Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu, « 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-T6-91 HOGG- DEYFAR Versiið hjá fagmönnum GS varahluti Hamarsböfóa 1 - s. 67-67-44 LH. I í niinn MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 Jarðskjálftakippir í Holtum: Tveir snarpir og fjölmargir vægir Fjölmargir vægir jarðskjálftakippir fundust í ofanverðum Holt- um í Rangárvallasýslu fram eftir degi í gær. Auk þess fundust tveir aðrir sem voru öðrum snarpari eða rúmir 3 á Richter. „Þetta eru ekki það stórir skjálftar að það sé líklegt, enn sem komið er, að þeir boði eitthvað stærra þ.e. Suðurlandsskjálfta,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu íslands í samtali við Tímann. Skjálftahrinan hófst í fyrra- kvöld með vægum kippum. Klukkan 8:13 í gærmorgun fannst skjálfti sem var 3,2 á Richter og klukkan 10:26 annar sem var 3,6. Það voru tveir snörpustu sjálftarnir og þeir sem gleggst fundust. Fram eftir degi í gær skjálftar sem voru mun vægari. Síðdegis í gær hafði hins vegar mjög dregið úr þessari virkni og skjálftarnir orðnir fáir á hverri klukku- stund. Upptök skjálftanna voru ofarlega í Holtum, norðaustur af bænum Saurbæ. Eftir hádegi í gær gáfu Al- mannavarnir út viðvörun vegna þessara skjálfta. Guðjón Peter- sen sagði að fylgst yrði vel með þessum skjálftum og varinn hafður á. Um tíuleytið í fyrrakvöld varð mjög öflugur jarðskjálfti í Costa Rica og Panama sem mældist 7,2 á Richter. Þeir komu glöggt fram á mælum hér á landi. En getur verið eitt- hvert samhengi milli skjálftans þar og hér?: „Við höfum engar forsendur til þess að svo sé, þó maður skildi aldrei fortaka fyrir neitt. Jarðskjálftinn í Costa Rica veldur ekki þessum hreyf- ingum hér en það gæti auðvitað verið einhver sameiginleg or- sök en hana þekkjum við ekki,“ sagði Ragnar Stefánsson. -sbs. Borgarráð samþykkir: Borgin býður í Blikastaði Borgarráð hefur samþykkt að gera kauptilboð í jörðina Blikastaði í Mosfellsbæ. Þar mun verða framtíð- arbyggingarland að hluta. Kauptilboðið hljóðar upp á 244,9 milljónir króna. Jörðin er talin 170 hektarar á stærð. Samkvæmt gild- andi aðalskipulagi Mosfellsbæjar reiknast um 90 hektarar neðan Vest- urlandsvegar, og 50 hektarar ofan Vesturlandsvegar, byggingasvæði. 30 hektarar neðan vegar falla utan byggingasvæða. Borgin býður 2,5 milljónir í hvern hektara innan byggingasvæðis neð- an vegar, samtals 225 milljónir. Fyr- ir land ofan vegar býður Borgin 200 þúsund fyrir hvern hektara, samtals 10 milljónir. Fyrir annað land býður borgin 330 þúsund fyrir hvern hekt- ara, samtals 9,9 milljónir. Tilboðið er gert með þeim fyrirvara að Mosfellsbær noti ekki forkaups- rétt sinn og að samkomulag náist milli sveitarfélaganna um málefni, sem varða kaup þessi. Þá er hugsan- Loðskinn að hækka Verð á refa- og minkaskinni fer hækkandi. Það hefur verið mjög lágt um nokkura ára skeið. Á uppboði á fmnskum skinnum í Helsinki dag- ana 19. til 22. apríl fékkst 30 til 60% hærra verð, en í febrúar. T.d. fór blárefur á 2508 krónur og slifurre- fur á 3153 krónur. Verð á minka- skinni var frá 931 krónu á pastel til 2237 á scanglow. íslensk skinn voru ekki boðin upp í Helsinki. Þau verða á uppboði í Dan- mörku nú um mánaðamótin. Eftir- spurn er meiri en framboð og loð- dýrabændur gera sér vonir um að nú sé að birta til í ræktinni. Að sögn forráðamanna Félags loðdýrarækt- enda eru rekstrarskilyrði greinar- innar nú viðunandi, ef frá er dreg- inn mikill fjármagnskostnaður vegna fyrri skulda. Slökkviliðið í Reykjavfk var í gær kallað að Starmýri 2, þar sem verslunin Vfðir var áður til húsa, en þar hafði kviknaði eldur í gaskút Iðnaðarmenn voru að vinna viö að innrétta nýja húsgagnaverslun og fyrir mlstök gleymdlst