Tíminn - 27.04.1991, Qupperneq 10
Laugardagur 27. apríl 1991
22 Tíminn
ÁRNAÐ HEILLA
Sjötugur:
Sr. Guðmundur Sveinsson
JEvitíminn eyðist; — unnið skyldi
langtum meir,“ kvað skáldið, og
mér finnst að þessi orð lýsi að
nokkru lífsafstöðu hugsjónamanns-
ins sr. Guðmundar Sveinssonar sem
verður sjötugur 28. aprfl.
Sr. Guðmundur er Austlendingur
og Reykvíkingur. Hann lauk guð-
fræðiprófi frá Háskóla íslands 1945,
fil. kand.-prófi í Lundi í Svíþjóð
1951 og stundaði framhaldsnám og
sérnám víða. Hann hefur ævinlega
mótast af óslökkvanlegum fróð-
leiksþorsta, og fyrir nokkrum árum
hélt hann til austurheims í leit eftir
nýrri reynslu og þekkingu. Sr. Guð-
mundur tók vígsiu 24. júní 1945 og
þjónaði Hestþingum í Borgarfirði í
áratug. Á þeim tíma var hann einn-
ig kennari við Bændaskólann á
Hvanneyri og við Guðfræðideild
Háskóla íslands. En fyrir honum
átti ekki að liggja að gerast fræði-
maður heldur frumkvöðull í ís-
lenskum fræðslumálum.
Árið 1955 tók sr. Guðmundur að
sér að endurskapa Samvinnuskól-
ann á nýjum slóðum, á Bifröst í
Norðurárdal í Mýrasýslu. Hann
ferðaðist um nágrannalöndin til að
viða að sér hugmyndum og reynslu
samvinnumanna og annarra í
fræðslumálum. Hann tók við þess-
ari gamalgrónu stofnun úr höndum
Jónasar Jónssonar og mótaði hana
upp á nýtt sem heimavistarskóla.
Árangurinn er einstakur. Á Bifröst
var sköpuð fræðslumiðstöð sem
skaraði fram úr og skilaði af sér
ótrúlega mörgum forystumönnum
á mörgum sviðum þjóðlífsins. Sam-
vinnuskóli sr. Guðmundar var við-
skipta- og félagsmálaskóli og einnig
skólaheimili í orðanna bestu merk-
ingu. Nemendur fengu mjög mikla
félagsmálaþjálfun og rækilega
verslunarmenntun. Áhersla var
lögð á hvers konar hagnýt sjónar-
mið f kennslunni og margháttuð
þjálfun var látin í té. Til dæmis lagði
sr. Guðmundur mikla áherslu á að
fá fyrirlesara og gestakennara til
skólans og þannig var m.a. staðið að
tungumálakennslu og verslunar-
þjálfun. Sjálfur tók skólastjórinn
virkan þátt í kennslunni og skóla-
heimilinu, en þótt hann kenndi t.d.
tungumál um langt skeið er hans
aðallega minnst sem afburðakenn-
ara í menningarsögu, hugmynda-
sögu, trúarbragðasögu og bók-
menntasögu. Kennsluhefti hans eru
fyrir hendi, góðu heilli. Nemendur
hans minnast þessarar kennslu sem
sannkallaðs þroskavaka.
En sr. Guðmundur hefur ekki stað-
ið einn. Hann er mikill hamingju-
maður og 15. aprfl 1944 gekk hann
að eiga Guðlaugu Einarsdóttur sem
m.a. starfaði sem skólahúsmóðir á
Bifröst. Þau Guðlaug og sr. Guð-
mundur eiga þrjár dætur og barna-
börn.
Þegar leið á 7. áratuginn varð það
smám saman Ijóst hversu íslend-
ingar höfðu dregist aftur úr öllum
nágrönnum sínum í skólamálum.
Sr. Guðmundur Sveinsson skipaði
forystusveit þeirra íslendinga sem
fylgdust best með á þessu mikil-
væga sviði og bentu á leiðir til fram-
þróunar og framfara. Bæði var að
hann öðlaðist mikilvæga reynslu í
störfum sínum, var í góðum tengsl-
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500
Fax 686270
Forstöðumaður
Staða forstöðumanns við lítið heimili fyrir unglinga er
laus til umsóknar. Starf forstöðumanns felst m.a. í
umsjón með daglegum rekstri heimilisins ásamt
ábyrgð á faglegum störfum þess.
