Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 24. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Sfmi: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hvert stefnir? Þrátt fyrir þá ályktun Alþýðublaðsins í gær að úr- slit kosninganna undirstriki íyrst og fremst þakkir kjósenda til ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar fyrir vel unnin störf og mikinn árangur verka sinna, hefur þingflokkur Alþýðuflokksins ákveðið að styðja ekki lengur þessa ríkisstjórn. Formaður Alþýðuflokksins tilkynnti Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra í gærmorgun að Alþýðuflokkurinn teldi rétt að ríkisstjórnin bæðist lausnar og hefur það orðið. Ríkisstjórnin mun eigi að síður sitja sem starfsstjórn þar til ný stjórn verður mynduð, enda er í því efni fylgt viðtekinni venju. Þegar svo er komið munu eðli máls samkvæmt hefjast viðtöl og viðræður ýmiskonar um hugsan- lega stjórnarmyndun. Þess er að geta að forseti ís- lands hefur ekki falið neinum tilteknum manni umboð til stjórnarmyndunar. Af því má ljóst vera að allir möguleikar hljóta að vera opnir til um- ræðu, þótt varla verði því neitað að þessir mögu- leikar eru mislíklegir til þess að verða að veruleika. Að svo komnu verður engu slegið föstu um það hvernig hið endanlega stjórnarmynstur verður. Miðað við úrslit kosninganna sem eru þau að frá- farandi ríkisstjórn hlaut traust kjósenda eins og Alþýðublaðið hefur undirstrikað og öllum er ljóst, er auðvitað eðlilegasti kosturinn að þríflokkasam- starf Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags verði endurreist á grundvelli nýs stjórn- arsáttmála. Slík endurreisn farsæls stjórnarsamstarfs væri vísbending um að félagshyggjuflokkarnir ætla að starfa saman án þess að nokkur þeirra fari að ráð- ast undir áraburð hjá fjölskylduauðvaldinu í land- inu með því að gera hinn pólitíska foringja þess, Davíð Oddsson, að forsætisráðherra. Það getur naumast verið eftirsóknarvert íyrir neinn formann félagshyggjuflokkanna að verða til þess að fægja geislabaug borgarstjórans eftir skuggann sem á hann féll í kosningabaráttunni. Því er þó ekki að leyna að Sjálfstæðisflokkurinn sækir fast að Alþýðuflokknum að ganga til sam- starfs við sig og ekki vafamál að viðtöl hafa átt sér stað milli formanna þessara flokka. Hitt er einnig kunnugt að innan Alþýðuflokksins eru mjög skipt- ar skoðanir um hversu farsælt eða æskilegt það sé að vera í stjórnarsamstarfi með íhaldinu. Þótt reynt sé að gylla minningu hins fræga stjórnar- samstarfs þessara flokka á árunum 1959-1971, vekur sú upprifjun minni fögnuð en margir hafa ímyndað sér. Ekki munu þeir færri Alþýðuflokks- mennirnir, þar á meðal sjálfur formaðurinn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem betur muna samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn eitt þingár í upphafi nýlið- ins kjörtímabils. Þótt það samstarf byrjaði með blíðulátum lauk því með litlum kærleikum. GARRI Fátt sýttlr meirl pólitíska fátækt en að ætla að roynda rfldsstjóra í tnionlngu annarrar ríklsstjÓmar. Allt í eino er farið aÖ tala um sam- steypustjóra Sjálfstæöisflokksins og Alþýóuflökksins. Umtaiið um þá stjóra byggist ekki á fiokkun- nn), sem ætia að mynda hana, heldur á minningu ríkisstjóraar sem hér var við jýði frá 1960-71 og nefnd var Vlðreisn. Allir þelr sem í þeirri stjórn sátu eru látnlr nema menntamálaráðhem henn- ar, dr. Gylfi Þ. Gfsiason. Ekki er vitað tii að neinn þeirra, sem nú ætla sér ráðherrastól, eigi hlð minnsta sameiginlegt með hinum látnu ráðherrum. Samt cr eins og menn í tveimur Viðreisn. Birgir Áraason tekur svo til orða í Alþýðublaðinu f gter, að viðræður um myndun Við- reisnar eigi fyrst og fremst að „snúast um sldptingu ráðuneyta, en ekki um málefnasamning..." Slíkur