Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 24. apríl 1991 Nabila al-Taywi starfaði með andspymuhreyfingunni í Kúveit og segir að karlar hafi litið á konur þar sem jafningja. Þær vilja að það sama giidi framvegis. Kúveiskar konur krefjast nú kosningaréttar: Stríðið hratt af stað kvenréttindahreyfingu Fjórar skelfilegar mínútur meðan á hernámi íraka á Kúveit stóð breyttu lífi Lailu al-Qadhi. Eftir að hermenn hótuðu að taka dætur hennar frá henni, tóku hugsanir hennar að snúast um útlæga stjórn Kúveits, sem bjó við þau þægindi sem Sheraton- hótelið í Taif í Saúdi-Arabíu hefur upp á að bjóða, á meðan þegnar þeirra sem heima sátu lifðu við ógnir íraska hemámsins. Al-Qadhi er 37 ára og enskukenn- ari við Kúveit-háskóla. Hún sór þess dýran eið að aldrei framar skyldi hún óttast hina allsráðandi al-Sabah ætt, og að eftir frelsun Kúveits skyldi hún berjast fyrir réttindum kvenna og þeirra sem minna mega sín. Baráttan hafín Laila al-Qadhi hefur haldið loforð sitt, með dætur sínar tvær, Danah, 6 ára, og Reem, 5 ára, öruggar sér við hlið. Hún hefur hafið baráttuna. „Hvemig gæti ég nú verið hrædd við fólk sem dvaldist allan hemáms- tímann í öryggi á fimm stjömu hót- eli, en ég lenti í því að bíða dauða míns fyrir framan byssuhlaup og átti á hættu að missa bömin mín?“ spyr hún. Al-Qadhi er ekki ein um að sýna óánægju sína. Þúsundir kúveiskra kvenna em á sama máli og hún, jafhvel þó að flestar þeirra vogi sér ekki að láta álit sitt í Ijós opinber- lega. Þær þeirra sem horfðust í auga við dauða, pyntingar, fangavist og nauðgun eru ekki lengur reiðubún- ar að sætta sig við stöðu sína í karla- þjóðfélaginu í landinu. Þessar konur eru orðnar „kvenrétt- indakonur" Kúveits og gera sér von- ir um að þáttur þeirra í frelsisbarátt- unni verði til þess að þær fái svipað endurgjald og breskar konur fengu eftir fyrri heimsstyrjöld. Konumar krefjast nú kosningaréttar í fyrsta sinn og réttarins til kjörgengis. „Við sem vorum um kyrrt eigum skiiið að fá að taka þátt í að stjóma“ „Ef konur hefðu verið í stjóm Kú- veits hefði landið kannski ekki átt sinn þátt í að gera skrímsli eins og Saddam að hetju,“ segir al- Qadhi. Hún segir konurnar ekki geta leyft sér, eftir þá reynslu sem þær hafa gengið í gegnum, að búa við gömlu, makráðu afstöðuna að þiggja ein- faldlega þá mola sem er fleygt að þeim. „Við sem vorum um kyrrt þegar raggeitumar flúðu eigum skilið að fá að taka þátt í að stjóma landinu," segir hún. Þá sjö mánuði sem hemámið stóð smyglaði al-Qadhi mat og pening- um til útlendinga í felum og tók upp á sína arma tvær telpur, átta og níu ára, sem írakar höfðu rekið út af fósturheimili. Al-Qadhi bendir á að það vom ekki bara þeir sem báru skotvopn sem börðust fyrir frelsinu. Þar sem íraskir hermenn litu svo á að konur væm þeim ekki eins hættulegar og karlamir, fengu þær meira ferðafrelsi. Það notuðu þær til að smygla vopnum undir „abbaya“, svarta kuflinum sínum, og til að fylgjast með ferðum íraskra hersveita. Margar konur fölsuðu persónuskil- ríki og kvenlæknar breyttu kjöllur- unum í húsum sínum í neyðar- lækningastöðvar þar sem þær líkn- uðu særðum baráttumönnum í neðanjarðarhreyfingunni. Sumar konur fóm jafnvel út á götumar með byssur og sprengjur. „Við viljum virðingu og grundvallarrétt- indi“ Nahla, sem er bara 21 árs nemi og vill ekki láta eftimafn sitt koma fram, bendir á stuðarann á hvíta Toyota Prelude bílnum sínum, sem hún hafði notað til að drepa íraskan hermann. Það hafði verið af ásettu ráði. Þegar réttar tvær vikur vom liðnar af hernámstímanum hafði hún spurt bróður sinn hvemig hún gæti orðið andspymuhreyfingunni að liði. Ráðið sem hann gaf henni var að leita uppi stakan hermann, sem sneri baki að henni á götunni, og keyra yfir hann. Nahla segir svo frá: „Þegar ég sá einsamlan her- mann jók ég hraðann og lenti á honum á 100 km hraða. Hann flaug yfir vélarhlífina og lá síðan hreyfing- arlaus á jörðinni. Áður en ég lét til skarar skríða hugsaði ég sem svo að þessi maður hefði komið til að drepa fjölskyldu mína og ræna mig frels- inu. En eftir á grét ég og leið hræði- lega vegna þess sem ég hafði gert.