Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 10. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Deyfð Davíðs Davíð Oddsson var formannsefni Morgunblaðs- ins í frægum formannsslag á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins fyrr í vetur. Margt stuðlaði að þeirri afstöðu útgefenda Morgunblaðsins. Þeir telja það hefð, nokkurs konar óskráð lög, að íhaldsborgarstjóri í Reykjavík hafi forgangsrétt til formannsstöðunnar, og vilja að það sjáist í verki. Þorsteinn Pálsson hafði ekki fetað slóð hefðar- innar til formannsstólsins, einkum að því leyti til að hann hafði ekki sinnt borgarmálefnum sjálf- stæðismanna í Reykjavík og hafði að auki unnið sér það til saka gegn flokksstólpum þeim sem gefa út Morgunblaðið að ganga úr vistinni hjá þeim á sínum tíma til þess að gerast ráðamaður við út- gáfu Vísis, elsta íslenska dagblaðsins. Þegar allt þetta er skoðað er síst að furða þótt fulltrúi Morg- unblaðsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins yrði fyrstur til að fagna Davíð Oddssyni með framréttri hendi eins og blaðaljósmyndir af þeim atburði votta. Hitt er svo annað mál hvort Morgunblaðinu hef- ur orðið að ósk sinni um að geta sýnt mannamun- inn á hinum nýja formanni og þeim sem felldur var. Þeir sem fylgst hafa með orðum og athöfnum Davíðs Oddssonar eftir að nokkuð fór að reyna á hann sem flokksforingja í kosningabaráttu hafa orðið vitni að þess háttar bakslagi í framgöngu sem menn trúa ekki sínum eigin augum að geti átt sér stað um kappsaman og úrræðamikinn for- ystumann sem hann var sagður vera. Jafnvel Morgunblaðið á ekki annars úrkosti en auglýsa skerpuleysi Davíðs Oddssonar þegar hann þarf öðru að sinna en einföldunarpólitík íhalds- meirihlutans í Reykjavík. Skerpuleysi Davíðs kemur fram í öllum stærstu málum þjóðarinnar. Hann upplýsir almenning, m.a. með tilstuðlan Morgunblaðsins, um að hvorki hann sjálfur né flokkurinn hafi mótaða stefnu í fiskveiðimálum. í reynd styðja sjálfstæð- ismenn því fiskveiðistefnu Halldórs Ásgrímssonar og fer vel á því. Þeir hafa ekki í önnur hús að venda. Skoðanaslappleiki Davíðs birtist í því að hann er að reyna að sverja af sér forgöngu sína um þá stefnumörkun og framtíðarvon aldamótanefndar flokksins að ísland verði innan Evrópubandalags- ins eftir 8-9 ár. Þessi afneitun á Evrópuhugsjón Davíðs Oddssonar, sem hann er sjálfur að myndast við að hafa uppi, vekur ekki athygli á honum fyrir skerpu, heldur kveikir e.t.v. hjá brjóstgóðu fólki, þegar best lætur, nokkra vorkunnsemi, en deyfir annars traust þeirra sem trúðu á hann sem mik- inn „leiðtoga“. En hér á engin vorkunnsemi við. Davíð Oddsson mótaði þá Evrópustefnu Sjálfstæð- isflokksins, að þjóðin skuli búa sig undir að ganga í Evrópubandalagið. Það er sú framtíðarsýn sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa fyrir aug- unum. Á því hefur engin breyting orðið. GARRI 1111 í eioii tíma var útvarpsráð meö virðuIegUstu stofnunum landsins. Þangað voru valdir til setu pólit- ískir speklngar flokkanna og langt var frá því að öUum væri bleypt í hefur orðið að vflda fyrir jweytu- legum listsösíalisma Sveins Ein- arssonar. Fréttastofurnar reyna að vlðbalda blutleysi, en bar $KJa fréttakóngar í bverju s«t» og ætía sér persónulega mcstan blut í fréttaflutningi kvoidsins. Á bak við dvelur svo hinn raunver iaútvarpsias, eg er retðubúið tfl að menn á fréttastofu sjónvarps en ekki eigendur hennar, þótt þeir hafl raunar vedð aldir upp við þá skoðun af Starfsmannafllaginu. Þeir töldu breytingu útvarpsráðs vera móðgun við „helgan rétt“. Sjónvarpið flutti mfldar fréttir af stÖðvun útvarpsráðs, eins og um """......