Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. apríl 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR SBSÍMBHE mmamKmmmmmmmmrn | . - A ■> - Æ> Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri: Búvörusamningurinn - það sem þar er og hitt sem vantar - Þessa dagana er kosningabaráttan í hámarki. Mikil umræða fer nú fram um ýmsa þætti þjóðmála - þó ekki alla. Undrahljótt er um landbúnaðarmál. Vera má að flestum þyki þau fullrædd og felld í skorður, ekki síst þar sem drög hafa verið lögð að nýjum búvöru- samningi. Þrátt fyrir það langar mig að koma hér fá- einum atriðum á blað. Á þessari árstíð endast lesend- ur vart til þess að lesa langhunda og því verða skrifín í nokkrum skeytastíl. Búvörusamningurinn , ' 4 , j. x nanar um, aður en gengið er til - Otrygg undirstaöa kosninga og síðan stjórnar- Búvörusamningurinn nýi hefur myndunar. ýmsa kosti, m.a. þann að hann tekur til langs tíma og að horfst Um nætftaborð er í augu við vandann sem uppi . 6 . er, tiltekið í málefnum sauðfjár- nCÍmSÍnS ræktarinnar. Gagn er líka ótví- Lagaleg undirstaða hins nýja rætt að því að áhrifamiklir þjóð- félagshópar auk bænda voru dregnir til ábyrgðarf?) við undir- STAÍT En hann á sínar Sem betur fer er mat- takmarkanir. Sú er nærtækust að óvissa ríkir VðBl3framIeiOSI3 í enn um fjármögnun samnings- heiminum enn næg - ins. Hin lagalega undirstaða | að meðaltali fýrir Öll hans er einmg ólios og þa um . » . ... _ leið hin raunveruiega stefnu- jarðannnar böm. En mörkun í málefnum landbúnað- þeim fjölgar ört og arins, samtengingu framleiðslu mÍSSkÍDtÍna mataríns og sölu kindakjöts og mjólkur. eraeiav®Sea Hitt er Lækkun búvöruverðs er annað er geig^ænieg. Illtl er stefnumið, þýðingarmikið líka. liK3 áhygtjjliefni 3ð En miklu lengra nær stefnu- matvælaframleiðslan mörkunin ekki -a.m.k. ekki enn - ^ ^ ( mun á æ fæni og kemur þa að þvi sem fram- . . ........ undan hlýtur að vera. hendur. Valdlð þjapp- astsaman Um fleira Landbúnaðarumræð- þyrfti að semja an hljóðnaði að mestu Ég á von á því að bændur bíði méð gerð bÚVÖrU- nú spenntir eftir þyí hvort ein- ; samningsins fýlT í Vet- hvern siömannanefnd verði að .... loknum kosningum falið að und- S3mnÍn90nnn hef- irbúa sáttmáia um aðra mikii- ur margar mikilvægar væga þætti þeirra mála sem bú- ? og jákvæðar hliðar. ^að; flutningskostnað, skattheimtu, PO Tyrst Og TTemSt vinnulaun og þjónustuáburðar- tíllclUn til þeSS að verð, innflutning á búvörum o.fl semja sig fortíðinni Mer synist nefmlega orðugt aö ' K.~A_A tryggja mikilvægustu stefnumið en Pao vaniar ao búvörusamningsins án þess. semja sig með mark- En það er sérstök saga sem VÍSSaiÍ hætti til fram- vissulega væri þarft að heyra «Asirinr»ar væntanlega landsfeður fjalla uuaiiiiiwi. búvörusamnings er enn óljós. í væntanlegri lagasetningu mun vonandi felast raunveruleg stefnumörkun í málefnum land- búnaðarins, líkt og gert var með búvörulögum 1985. Þar verður að koma það sem vantar í núver- andi búvörusamning, m.a. það að taka tillit til viðskiptaum- hverfis og þeirra alþjóðlegu við- horfa í landbúnaði og matvæla- framleiðslu sem nú eru að skap- ast. Sem betur fer er matvælafram- leiðsla í heiminum enn næg - að meðaltali fyrir öll jarðarinnar börn. En þeim fjölgar ört og mis- skipting matarins er geigvænleg. Hitt er líka áhyggjuefni að mat- vælaframleiðslan færist í raun á æ færri hendur. Valdið þjappast