Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 17. apríl 1991 Miðvikudagur 17. april 1991 Tíminn 9 Að mati nokkurra manna, sem Tíminn ræddi við í gær, snúast kosningarnar nk. laugardag um stöðugleik- leikann sem náðst hefur og framhald hans, áframhaldandi þjóðarsátt, kjaramál, afstöðuna til EB o.fl.: Stöðugleiki stjómar eða stefnuleysi liakls Kosningarnar næsta laugardag eru að margra áliti mjög mik- ilvægar kosningar, þó svo að því sé haldið fram fyrir hverjar kosningar, eins og einn viðmælenda Tímans orðaði það í gær. í kjördæmisþáttum Sjónvarpsins hefur komið fram að at- vinnu- og samgöngumál brenna hvað mest á fólki, en einnig hafa launamál, byggðamál sem og afstaðan til Evrópubanda- lagsins, ásamt efnahagsmálum almennt, verið ofarlega í hug- um fólks. Tíminn leitaði álits hjá nokkrum aðilum úr ýmsum geirum þjóðfélagsins á því hver væru helstu kosningamálin. Svör þeirra fara hér á eftir. Það skal tekið fram að ekki var leit- að til manna sem fulltrúa tiltekinna stjórnmálaflokka eða stjórnmálaskoðana. HJÁLMAR ÁRNASON: Þarf að skila þjóðar- sáttinni til launþega „Ég held að þessar kosningar hljóti að snú- ast um það hvaða atvinnustefnu við eigum að móta í þessu landi. Þær hljóta líka að snúast um það hvaða launastefna á að ríkja í þessu landi. Þjóðarsáttin byggir m.a. á því að laun- þegar landsins hafa tekið á sig ákveðnar „skyldur". Þjóðarsáttin hefur skilað jákvæðum árangri og næsta skrefið hlýtur því að vera að skila aftur til launþega því sem þeir lögðu á sig, án þess þó að við missum tök á efnahags- stjórninni," sagði Hjálmar Árnason, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Það hlýtur líka aö vera kosið um það hvort að þessi svokölluðu mjúku mál í samfélaginu eigi að vera áfram hornreka eða hvort við vilj- um gefa þeim einhvern gaum. Vanræksla þeirra birtist í ýmsum myndum: vaxandi of- beldi, hærri sjálfsmorðstíðni og almennu rót- leysi." — Hvað þarf til að bæta þetta ástand? „Það þarf í fyrsta lagi að móta einhverja stefnu og síðan að fýlgja þeirri stefnu eftir í verki. Alþingi hefur gert allt of mikið af því að álykta um ýmsa málaflokka, en látið þá síðan Eftir Stefán Eiríksson drabbast niður með því að veita ekki fjármun- um til þeirra.“ Ég tel að þetta séu stærstu mál- in, en sem skólamaður þá hlýt ég að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir sinni menntamálum þjóðarinnar betur. Við erum aftarlega á merinni miðað við þróuð ríki heimsins hvað varðar útgjöld til menntamála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Á því sviði þurfum við að bæta okkur ef við ætlum einhvern tímann að rífa okkur upp af veiði- mannastiginu, sem við höfum dvalið heldur lengi á,“ sagði Hjálmar Árnason. EMIL ALS: Gruna þá um að líta á inngöngu í EB sem raunhæfan möguleika „Ég er að vona að fólk átti sig á mikilvægi þessa máls fyrir framtíð íslands. Mér sýnist að allt of mikið sé gert úr mikilvægi Evrópu fyrir okkur íslendinga. Til dæmis sýnist mér að sá ávinningur, sem sagt er að hafi náðst meö inn- göngu í EFTA á sínum tíma, sé enginn og hefði náðst hvort sem var.“ Þetta eru orð Emiis Als læknis, en Emil hef- ur starfað innan Sjálfstæðisflokksins um ára- bil. Hann kveðst óánægður með afstöðu for- ystumanna flokksins í EB-málum og segir: „Þeir eru ekki nógu eindregnir í afstöðu sinni. Ég gruna þá um að líta á inngöngu í EB sem raunhæfan möguleika." — En verðum við ekki að ná samningum til að tryggja markaði fyrir fiskinn? „Ég hef engar áhyggjur af því. Evrópubúa vantar fisk og þeir eiga eftir að koma hingað og biðja okkur um hann. Auk þess eru aðrir markaðir ónýttir. Ég tel að við gætum selt allt okkar sjávarfang í BNA ef kapp væri lagt á það. Þá