Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. apríl 1991 Tírhinn 3 Benedikt Ámason leiksQóri. Menningarsjóður Þjóðleikhússins: Benedikt fékk viðurkenningu A frumsýningu á Söngvaseið sl. föstudagskvöld var Benedikt Árna- syni veitt viðurkenning úr Menn- ingarsjóði Þjóðleikhússins en hann mun bráðlega láta af störfum á veg- um þess. Benedikt stundaði á sínum tíma leiklistarnám í Lundúnum og hefur að mestu starfað í Þjóðleikhúsinu. Fyrst sem leikari og síðar sem leik- stjóri. Auk þess hefur hann margoft stýrt útvarpsleikritum. Fyrsta verkið sem Benedikt leik- stýrði fyrir Þjóðleikhúsið var Litli kofinn og eru uppfærslur hans nú orðnar yfir 50 talsins. Hin síðari ár hefur Benedikt einkum stýrt söng- leikjum og má þar nefna Vesaling- ana árið 1985, Oliver 1989 og nú síðast Söngvaseið sem var frum- sýndur á föstudaginn við fádæma góðar undirtektir. -sbs. kemur út á föstudag T Tíminn Landssamband iðnaðarmanna um aðgerðir sérsveita fjármálaráðuneytisins: Aögerðirnar SJOMINJASAFNIÐ VILL KAUPA SKÚTU Sjóminjasafn Islands hefur verið Fríða var smíðuð í Hull í Englandi boðin til kaups í Englandi nýlega uppgerð skúta sem áður hét Fríða RE 13 og gekk til fiskveiða frá Reykjavík og Hafnarfirði á árunum 1897-1913. Seljandi skútunnar vill fá 150.000 pund fyrir skútuna eða 15,8 milljónir íslenskra króna. Safn- ið hefur ákveðið að leita eftir stuðn- ingi hjá ýmsum aðilum með það í huga að kanna hvort yfirleitt sé hægt að fjármagna kaupin á Fríðu. íslendingar hafa ekki hirt um að varðveita gamlar skútur, en þessi mikilvægu atvinnutæki áttu drjúg- an þátt í að koma þjóðinni úr fátækt og til auðlegðar. A Akranesi er varð- veitt skútan Sigurfari, en hún er ósjófær og mun aldrei geta orðið neitt annað. Fríða er hins vegar haf- fær og í góðu ásigkomulagi. árið 1884 og er tvímastra kútter byggður úr eik, rúmlega 80 brl. Á árunum 1897-1913 var hún gerð út frá Reykjavík og Hafnarfirði og tald- ist þá meðal vönduðustu og bestu skipa í flotanum. Árið 1913 var skútan seld til Færeyja og var gerð út þaðan allt til ársins 1980 þegar enskir áhugamenn um seglskip keyptu hana og komu henni í haf- fært ástand. -EÓ Frá og með 15. apríl eiga bílar að vera komnir yfir á sumardekk. Þess vegna var mikið að gera á hjól- barðaverkstæðum í gær og fyrradag. Tímamynd: Áml Bjama. Allir bflar á sumardekk Mikið var að gera á hjólbarða- verkstæðum í Reykjavík í fyrradag, 15. apríl, en frá og með þeim degi eiga allir bílar að vera komnir yfir á sumardekkin. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru í fyrra er mið- að við að skipt sé yfir á sumardekk 15. apríl og bílar séu á þeim til 1. nóvember. Þessum dagsetningum þarf þó ekki að fylgja ef veðráttan segir annað. Verkstjórar á þeim hjólbarðaverk- stæðum sem Tíminn ræddi við í gær sögðu að nokkuð væri síðan að fólk hefði byrjað að láta skipta yfir á sumardekkin. Segja þeir þar komi til hve góð veðrátta hefur verið að undanförnu. Verð á um- skiptingu af vetrar- og yfir á sum- ardekk er almennt í kringum 3500 krónur. Ingi A. Magnússon gatnamála- stjóri sagði að götur í Reykjavík kæmu illa undan vetri, en þó e.t.v. betur en í fyrra. Hann áætlar að viðgerðarkostnaður á götunum verði íkringum 150 milljónir. Ingi sagði að notkun nagladekkja standi nokkurn veginn í stað. „Fyr- ir fjórum var hún um 75%, en eft- ir að við settum í gang áróður gegn notkun þeirra náðum við þessu niður í um 60%. Og ég myndi segja að þannig hafí hún staðið í stað síðustu tvö árin.