Forstöðumaður gegnir vaktavinnu. Reynsla og
menntun sem félagsráðgjafi eða hliðstæð menntun á
sviði sálar- eða uppeldisfræði áskilin. Starfið er laust
1. júlí nk.
Umsóknarfrestur er til 14. maí nk.
Upplýsingar gefur forstöðumaður Anna Jóhannsdótt-
ir I síma 681836 og forstöðumaður unglingadeildar
Snjólaug Stefánsdóttir í síma 625500.
Sumarafleysingar
Á sama heimili vantar starfsmann til sumarafleysinga
í júlí og ágúst. Menntun og reynsla á sviði félags-,
uppeldis- eða sálarfræði æskileg. Upplýsingar í síma
681836.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Aðstoð við aldraða
Langar þig að starfa með öldruðum?
Okkur bráðvantar áhugasamt og gott fólk til starfa I
heimilisþjónustu sem fólgin er í hverskonar aðstoð og
félagslegri samveru á heimilum aldraðra.
Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 09.00-17.00 og gæti
meðal annars hentað húsmæðrum og námsfólki.
Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér starfið.
Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verkstjórar
heimaþjónustu kl. 10-12 á eftirtöldum stöðum:
Aflagrandi 40
Bólstaðarhlíð 43
Hvassaleiti 56-58
Norðurbrún 1
Vesturgötu 7
sími622571
sími685052
sími679335
sími 686960
sími 627077
um við atvinnulífið í starfinu og
einnig hitt að hann gaumgæfði vel
framvindu mála í nágrannalöndun-
um báðum megin hafsins. Sumarið
1963 fór hann t.d. kynnisferð um
Bandaríkin og árið 1974 um Norð-
urlönd og Evrópulönd til áréttingar
fyrri athugunum, og er þá ekki talin
með námsdvöl hans á Bretlandi
1959-60. Sr. Guðmundur gekkst
1973 fyrir stofnun Framhaldsdeild-
ar Samvinnuskólans sem starfaði í
Reykjavík og útskrifaði stúdenta.
Hann var um árabil forstöðumaður
Bréfaskólans og félagsmála- og
starfsfræðslu þeirrar sem sam-
vinnuhreyfingin bauð starfsmönn-
um og félagsmönnum sínum.
Frá því um 1970 má segja að störf
sr. Guðmundar hafi í vaxandi mæli
beinst að almennum framförum
framhaldsskólastigsins yfirleitt.
Hann var einn af höfundum fram-
haldsskólabyltingarinnar sem stóð
á íslandi allan 8. áratuginn og fram
á 9. áratug aldarinnar og er einhver
róttækasta menningarbylting og
jafnaðarbylting sem hér á landi hef-
ur orðið síðan land byggðist. Hann
sat í flestum eða öllum nefndunum
sem lögðu grunninn að þessari bylt-
ingu, en hún opnaði öllum almenn-
ingi leið til framhaldsmenntunar og
var því í raun áframhald af viðleitni
Jónasar Jónssonar til að gefa öllum
alþýðubörnum færi á skólagöngu.
En hugmyndir sr. Guðmundar um
samræmdan alhliða framhaldsskóla
gengu lengra og hærra en aðrir
höfðu ætlað. í senn vildi hann gefa
nemendum tækifæri á mjög víð-
tæku valfrelsi ólíkustu námsbrauta,
en tryggja um leið samferð í kjarna-
greinum og þá einmitt í lokaáfanga
námsins. I þessum anda var Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti reistur,
en sr. Guðmundur var skipaður
skólameistari hans 1974.
Sr. Guðmundur og frú Guðlaug
hafa orðið þeim sem þessi orð ritar
til mikilla heilla á lífsleiðinni. Fyrir
það skal þakkað, þótt aldrei verði
fullþakkað. Þegar það kom til tals
að ég yrði skólastjóri á Bifröst ýtti
hann undir það og hvatti mig á all-
ar lundir. Þegar hugmyndir kvikn-
uðu um að breyta Samvinnuskólan-
um í Samvinnuháskólann, sem nú
er orðið, sneri ég mér strax til sr.