*...........'"""liiiilli ræða. ast tfl að aðrir befðu endaiflegar skoðanir á málum aðrir er ót- Itmir þess. Fréttastofe var retón undir stjórn Jóns Magnússonar, en hann var þeirrar gerðar að blaöamenn samtímans, afskap- kga sanngjarn og víðsýnn maður. í tíð Jóns Magnússonar hófst þjónusta við fóltóð í iandinu, sem byggði á útsendingu margvfslegra upplýsinga sem komu sér vcl, og er þá ekkí átt við skipafréttir, sem eru fyrir löngu orðnar merkingar- lausar. Starfsmannafélag Ríkisút- varpsins var þá ektó til í þeirrí mynd, sem það er nú, og engin talaði um þjónustuhlutverk út- varpsins. Það var svo sjáifsagt. Raunverulegur stjómandi En tímarnir breytast. Útvarps- ráð ræður engu lengur um þann mannsöfnuð, sem hreiðraö hefur um sig á útvarpi og sjónvarpi, og er mitóð meiri en nokkur þörf er fyrir. Útvarpsráð heyrir fyrst í tekjum sínum af meðferð ein- stakHnga á dagskrárliðum, þar sem póiitík og frændsemi situr í fyrinúmi. Margir smákóngar eru teknir við af útvarpsráði og út- vaipsstjÓra, svo stofnanir þessar eru því sem næst stjómlausar. Sú bijálæðisiega strákagleði sem kom með Ingva Hrafni og tírafni Gunniaugssyni tii sjúnvarpsins Svo þegar árekstrar verða við út scm grfpur fram fyrir hendumar á Hð- inu, verða smákóngamir stór- móðgaðir, enda vissu þeir ektó betur en Rikisútvarpið væri stofn- un sem þeir réðu. Starfsmenn ekki eigendur Fréttamenn höfðu ákveðlð að efna til skoðanakönnunár í kjör- dæmunum og birta úrslit hennar í þáttum með frambjóðcndum og kjósendum. I>að hefði þýtt að síð- asta niðurstaða skoðanakönnunar hefði birst tveimur dögum fyrir kjördag. Útvarpsráði fannst að slík skoðanakönnun kynni að geta haft áhrif á niðurstöðu kosnlng- anna í þessu tfltefena kjördæmi, sem var Reykjavík, einkum vegna þess hve hún birtist seint. Þetta er skiljaniegt sjónarmið, sem sýnir glöggt að nauðsynlegt er að setja reglur um kannanir eins ög þess- ar. t>að sem vekur furðu í málinu er hinn mikli fréttaflutningur af afstöðu útvarpsráðs. Eðlilegt hefði verið að telja aö hér væri um að ræða innanhússmál, þar sem réttur aðili tók ákvörðun um að skoöanakönnun skyldi ekki birt samhliða þætti uro kjördæmið. En smákóngamir á fréttastofu sjónvarps gleyma því alltaf á milli svona stjómunarkasta útvarps- ráðs, aö þeir eru aðeins starfs- ráð var í fulhtm réttl með að taka hvað sú ákvörðun var seint tetón, alveg eins og ráðiö hafi fengið símhringingu utan úr bæ á síð- ustn stundu. f>að getur bent til þess að útvarpsráð eigi að vera sijómsamara. Það er einí aðiiinn sem getur haft stjóm i Rflcisút- varpinu. Því valdi beitir útvarps- ráð næstum aldrel Þess vegna er ekki að undra, þótt einstakhr starfsmenn hagi störfum sinum þannig, að varia er hægt að áltta annað en að þeir eigi stofnunina. í þau örfáu skipti sem það hendir að segja verður liðinu, að það hafi enn efeki fengið afsal fyrir stofh- unlnni, veröur það að fréttum hJá fréttastofum útvarps og sjón- varps. Þessar fréttir eiga aö sýna að það eru vondir menn sem sitja í útvarpsráði. Almenningur veit hins vegar, og hefur fyrir því reynslu, að það er aðeins Starfs- mannafélagiö, sem heidur að starfsmenn eigi Rðcisútvarpið. Út- varpsráð hefur vald sítt frá Al- fréttastpfunuro að virða, nema þeir vilji stöðugt láta minna sig á, að þeir eru eiouogis í vinnu hjá Kíkisútvarpinu. Til að losna frá þeirri staðreynd verður Starfs- mannafélagið að gera tiiiögu um að útvarpsráð verði rekið. Garri MM8 VÍTT OG BREITT WtgggggnaammmmmmmBUM Stikkfrí í pólitík Það þykja mikil ódæmi meðal sjálfstæðismanna og alþýðufiokks- manna að Steingrímur Hermanns- son hefur krafið forystumenn flokkana um að þeir skýri stefnu sína til aðildar íslands að Evrópu- bandalaginu. Þeir og málgögn þeirra rjúka upp til handa og