Tíminn - 27.04.1991, Síða 7

Tíminn - 27.04.1991, Síða 7
Tíminn 7 Laugardagur 27. apríl 1991 LAUGARDAGURINN 27. APRIL 1991 Fréttamenn bíða í anddyri stjórnarráðsins eftir næsta útspili Jóns Baldvins, sem um þessar mundir hefur kvatt félagshyggjuna í bili. Tímamynd Pjetur komu þeim ákvæðum inn í efnahagsmálafrumvarp við- reisnarstjórnarinnar að vextir skyldu hækkaðir og þak sett á útlán banka. Vaxtahækkunin varð svo mikil að svonefnd ok- urlög voru numin úr gildi. Gengið var lækkað um 34% og bannað var að laun mættu hækka samkvæmt vísitölu. Jón Baldvin utanríkisráðherra var ansi hress þegar hann flutti dagskipun sína á fundi í þrum- arahöllinni (Rúgbrauðsgerð- inni) á fimmtudagskvöldið, þar sem flokksstjórn Alþýðuflokks- ins sat næstum frammi fyrir gerðum hlut, og tilkynnti að Viðreisn væri á döfinni. Það voru horfur á því að hægt yrði að hefja leikinn að nýju. Nú fengi bankamálaráðherrann að svipta þjóðina bönkum sínum og færa þá í hendur fjölskyldun- um fimmtán í formi hlutabréfa- kaupa. Þar yrði ekki félags- hyggju-“dótið“ að flækjast fyrir Alþýðuflokknum sem sam- starfsaðilar í ríkisstjórn. Spurn- ingin er bara: Á hvaða spottprís fer Búnaðarbankinn? Hlýjar minningar um verðbólgumet Aðgerðir Viðreisnar sögðu fljótt til sín eftir 1960. Interna- tional Financial Statistics birti í október 1962 yfirlit yfir hækk- un framfærslukostnaðar í nokkrum löndum Evrópu á tímabilinu frá júlí 1961 til júlí 1962. Yfirlitið sýndi að ísland átti Evrópumet í aukningu dýr- tíðar á umræddum tíma. ísland var með 11%, en til saman- burðar má geta þess, að Finn- land, Frakkland og Noregur voru með 6%. Danmörk var sér á parti með 8%. Þannig var þá komið fyrir Viðreisn eftir þriggja ára stjórnarsetu og margvíslegar ráðstafanir, sem miðuðu að því að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Þetta var sem sagt keppikeflið, sem forysta Alþýðuflokksins sóttist eftir og sækir enn eftir. Gloría Viðreisnar var ekki slík sem af var látið, þótt gott ár- ferði væri til sjós og lands. Síð- an lenti Viðreisnin í síldar- bresti. Þeirri uppákomu fylgdi atvinnuleysi, landflótti og enn meiri verðbólga. Það er því undarlegt að fyrrum frambjóð- andi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Vestfjörðum skuli nú vera efst í huga hvað Viðreisnin vekur „hlýjar minn- ingar“. Það er eins og ekkert hafi gerst. Sótthitakenndur __________ákafi__________ Það var ekki fyrr en nú, á skömmum starfstíma félags- hyggjustjórnarinnar, sem ein- hver árangur náðist í viður- eign við verðbólgu og hávexti. Menn óttast eðlilega um afdrif þjóðarsáttar í höndum Sjálf- stæðisflokksins. Undarlegt er hvað Alþýðuflokkurinn sækir fast að fá að vera meðábyrgur sjálfstæðismönnum um afdrif þjóðarsáttar. Forysta Alþýðu- flokksins fimbulfambar nú ákaflega um að Framsóknar- flokkurinn muni ekki fást til að standa að breytingum í sjáv- arútvegi og landbúnaði. í raun hefur ekkert verið látið á það reyna. Staðreynd er, að sam- komulag hefur ríkt um kvót- ann í sjávarútvegi. Að minnsta kosti hefur ekki verið bent á aðra leið, sem gæti tekið við af því kerfi, sem menn yrðu jafn sammála um og kvótann. Landbúnaðarstefna Alþýðu- flokksins er ekki þannig vaxin, að Sjálfstæðisflokkurinn geti samþykkt hana. Því er ekki vit- að hvað veldur því að aðrir stjórnmálaflokkar eru enn óaðgengilegri í þeim mála- flokki en sjálfstæðismenn. Sannleikurinn er sá, að Al- þýðuflokkurinn er með mála- tilbúnað sem stenst ekki. Til að skilja hvað forysta flokksins er að fara, verður fyrst að gera sér grein fyrir því að hún stefnir í Viðreisn af sótthitakenndum ákafa. Þeir hörðustu segja jafn- vel að engan stjórnarsamning þurfi að gera í bili. Gengið fyrir björg Fyrri reynsla Alþýðuflokksins af langri setu í samsteypu- stjórn með sjálfstæðismönn- um ætti að vera flokknum víti til varnaðar. Þar sat Alþýðu- flokkurinn þangað til að litlu munaði að hann hyrfi af þingi. Hann sat sig næstum dauðan í Viðreisn. Vel getur verið að forysta flokksins nú telji það æskilegra hlutskipti en að halda áfram samstarfi við hina félagshyggjuflokkana um upp- byggingu atvinnuveganna og viðhald þjóðarsáttar. í Viðreisn tapar Alþýðuflokkurinn fylgi. Hann hefur þegar sýnt nokk- urt frumkvæði að sameiningu jafnaðarmanna, að svo miklu leyti, sem jafnaðarmenn er að finna í Alþýðubandalaginu. Ávinningi Alþýðuflokksins í þeim sameiningarmálum á að fórna, vegna þess að þegar er ljóst, m.a. á ályktunum fund- arins á Hótel Borg, að þeir sem hafa verið að sameinast Al- þýðuflokknum, og komið að mestum hluta úr röðum Al- þýðubandalagsins, ætla ekki að fylgja flokknum undir handar- jaðar sjálfstæðismanna. Þessar staðreyndir varðar forystu AI- þýðuflokksins ekkert um. Hún er eins og hópur læmingja, sem af óskiljanlegum ástæðum tekur sig upp úr grænum lundum og gengur fyrir björg. Félagshyggjufólk í landinu hefur oft og tíðum verið í minnihluta, þannig að flokkar þess hafa ekki borið gæfu til að sameinast í stjórnarsamstarfi nema með höppum og glöpp- um, og hefur það samstarf oft- ar en hitt gengið brösulega. Dæmið nú, þegar Alþýðuflokk- urinn hleypur frá meirihluta í fang sjálfstæðismanna út af málamyndaágreiningi sýnir vel þann mannameting, sem stendur félagsmálaöflunum fyrir þrifum. Tilgangslaust er fyrir Alþýðuflokkinn að bera fyrir sig sjávarútveg og land- búnað. Framsóknarflokkurinn þekkir hin gömlu krampaflog krata, sem yfirleitt koma litlu til leiðar nema illu einu. Stjórnarmyndunin 1934 er minnisstæð. Minnisstæður er sífelldur ágreiningur runninn frá Héðni Valdimarssyni. Minnisstæð eru svikin á AI- þýðusambandsþingi, þegar stjórn Hermanns Jónassonar var felld 1958. Og nú halda þeir Jón Baldvin og Jón Sig- urðsson að þeir séu að koma á óvart með framferði sínu í garð meirihluta félagshyggju- stjórnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.