eru Japan og SA- Asía óskrifað blað, svo fátt eitt sé nefnt." Emil kveður hálfvelgju Sjálfstæðisflokksins gagnvart EB alvarlegt mál og segir: „Mér finnst ekki seinna vænna að fólk átti sig á að kosningarnar nú snúast um EB- málið. Útaf fyrir sig er skiljanlegt að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hafi ekki viljað kveða upp úr með það í eitt skipti fýrir öll að aldrei yrði gengið í EB. Ég heyri það hins vegar á sumum forystumönnum flokksins að þeim finnst að við ættum að elta einhver Norðurlönd inn í bandalagið, sem ég tel að við verðum að gjalda varhug við. Efnahagsgrundvöllur okkar er gjörólíkur þeirra og ég lít svo á að við séum algjörlega sér á báti hvað varðar aðstöðu og kringumstæður. Bæði er lega landsins sérstök og þá erum við matvælaframleiðendur og það eru okkar tromp." — Forsætisráðherra hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að segja að kosningarnar snúist um Evrópumálin. „Ég er sammála þeim sem svo mæla og mun láta þetta mál algerlega ráða mínu atkvæði nú og sennilega það sem eftir er,“ sagði Emil Als. KONRÁÐ EGGERTSSON: Kosið um störf ríkisstjómarinnar ,Að mínu mati verður kosið um störf ríkis- stjórnarinnar ef fólkið hefur yfir höfuð skilið þau. Þegar þessi stjórn tók við, þá var fjöldinn allur af fyrirtækjum að fara tii andskotans og mörg þeirra hafa síðan þá rétt úr kútnum. Verðbólgan hefur minnkað, það viðurkenna allir, og það er orðið léttara hjá fólki að borga af lánum. Ég veit ekki hvort fólkið áttar sig á þessu almennt, því er nú verr,“ sagði Konráð Eggertsson, formaður Félags hrefnuveiði- manna. „Ég held að það væri nú óhætt að leyfa þess- um mönnum að vera aðeins lengur við stjórn- völinn og halda áfram við verkið. Það er ákaf- lega þægilegt að taka við og kenna öðrum um, en núverandi stjórn þarf að fá að vera aðeins lengur og sýna hvað í henni býr,“ sagði Kon- ráð. „Margir segja að kosið verði um EB, en ég er nú á þeirri skoðun að það sé útilokað að kjósa um EB. Það hlýtur að koma í Ijós, þegar menn fara að ræða málin, hvort menn hafa hagnað af því að ganga í bandalagið eða ekki. Ég held að enginn geti sagt: Við göngum ekki í EB. Við verðum að vita hvað þeir hafa upp á að bjóða og hvað þeir vilja fá í staðinn," sagði Konráð. Konráð sagðist telja að sjávarútvegsstefnan væri ofarlega í hugum manna og sjálfsagt væri margt við hana að athuga. „Ég hef hins vegar ekki séð nema sáralítið koma fram hjá þeim mönnum sem eru harðast á móti núver- andi kerfi. Þeir, sem eru harðastir í gagnrýn- inni, koma með minnst í staðinn. Ég hef ekki séð það ennþá sem er skárra en núverandi kerfi, en það getur átt eftir að koma og þá verðum við að skoða það,“ sagði Konráð Egg- ertsson. JÓHANN GEIRDAL: Fá þeir sem náðu stöðug- leikanum að halda áfram? „Ég hefði nú gjarnan viljað að það yrði sett upp þannig að það yrði kosið um áframhald- andi stjórnarstefnu eins og nú hefur verið, eða þá íhaldsstjórn. Um það snýst málið fyrst og fremst," sagði Jóhann Geirdal verslunarmað- ur. Jóhann sagði að það þyrfti að hamra á þeim stöðugleika, sem náðst hefði með núverandi stjórn, og hann treysti betur þeirri stjórn heldur en íhaldsstjórn til að skila ávinningi stöðugleikans til launafólks, sem væri næsta mál á dagskrá. „Það, sem mér finnst standa upp úr, er fyrst og fremst þessi ávinningur og hvort þeir, sem hafa náð þessum ávinningi, fái tækifæri til að halda áfram því starfi eða hvort þeir, sem voru búnir að koma öllu í vaskinn, fái að taka við þokkalegu búi þegar búið er að hreinsa upp eftir þá. Samkvæmt fyrri reynslu má búast við því að allt fari í vaskinn aftur ef íhaidið kemst til valda. Vinstri stjórn þarf því að taka aftur við eftir fjögur ár, til