að skrúfa fyrir kútinn. Gas lak út meðfram slöngunni og nelsti frá smergll kveikti f. Hvorki urðu skemmdir á húsnæðinu né slys á mönnum og var kúturínn fluttur f burtu eftir að búið var að kæla hann. Tímamynd: Pjetur legt að breytingar verði á lögsagnar- umdæmum Reykjavíkur og Mos- fellsbæjar. Tilboðið stendur til 29. apríl. Ef af verður eru þetta með meiriháttar landakaupum sem borgin hefur gert. Eigendur Blikastaða eru Helga Magnúsdóttir og Sigsteinn Pálsson. Reiðhjólahjálmar: Meira en tvöfaldur verðmunur Meira en tvöfaldur verðmunur er á reiðhjólahjálmum fyrir börn. Þetta kemur fram í könnun sem Verðlagsstofnun gerði í verslun- um á höfuðborgarsvæðinu á dög- unum. í könnuninni var eingöngu gerð- ur verðsamanburður en ekki lagt mat á gæði hjálmanna eða útlit. Lægsta verð á hjálmunum var 2.100 kr. en hæst var verðið 4.649 kr. Ódýrastir voru hjálmarnir í versluninni Fífu við Klapparstíg og í Skeljungsbúðinni við Síðu- múla. Dýrastir voru þeir aftur á móti á Bensínstöðvum Shell við Kleppsveg og Bústaðaveg og í Skeljungsbúðinni við Síðumúla. í síðastnefndu versluninni var um aðra gerð og stærð á hjálmum að ræða en þeir sem reyndust ódýr- astir f sömu verslun. ,Af þeim þrettán tegundum, sem Verðlagsstofnun fann á markaðn- um á höfuðborgarsvæðinu, báru ellefu tegundir merki um öryggis- viðurkenningu frá viðkomandi framleiðslulandi. Það skal tekið fram að hér er eingöngu um verð- samanburð að ræða og ekki lagt mat á gæði hjálmanna," segir í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun. -sbs. Flugfélag Norðurlands: Flogið á milli Akur- eyrar og Keflavíkur Flugfélag Norðurlands hf. mun heQa áætlunarflug frá Akureyri til Keflavíkur 10. maí nk. og verður flogið fjórum sinnum í viku í sum- ar, á mánudögum, fímmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Brottför frá Akureyri verður kl. 14.15 og frá Keflavík kl. 17 alla dagana. Til þessa flugs verður notuð flug- vél af gerðinni Fairchild Metro III, sem félagið hefur nýlega tekið í notkun. Metro vélin er hraðfleyg skrúfuþota með jafnþrýstiklefa fyrir 19 farþega. Flugtími hennar milli Akureyrar og Keflavíkur er 50 mín- útur. Áætlunin er við það miðuð að far- þegar geti náð öllum síðdegisferð- um frá Keflavík til útlanda og kom- ist til Akureyrar skömmu eftir komu sína frá Evrópu. Á undanförnum ár- um hefur síðdegisferðum frá Kefla- vík fjölgað talsvert og er nú m.a. flogið til Kaupmannahafnar, Lond- on, Amsterdam, Hamborgar, Hels- inki og Glasgow auk New York, Baltimore og Orlando. Auk farþega til og frá útlöndum, má búast við að þessi nýja flugleið verði talsvert notuð í samskiptum milli Suðurnesja og Eyjafjarðar- svæðisins, en á þessum svæðum eru samtals um 35.000 íbúar. Fullt far- gjald verður 5.400 kr. hvora leið, en það er sama gjald og milli Akureyrar og Reykjavíkur. Allir almennir af- slættir veröa í boði á þessari flug- leið. —SE látinn vorið 1954. Hann lauk lagaprófi frá HÍ árið 1960 og varð hæsta- réttarlögmaður árið 1966. Hann rak lengi lögmannsskrif- stofu í Reykjavík, íyrst með Bene- dikt Sveinssyni hrl. en lengst af með Ágústi Fjeldsted og síðan með honum og Hákoni Árnasyni hrl. Benedikt Blöndal var skipaður hæstaréttardómari árið 1988. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir stétt lögmanna o.fl. og var m.a. formaður Lögmannafé- lags íslands 1971-1973. Hann sat í stjórn Rauða kross íslands frá 1973 og formaður hans frá 1982- 1986. Hann var formaður lands- kjörstjórnar þegar hann lést. Eftirlifandi kona Benedikts er Guðrún Karlsdóttir. Þau áttu þrjú börn, Karl, Lárus og Önnu. Benedikt Blöndal Látinn er í Reykjavík Benedikt Blöndal hæstaréttardómari. Benedikt varð stúdent frá MR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.