Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. apríl 1991 Tíminn 3 Yfir 42 þúsund nýir á kjörskrá frá 1983, en fylgi stærstu flokkanna samt óbreytt: Fylgi við íhald og Framsókn arfgengt? Það hefur oft og lengi verið haft að gamanmálum að fylgi við Fram- sóknarflokkinn væri mönnum í blóð borið, þ.e. þeir hefðu það í gen- unum. Samanburður á kosningaúrslitum nú og fyrir átta árum vek- ur upp þá spumingu hvort þessu gamni fylgi kannski einhver alvara — og sömuleiðis hvort íhaldsgenin erfist líka? Auk gífurlegra búferlaflutninga og Reykjavík auk minnkaðs fylgis). fjölda nýrra framboða hafa þær Þessi þróun gæti vakið þá spurningu miklu breytingar átt sér stað frá hvort sjálfstæðismenn hafí frekar 1983, að um 13 þúsund kjósendur flust til Reykjavíkur á undanförnum þá hafa síðan látist, en um 43 þús- und nýir kjósendur komið í þeirra stað — þ.e. hátt í fjórðungur þeirra sem nú voru á kjörskrá. Má það því ekki teijast hreint með ólíkindum að fylgi beggja þessara stærstu stjórn- málaflokka skuli nú vera nær ná- kvæmlega hið sama og fyrir átta ár- um? Árið 1983 var samanlagt fylgi þess- ara tveggja flokka 58,2% (og raunar einnig 1987) en 57,5% í kosningum 1991. Frávikið er því aðeins 0,7%, sem t.d. virt skoðanakannanaiyrir- tæki teldu varla marktækan mun. Tekið skal fram að í 1983 tölunum eru meðtalin sérframboð Sigurlaug- ar Bjarnadóttur sjálfstæðiskonu á Vestfjörðum og BB- framboð sem þá var á Norðurlandi vestra. Lixti: Framsókn Sjálfst.fl. 1983 % 19 39,2 1991 % 18,9 38,6 Mismunur: % 0,1 0,6 árum heldur en kjósendur annarra flokka. Hjá Framsókn hafa breytingar á fylgi milli Reykjavíkur og annarra kjördæma t.d. ekki verið eins afger- andi. Fylgið hefur hlutfallslega vaxið lítillega í sumum og minnkað nokk- uð í öðrum. Og á Vestfjörðum er það t.d. nákvæmlega hið sama nú og það var árið 1983. Sem fyrr segir voru úrslitin hlutfallslega afar svipuð hjá báðum flokkunum í kosningunum þarna á milli (1987) voru einnig afar svipuð, þ.e. ef klofningsframboð Borgaraflokksins og Stefáns Val- geirssonar eru þá talin með. Samtals höfðu flokkarnir tveir þá 58,2% fylgi, eða nákvæmlega hið sama og þeir skiptu með sér 1983, sem áður greinir. Þau rúiTilega 40% kjósenda, sem ekki hafa kosið þessa tvo flokka, hafa aftur á móti færst mun meira á milli einstakra flokka og framboða þessar síðustu þrennar alþingis- kosningar. Bandalag jafnaðarmanna fékk t.d. um 6. hluta þess fylgis (7,3% heild- aratkvæða) árið 1983, að því er virð- ist að talsverðum hluta frá krötum. Og nýr Kvennalisti náði þá einnig í 5,5% greiddra atkvæða. Árið 1987 tvöfaldaði Kvennalistinn síðan sitt fylgi. En Bandalagið var aftur á móti dottið út og Alþýðuflokkur á ný bú- inn að ná sínum núverandi hlut. Al- þýðubandalagið hefur aftur bætt sinn hlut frá 1987, en vantar enn nokkuð á 1983 fylgið. - HEI Bændur í A-Landeyjum: Hyggjast græða upp Markarfljóts- aura í sumar Þrír bændur í Austur-Landeyjum hafa gcrt samning við Landgraeðsl- una, RALA og Rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá um landeigendum lúpínufræ og leið- beina þeim um vinnslu og sáningu þess, auk þess að kaupa fræupp- skeru hvetju sinni á markaðsverði. umfangsmiklar landgræðslutfl- Þá gefur þetta Landgræðslunni, raunir og uppgtæðslu á Markar- RALA og Skógræktinnl tækifæri fljótsaurum. Þetta er fyrsti samn- ingur af þessu tagi sem gerður hefúrverið. \ Bændumir sem gerðu þennan samning, sem er til 15 ára, eru þeir Guðlaugur Jónsson á Voð- niúlastöðum, Eiður Hilmarsson á Búlandi og Sigmar Ólafsson í Mið- hjáleigu. Landsvæðið sem um ræðir er sunnan og austan við Stóra-Dímon og er 350 hektarar að stærð. Kveðið er á um að svæð- ið skuK girt af og á því skuli fara fram lúpínúrækt og landgræðslu- tilraunir. Strax í sumar verður lúptnu sáð í 50 ha. til fræöflunar. Auk Iúpínuræktarinnar verða gerðar tilraunir