er tiliinningahitinn sem fyigir Vlðreisnar-nafninu, en sú ríkisstjóra sat þangað til Alþýðu- flokkurinn var næstum orðinn að engu. Sjáifur forínginn, Jón Bald- vdn Hannibaisson, lýsir yfir í DV í gær. „Við höfuro ævinlega átt hlýjar minningar um Viðreisn." Allt eins og blómstrið eina Það ereins ogþessar minningar flokksformannsins eigi að koma í stað málefnasamnings. Ekkert er titið á það, að Viðreisnin var stjóra sem átti við aðra tíma, var skipuð öðrum mönnuro og fékkst við alít önnur og auðveldari vandamál en nú blasa við, þegar tekist hefur að koma á jafnvægi og fríði í þjóðfé- laginu. Með samsteypustjóm Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks yrðí friðurinn fljótt úö, enda eru ails knnar kanseilfistar þegar farn- ír að biýna kutana í fullvissu þess að þeir fái yfir sig stjóra sem heimili þeim aö rífa niöur þann árangur, sem stjóra Steingríms Hermannssonar náði í efnahags- og atvinnumálum. Formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vifia flýta scr sero mest við að koma s^óraarsamstarfinu á. Yfir* söngurþe reisninni gömlu og vaktstaða þeirra yfir dauöra manna beinum þeirttof ríkisstjdrnar minnir ekki h'tíð á útgönguversiö JUIt eins og biómstríð eina“. að Aiþýðubandaiagið komi llka f stjórnina, svo hægt verði að knýja AJþýðufiokkinn til að láta undan í Jandhúnaðarmálum? Þessar spuraingar munu leita á hugann næstu daga. Ólafur Ragnar hefur þegar beðið um frest til að sansa Davíö. Jafnaðarmenn í Þannig hefur þeim tekist á ör- skömmum tíma, Davíð og Jóoi Raldvin, að snúa hugmynd um samsteypustjóra upp í minningar- athöfn um virðingarvcrða stjóra- málamenn, sem náðu óvenjulega góðri samstöðu sem stóð lengL Spuraingin er, svo notað sé orða- lag Jóns Baldvins: Er hann búinn að ná sér eftír hnlfstungnna? Önnur spuming: Er hann relðo- búinn að fóraa góðum árangrí síð- ustu rfkisstjóraar fyrir samstarf, sem miðar að því að nota hann og félaga hans tit fálmkenndra verka ósamstæðs flokks, þar sem byrjað verður á því að reyna að knýja Jón Sigurðsson frá frekari afskiptum af álverinu með því að koma Frið- riki Sophussyni í viðskiptaráðu- neytlð? Þriðja spurning, en þær eru alttaf þíjár hjá Jóni Baldvin: Sættir AJþýðuflokkurinn sig við Etíd er vitað á þessu stígl hvort Davíð hefur tekið ákvörðnn um *ð reyna að fá AJþýðubandalagið í stióraina líka. Honum blýtur að vera Ijóst, og má þá muna ttt Hjör- leifs Guttormssonar, sem stund- um kýs að vera utan flokka og ut- an stjóraa, að þegar Alþýöuflokk- urlnn fer að ræða iandbúnaðar- máiin mun heyrast f Eggerí Haukdal, Þorsteinl Pálssyni, Pálma Jónssyni, Vflhjálmi Egfls- syni og Agli Jónssyöí, jafovel Halldórí Blöndal ef hann heldur skoðun sinni nógu fengL Þótt þingflokkurinn sé stór er þetta engu að síður noidcur hópur, sem vitl ekkert hafa með landbúnaðar- stefnu kratanna að gera. Þá gæti veríð gott að hafa Alþýðubanda- fulltrúum hinna tveggja jafnaðar- mannaflokka að bítast um bænda- kjörin. Ölafur Ragnar myndi taka boði um stjómarsetu feglnshendi, þótt einhverfir flokksbræður hans væru að æmta. Hann kjaftar þá bara í kaf. Hann er Hka byrjaður að tala tungum við Jón Baldvin og hefur sagt að kratar og kommar væra tveir jafnaðarmannaflokkar. Það tekst hins vegar ekkl að sam- eina þá frekar en austrið og vestr- ið. Garrf ■ SSSsS i VÍTT OG BREITT El k ki e r nóg nagað Sú var tíð að ungur og upprenn- andi stjórnmálaskörungur sagði það verða sitt fyrsta verk þegar hann kæmist til valda að losa Seðla- bankann við Jóhannes Nordal bankastjóra. Var látið að því liggja að það væri mikið þjóðþrifaverk, því bankastjórinn sá bæri höfuð- ábyrgð á hræmulegri efnahags- stjórn. Langt er liðið síðan Jón Baldvin Hannibalsson settist í valdastóla og enn situr Jóhannes Nordal í sínum