Tíminn - 10.04.1991, Síða 19

Tíminn - 10.04.1991, Síða 19
Miðvikudagur 10. apríl 1991 Timinn 19 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur-Úrslitakeppnin: FLOKKSSTARF JAFNTEFLI! Frá Margréti Sanders fréttaritara Tím- ans á Suðumesjum: UMFN sigraði ÍBK 81-91 í fjórða úr- slitaleik liðanna í Keflavík í gærkvöld fyrir troðfullu húsi. Hreinn úrslitaleik- ur um íslandsmeistaratitilinn verður því á fimmtudaginn í Njarðvík. Njarðvíkingar mættu mjög ákveðnir til leik og komust yfir 0-5 strax í byrjun. Keflvíkingar voru ákveðnir að hleypa þeim ekki of langt frá sér og komust yf- ir eftir 5 mín. leik 15-13. Njarðvíkingar létu þá Ronday Robinson gæta Táirone Thornton eins og hann hefur gert í fyrri leikjum og breyttu þeir eftir það stöð- unni í 25-40. Keflvíkingar komust síðan yfir 48-47 og munaði þar mestu um þriggja stiga körfur þeirra og skildi að- eins 1 stig í lok hálfleiksins 53-52. Mikil taugaveiklun var í byrjun síðari hálfleiks og tók tíma hjá liðunum að finna sig. Njarðvíkingar áttu frumkvæð- ið og komust yfir 56- 65. Þá skiptu Njarðvíkingar yfir í svæðisvöm sem ekki gekk upp og söxuðu Keflvíkingar á forskotið 71- 73. Spennan var gífurleg síðustu mínúturnar, Njarðvíkingarvoru yfir 76-81 þegar tæpar 2 mín. voru til leiksloka, hver sóknin á fætur annarri fór út um þúfur hjá báðum liðum, Njarðvíkingar héldu þó haus í lokin og bræðurnir Teitur og Gunnar Örlygssyn- ir tryggðu þeim sigurinn með vítaskot- um á síðustu mínútunni 81-91. Nú kláruðu Njarðvíkingar dæmið, ólíkt því sem gerst hefur í tveimur síðustu leikj- um. Hjá ÍBK stóðu þeir Falur, Jón Kr. og Tairone sig vel, sá síðastnefndi hefur vaxið með hverjum leik, sérstaklega í vöm og fráköstum, tók 18 slík í gær. Sigurður stóð sig vel í fyrri hálfleik. Hjá UMFN stóðu þeir sig vel Teitur, Krist- inn, (sak, Gunnar og Friðrik, einnig átti Hreiðar góða kafla. Ronday var góður í vöm, en getur mun betur í sókn. Góðir dómarar voru þeir Kristinn Al- bertsson og Jón Otti Ólafsson. Stigin ÍBK: Táirone 22, Sigurður 16, TeiturÖriygsson varaö öörum ólöstuöum hetja Njarðvíkinga í sigrinum á Keflvik- ingum í gærkvöld. Til vamar er Albert Óskarsson. Falur 14, Jón Kr. 13, Guðjón 10, Albert 19, Ronday 14, ísak 11, Gunnar 9, Frið- 4 og Júlíus 2. UMFN: Teitur 27, Kristinn rik 7 og Hreiðar 4. MS/BL Islandsmótið í karate: Asmundur og Jónína meistarar í kata íslandsmótið í karate (kata) var haldið um síðustu helgi. Asmundur ísak Jónsson Þórshamri sigraði í einstaklingskeppni í karlaflokki, hlaut 25,4 stig. í öðru sæti varð Halldór Svavarsson KFR með 25,2 stig og þriðji varð Konráð Stefáns- son KFR með 24,9 stig. Jónína Olesen sigraði í kvenna- flokki, hlaut 26,1 stig. Önnur varð 25,0 stig. í þriðja sæti varð Oddbjöm Jónsdóttir Breiðabliki með 24,6 stig. í sveitakeppni kvenna sigraði sveit Þórshamars, skipuð þeim Ingibjörgu Júlíusdóttur, Margréti Einarsdóttur og Laufeyju Einarsdóttur, hlaut 24,3 stig. í öðru sæti varð sveit KFR með 23,9 stig, en hana skipuðu Anna Carlsdóttir, Áslaug Jónasdóttir og Guðbjörg Ragnarsdóttir. Sveit Þórshamars sigraði einnig í sveitakeppni karla, hlaut 25,0 stig. í sveitinni vom þeir Ásmundur ísak Skotfimi: Carl töluvert frá sínu besta en sigraði samt Um síðustu helgi fór fram opið mót í innanhússskotfimi, þar sem skotið var 60 skotum liggjandi. Keppendur voru 5 talsins. Sigumegari varð Carl J. Eiríksson Skotfélagi Reykjavíkur, hlaut 584 stig. Það er nokkuð frá hans besta árangri, en hann náði 596 stigum á síðasta ís- landsmóti. í öðru sæti varð Þorsteinn Guðjónsson með 573 stig. þriðji varð Auðunn Snorrason með 571 stig. Lestina ráku Gunnar Bjarnason