þess að hreinsa upp óráð- síuna, og það verður ennþá erfiðari vinna, því þó að það hafi verið hægt nú að fá fólk til að fallast á þessa þjóðarsátt, sem hefur gengið al- veg þokkalega, þá verður mjög erfitt, eftir fjögur ár, að fá fólk til þess að gera það aftur," sagði Jóhann. „Reyndar er eitt mál, sem mér hefur verið ofarlega í huga, sem er herstöðin á Miðnes- heiði. Ég hef verið óánægður með það að rík- isstjórn, sem Alþýðubandalagið á aðild að, skuli ékki hafa gert meira en þetta,“ sagði Jó- hann. „Þessar breyttu aðstæður í heiminum hafa gert það að verkum að stóra málið er ekki lengur að krefjast brottfarar hersins. Hins vegar þurfa menn að fara að búa sig undir það þegar hann fer, í sambandi við atvinnumálin," sagði Jóhann. Jóhann taldi að eftir kosningar gæti komið upp sú staða við stjórnarmyndun að stjórnar- flokkarnir þrír, að undanskildum Borgara- flokki, mynduðu blokk og Sjálfstæðisflokkur- inn aðra blokk. Kvennalistinn væri því kom- inn í oddaaðstöðu og gæti því valið á milli. „Þetta held ég að flokkarnir þrír vilji ekki að gerist og þess vegna eru þeir tilbúnir að riðla sinni fylkingu til þess að koma í veg fyrir að Kvennalistinn fái að velja. Þar með eru komn- ir upp þrjú möguleg stjórnarmynstur og af þeim tel ég viðreisnarstjórn líklegasta," sagði Jóhann Geirdal. SNÆR KARLSSON: Kosið um þann stöðug- leika sem ríkt hefur „Það verður auðvitað margt sem verður kos- ið um næsta laugardag. Eg býst nú við að menn kjósi m.a. um þann stöðugleika í efna- hagslífinu, sem ríkt hefur núna undanfarna mánuði. Kvótamálin og fiskveiðistefnan hafa áhrif víða úti á landi og samgöngumálin munu trúlega einnig vega þungt þar. Atvinnu- málin eru náttúrlega í fijllu samhengi við þetta tvennt. Síðan horfa menn til skattamál- anna, það hefur komið greinilega fram að undanförnu, sérstaklega hjá fiskvinnslufólk- inu,“ sagði Snær Karlsson, formaður deildar fiskvinnslufólks hjá Verkamannasambandi ís- lands. Snær sagði að hækkun skattleysismarka væri ein af kröfum fiskvinnslufólksins og stjórnmálamenn þyrftu að standa við þau lof- orð, sem þeir gæfu í sambandi við það. Snær sagði að málefni EB vægju þungt hjá þeim, sem væru í atvinnulífinu, og þeim sem hafa kynnt sér málið betur en aðrir. „Mér virðist sem almenn fræðsla um þessi mál sé mjög í skötulíki, því miður. Ég veit ekki hversu mikil áhrif þessi mál hafa á fólk, en þau hafa vafa- laust einhver áhrif. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, vegna þess að maður verður óþyrmilega var við það að menn eru ekki nógu meðvitaðir um málið.“ — Hvað með þjóðarsáttina, er verkafólk ánægt? „í sjálfu sér eru menn ekki óánægðir með þann árangur, sem orðið hefur af þessum samningi sem nefndur hefur verið þjóðarsátt. Hins vegar vill fiskvinnslufólk t.d. ekki þjóðar- sátt undir þeim formerkjum að hún sé aðeins fyrir surna." — Nú hefur verið gert lítið úr þætti ríkis- valdsins í þjóðarsáttarsamningunum. Skiptir máli hverjir eru við stjórnvölinn hjá ríkisvald- inu í komandi samningum? „Það er rangt að gera lítið úr þætti ríkis- valdsins í þeirri lausn sem fundin var í febrúar í fyrra. Auðvitað átti ríkisvaldið þar þátt í mál- um. Ég vil nú ekki trúa því að menn séu það ábyrgðarlausir í íslensku stjórnmálalífi að það hafi úrslitaáhrif hverslags ríkisstjórn situr. Það getur trúlega haft einhver áhrif á það hvaða leiðir menn velja, en ég held að allir hljóti að stefna að því að leysa málin á skyn- semisgrunni," sagði Snær Karlsson. Kosningamar á laugardaginn snúast um áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum á þeim nótum sem núverandi ríkisstjóm hefurtek- ist að byggja upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.