Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 10. apríl 1991 Breyting á fasteignagjöldum felur í sér töluverða hækkun til eigenda atvinnuhúsnæðis: 1000% HÆKKUN VEGNA SORPHIRDUGJALDSINS Eigendum atvinnuhúsnæðis í Reykjavík bregður lfldega í brún þeg- ar nýir og breyttir fasteignagjaldaálagningarseðlar, sem nú er verið að senda út, berast þeim f hendur. Á þeim er að flnna allt að 1000% hækkun á sorphirðugjaldi auk þess sem alvarlegur misbrestur hef- ur orðið á framkvæmd gjaldsins því það virðist tilviljunum háð hve háa upphæð hverjum aðila ber að greiða . Sigrún Magnúsdóttir, borgarfúll- trúi Framsóknarflokksins, bar upp erindi vegna þessa í borgarráði í gær og lagði þar fram bókun þar sem segir m.a. að líklegt sé að upphæð sorphirðugjaldsins komi mörgum á óvart því ekki var staðið við það fyr- irheit að senda út upplýsingabæk- ling um breytingarnar. Einnig kem- ur fram í bókun Sigrúnar að fram- kvæmd á álagningu sorphirðu- gjaldsins virðist sérstaklega vera einkennileg í húsum þar sem bæði er atvinnuhúsnæði og íbúðir, en þar viröist sem sorphirðugjald fyrir öll flát við húsið sé rukkað til fyrirtæk- isins. Sem dæmi um það misræmi sem virðist vera á álagningu sorp- hirðugjaldsins má nefna tvö at- vinnuhúsnæði þar sem sambærileg- ur verslunarrekstur fer fram, en á öðrum staðnum hækkar álagning úr 973 krónum frá fyrri reikningi í 9.313 krónur, eða um 8.340 krónur, á hinum hækkar álagning úr 2.100 krónum í 20.100, eða um 18.000 krónur. En samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur ber eig- endum atvinnuhúsnæðis að greiða 6.700 kr. fyrir hvert sorpflát. Sigrún Magnúsdóttir segir að borg- in hafi alveg brugðist í því að kynna fyrir atvinnurekendum hvernig þessar hækkanir færu fram og þá boðið þeim upp á þann valkost sem er fyrir hendi. „Atvinnufyrirtæki geta í raun valið hvort að borgin hirði sorp eða hvort samið er við einkafyrirtæki sem bjóða sorphirðu- þjónustu til flutnings til Sorpu eða hvort að þeir keyri það sjálfir á gámastaðina, sem verða átta talsins í borginni," sagði Sigrún. „Sorphirðugjaldið er sett á til þess m.a. að sýna fram á hvað sorp og sorphirða kostar og hvetja fólk til þess að hugsa um að förgun sorps og það magn sem það hendir, en benda verður þó á hvaða valkosti fólk hefur og fyrir hvað það er að borga," sagði Sigrún. Er sorpböggun gamaldags? Sorpeyðingastöð höfuðborgar- svæðisins, öðru nafni Sorpa, mót- töku- og böggunarstöð fyrir sorp í Gufunesi tekur til starfa í vor. Þar verður tekið á móti hvers konar úr- gangsefnum til urðunar, flokkunar og endurvinnslu, jafnframt verður þar sérstök móttaka á hættulegum efnum sem Sorpa sér um að farga. Mikill kostnaður hefur farið í bygg- ingu og undifbúning að starfsemi Sorpu, en raddir hafa heyrst sem ef- ast um notkunargildi urðunar- og böggunarstöðvar þegar til lengri tíma er litið. Sigrún Magnúsdóttir sagði að hún hefði ávallt staðið á móti því að sorpeyðingastöð yrði komið fyrir í fjölmennu íbúðahverfi því hún veld- ur mikilli hávaðamengun. „Einnig tel ég að sorpböggun sé ekki nú- tímaleg vinnubrögð og margir halda því fram að við hefðum átt að nota sorpbrennslu, með góðum mengun- arvarnarbúnaði, því krafan er sú að minnka enn frekar sorpmagnið," segir Sigrún. Erfitt hefur reynst að finna lausn á sorpförgun sem er algerlega um- hverfisvæn og deila menn um að- ferðir. Urðun er einn kostur, sem þó veldur mengun í jarðveginum hvernig sem á það er litið. Brennsla er annar kostur, en reykurinn frá brennslunni hefur reynst mengun- arvaldur. Nú hafa verið hannaðir sorpbrennsluofnar sem nýta orku frá brennslunni til t.d. upphitunar. Ingvar Níelsson verkfræðingur hef- ur haft hugmyndir um að setja upp sorpbrennsluofn í Skaftafelli þar sem sorp frá ferðamönnum verður brennt en orkan sem hefst með brennslunni nýtt til þess að hita upp sundlaug á svæðinu. Ingvar segir að með þessum búnaði væri auðvelt að samræma sorpbrennslu við ýmsa hitunarþörf í íslenskum bæjar- og sveitarfélögum. „Sorpbrennsluofnarnir sem um ræðir vinna samkvæmt nýjustu reglugerðum Evrópubandalagsins um umhverfisverndun. Ofnarnir eru búnir til að vinna úrgang frá heimil- um, verslun, viðskiptum og léttum iðnaði, en hægt er að koma fyrir sér- stökum búnaði fyrir brennslu á skaðlegum eða sérlega erfiðum efn- um,“ segir Ingvar. —GEÓ Reglur um leyfilegan fjölda grásleppuneta: 100 net a mann Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglur um takmarkanirá leyfilegan fjölda grásleppuneta í sjó. Regl- umar eru settar að frumkvæði Landssambands smábátaeigenda. Samkvæmt reglunum miðast leyfilegur netafjöldi við fjölda í áhöfn. Sé einn maður á báti má hann vera með 100 net í sjó, tveir mega vera með 200 net og séu þrír eða flehi í áhöfn mega þeir eiga 300 net í sjó. Hver net miðast við 60 faðma ófellda slöngu. -sbs. Kjörfundur í Reykjavík vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 20. apr- íl 1991 hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 22.00 þann dag. Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfarandi ákvæði laga nr. 10/1991: „Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að fram- vísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði sam- kvæmt kjörskránni afhendir oddviti honum einn kjörseðil." Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskír- teini, getur átt von á því að fá ekki að greiða at- kvæði. Yfirkjörstjórnin mun á kjördegi hafa aðsetur í Austurbæjarskólanum og þar hefst talning at- kvæða þegar að loknum kjörfundi. Reykjavík, 9. apríl 1991. Yfirkjörstjóm Reykjavíkur. Bændur Tvöfaldir plastvaskar á löppum kr. 15.280.- meö botnstykki, tilvaldir í mjólkurhúsin. Einnig járn í grindur undir skepnur 1,6x1,6 sm. Þakstál á 800 kr. m2 og margt fleira. LINDIN H/F BÍLDSHÖFÐA 18 Sími 82422 (Gunnar) Viðskiptaráðherra kynnir ríkisstjórninni skýrslu um sölu ríkisbankanna: Hver vill kaupa Búnaðarbankann? Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti á ríkisstjómarfundi í gær skýrslu sem Seðlabankinn hefur unnið um kosti og galla þess að breyta ríkisbönkunum í hlutafélaga- banka. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagðist vera þeirr- ar skoðunar að við eigum áfram aö hafa a.m.k. einn öflugan ríkisbanka. Hann sagðist óttast að ef ríkisbank- amir verði gerðir að hlutafélagi komist hlutabréfin í hendur fárra öfiugra aðiia líkt og gerðist þegar Útvegsbankinn var seldur. „Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir þjóðar- búið að hlutabréf í bönkum komist á fárra hendur," sagði Steingrímur. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra minntist á skýrsluna á ársfundi Seðlabanka íslands sem haldinn var í gær. Hann sagði það sína skoðun að draga ætti úr ríkisrekstri í banka- kerfinu og lýsti því yfir að hann vilji að Búnaðarbanki íslands veröi gerð- ur að hlutafélagabanka sem fyrst um sinn verði í eigu ríkisins, en síðan yrðu hlutabréf rfkisins seld smátt og smátt. Jón sagði eðlilegt að taka Búnaðarbankann fyrir frekar en Landsbankann þar sem Búnaðar- bankinn væri minni og fjárhagsstaða Búnaðarbankans betri. Ágúst Einarsson, formaður banka- ráðs Seðlabankans, vék einnig að skýrslunni í ræðu sinni á fundinum. Hann sagði að Seðlabankinn gerði ekki ákveðna tillögu í skýrslunni heldur væri um að ræða faglegt mat 'sem skoða ætti sem innlegg í nauð- synlega umræðu um þessi mál. Ág- úst sagði að ýmsar sérstakar aðstæð- ur hérlendis, svo sem dreifð byggð, atvinnutengsl banka og byggða- stefnuhlutverk þeirra yrði að skoðast vandlega, áður en stór skref yrðu stigin. Tíminn spurði Stefán Pálsson, bankastjóra Búnaðarbankans, álits á skýrslu Seðlabankans. Stefán sagðist ekki vera búinn að kynna sér skýrsl- una, en hann sagðist hins vegar efast um gildi þess að breyta ríkisbönkun- um í hlutafélagabanka. Stefán sagði þessar hugmyndir vekja upp nokkrar spurningar. Hvaða ávinningur er falinn í því að selja ríkisbankana? Hafa ríkisbank- arnir staðið sig svo illa að leita verði að nýju rekstrarformi? Hverjir verða kaupendur? Og það sem mestu máli skiptir, telja menn sig fá betra banka- kerfi með því að selja rfkisbankana? Stefán sagði að menn væru al- mennt sammála um að Búnaðar- bankinn hefði staðið sig vel og væri góð söluvara. Hann sagðist sjálfur telja að það gæti verið gott fyrir ríkið að eiga áfram þessa góðu eign. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur lýst því yfir að efst á blaði yfir ríkiseignir sem hann vilji selja séu ríkisbankarnir. Við- skiptaráðherra mun einnig vilja breyta bönkunum í hlutafélaga- banka. -EÓ Kosningabaráttan á Austurlandi: „Kosið um 5 málefni," segir Jón Kristjánsson „Nú stendur svo óvenjulega á að kosningamálin eru þau sömu um land allt, í dreifbyli sem þéttbýli, í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Þau eru fimm. í fyrsta lagi verður kosiö um afstöðuna til EB. í öðru lagi verður kosið um sjávarútvegs- stefnuna. í þriðja lagi um afstöðuna til franikvæmdar nýs búvörusamn- ings. í fjórða lagi um efnahagsmál- in, hvort menn vilja standa vörö um þjóðarsáttina eða fara að fikta eitt- hvaö í henni. Það vill Sjálfstæöis- flokkurinn greinilega gera, ef marka má afstöðu hans til bráðabirgðalag- anna. í fimmta lagi er kosið um hver á að veit nýrri ríkisstjórn forystu. Hvort að veröur Davíð Oddsson, sem virðist ekki hafa neina stefnu, eða Framsóknarflokkurinn. undir for- ystu Steingríms Hermannssonar. sem hefur markað skýra stefnu í öll- um þessum málaflokkum." segir Jón Kristjánsson, sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins á Aust- urlandi. -aá. Jón Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.