Tíminn - 27.04.1991, Page 6

Tíminn - 27.04.1991, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 27. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason SkrlfstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tlraust þjóðarbú Enn verður ekki með vissu spáð um það hvernig stjórnarmyndun lýkur, þótt Alþýðuflokksforystan hafi sóst eftir því að hefja um það viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Eins og fram hefur komið undanfarna daga er fjarri því að einhugur sé meðal Alþýðuflokksfólks um þá kúvendingu sem tekin hefur verið að ganga gegn úrslitum kosninganna um áframhaldandi samstarf núverandi stjórnar- flokka og taka upp samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn. Við þau tímamót sem orðið hafa með afsögn ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar er vert að líta á stöðu þjóðarbúsins og bera hana saman við stöð- una eins og hún var haustið 1988, þegar fyrst var efnt til samvinnu þeirra flokka sem farið hafa með völdin síðan. Haustið 1988 var íslenskt atvinnulíf að þrotum komið. Útflutningsframleiðslan stóð ekki undir rekstrarkostnaði sínum miðað við þau skilyrði sem hún bjó við, að því er varðaði gengis- þróun og markaðsmál og sívaxandi verðbólgu ásamt gífurlegri vaxtabyrði og öðrum fjármagns- kostnaði. Hins vegar urðu þáttaskil í september 1988, þegar fyrri ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum af stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Það sem gerði gæfumuninn var að hin nýja ríkis- stjórn réðst að vanda atvinnulífsins með markviss- um aðgerðum. Þrátt fyrir skort á formlegum meiri- hluta í neðri deild Alþingis, torveldaði það ekki efnahagsaðgerðir, því að alþingismenn gerðu sér grein fyrir að undan þeim varð ekki vikist. Þing- styrkur ríkisstjórnarinnar var síðar efldur þegar þingmenn Borgaraflokksins gengu til liðs við Steingrím Hermannsson um stuðning við endur- reisnarstarf ríkisstjórnarinnar. Tiltrú þess stjórnarsamstarfs sem formaður Fram- sóknarflokksins leiddi á nýliðnu kjörtímabili fór vaxandi með þjóðinni, endurreisnaraðgerðir ríkis- stjórnarinnar báru fljótt þann árangur sem til var ætlast og lögðu grunn að því að áhrifaöfl vinnu- markaðarins, jafnt atvinnurekendur sem launþeg- ar, sameinuðust um að standa að því víðtæka sam- komulagi um þróun efnahags- og kjaramála sem nefnt hefur verið þjóðarsátt. Frá því að þjóðarsáttin kom til sögu í febrúar 1990 hefur hún verið undirstaða heillavænlegrar efna- hagsþróunar, sem leita verður langt aftur til að finna sambærileg dæmi um hér á landi. Fráfarandi ríkisstjórn skilar af sér góðu búi. í tíð hennar urðu alger umskipti í efnahags- og atvinnumálum. Verð- bólga er lítil, kaupmáttarhrapið hefur verið stöðv- að, m.a. vegna þess að matvælaverði hefur verið haldið í lágmarki, mjög hefur dregið úr viðskipta- halla og rekstrarafkoma atvinnulífsins farið síbatn- andi eins og ársreikningar fýrirtækja víða um land bera með sér. íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum þá endurreisn sem verður nýrri ríkisstjórn drjúgt veganesti. Á ER SUMARIÐ komið með sólskin og yl. Mikið gleður það alltaf mann- skepnuna þegar þar kemur í dagatalinu að hún sér það svart á hvítu að vetri er lokið. Engu skiptir þótt enn sé hann á norð- an og enn séu hríðar á Vest- fjörðum og á annesjum og andi köldu hér á Suðurlandi. Við vit- um samt að vorið er komið. Árstíðirnar eru