Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. apríl 1991 Tíminn 7 Haraldur Jóhannsson: TRÚ OG LANDNÁM „Landnámsmennimir grísku tóku með sér að heiman eigi að- eins goð og fomhetjur móður- borgarinnar, heldur einnig lífs- skoðun sína og grundvallarreglur hins opinbera og félagslega lífs,“ segir einn ágœtur sagnaritari. Bjöm M. Ólsen Því má til sanns vegar færa, að á íslandi hafi ekki verið eitt ríki, heldur samband jafn margra ríkja og goðorðin vom um löggjöf og dóma. Sams konar þinghár margra héraða eða fylkja, sem vom annars hvert öðm óháð, höfðu verið til í Noregi, áður en Haraldur hárfagri lagði landið undir sig, og þær héldu áfram með svipuðu sniði. Sigurður Nordal Allir landnámsmmn munu hafa helgað sér land það, sem þeir námu, á einhvem hátt. Jón Jóhannesson Baksvið Njálu, fyrstu bók sína um athuganir á Ieifum heiðins dóms og fornum minnum í ís- lenskum fornritum, birti Einar Pálsson 1969. í bók þeirri setti hann fram starfstilgátur sínar og upphaflega meginniðurstöðu. Laut hún að landnámi í Rangár- hverfi (og Borgarfirði og Dölum), að skipan þess eða „Hjóli“, en hann hafði fundið því hliðstæðu á Jót- landi. Þá skipan eða mörkun kvað hann verið hafa „að sjálfsögðu helgisið(ur), vafalítið „helgun" lands ..." (Bls. 63) í Trú og land- námi, sem út kom ári síðar, 1970, fjallaði Einar Pálsson öðrum þræði um þessi efni, hinum um baksvið Njálu. Hér verður þó aðeins vikið að hinum fyrrnefnda. I í Grímnismálum, 46. vísu, segir: Fimm hundruð dura/ og um fjór- um tugum,/ svo hygg ég Valhöll vera7 Átta hundruð einherja/ ganga senn úr einum durum,/ þá er þeir fara með vitni að vega.“ Þarna eru einherjar sagðir 432.000. Þá tölu rekur Einar Páls- son til goðsagna fornra menning- arþjóða, og eftir þýskum fræði- manni, Otto Sigfried Reuter, hefur hann þessi orð: „Samkvæmt frá- sögn Ptolemeusar skiptu Kaldear hverju tákni dýrahringsins í 10 hluta. Útkoman varð 120 „sarar", sem síðan skiptust í 6 „nerur" hver, samtals sem sé í 720 „nerur“. Hver „nera“ skiptist í 10 hluta og hver þeirra enn á ný í 60 hluta. Út- koman úr þessu yrði þá fyrir allan himinhringinn samkvæmt myst- iskri líkingu 720 • 10 • 60 = 432.000 sólár, en að þeim loknum hófst hringrásin á nýjan leik.“ (Bls. 283) Að mælieiningum á jörðu niðri er líka hugað: „Segir Time (10. ágúst 1970) frá því, að fyrir sigur Vil- hjálms bastarðar á Englandi 1066 hafi verið fast í Iögum, að enska fetið væri jafnt 36 byggkornum, er lögð væru langsum... Sennilegt er þá einnig, að önnur germönsk fet hafi verið líkt upp sett... Ætla má þannig, að fetið sé heilagt, bygg var líkami kornguðsins ...“ (BIs. 345) En voru 432.000 fet trúarlegrar merkingar og þá goðsagnalegrar? Já, svarar Einar Pálsson, sem og helmingi færri. II Einar Pálsson segir svo frá: . fann höfundur þessa rits áttavísan- ir og afmarkanir í Rangárhverfi við rannsóknir á fornu táknmáli. Þess- ar afmarkanir mynda Hjól 216.000 fet í þvermál. Miðja Hjólsins er að Steinkrossi. Frá Steinkrossi að þingstaðnum við Flosagjá eru um 216.000 fet. Þar sem talan 216.000 er ginnheilög og einhver merkasta viðmiðun fornrar heiðni (sem ég hafði enga hugmynd um, þegar ég fann þetta upphaflega), sýnist óhugsandi að ætla þetta tilviljun. Sé línan frá Steinkrossi að Flosagjá framlengd í norðvesturátt um ná- kvæmlega sömu vegalengd, 216.000 fet, hafnar hún við strönd og árós í landnámi Skallagríms að Mýrum. Ef aftur er mæld vega- lengdin frá þeim depli að Hösk- uldsstöðum, „upphafsstað" Njálu, virðist sú vegalengd enn á ný 216.000 fet. Þótt hér sé ekki um nákvæmar mælingar að ræða... — og þótt enn séu ekki fundin ná- kvæm mörk mælinganna eru ábendingarnar nægilega skýrar til þess, að tilviljun ætti að vera lítt hugsanleg." (Bls. 40) Einar Pálsson lét þar ekki staðar numið, eins og hann sagði frá í Baksviði Njáiu, á bls. 52-53:.