því verði veitt nein und- anþága hér á Vesturlandi," sagði Viðar Magnússon. Höfuðstaðarbúar eru heldur ekki lausir við ónæði dyrasölumanna um kvöld og helgar. Ólíklegt er að almenningi sé nægilega kunnugt um að slík sölumennska stríðir gegn landslögum. - HEI Verkamanna- sambandiö: Fagnar fyr- irheitum um lægri skatta Framkvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands fagnar fyrirheitum um breytingu á skattbyrði lágtekjuhópa, sem bafa komið fram í kosningabar- áttunni að undanfomu. í álykt- un, sem stjómin sendi frá sér, segir að verkaiýðshreyfingin taki mark á þessum fyrirheitum og muni fylgja þeim eftir. „Það liggur í augum uppi að hópar, sem hafa tvö- og þreföld dagvinnulaun almenns launa- fólks, geta greitt hærri skatta en venjulegur iaunamaður. Hingað til hefur andstaða við aukna skattbyrði einkum komið úr þeirra röðum.... Hér verður að hafa það hugfast að fólk lifir af því sem eftir er í buddunni þegar skattar hafa verið greidd- ir,“ segir f ályktun Verkamanna- sambandsins. -sbs. Álsamningum miðar vel áfram: Samningstextinn liggi fyrir í maí Jóhannes Nordal formaður íslensku álviðræðunefndarinnar, Halldór Kristjánsson lögfræðingur iðnaðar- ráðuneytisins og Geir Gunnlaugs- son framkvæmdastjóri, áttu fyrir helgi fund með samninganefnd Atl- antsálsfyrirtækjanna þriggja. Vel miðaði á fundinum og náðist sam- komulag um endanlegt orðalag flestra þeirra greina í aðalsamningi sem áður voru ófrágengnar. Áfundi, sem Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra átti með forstjórum ál- íyrirtækjanna 12. og 13. febrúar s.l., var ákveðið að stefna að því að ljúka samningum um álver á Keilisnesi í maí svo að Atlantsálsfyrirtækin geti hafið lokaviðræður um fjármögnun framkvæmda í júní. Eftir fundinn í síðustu viku ríkir bjartsýni um að þessi áætlun gangi eftir. Á næsta samningafundi, sem haldinn verður síðar í þessum mánuði, verður rætt um óútkljáð atriði er varða aðra þætti samninganna, þ.á m. um orkuverð og orkusöluskilmála, hafnar- og lóðamál og um starfsleyfi. Á næstu dögum og vikum munu Atlantsálsfyrirtækin halda allmarga fundi sín á milli um eignarhald og rekstur væntanlegs álvers og samn- ingagerð þar að Iútandi, svo sem um hluthafasamning, stjórnarsamning og málmbræðslusamning. -EO Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Uppsagnarfrestur starfsfólks framlengdur um þrjá mánuði - Fyrrum sjúklingar kvitta fyrir góða þjónustu Uppsagnarfrestur þeirra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á skurðdeild og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem sagt höfðu upp störfum eða óskað eftir flutningi, hefur nú verið framlengdur um þtjá mánuði. Tuttugu manns sögðu upp störfum og áttu uppsagnimar að taka gildi 1. og 15. júm, en í stað þess taka þær gildi 1. og 15. september. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri FSA, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að framlengja uppsagnar- frestinn um þrjá mánuði. Ingi segir að heimild sé fýrir því í lögum að ef um hópuppsagnir opinberra starfs- manna sé að ræða, sé heimilt að framlengja uppsagnarfrestinn. Starfsfólki hefur þegar verið kynnt ákvörðunin, og segir Sigurlaug Am- grímsdóttir, deildarstjóri á gjör- gæsludeild, að starfsmennirnir hafi allt eins búist við þessum aðgerð- um. Uppsagnirnar standi hins vegar óhaggaðar. Málið er í biðstöðu af okkar hálfu, og lítið hægt að segja meiraáþessu stigi. Ástæður uppsagnanna eru sem kunnugt er væntanleg afturkoma Gauta Arnþórssonar læknis að sjúkrahúsinu í júníbyrjun. Ingi sagði að engin breyting væri á því að Gauti tæki til starfa 1. júní. Að- spurður sagði Ingi að það væri rétt að stjórn sjúkrahússins hefðu borist bréf frá fólki sem lýsti yfir stuðningi við Gauta. Bréfrn em öll samhljóða, en Ingi vildi ekki tjá sig nánar um innihald þeirra nema að þau væm stuðningsyfirlýsing við Gauta. Viðmælandi Tímans, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist hafa fengið svona bréf í hendur. Hann staðfesti að innihald bréfsins væri stuðningur við Gauta, og jafnframt áskomn til stjómar FSA að leysa þessa deilu. í bréfinu er jafnframt kveðið á um persónulega reynslu viðkomandi af hæfni Gauta. Maður- inn kvaðst á sínum tíma hafa verið sjúklingur Gauta, og sagðist vita um annan fyrmm sjúkling sem einnig hefði fengið svona bréf. Með bréfinu fylgir frímerkt umslag, og eins og maðurinn komst að orði: „Maður þarf bara að kvitta fyrir góða þjón- ustu og henda þessu í póst.“ hiá-akureyri. Hvert einasta sæti Súlnasalar Hótel Sögu og aðliggjandi sala var skipað á framsóknarvist Framsóknarfélags Reykjavíkur sl. sunnudag. Tímamynd: Áml Bjama Fjölmennasta framsókn- arvist um árabil að Hótel Sögu sl. sunnudag: Sprengdi af sér húsnæðið Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt framsóknarvist að Hótel Sögu sl. sunnudag og var aðsókn geysimikil og dugði húsrými Súlnasalar hvergi, svo að koma varð fyrir borðum í að- liggjandi salarkynnum hótelsins. Vegna aðsóknarinnar tafðist að spila- mennskan gæti hafist á tilsettum tíma. Meðan á framsóknarvistinni stóð voru frambjóðendur B-Iistans í Reykjavík kynntir og efsti maður list- ans, Finnur Ingólfsson, ávarpaði gesti. „Þetta er fjölmennasta sam- koma af þessu tagi í áraraðir," sagði Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur. „Við sprengdum húsið utan af okkur og vegna hinnar miklu aðsóknar urðu tafir á að spilamennskan gæti hafist. Samkoman sjálf heppnaðist í alla staði ljómandi vel,“ sagði Alfreð. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.