“ Núna er Nahla sama spuming efst í huga og mörgum öðmm konum, hvemig geta konur sem tóku slíka áhættu undir hemámi nú setið þegjandi í heimalandi sínu? Nabila al-Táywi er tvítug, fædd í ír- ak en hefur búið í Kúveit í 15 ár. Hún er hjúkrunamemi og starfaði í andspyminguhreyfingunni með kú- veiskum unnusta sínum. Saman sprengdu þau mannlausan íraskan skriðdreka í loft upp, tveim vikum eftir innrásina. Þau vom tekin höndum síðar í ágústmánuði og höfð í haldi í næstum sjö mánuði. Hún segir konur ekki fara fram á annað en virðingu og gmndvallar- réttindi. „Karlamir umgengust okk- ur sem jafningja meðan hemámið stóð og við viljum bara að það sama gildi áfram,“ segir hún. Píslarvotturinn Kvennahreyfingin hefur fundið sér píslarvott þar sem er Asrar al- Qa- bandi. Hún var af þekktri ætt í Kú- veit og orðin 32 ára þegar hún lét lífið fyrir föðurland sitt. Að sögn vina hennar og heimilda úr neðanjarðarhreyfingunni kom hún upplýsingum til skila til og frá al- Sabah-fjölskyldunni í útlegðinni um gervihnött. írakar tóku hana höndum og síðar af lífi með einu ax- arhöggi í höfuðið. Líkami hennar, sem líka bar þrjú byssukúlusár á bringu, var vafinn í klæði og skilinn eftir á grasflöt foreldra hennar. Hind al-Bahar, læknir og náin vin- kona al-Qabandi, sagðist vona að dauði hennar hefði ekki verið til einskis. Hún segir vinkonu sína hafa verið sterka og fylgna sér og elskað landið sitt. „Það væri dapurlegt ef hlutskipti kvenna breyttist ekkert núna. Nú er hið fullkomna tækifæri til að hugleiða að koma á nýju þjóð- félagi," segir hún. Kúveiskar konur em ekki algerlega undirokaðar. Þær njóta meira frelsis en konur í mörgum öðmm löndum Mið-Austurlanda, sérstaklega í Saúdi-Arabíu. Þær mega aka bíl, klæðast vestrænum fötum og reka fyrirtæki. Sömu menntunarmögu- leikar gefa mörgum þeirra færi á að gegna háum stöðum við kennslu, læknisfræði, lögfræði og í opinberri þjónustu. En konur gjalda kynferðis á fleiri sviðum en hvað varðar kosninga- rétt. Einstæðar kúveiskar konur eða þær sem giftar em útlendingum eiga í erfiðleikum með að finna hús- næði. Það sama á ekki við um karla í sömu kringumstæðum. Berjast fyrir kosn- ingarétti kvenna og karia sem ekki geta rakið ættir sínar til Kúveit fyrir 1920 Þrátt fyrir þrýsting frá almenningi um breytingar og loforð yfirvalda um að taka upp lýðræði í landinu er langt frá því að tryggð séu aukin réttindi kvenna. Þó að herferð kvennanna njóti stuðnings nokk- urra áhrifamanna, þ.á m. áætlunar- ráðherrans, er vitað að emírinn, Ja- ber al-Sabah fursti, er andsnúinn stórbrotnum breytingum. Helsta von kvennanna er bundin við að þingið verði kallað aftur sam- an sem fyrst, en það var leyst frá störfum 1986, og þar verði sam- þykkt lög sem gefi kosningarétt konum og körlum, sem geta ekki rakið ættir sínar í Kúveit aftur til 1920 og njóta þar með ekki kosn- ingaréttar nú. Enn sem komið er skortir kvenna- hreyfinguna það skipulag og forystu sem breskar kvenréttindakonur nutu fyrir 80 árum, en ef kúveisk kona á borð viö Emmeline Pank- hurst fyrirfinnst, gæti það vel verið al-Qadhi. Laila al-Qadhi er gáfuð, á gott með að koma fyrir sig orði, er pólitískt meðvituð og trúir á málstaðinn. Það má vel vera að takist að fá hana til að leggja kennsluna á hilluna um skeið og helga sig algerlega baráttunni fyrir rétti kynsystra sinna. „Ef engar breytingar verða núna verður svarið við spumingunni „Er Kúveit þess virði að leggja lífið í sölumar fyrir það?“ einfaldlega „Nei“,“ segir hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.