ég tók að rannsaka kort af Danmörku með tilliti til staðsetningar kon- ungsseturs og örnefna... á Jótlandi fannst svo náin hliðstæða Hjólsins í Rangárhverfi, að tengslin urðu vart dregin í efa ... virtist hið danska konungssetur á Jelling á miðju línu, sem dregin var milli kennileita (frá ósi Ribe-fljótsins að Árhus).“ Lengd línunnar var hins vegar 432.000 fet (og er fet þá talið 29,696 sm). Og í TVú og landnámi segir: „Bregðum nú málinu á Sví- þjóð með hina fornu Uppsala- hauga konungssetursins að Miðju, tökum 216.000 fet í hringmæl- inn... Verður ekki betur séð en að lega Uppsala hafi beinlínis og bók- staflega ákvarðast af strandlínunni ... er þetta nægilega skýrt, eins og á stendur, til að tilviljun sýnist nær óhugsandi." (Bls. 109) Og enn: „Tara er ekki nema um 32 kíló- metra frá árósum í Dublin — hef- ur e.t.v. verið mælt 108.000 fet frá þeim stað.“ (BIs. 126) III „Hvernig í ósköpunum má það vera, að ... menn ... skapa hér alls- herjarríki á einum 60 árum, skipu- leggja lönd og mörk án blóðsút- heilinga, setja sér Iög og skorður ...?“ (Bls. 10) Svo spyr Einar Páls- son í upphafi máls síns og svarar óbeinlínis: „Ekki fer milli mála, að íslendingar stofnsettu goðaveldi, — en hvaðan höfðu þeir uppistöð- una?“ (BIs. 36) Og enn svarar hann: „Lög manna eru óaðskiljan- leg frá trú þeirra í heiðni... senni- legt er því, að megindrættir laga séu á landinu löngu áður en Ul- fljótur kemur með ítarlegri bálka þeirra til stofnunar Alþingis." (BIs. 46) Og ef landnemarnir eru þannig álitnir „hafa sniðið þjóðskipulag sitt eftir þeim frummyndum, sem þeir þekktu, — þá er vart nema eitt svar til samkvæmt menningar- háttum Norðurlanda á víkingaöld: konungdæmi — lítið eða stórt“. (Bls. 31) „Hafi goðaveldi íslendinga svipað til (norskra) smákonungdæma, eins og Konrad Maurer hyggur ... væri þannig alls ekki óeðlilegt að álykta sem svo, að skipulagshátta konungsdæmis sæi stað í hinu ís- lenska þjóðveldi." (Bls. 35) Sú ályktun er síðan umorðuð: „Goð- orð voru uppistaða hins íslenska þjóðveldis, goðar voru andlegir og veraldlegir leiðtogar lýðsins." (Bls. 59) í yfirvegun landnámsins fetar Einar Pálsson síðan lítt eða ót- roðna slóð, en áður hafði hann haft á orði: „Hvernig sem komiö er að íslenskum goðsögnum og hvar sem þræðir eru raktir til upptaka, er svo að sjá, að hugmyndafræði hins íslenska þjóðveldis hafi mið- ast við kornkonungdæmi." (Bls. 30) Og enn: „Eða benda ekki öll gögn Snorra-Eddu og Ynglinga- sögu til þess, að ásatrúin hafi runnið um Danmörku og Svíþjóð til Noregs?“ (Bls. 37-38) Upp riQar Einar Pálsson: „Barði Guðmundsson hélt á sínum tíma fram dönskum uppruna vissra þátta í heiðinni stjórnskipan ís- lands og kom róti á hugi manna.“ (BIs. 36) Og hann bætir við: „Barða verður starsýnt á goðanafnið, er ásamt fleiru bendir honum suður til Danmerkur. ,Aðeins meðal ís- lendinga og Dana er það vitað með vissu, að goðastétt hafi verið til.“„ (Bls. 81) Og: „Bjarni Guðnason veltir fyrir sér dönskum uppruna Oddaverja ... og spyr áleitinnar spurningar: „Hverjar ástæður geta legið til þess, að Islendingar skrá- setja sögu DANSKRA konunga — og valda þannig tímamótum í ís- lenskri sagnaritun?",, (Bls. 20) Og meðal annarra orða: Námu ekki margir Danir land í Noregi sunn- an- og vestanverðum á 6. og 7. öld? IV Einar Pálsson heldur lengra: „Tylftarkerfi laganna bendir til, að allt goðaveldið hafi verið við Hring miðað.