“ -sbs. Ríkisspítalamir: Fæiri sjúkradeildum lokað nú en síðastliðið sumar „Ef þær upplýsingar sem ég hef núna eru réttar, og fjár- veitingar til okkar standast, ættum við að geta dregið heilmikið úr lokunum frá því sem var í fyrrasumar. Þar munar nálega helmingi. Við skiptum starfsemi okkar á handlækningasvið, barnalækninga- svið og lyflækningasvið. Á handlækningasviði verður bækl- unarskurðgangur, með 23 sjúkra- rúmum, lokaður frá 6. júlí til 17. ágúst. Æðaskurðdeild, með 21 rúmi, verður Iokuð frá 14. júlí til 25. ágúst. Á barnalækningasviði eru þrjár deildir. Deild með 13 rúmum verð- ur lokuð frá 28. júní til 3. ágúst. Deild með 15 rúmum verður lokuð frá 23 júní til 3. ágúst. Deild með 26 rúmum verður lokuð frá 4. ágúst til 24. ágúst. Á lyflækningasviði verður lungna- deild á Vífilsstöðum, með 19 rúmum, lokuð frá 1. júlí til 11. ágúst. Deild með 21 rúmi verður lokuð frá 15 júní til 1. september. Þetta eru samanlagt 40 deildarvikur. Deildum verður því lokað í nálega helmingi færri vikur en í fyrrasumar. Þar munar mestu að öldrunardeildum verður ekki lokað," segir Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala. -aá. ■ r Sala á Egils bjór í verslunum jókst verulega fyrstu þrjá mánuði ársins þrátt fyrir al- mennan samdrátt t bjórsölu hérálandi. Samkvæmt tölum ÁTVR var samdrátturinn tæplega 100 þúsund lítrar eða um 7,7%. Fyrstu þijá mánuði ársins hefur orðið nærri fjórðungs söluaukning á Egilsbjór og af einstöokum tegundum má aukningu á sölu Egils-Gulls um 55% miili ára. -sbs. ástæðulausar Fulltrúar Landssambands iðnaðar- manna segja að verulegur hluti þeirra athugasemda, sem sérsveitir fjármálaráðuneytis hafa gert við söluskráningu fyrirtækja, séu til- efnislausar. Fullyrðingin byggir á könnun sem sambandið hefur látið gera. Leitað var til 413 fyrirtækja í iðn- greinum. 117 svöruðu, eða 28,3%. Af þeim höfðu 53 fengið heimsókn sér- sveitanna. Þær höfðu gert alls 40 at- hugasemdir við söluskráningu hjá 31 fyrirtæki. Þar af fengu 19 bréflega athugasemd með hótun um lokun. Fulltrúar Landssambands iðnaðar- manna fullyrða að flestar athuga- semdirnar séu tilefnislausar, snúist um formsatriði, sem ekki hafi efnis- lega þýðingu fyrir öryggi í sölu- skráningu og skattaeftirliti. Þá full- yrðingu byggja þeir á könnun, sem aðeins 28,3% af þeim sem lentu í úr- taki, svöruðu. „Ég get ekki tekið undir að könnun- in sé lítil, eða ekki marktæk, þó svar- endur séu aðeins 117 af 413. Sum þeirra fyrirtækja sem við leituðum til hafa ekki sjóðsvélar. í okkar huga er aðalatriðið að menn skuli fá hót- anir um lokun af litlu sem engu til- efni,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hjá Landssambandi iðnaðarmanna. -aá. TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.