nefnilega gang- vissar. Þær eru eins og klukka. Þetta er öðruvísi í stjórnmálun- um. Þar er allt á hverfanda hveli. Og kjósendur ráða ekki nema að takmörkuðu leyti hvað þeir eru að kjósa yfir sig. Nýaf- staðnar kosningar sýna þetta glögglega. Fráfarandi stjórn hélt meirihluta sínum, þótt einn stuðningsflokka hennar hyrfi af sjónarsviðinu og fylgi hans kæmi fram í samsvarandi aukningu á fylgi stjórnarand- stöðu. Engu að síður fékk frá- farandi ríkisstjórn þrjátíu og tvo þingmenn kjörna, en stjórn- arandstaðan þrjátíu og einn. At- kvæðalega séð fékk fráfarandi ríkisstjórn enn meira fylgi. Vegna þess að ákveðnar eru breytingar á Alþingi úr tveimur deildum í eina er meirihluti rík- isstjórnarflokkanna þriggja nægur. Hins vegar á eftir að ganga formlega frá þessari breytingu í sumar. Það er nú notað sem röksemd gegn því að meirihluti sé ekki meirihluti. Kjósendur andmæla Það sem réð þó úrslitum um að kjósendur fengu ekki haldið meirihluta sínum er sú ákvörð- un Alþýðuflokksins að gera málamynda ágreining innan fráfarandi ríkisstjórnar. Stein- grímur Hermannsson sagði þá af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt á stundinni og við það situr nú. Alþýðuflokkurinn hikaði ekki við að virða vilja kjósenda að vettugi. Meirihlutinn sem þeir kusu var rofinn. En flokksmenn krata eru langt frá því að vera ánægðir með þessar aðgerðir flokksforystu og þingflokks. Á sumardaginn fyrsta var haldinn hundrað og fimmtíu manna fundur á Hótel Borg, þar sem kjósendur Aiþýðuflokksins mótmæltu þessum aðförum flokksforystunnar. Þeir hafa margt til síns máls. Á liðnu kjörtímabili, á meðan stjórnar- samvinna Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags stóð, reyndu þessir flokkar að sameinast í einn jafnaðarmannaflokk og náðist nokkur árangur af því starfi við síðustu borgarstjórn- arkosningar. Áberandi var hvað ungt fólk í báðum þessum flokkum sýndi sameiningunni mikinn áhuga. Það vildi að linnti þeim hjaðningavígum flokkanna tveggja, sem hafa blossað upp með árvissu milli- bili allt frá árinu 1930. Nú hefur formaður Alþýðubandalagsins talað um jafnaðarmannaflokk- ana báða, þ.e. Alþýðuflokk og Alþýðubandalag. Verður ekki séð hvernig það samræmist því að annar hluti jafnaðarmanna verði í ríkisstjórn og hinn í stjórnarandstöðu. Ungt fólk, sem nú fundar um villu Alþýðu- flokksins, er einmitt að mót- mæla slíku fráhvarfi frá sam- stöðu meðal jafnaðarmanna. Hlýjar minningar En ungir menn í Alþýðu- flokknum eru svo sem ekki sammála. Á þriðjudaginn birtist grein í Alþýðublaðinu eftir Birgi Árnason, þar sem hann lýsti yfir að við myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins ætti fyrst og fremst að láta viðræður snúast um „skipt- ingu ráðuneyta en ekki mál- efnasamning ...“. Slíkur áhugi er sérkennilegur í meira lagi, jafnvel þótt Birgir telji að mál- efnasamning megi gera síðar. Einn af þeim, sem vilja sameina jafnaðarmenn, Hrafn Jökuls- son, skrifar svo í Alþýðublaðið á miðvikudag. Hann líkir viðræð- um Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar við draugagang í gömlu húsi Við- reisnar, sem skildi þannig við þjóðina að þar ríkti „atvinnu- leysi, landflótti og verðbólga". Árið 1974 var Jón Baldvin í kjöri á Vestfjörðum fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna til að koma í veg fyrir að „hroll- vekja“ viðreisnaráranna endur- tæki sig. Nú lýsti hinn gamli frambjóðandi SFV því hins