stóli. Hið lengsta, sem formaður Alþýðuflokksins og ráðherra öflugra ráðuneyta hefur komist í sókn sinni gegn seðla- bankastjóra, er að lýsa því yfir að hann sæti með öllu liði sínu í Dimmuborgum við Arnarhól og nagaði blýanta. Þarfari iðja færi ekki fram í því húsi. í skuggabjörgunum sem eru áföst við Kolaportið er Þjóðhagsstofnun einnig til húsa og er því mikið áhrifavald í peningamálum saman- komið í þessum mannvirkjum, en þar eru Seðlabankinn og Þjóðhags- stofnun hvunndags og markaður- inn mikli um helgar og er þar kaupslagað og ráðskast með pen- inga af engu minni hind en í sjálfu peningamusterinu á hæðinni fyrir ofan. Gúrúar hávaxtanna Á mánudag, þegar menn voru enn að átta sig á kosningatölum og eng- ar viðræður um stjórnarmyndun voru hafnar og ekki lá fyrir með neinni vissu hvort Steingrímur Hermannsson segði af sér, voru jöfrar Dimmuborga kallaðir fram fyrir þjóðina til að boða vaxtahækk- anir. Þeir Jóhannes Nordal og Þórður Friðjónsson þjóðhagsstjóri lögðu línur fyrir næstu ríkisstjórn og er Jón Baldvin Jóhannes lausnarorð efnahagsmálanna vaxta- hækkun, og bar ekkert á milli þjóð- hags- og seðlabankastjóra í þeim efnum. Útskýringin er að hækkun vaxta sé nauðsynleg til að forðast þenslu. Þegar nú Jón Baldvin, sem eitt sinn lék hlutverk seðlabankastjóra- skelfis, er kominn á flugstig að mynda eitthvað í líkingu við við- reisnarstjórnina sálugu, fær hann það veganesti frá Jóhannesi Nordal að nú beri þjóðamauðsyn til að hækka vexti, því annars aukist þensla sem ekki endar öðruvísi en með miklu bomsarabomsi, og það er leiðinlegur endir á stjómmála- ferli. Það var og er eitt höfuðverkefni þjóðarsáttar að halda vöxtum niðri, því hávextir án verðbólgu virka á sama hátt á kaupmátt og afborgan- ir og verðbólga með lágum vöxtum. Þjóðarsáttin er lágir vextir og lágt verðbólgustig. Hún getur vel heitið eitthvað ann- að innan veggja Seðlabanka og Þjóðhagsstofnunar, en í atvinnulíf- inu og innan veggja heimilanna í landinu er hávaxtastefna ekki þjóð- arsátt. Afturgöngur Vel má vera að betur færi á að í Seðlabankanum væru menn dug- legri að naga blýanta og létu af því að reikna en dæmin sanna. Því und- arleg er sú tímasetning Þjóðhags- stjóra og Seðlabankastjóra að ráð- leggja vaxtahækkun þegar mest Iiggur við að verja og vernda þjóð- arsátt. Þegar hún var gerð var ekki tjaldað til einnar nætur og allir að- ilar sem að henni stóðu, stjómvöld og aðilar vinnumarkaðar, gengu út frá því að hún yrði við lýði til fram- búðar, en ekki eitthvert stundaríyr- irbrigði milli kosninga. Nú mælist Jóhannes Nordal sem sagt til þess við hinn gamla skelfi Seðlabankans, að hann kasti þjóð- arsátt fyrir róða og er það fyrsta af- borgun til að njóta faðmlaga Sjálf- stæðisflokksins, sem standa eiga að minnsta kosti til aldamóta og er það fróm ósk stórkratans Birgis Ámasonar í grein í Alþýðublaðinu í gær og eru þau skrif öll hin fróðleg- ustu. Slökunarstefna húsbændanna í Dimmuborgum er sú að gefa þjóð- arsátt upp á bátinn og ætti það að verða Sjálfstæðisflokknum auðvelt, því hann hefur aldrei átt hlutdeild að henni. Öðru máli gegnir um Al- þýðuflokkinn. Hann var og er aðili að sáttinni og á þess kost að verja hana áfram ef forystumenn hans kæra sig um. En allt stefnir í að forystumenn krata fórni þjóðarsátt fyrir íhalds- samvinnu, enda skipar Seðlabanka- stjóri Jóni Baldvin að lúta sínum boðum og þjóðhagssjóri hnykkir á. Meira vesenið að þeir skuli gera nokkuð annað en naga blýanta. En Ólafur Ragnar getur ekki hugs- að sér viðreisn af augljósri ástæðu, en nýsköpun er kostur sem ekki er vert að slá hendinni á móti. En hún kostar líka að sparka þjóðarsátt út í hafsauga. En hvað gerir maður ekki fvrir ráðherrastóla? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.