og GylfiÆgissonsöngvari. BL Jónsson, Grímur Pálsson og Halldór Narfi Stefánsson. Sveit KFR varð í öðru sæti, einnig með 25,0 stig. í sveit KFR voru Halldór Svavarsson, Konráð Stefánsson og Jóhannes Karlsson. Þriðja sætið féll í skaut annarrar sveitar frá KFR, en hana skipuðu þeir Jón ívar Einarsson, Guðlaugur Davíðsson og Matthías Matthíasson. Sveitin hlaut 23,7 stig. Þórshamar hlaut 3 gull og 1 silfur á mótinu, KFR 1 gull, 3 silfur og 2 brons og Breiðablik hlaut 1 brons. BL Knattspyma - U21 árs landsliðið: Hólmbert hefur valið hópinn sem fer til Færeyja - og leikur þar tvo vináttuleiki um næstu helgi Knattspymulandsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs heldur til Færeyja á föstudaginn, en þar mun liöið ieika tvo æfinga- og vináttuleiki um helgina. Þjálfari liðsins, Hólmbert Friðjónsson, hefur valið hópinn sem leika mun leikina, en hvorugur þeirra telst vera landsleikur. Fyrrí leikurínn verður á föstudagskvöld gegn Eyjaúrvali og sá síðari á sunnu- dag gegn A- landsliði Færeyja. Eftirtaldir leikmenn voru valdir. Kristján Finnbogason ÍA ólafur Pétursson ÍBK Helgi Björgvinsson Vfldngi Kristján Hafldórsson ÍR Þormóður Egilsson KR Ágúst Ólafsson Fram Gunnar Pétursson Fyfld Steinar Guðgeirsson Fram Ingólfur Ingólfsson Stjömunni Þorsteinn Jónsson Þór Haraldur Ingólfsson ÍA Steinar Adólfsson Val Haukur Pálmason Ftam Rflcharður Daðason Fram Pétur Jónsson ÍR Amar Gunnlaugsson ÍA Með í ferðinni verða einnig Egg- ert Magnússon formaður KSÍ, Stefán Gunnlaugsson formaður U21 árs nefndar og nefndar- mennimir Eyjólfur Bergþórsson og Tómas Krístinsson, auk Hólm- berts þjálfara og Sveinbjöms Sveinbjömssonar nuddara. BL ÞITT VAL - ÞÍN FRAMTÍÐ Halldór Jón Jónas Karen Erla Ásgrímsson Krístjánsson Hallgrímsson Erlingsdóttir Frambjóðendur Framsóknarflokksins á Austurlandi efna til funda undir yfirskriftinni - Þitt val - Þín framtíð - á eftirtöldum stöðum: Neskaupstaö 13. apríl kl. 16 ( Egilsbúð. Bakkafirói 14. apríl kl. 16 í grunnskólanum. Vopnafiröi 14. apríl kl. 20,30 f Miklagarði Egilsstöðum 16. apríl kl. 20,30 í Valaskjálf. Fundirnir veröa auglýstir nánar meö dreifibréfi og veggspjöldum á hverjum staö. Raeöiö viö frambjóöendur Framsóknarflokksins um framtíöina, atvinnumálin og stjórnmálin x-B Öflug þjóð í eigin landi x-B Dýralæknar Staða héraðsdýralæknis í Þingeyj- arþingsumdæmi vestra er laus til umsóknar, tímabundið, frá 20. júní 1991 til 6. ágúst 1992, vegna námsleyfis héraðsdýralæknis. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins. Umsóknir sendist fyrir 10. maí nk. til landbúnað- arráðuneytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykja- vík. Allar nánari upplýsingar veitir yfirdýralæknir, sími 62-2000. Landbúnaðanráðuneytið, 9. apríl 1991. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími skólans er frá 1. júní til 31. júlí. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og þekkingu á gróðurumhirðu og öðrum verklegum störfum. Reynsla í starfi með unglingum er líka æski- leg. Ennfremur er sérstaklega auglýst eftir leiðbeinendum fyrir hóp fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðn- ing í starfi. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk. Vinnuskóli Reykjavíkur ------------------------------------------------------. Hjartkær faöir minn, tengdafaðir og afi Böðvar Tómasson byggingameistari Helgamagrastræti 49, Akureyrí lést að Dvalarheimilinu Hlíð, sunnudaginn 7. april. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.30. Tómas Búi Böðvarsson Ragnheiður Stefánsdóttir Böðvar Tómasson HlynurTómasson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.