“ (Bls. 99) Og enn: „Vart er að efa, að hringur á stalla, er eiðar skyldu að vinnast, var eftirmynd hins æðra Hrings tilverunnar. Er hugsanlegt, að orðið LÖG um landssvæði hafi upphaflega byggst á þessari samsvörun ... 1 nafninu Þrænda-lög er því ef til vill svipuð hugsun og í Hringa- ríki.“ (Bls. 85) Baugi á stalli er svo lýst í Hauks- bók: „Baugur tvíeyringur eða meiri skyldi liggja í hverju höfuð- hofi á stalli; þann baug skyldi hver goði hafa á hendi sér til lögþinga allra, þeirra er hann skyldi sjálfur heyja, og rjóða hann þar áður í roðru nautsblóðs þess, er hann blótaði þar sjálfur. Hver sá maður, er þar þurfti lögskil af hendi að leysa að dómi, skyldi áður eið vinna að þeim baugi og nefna sér votta tvo eða fleiri. „Nefni ég í það vætti," skyldi hann segja, „að ég vinn eið að baugi, lögeið; hjálpi mér svo Freyr og Njörður og hinn almáttki ás...“ (Bls. 60-61) Reykjavík, 28. mars 1991. ÚR VIÐSklPTALÍFINU Miðstýrður áætlunar- búskapur aflagður í Ráðstjómarríkjunum? Sovéski forsætisráðherrann, Va- lentin S. Pavlov, lagði 15. febrúar 1991 fram tillögur um niðurlögn Áætlunarráðs ríkisins (Gosplan) ásamt flestum ráðuneytum, sem beinlínis hafa yfir atvinnumálum að segja. Verður tUlögunum búið frumvarps form á sovéska þinginu. Að hinni fyrirhuguðu nýju tilhög- un munu ráðuneyti aðeins hafa beinlínis umsjón með fáeinum sviðum iðnaðan Orkumálum og kjamorku, bflasmíði og dráttar- véla, hergagnasmíði, jámbrautum. „Við teljum ekki þörf á Áætlunar- ráðinu sem slíku, heldur öllu frekar á ráðuneyti efnahagsmála og for- sagnar," höfðu blaðamenn eftir for- sætisráðherranum, sem kvað um- skipti þessi mundu taka þrjú ár. Og lét hann þau orð falla, að einkavæð- ing yrði með ýmsu móti eftir iðn- greinum, og sagði: „Dregist hefur að leggja einkavæðingu lagalegan grundvöll." Væntanleg vinnu- löggjöf EBE í Efnahagsbandalagi Evrópu var í desember 1989 gerð félagsmála- samþykkt. Hægt hefur þó gengið að setja þau lög þess, sem eftir áttu að fara. En í september 1990 hafði framkvæmdastjómin sent til Evr- ópuþingsins drög að frumvörpum um vinnuvernd barnshafandi kvenna, samræmingu reglna um útlent verkafólk og — umdeild — um samráð atvinnurekenda við verkafólk sitt. Umsjón með samn- ingu laga EBE um stöðu verkafólks hefur framkvæmdastjórnarmaður þess með umsjón með félagsmál- um, Vasso Papandreou. 'ézmsmm _ Éiil S.-Ameríka USSR Onnur lönd Miðausturl Sannaðar olíubirgðir heimsins Milljarðar tunna tooo; 1970 gg Heimild: BP Meðaltekjur nú hæstar í Japan Að manntali teknu 1. október 1990 voru íbúar í Japan 123.611,541, 2,1% fleiri en 1985, og hafði þá ekki fjölgað eins lítið á 5 ára skeiði síðan 1945. Er Japan sjöunda fjölmenn- asta land jarðar á eftir Kína, Ind- landi, Ráðstjórnarríkjunum, Bandaríkjunum, Indónesíu og Brasilíu. Verg þjóðarframleiðsla á mann var 1990 í Japan $ 23.440, hin hæsta í heimi, en næstmest í Bandaríkjunum, $ 19.800. Um orkunotkun heims Að árbók BP um orkunotkun, BP Statistical Review of World En- ergy (1990, BP Britannic House, Moor Lane, London, EC 2Y 9BU, single copies free) jókst orkunotk- un í heimi öllum um 2% 1989, en olíu um 1,5%. Mest jókst nýting jarðgass, um 4%, síðan kjarnorku um 3,6%, en fram eftir níunda áratugnum hafði hún vaxið árlega um 11% að meðaltali. í jörðu er vitað um 1.012 millj- arða tunna af olíu, í heimi öllum, þar af í Saudi Arabíu 255 milljarða tunna. Miðað við núverandi nýt- ingarstig, endist kunn olía í jörðu 44,4 ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.