saman. Mikilvægasti aflgjafi matvæla- framleiðslunnar er tæknivæð- ingin, þar sem þrengsta skil- greining arðsemi er tíðum fyrsta boðorð. Það er að renna upp fyrir æ fleirum að undir- stöðunni - móður náttúru - er misboðið, það er gengið á grunnvatnið, jarðvegur spillist og eyðist og óhæfilegur vöxtur hefur verið í olíu-, áburðar- og lyfjanotkun til ræktunar. Allt þetta er vel kunnugt. Það undr- aði því fáa að ein meginábend- ing hinnar svonefndu Brundt- land- nefndar til ríkja heims ár- ið 1987 yrði sú að viðhalda fjöl- breytileikanum og að varðveita möguleikana til matvælafram- leiðslu. Þetta eru viðhorf sem Iíka má leggja til grundvallar við mörkun landbúnaðarstefnu á fslandi. Það er alltaf sagt að við lifum á óvissum tímum. Svei mér, ef þetta á ekki sérlega við nú hvað snertir umhverfi og framtíðar- vist heimsins barna, þegar t.d. ógn loftslagsbreytinga vofir yfir mikilvægum kornræktarsvæð- um veraldar. Nægir hér að vísa til margendurtekinna viðvarana Worldwatch- stofnunarinnar í Washington. Áður en gripið er til róttækra gerða hvað innlenda matvæla- framleiðslu snertir skulum við því ekki eyða neinum af þeim möguleikum sem við höfum. Erfiðara getur reynst að byggja þá upp að nýju en viðhalda þeim. Ögn um frelsið Um aldir barðist íslenska þjóð- in fyrir frelsi sínu - og enn er hún að berjast fyrir því. Einn þáttur frelsisbaráttunnar þessa dagana er útjöfnun allra múra, sem t.d. skilja að þjóðir og þætti í starfi þeirra. Sannarlega mátti þar, og má enn úr bæta, en gæt-’’ um þess að fylgja ekki „vatn- í- bala“ lögmálinu sem gjarnan hefur einkennt gerðir landans. Viðvörun forsætisráðherra var- aðandi samskipti íslands og EB er því fyllilega tímabær og fagn- aðarefni er að utanríkisráðherra hefur nú nýverið tekið undir hana. Hið svonefnda GATT- til- boð íslendinga varðandi land- búnaðarmál frá í vetur virðist að vísu vera þar undarlegur stíl- brjótur. Það er í sjálfu sér nauðsynlegt að kippa út markaðstruflandi greiðslum til landbúnaðar, enda geri allra þjóðir það með sam- ræmdum hætti. Verum þó ekki of bláeyg - að halda það að slíkt gerist í raun. Hver þjóð hefur tugi möguleika til þess að styðja við matvælaframleiðslu sína og flestar munu gera það, hvað sem líður öllum samningum um af- nám útflutningsbóta og niður- greiðslna, m.a. af atvinnu- og ör- yggisástæðum. Yfir þessa þætti verður að fara nánar, áður en mörkuð er sú stefna sem búvörusamningur til framtíðar verður byggður á. Byggð og matur Og eitt atriði af mörgum má ég til með að nefna enn. Ein for- senda sjömannanefndarinnar var að líta ekki á þátt búvörufram- leiðslunnar í byggðamálum, fyllilega rökstyðjanlegt sjónar- mið í sjálfu sér. Búvörusamning- urinn er verktakasamningur um framleiðslu tiltekins magns af billegri mat. En landbúnaðurinn er meira en matur. Þeirrar hugs- unar gætir nú í vaxandi mæli, m.a. í evrópskri byggðaumræðu. Sú hugsun er til að mynda ein skýringin á vaxandi gengi ferða- þjónustunnar. Menn óska eftir lifandi landi, ekki aðeins fáein- um matvælafabrikkum hér og hvar. Þáttur landbúnaðarins í því að halda iandinu lifandi, annast það og nytja með hæfi- lega dreifðri búsetu, er ekki sjálfgefin aukaafurð búvöru- framleiðslunnar. Hana á heldur ekki að þurfa að kaupa með óbeinum hætti í verði kinda- kjöts og mjólkur. En hún er kostnaður sem meta verður og greiða. Eðli málsins samkvæmt er nauðsynlegt að hún verþi