með harðgerðar plöntu- og bjátegundir, s.s birid og víðL Þær tegundir eru harðgerðar og geta búið í haginn fyrir annan gróður. Landgræðslan mun selja tfl að prófa nýjar plöntutegundir og útfæra aðferðir. „Þetta er hluti af þeirri áráttu bænda að skila af sér betra landi en þeir taka við,“ sagði Magnús Finn- bogason, bóndi á Lágafelli og odd- vití Austur-Landeyinga, en hann hefur haft forystu í þessu máli. ,Austur-Lande>jahreppur er með hektara tilraunareit á þessum 350 hekturum sem víðir var gróður- settur í fyrir 6 árum. Það lofar ipjög góðu og er orðið eins og vin f eyðimörkinni. Og það sýnir hvað gera má,“ sagði Magnús. I aldanna rás breiddi Markarfljót mjög úr sér á þessum slóðum. Á fyiri hluta þessarar aldar voru byggðir vamargarðar og fljótinu beint í ákveðinn farveg. Eftir hafa orðið gróðurlitlir aurar sem bænd- ur hyggjast nú græða upp. -sbs. Mismunurinn hjá Framsókn svar- ar aðeins til um 160 atkvæða á land- inu öllu. Og 0,6% fylgisminnkun hjá Sjálfstæðisflokknum svarar að- eins til um 950 atkvæða á landsvísu. Þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins í einstökum kjördæmum er hins veg- ar borið saman vekur það helst at- hygli, að fylgið hefur aukist töluvert í Reykjavík (sem svarar um 2.000 at- kvæðum nú). En þar á móti hefur fylgi flokksins minnkað í öllum hin- um kjördæmunum um ca. 3 þúsund atkvæði (þessi 2.000 atkvæði í KRONí gjald- þrotaskipti Stjóm KRON samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 21. apríl, að óska eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þann 28. nóvem- ber 1990 lagði stjómin fram upp- kast að nauðasamningi í skiptarétti Reykjavíkur. Síðan þá hefur verið reynt að fá samninginn staðfestan. Til þess fékkst ekki samþykki nægilega margra kröfuhafa, vegna afturköll- unar á umboðum, sem búið var að gefa. Þar voru að verki aðilar á Skrif- stofu viðskiptalífsins. Þeir töldu að samkvæmt nýjum lögum um sam- vinnufélög skyldi hlutur KRON í séreignasjóði Sambandsins koma til skipta þrotabúsins. Þessir aðilar, sem allir áttu litlar kröfúr, sáu þannig til þess að ekki tókst að fara þá leið, sem stjórn fé- lagsins og ráðgjafar hennar töldu að yrði hagstæðust fyrir skuldheimtu- menn. Reikningsuppgjör frá 30. septem- ber 1990 sýnir að heildarskuldir fé- lagsins voru þá um 300 milljónir kr. Þær hafa hækkað vegna vaxta frá þeim tíma. Á móti koma eignir sem erfitt er að meta nákvæmlega til verðs. í nauðarsamningi var ráðgert að greiða 25% af lausaskuldum og veðkröfur að fullu. Nokkuð ljóst er að kröfuhafar fá minna upp í kröfur sínar, en þeir hefðu fengið með því að samþykkja nauðarsamninginn. -aá. TIL ÍBÚA I REYKJAVÍK OG KÓPAVOGI! Nú eru hafnar framkvæmdir við lagningu 132.000 volta jarðstrengs milli aðveitustöðvar við Meistara velli í Reykjavík og aðveitustöðvar á Hnoðraholti í Kópavogi. Með til- komu þessa strengs eykst flutnings- geta og rekstraröryggi veitu- kerfisins enn til muna. Fyrirhuguð strenglega kemur fram á meðfylgjandi korti. í Reykjavík verður lagt frá aðveitu- stöðinni við Meistaravelli, eftir Meistaravöllum, Kaplaskjólsvegi, Ægisíðu, Starhaga, Suðurgötu, Einarsnesi, Skeljanesi og fram í sjó í Fossvogi, vestan flugbrautarenda. Lagður verður sæstrengur yfir Foss- voginn að enda Hafnarbrautar í Kópavogi. í Kópavogi verður síðan farið eftir Vesturvör, Kársnesbraut, Nýbýlavegi, Bröttubrekku, Stút- lautarvegi, Dalvegi, Reykjanesbraut og í vegstæði væntanlegs Arnarnes- vegar að aðveitustöðinni á Hnoðra- holti. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst í Reykjavík, og um miðjan september í Kópavogi. Rafmagnsveitan biður íbúa við ofangreindar götur, svo og aðra vegfarendur, velvirðingar á því ónæði sem framkvæmdirnar kunna að valda. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVlK SlMI 60 46 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.