Guðmundar og bar þetta einslega
undir hann áður en rætt yrði við
aðra. Hann svaraði þegar í stað með
sterkum hvatningar- og örvunar-
orðum. Hann sagði mér þá frá því
að hann hefði þegar árið 1972 gert
það að tillögu sinni að Samvinnu-
skólinn yrði „hækkaður upp“ til að
geta starfað á lokaárum framhalds-
skólastigs með stúdentspróf sem
lokapróf. „Þú átt hiklaust að gera
Samvinnuskólann að „college“-
skóla,“ sagði sr. Guðmundur og
hafði hugsað alla þessa þróun út
meira en heilum áratug áður.
„Humani nil a me alienum puto“
= Ekkert mannlegt læt ég mér óvið-
komandi, sagði leikskáldið Terenti-
us og sr. Guðmundur er sama sinn-
is. Hann er hafsjór fróðleiks og fylg-
ist ákaflega vel með rannsóknum í
félagsvísindum, heimspeki og hug-
vísindum yfirleitt. Hann er skapað-
ur og fæddur leiðbeinandi, ráðholl-
ur, velviljaður og áhugasamur.
Fyrir hönd samfélagsins á Bifröst
færi ég sr. Guðmundi Sveinssyni
innilegar þakkir og árnaðaróskir.
Persónulega þakka ég honum og frú
Guðlaugu handleiðslu þeirra, vin-
semd og hlýhug. Megi þau eiga
mörg ár gleði og farsældar fram-
undan.
Jón Sigurðsson,
Bifröst
VERZLUNARMANNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur um kjör fulltrúa á 18. þing Landssambands
íslenskra verslunarmanna. Kjörnir verða 74 full-
trúar og jafnmargir til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi versl-
unarinnar, fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 30. apríl
nk.
Kjörstjómin
Bændur
12 ára drengur óskar eftir að komast i sveit í sumar.
Upplýsingar í síma 91-626145.
Bændur
14 ára drengur, vanur í sveit, óskar eftir sveitaplássi í sumar.
Upplýsingar í síma 91-653134.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I
Reykjavlk 26. apríl til 2. mai er I
Háaleítisapóteki og Vesturhæjarapóteki. Það
apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna
frá Id. 22.00 aö kvöldl til kl. 9.00 að morgnl
virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upp-
lýsingar um læknis- og lyfjaþjonustu eru gcfnar
i slma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Slm-
svari 681041.
Hafnaríjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek
eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýslngar eru gefnar I
síma 22445.
Apótek Keflavíkun Opið virka daga frá k. 9.00-
19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl-
daga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vostmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Setfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til
kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær. Apótekið er opið rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seitjamamos og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla
viriæ daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög-
um og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Selljamamesl er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum.
Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tlmapant-
anirfsfma 21230. Borgarspítalinn vaktfrá kl. 08-
17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slml 81200). Nánari upplýsingar um
lyljabúðir og læknaþjónustu erugefnar 1 slm-
svara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Hcilsuvcmdarstöð Reykjavikur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskírteini.
Sdtjamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni
Eiðistorgi 15 viika daga kl. 08.00-17.00 og
20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi
612070.
Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
Hafharflöröur Heilsugæsla Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Simi 40400.
Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á
Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I sál-
fræðilegum efnum. Slmi 687075.
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til
kl. 20.00 Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-
16. Heimsóknartími fyrirfeður kl. 19.30-20.30.
Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga.
Öldrunariæknlngadeild Landspitalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa-
kotsspítali: Allavirkakl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30
til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi
annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg-
arspitalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga
kl. 18.30 til 19.30ogeftirsamkomulagi. Álaug-
ardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúöin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30.
- Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa-
vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. - Vífilsstaðaspitali: Heimsóknar-
tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St
Jósepsspítall Hafnarflröl: Alla daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Sunnuhliö hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim-
sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikuriæknlshéraðs og heilsu-
gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring-
inn. Sími 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim-
sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um
helgarog á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-
19.30. Akureyri- sjúkrahúslö: Heimsóknartimi
alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á
barnadeiid og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:
Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl.
22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkiahús Akraness:
Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla
daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Slökkvilið - Lögregla
Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan simi
611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100.
Kópavogur. Lögreglan slmi 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið simi 11100.
Hafriarflöröur Lögreglan simi 51166, slökkviliö
og sjúkrabifreið slmi 51100.
Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og
sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, sími 11666,
slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið sími
11955.
Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222.
Isaflörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið slmi
3300, brunasimi og sjúkrabifreið sími 3333.