líka þáttur þeirrar stefnumörkunar sem bíður landsfeðra að loknum kosningum, m.a. til þess að koma grunni undir hinn nýja búvörusamning. Stefnt frá fortíð - en hvert? Landbúnaðarumræðan hljóðn- aði að mestu með gerð búvöru- samningsins fyrr í vetur. Samn- ingurinn hefur margar mikil- vægar og jákvæðar hliðar. Með honum gerðu aðilar þó fyrst og fremst tilraun til þess að semja sig frá fortíðinni - en það vantar að semja sig með markvissari hætti til framtíðarinnar. Verkið er því hálfnað. Fram- haldið er flókið. Það bíður þeirra sem taka við landstjórn að liðn- um kosningum og stjórnar- myndunarviðræðum. Unnur Stefánsdóttir: w Manneldis- og neyslustefna á íslandi Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi íslendinga þingsályktun- artillögu um manneldis- og neyslustefnu þann 19. maí 1989. Heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Guðmundur Bjamason, tók þetta mál upp í ríkisstjóm í janúar 1988 og lagði fram tillögur um mótun manneldis- og neyslustefnu. Fimm ráðuneyti unnu að stefnu- mörkuninni, þ.e.; heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, landbún- aðarráðuneyti, sjávarútvegsráðu- neyti, viðskiptaráðuneyti, iðnaðar- ráðuneyti. Auk þess tóku fulltrúar í Manneldisráði þátt í starfmu. Af þessu sést að unnið var að þess- ari stefnumótun á mjög breiðum grundvelli og með hagsmuni margra aðila í huga. Heilsusamlegt mataræði var þó það atriði, sem alltaf var haft að leiðarljósi, þó að vissulega þyrfti stundum að komast að samkomulagi um einstaka þætti. Kynning stefnunnar Heilbrigðisráðherra ásamt full- trúa Manneldisráðs kynnti manneldis- og neyslustefnuna á flestum heilsugæslustöðvum í landinu og nokkrum sjúkrahús- um. í mars 1990 kom út bæklingur- inn „Borðar þú nógu góðan mat?“, sem gefinn var út í samstarfi við Manneldisráð og var honum dreift til starfsfólks í heilbrigðisþjónust- unni og fóstra, alls um níu þúsund manns. í febrúar 1991 kom út fréttabréf- ið „Hollt og gott", þar sem kynnt- ar eru hugmyndir starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni um kynn- ingu á stefnunni og sagt frá því sem er að gerast í kynningarmál- um á manneldis- og neyslustefn- unni. Könnuná mataræði íslendinga Ein leiðin til þess að ná mark- miðum stefnunnar var að gera heildarúttekt á fæðuvenjum ís- lendinga. Dr. Laufey Steingríms- dóttir næringarfræðingur var ráðin til þess að sjá um könnun, sem hefur staðið yfir frá 1. janúar 1989. Könnunin náði yfir landið allt. Alls tóku 1242 manns á aldrinum fimmtán ára til áttræðs þátt í könnuninni. Fyrstu niðurstöður úr þessari viðamiklu könnun hafa þegar birst og verða henni gerð nánari skil hér í blaðinu. Næstu kynningarverkefni Starfshópur er að störfum, sem vinnur að kynningu og fram- kvæmd á manneldis- og neyslu- stefnunni í skólum landsins. Myndbandið „Hollt og gott“ verður sýnt í sjónvarpinu í maí- mánuði og verður e.t.v. notað í skólunum. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og skyndibitastaða á þessu ári, þar sem áhersla verði lögð á markmið manneldis- og neyslustefnunnar. Stefnt er að samstarfi við mat- vælaframleiðendur um að þeir lagi framleiðslu sína að markmiðum manneldis- og neyslustefnu. Vonandi er að takist að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett eru í stefnunni og koma þeim til fram- kvæmda á næstu árum. Unnur Stefánsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.