veg- ar yfir í DV s.l. þriðjudag: „Við höfum ævinlega átt hlýjar minningar um Viðreisn." Ekki er nema von að ungu fólki blöskri þessi sinnaskipti og velti því fyrir sér hver hafi dottið á höfuðið. Hrafn bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafi setið að- eins eitt ár saman í stjórn eftir að viðreisnarstjórnin féll. Það var í ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar 1987-1988. Eftir það vitn- aði Jón Baldvin um úrræðaleysi sjálfstæðismanna, dáðleysi þeirra og hvernig þeir hrökkl- uðust úr eigin ríkisstjórn. „Hann hefur lýst Sjálfstæðis- flokknum sem hagsmuna- bandalagi þar sem skýr pólitík eigi ekki upp á pallborðið", skrifar Hrafn. Það skaðar ekki að geta þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hefur sjálfur skíl- greint sig sem vinstra megin við miðju. Árangur félags- hyggjustjórnar Sú félagshyggjustjórn sem nú lætur af störfum fær gott eftir- mæli. Þegar hún tók við völdum fyrir þremur árum var útlitið í efnahagsmálum dökkt og þörf skjótra aðgerða til bjargar. Með markvissum og hiklausum að- gerðum tókst að koma fyrir- tækjum í sjávarútvegi yfir þá örðugu hjalla, sem verðbólga, hávextir og afleit lánsfjárstaða hafði búið þeim. Næst var tekið til við launamálin. Þær viðræð- ur enduðu í þjóðarsátt, ein- hverju mesta snilldarbragði sem hér hefur tekist í fimmtíu ára sögu verðbólgunnar í land- inu. Um þessi höfuðmál var al- gjör samstaða í félagshyggju- stjórninni. Verðbólgan komst niður í fimm stig, sem var Iægra en „elstu menn mundu“, svo notað sé gamalkunnugt orða- lag. Orðaskak um minniháttar atriði, einkum þegar leið að kosningum, geta varla talist það þýðingarmikil, að þau ein og sér hafi nægt til að valda friðslitum innan ríkisstjórnarinnar. Þó er engu líkara en að Alþýðuflokk- urinn hafi beðið fyrsta tækifær- is til að hefja viðræður við Sjálf- stæðisflokkinn um svonefnda viðreisnarstjórn. Þeim viðræð- um líkir Hrafn Jökulsson við draugagang. Jafnvel ungir jafn- aðarmenn hafa samþykkt að óhyggilegt sé fyrir flokkinn að ganga til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Það verður heldur ekki séð að neinar nauð- ur reki hann til þess. Stjórnar- flokkarnir fengu meirihluta í kosningunum. Hafi drauga- gangurinn verið byrjaður fyrir kosningar, gerðust kjósendur svo sannarlega draugabanar. Þeir vissu að þeir bjuggu við jafnvægi og þjóðarsátt. Þeir vissu að meiri árangur hafði orðið af samstarfi félagshyggju- flokkanna en trúað var í upp- hafi. Þeir veittu þessum flokk- um styrk sinn. En svo virðist sem það hafi ekki dugað. Hægt að selja ________ríkisbanka Viðreisn er það sólarljós, sem forysta Alþýðuflokksins hefur blindast af. Það er ekki nýtil- komið. Þegar viðreisninni lauk árið 1971 með stjórnarmyndun Ólafs Jóhannessonar dreyiridi Alþýðuflokkinn áfram um sælu- tíðina í samvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn. Engu máli skipti þótt Alþýðuflokkurinn tapaði einum þriðja af fylgi sínu og næði ekki þeim vopnum sínum aftur í bráð. Flokkurinn var al- tekinn af viðreisnaranda, sem hafði reynst launþegum og fé- lagshyggju þungur í skauti. Jafnvel í þeirri ríkisstjórn, sem nú hefur sagt af sér, var eins og Sjálfstæðisflokkurinn ætti sér- stakan málsvara í bankamálum. Sala Útvegsbankans og nú síð- ast hugmyndin um sölu Búnað- arbankans eru runnar undan rótum manna, sem árið 1960

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.