fóta og halda því fram af blákaldri al- vöru að aðild íslands að bandalag- inu sé ekki til umræðu, enginn hafi sótt um upptöku fyrir íslands hönd og að alls ekki sé tímabært að ræða hvernig standa skuli að mál- um. Framsókn samþykkti á síðasta flokksþingi að flokkurinn stæði á móti aðild að EB og eru forsend- urnar þær að þjóðinni muni vegna betur utan þess en innan. Það er því eðlilegt að flokkurinn taki skýra afstöðu gegn aðildinni í kosningastefnuskrá og í þeirri bar- áttu sem fram fer á milli flokkanna þessa dagana. Nú eða síðar? Upphaf fimbulfambsins er að Davíð flokksformaður lýsti yfir að ef tillögur um aðild íslands að EB kæmu fram, væri það skoðun sín og flokks síns að efna bæri til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Steingrímur Hermannsson tók hann á orðinu og sagði að kjósend- ur ættu þegar kost á að greiða at- kvæði um málið og benti á að flokkur sinn hefði þegar tekið ákveðna afstöðu og væru því at- kvæði greidd Framsókn einnig at- kvæði á móti aðild að EB. Að svo mæltu losnaði heldur bet- ur um málbeinin á frambjóðend- um íhalds og krata og sverja þeir hver í kapp við annan að þeir viti ekkert til að verið sé að sækja um upptöku í EB, enda viti þeir varla hvaða skepna þetta er og hvernig beri að umgangast hana. Moggi skrifar leiðara um málið og segir engar tillögur vera á leiðinni um að leitað verði aðildar að EB og að Davíð hafi enga stefnu í málinu. Hins vegar þvertekur Morgunblað- ið ekki fyrir að einstaklingar, flokk- ar og fjölmiðlar geti haft skoðanir á þessum málum, einsog það er orðað. Og Moggi hefur skoðun. Hún er sú að veiðiheimildir er- lendra ríkja innan íslenskrar fisk- veiðilögsögu komi ekki til greina og að eignaraðild útlendinga að ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum komi ekki til greina. Það er kannski ljótt að segja það, en ekki verður betur séð en að Morgunblaðið fylgi dyggilega Framsóknarlínunni í málinu og sé þar með sammála Steingrími Her- mannssyni um afstöðuna til EB. Helsti rökstuðningur Framsóknar gegn aðild er hinn sami og Moggi lýsir yfir að sé sín stefna í málinu. Það vita nefnilega allir sem vilja vita að einhliða eignarhald þjóða innan EB á auðlindum og atvinnu- tækjum kemur ekki til greina fremur en önnur einokun. EB tek- ur ekki inn nýja meðlimi sem ætla sér eingöngu ágóðann af aðildinni en láta ekkert í staðinn. Aðgöngumiði okkar að EB er auð- lindalögsagan og sjávarútvegsfyr- irtækin. Það veit Framsókn og það veit Moggi og drepur málinu á dreif með því að taka undir með formanni Árvakursflokksins um þjóðaratkvæði einhvern tíma seinna ef ef ef... Stefnuleysið er eina stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á mál- inu. En það má Moggi eiga, að hann getur þó státað af Framsóknar- stefnunni, þótt hann sé að reyna að sýna hið gagnstæða. Hlutleysi þar til eftir kosningar Utanríkisráðherra segir réttilega að hann hafi ekki verið og sé ekki að semja um aðild að EB. Hann lýsir nú yfir að við séum aðeins að semja með EFTA um takmarkaðan fríverslunarsamning við EB, en það eru viðræðurnar um evrópska efnahagssvæðið sem hann á þar við. Jón Baldvin segir að Steingrímur gæti alveg eins haldið því fram að fara ætti að kjósa um hvort ísland ætti að sækja um upptöku í Banda- ríkin, eins og að halda því fram að einhverjum hafi dottið annað eins í hug og að íslendingar sæki um aðild að EB. Hvorugt er á dagskrá, segir formaður Alþýðuflokksins í DV í gær. Vel má það vera rétt, en verður það ekki vonum seinna að íhald og kratar taki pólitík upp í dagskrá sína eftir kosningarnar. En afstaðan til EB er stórpólitísk- asta mál þessara kosninga. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.