Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. apríl 1991 Tíminn 13 Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík vorið 1991 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda, án frekari viðvörunar. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir ruslagámar á eftirtalda staði: Við Njarðargötu í Skerjafirði, Holtaveg-Vatnagarða, Sléttuveg, Hraunbæ og við Jafnasel í Breiðholti. Eigendur og umráðamenn óskráðra, umhirðu- lausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borg- inni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Bú- ast má við, að bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir til eyðing- ar. Rusl, sem flutt er til eyðingar, skal vera í umbúð- um eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutn- ingakössum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Slmi 91-674000 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TlMANUM AUGLÝSINGASlMI 680001 búnað. Tvídrangar breyttu hennar Hún heitir Sheryl Lee og er að- eins 23 ára. Samt er hún þegar orðin eftirsótt sjónvarps- og kvikmyndastjarna í Hoilywood og hefur þegar keypt sitt eigið hús í Los Angeles. Það var sjónvarpsframhalds- þátturinn Tvídrangar sem breytti Íífi Sheryl. Hún var búsett í Se- attle og komin inn í blindgötu með leikferilinn, enda segist hún þá hafa iátið stjórnast af ótta. Hún hafi haft of lítið sjálfstraust til að fara í áheyrn hjá leikhúsun- um og þó hafi það verið hennar æðsta ósk að fá hlutverk. Og ekki hafi það bætt úr skák að náung- inn sem hún bjó með hafi verið leikari og gengið ákaflega vel. Það var þá sem hún ákvað að fara aftur heim til pabba og mömmu í Boulder í Colorado og ná áttum. Síðan hélt hún til Se- attle á ný og þar náði David Lynch í hana til að bjóða henni að koma fram í tilraunaþætti um Tvídranga. Reyndar brá henni heldur í brún þegar hún komst að raun um að hún átti að leika lík í fyrsta þættinum, sjálfa Lauru Palmer sem veldur allri síðari atburðarás. Síðar var frænka Lauru, Made- leine, skrifuð inn í handritið fyr- ir Sheryl og nú fór hagur leik- konunnar að vænkast. Sheryl Lee fluttist inn í húsið sitt í janúar sl., en það er ennþá hálftómt, ekki einu sinni til mat- ardiskar! Ástæðan er sú að hún hefur svo mikið að gera að hús- búnaðurinn verður að sitja á hakanum enn sem komið er. Meðal annars sem hún hefur tek- ið að sér er góðgerðastarfsemi fyrir börn og það finnst henni meira virði en að velja sér bús- áhöld. Það lætur að líkum að svona önnum kafin ung kona á uppleið hefur ekki gefið sér tíma til að koma sér upp varanlegri sambúð, hvorki með tví- né fjórfætling- Laura Palmer og Madeleine í Tvídröngum breyttu lífi Sheryl. um. Hún segir reyndar megin- ástæðuna vera þá að hún sé veik fyrir afbrigðilegum fyrirbærum og eigi það bæði við um ketti og menn. Pabbi hennar hafi ein- hvern tíma sagt við systur henn- ar að Sheryl hefði vissulega haft lag á því að draga með sér skrítna ketti heim, „og ég meina skrítna," sagði hann með áherslu. En nú segist Sheryl ætla að reyna að vinna gegn þessum veikleika sínum og sækjast frek- ar eftir félagsskap þeirra sem venjulegri eru. Og hver veit nema hún rekist á einhvern mann sem verður henni til stuðnings við að velja stóla, borð og diska á nýja heimilið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.